Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Qupperneq 6
6
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989.
Úflönd
Ronald Reagan, fyrrum Bandarikjaforseti, óskar George Bush, forseta Bandaríkjanna, til hamingju meö nýja
embættiö eftir að sá siðarnefndi sór embættiseið í gær. Á milli þeirra sést aftan á Barböru Bush forsetafrú.
Símamynd Reuter
Bush er
tekinn við
Steinunn Bodvarsdóttir, DV, Washington:
„Eg óttast ekki hvaö framtíðin ber
í skauti sér. Vandamál okkar eru stór
en hjarta okkar er stærra. Verkefnin
eru mikil en vilji okkar er þeim mun
meiri.“ Á þennan hátt lauk George
Herbért Walker Bush, 41. forseti
Bandaríkjanna, ræöu sinni í gær er
hann tók formlega viö forsetaemb-
ættinu af Ronald Reagan.
í ræöu sinni rétti Bush fram sátta-
hönd til þingmanna löggjafarþings-
ins og hvatti til samvinnu um aö
leysa þau vandamál sem bíða banda-
rísku þjóðarinnar. Hann lagöi
áherslu á varanleika þess sem áunn-
ist hefur síðastliöin átta ár og þakk-
aði Reagan fyrir þjónustu sína við
Peningamarkaöur
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 3-5 Vb.lb
Sparireikningar
3jamán. uppsogn 2-6 Vb
6mán. uppsogn 2-7 Vb
12 mán. uppsogn 3,5-5 Lb.
18 mán. uppsogn 8 Ib
Tékkareikningar. alm. 1 Allir
Sértékkareiknmgar 1-6 Vb
Innlán verötryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Vb
6 r.ián uppsogn 2-3,5 Sp.Ab,- Vb.Bb
Innlán með sérkjörum 3,5-11 Úb
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalir 7,5-8,75 Ab
Sterlingspund 11-12,25 Úb.Ab
Vestur-þýsk mork 3,75-5 Ab
Danskar krónur 6.75-8 Vb.Sb,- Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) íægst
Útlán óverðtryggð
Almennir vixlar(forv) 11-15 Vb
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 12-12,5 Vb
Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
, Hlaupareikningar(yfirdr ) 14,5-17 Úb.Vb
Utlan verötryggð
, Skuldabréf 8-8,75 Vb
Utlán til framleiðslu
isl. krónur 12-12,5 Lb.Sb,- Bb.Úb
SDR 9.5 Allir
Bandaríkjadalir 11-11,5 Úb
Sterlingspund 14,50- allir
14,75 nema Úb
Vestur-þýskmórk 7,25-7.5 allir* nema
Húsnæðislán 3.5 Úb
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 21,6
MEÐALVEXTIR
överðtr.jan.89 12,2
Verðtr. jan. 89 8.1
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitalajan. 2279 stig
Byggmgavisitalajan 399,5 stig
Byggingavísitalajan. 125,4 stig
Húsaleiguvísitala Engin hækkun Verð- stoðvun
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 3,442
Einingabréf 2 1.933
Einingabréf 3 2,237
Fjólþjóðabréf 1,268
Gengisbréf 1,586
Kjarabréf 3,442
Lífeyrisbréf 1.727
Skammtimabréf 1.197
Markbréf 1,828
Skyndibréf 1,053
Sjóðsbréf 1 1.644
Sjóðsbréf 2 1,381
Sjóðsbréf 3 1,168
Tekjubréf 1,557
HLUTABRÉF
Soluverð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 130 kr.
Eimskip 380 kr.
Flugleiðir 288 kr.
Hampiðjan -155 kr.
Hlutabréfasjóður 151 kr.
Iðnaðarbankinn 177 kr.
Skagstrendingur hf. 200 kr.
Útvegsbankinn hf. 134 kr.
Verslunarbankinn 146 kr.
Tollvörugeymslan hf. 126 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast í DV á fimmtudögum.
bandarísku þjóðina. En hann lét jafn-
framt í þaö skína aö breytinga væri
þörf.
