Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 2J. JANÚAR 1989. Breiðsíöan DV Jörundur og Magnús Ólafs: Ætla að endur- vekja grínið „Markaöurinn fyrir skemmti- krafta er alltaf aö minnka," segir Magnús Ólafsson sem engu að síður er aö leggja upp í nýja skemmtidag- skrá ásamt Jörundi Guömundssyni. Magnús sagöi að vegna þess hversu veitingahúsin berjast í bökkum bjóöa þau upp á eigin skemmtidagskrár og bjóöa fyrirtækjum að halda árshátíð- ir sínar á stööunum. „Þetta hefur verið aö aukast sl. þrjú ár og maður finnur greimlega fyrir þessu í jóla- vertíöinni. íslensku jólabölhn eru mjög á undanhaldi," sagöi Magnús. Þeir Magnús og Jörundur hafa undanfarnar vikur verið í óðaönn að skipuleggja nýja skemmtidagskrá þar sem þeir koma fram í tíu hlut- verkum. „Stjórnmálamenn okkar setja allnokkurn svip á dagskrána. Eftirherman Jörundur mun setja sig í búninga þeirra og munum viö fylgj- ast meö pólitíkinni dag frá degi og breyta dagskránni samfara því,“ sagöi Magnús. Margar nýjar persón- ur munu líta dagsins ljós svo sem Dóna Ingiríður, sem rekur kynlífs- fræöslunámskeið í Hafnarfirði. „Hún mun halda fyrirlestur og gefa kyn- lífsráðleggingar. Dúddi Dalamaður, sem margir þekkja úr þáttunum í hjarta borgarinnar, mun koma fram auk margra annarra." Magnús sagöi að þeir félagar ætli aö bjóöa upp á „local“ skemmtiatriði starfsfólks fyrirtækja ef þess væri óskað. „Menn vilja nú alltaf grínast meö náungann. Viö höfum líka oft orðiö varir við það í gegnum árin að enginn vill taka að sér aö vera veislu- stjóri. Á árshátíðum úti á landi getur það verið í okkar höndum,“ sagði Magnús og er ljóst að þeir félagar ætla aö leggja mikið upp úr dagskrá sinni og endurvekja grínið á böllun- um. Magnús Ólafsson er að halda upp á tíu ára starfsafmæli sitt í skemmti- bransanum en Jörundur hefur skemmt landanum í tuttugu ár. „Samanlagt höfum við þrjátíu ára reynslu á þessu sviði,“ sagöi Magn- ús, kannski best þekktur sem Þorlák- ur þreytti og Bjössi bolla. Magnús hefur einmitt ákveðið að dusta rykið af þeim síðarnefnda fyrir sjónvarps- þætti. -ELA Þú ert 2000 krónum ríkari! Bömin í ísaksskóla kunnu sannar- lega vel að meta snjóinn sem kyngdi niður 1 vikunni. Sannarlega hraustir og sniðugir krakkar. Sá sem liggur fremstur með alla halarófuna á eftir sér viröist ekki kippa sér upp við þó runan ætli alveg yfir hann. Stráksi er því verðlaunaður þessa vikuna og fær hring um höfuö sér. Hann má vitja peninganna á ritstjórn helgarblaðs DV, Þverholti 11. -ELA Jörundur og Magnús Ólafs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.