Ræða Bush var jákvæö og full
bjartsýni. Hann nefndi einnig mörg
þau alvarlegu vandamál sem þarfn-
ast úrlausnar: vanda þeirra sem
minna mega sín, heimilislausra og
fátækra, barna og hinna öldruðu.
Lítið var um loforð í ræðu forsetans
en hann hét því þó að uppræta og
binda enda á hina stórauknu fíkni-
efnaneyslu í Bandaríkjúnum.
Samskipti stórveldanna bar á góma
í ræðu hins nýja forseta eins og búist
hafði verið við. Hann hét áfram-
haldandi samvinnu þeirra á alþjóða-
vettvangi en einnig áframhaldandi
uppbyggingu hemaðarstyrks Banda-
ríkjanna. Bush minntist líka á þau
verkefni, sem fram undan eru í utan-
ríkismálum, og gaf til kynna hertar
aðgerðir í baráttunni fyrir auknu
lýðræði í heiminum. Lýðræði og
mannréttindi em að fá yfirhöndina,
sagði forsetinn, tími einræðisherr-
anna er liðinn.
Vígsluhátíð Bush markar tímamót
í sögu Bandaríkjanna. í ár eru tvö
hundrað ár liðin frá því fyrsti forseti
Steinunn Boðvaisdóttix, DV, Washington:
í gær lét Ronald Wilson Reagan af
embætti forseta Bandaríkjanna eftir
átta ára valdatíð. Þegar á heildina
er litið hefur forsetatíð hans þó verið
góður tími fyrir Bandaríkin.
Þegar Reagan tók við embætti hét
hann ábyrgð í ríkisfjármálum og
hallalausum fjárlögum. Þess í stað
hafa þjóðarskuldirnar aukist um 170
prósent og fjárlagahalli þessa árs er
áætlaður hundrað og sextíú milljónir
dollara.
Efnahagslífið í blóma
Á móti kemur að efnahagurinn
virðist nú standa traustum fótum.
Árið 1981 og 1982 gekk yfir versti
samdráttur í bandarísku efnahagslífi
síðan á fjórða áratugnum. Harkaleg-
ar efnahagsaðgerðir Reagans sneru
dæminu við og hagvöxtur hefur nú
staðiö í efnahagslífinu á sjöunda ár.
Atvinnuleysi er nú 5,3 prósent, hið
minnsta í fjórtán ár, og verðbólgan
er innan viöráðanlegra marka, eöa
4,4 prósent.
En „efnahagsundrið" -kostaði sitt.
Félagslegar aðgerðir féllu í gleymsk-
unnar dá og vandi fátækra og heimil-
islausra hefur margfaidast. Fimmt-
ungur barna í Bandaríkjunum lifir
nú í fátækt og um tvær milljónir
manna era heimilislausar á nóttu
hverri. Fíkniefnavandinn er orðinn
að einhverju alvarlegasta vandamáli
sem Bandaríkin hafa þurft að glíma
við og glæpum hefur fjölgað mjög.
Stórsigrar í
afvopnunarmálum
Hápunktur ferils Reagans er undir-
ritun afvopnunarsáttmála stórveld-
anna í Washington í desember 1987.
í þeim sáttmála er gert ráð fyrir, í
fyrsta sinn í sögunni, eyðingu tveggja
flokka kjarnorkuvopna. En sáttmáli
þessi er einnig merkur fyrir aðrar
sakir. Hann hefur lagt grundvöllinn
að frekari afvopnun í framtíöinni og
leitt til bættra samskipta Bandaríkj-
anna og Sovétríkjanna, þjóðar sem
forsetinn kallaði eitt sinn „heims-
veldi hins fila“.
Stór þáttur í utanríkisstefnu Reag-
ans var efling herafla landsins. Hann
stóð fyrir einhverri mestu uppbygg-
ingu herafla lýöræðisríkis í manna
þjóðarinnar, George Washington, sór
embættiseið. Tfi að leggja áherslu á
mikfivægi varanleika og lýðræðið,
sem einkenni sögu landsins, var nú
notuð sama Biblían og þegar Was-
hington sór eiðinn árið 1789.
Innsetningarathöfninni var sjón-
varpað beint um gjörvöll Bandaríkin
og sýnd á öllum stærstu sjónvarps-
stöðvunum. Hátíðarhöldunum, sem
minnum. En hann var einnig spar á
aö nota herinn nema í örfáum tilfell-
um. Eitt þessara tfifella var árás á
höfuðstöðvar Gaddafis, leiðtoga
Líbýu, í apríl 1986.
Skin og skúrir
Meginstefna Reagans í utanríkis-
málum var að hindra útbreiðslu
kommúnismans og efla lýð'ræði. Afg-
anistan og Angola virðast ætla að
reynast rós í hnappagat Reagans en
margt annað hefur mistekist.
í baráttunni gegn hryðjuverkum
hefur Reaganstjórnin mátt þola bæði
vonbrigði og velgengni. Fyrir þrem-
ur áram lést tvö hundruð fjörutiu
og einn bandarískur hermaður í
Beirút og tvö hundrað fimmtíu og
niu farþegar létust þegar farþegaþota
bandaríska flugfélagsins Pan Am var
á eftir fylgdu, var einnig sjónvarpað
tfi að veita sem flestum íbúum þjóö-
arinnar tækifæri tfi að taka þátt í
þessari merku athöfn.
Bandaríska þjóðin var í hátíðar-
skapi í gær. Um eitt hundrað og
fjörutíu þúsund manns fylgdust með
þegar Bush og Dan Quayle varafor-
seti sóru eiða sína fyrir framan lög-
gjafarþing þjóðarinnar í Washing-
sprengd í loft upp yfir Skotlandi í
síðasta mánuði. I báðum tilvikum
var um hryðjuverk aö ræða.
En Bandaríkin hafa einnig unniö á
í þessari baráttu. Vegna þrýstings
Reaganstjórnarinnar hafa frelsis-
samtök Palestínu afneitaö hryðju-
verkum og sest að samningaborðinu
til að freista þess að ná samkomulagi
um frið í Mið-Austurlöndum.
Einn vinsælasti forseti
sögunnar
Reagan yfirgaf Hvíta húsið með
stuðning yfirgnæfandi meirhluta
bandarísku þjóðarinnar á bak við
sig. 65 prósent þjóðarinnar eru á-
nægö með störf hans á forsetastóli
og svipað hlutfall telur þjóðina mun
betur á vegi stadda nú en áður en
hann tók við embætti forseta. Enginn
ton. Jafnvel veðurguðirnir voru
samvinnuþýðir, veður var kalt en
nokkuð stillt mestalla athöfnina.
Borgin er skreytt í fánalitunum,
rauöu, bláu og hvítu, og blóm og fán-
ar skrýða göturnar.
Þessa dagana ríkir bjartsýni í
Bandaríkjunum. íbúar landsins líta
framtíðina björtum augum með
George Bush við stjómvölinn.
forseti frá stríðslokum hefur verið
jafnvinsæll við lok ferils síns og Re-
agan. Hann átti stóran þátt í að repú-
blikanar halda völdum í Hvíta hús-
inu þriðja kjörtímabilið í röð og jafn-
vel gagnrýnendur hans vlðurkenna
áö hinn aldni forseti endurvakti
traust almennings á forsetaembætt-
inu. Það eitt er í sjálfu sér stórvirki.
Ekki má gleyma því að þau álög
hafa verið á Hvíta húsinu frá árinu
1840 að allir forsetar, sem kjörnir
hafa verið á heilum tug, hafa dáið í
embætti. Er skemmst að minnast
þess að bæði Lincoln og Kennedy
voru myrtir en þeir voru einmitt
kjörnir í embætti 1860 og 1960. Reag-
an er fyrstur þeirra sem kjörnir eru
á heilum tug sem sleppur lifandi út
úr Hvíta húsinu.
Ronald Wilson Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, lítur yfir skrifborð sitt i forsetaskrifstofunni i Hvita húsinu í gær
i siðasta sinn sem forseti, skömmu áður en hann hélt ásamt George Bush, eftirmanni sínum, til þinghússins i
Washington þar sem sá síðarnefndi sór embættiseið sem forseti Bandaríkjanna. Simamynd Reuter