Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Side 14
14 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Leiksýningin fellur Ríkisstjórnin er byrjuð að uppskera laun syndarinn- ar. í skoðanakönnun DV í gær kom i ljós, að hún er komin í minnihluta meðal kjósenda, með 45% fylgi á móti 55%. Enn neðar er komið fylgi stjórnarflokkanna hvers fyrir sig. Samanlagt er það núna ekki nema 40%. Þetta bendir til, að lokið sé hveitibrauðsdögum verstu ríkisstjórnar síðustu áratuga og að kjósendur séu að byrja að átta sig á staðreyndum. Vonandi verður fylgi stjórnarinnar fljótt komið niður í þau 40%, sem næstsið- asta stjórn hafði í sumar, rétt áður en hún sprakk. Ánægjulegt er, að svarendur í skoðanakönnuninni skuli refsa Framsóknarflokknum og Alþýðuflokknum fyrir að leiða fremsta valdshyggjumann þjóðarinnar til fjármálastjórnar, þar sem hann getur svalað sér með tíðum upphrópunum hótana um Qárhagslegt ofbeldi. Eitt fyrsta verk hins valdasjúka fjármálaráðherra var að hóta eigin flokkssystkinum í stjórn flokksmálgagns- ins, að hann skyldi taka ríkisstyrkinn af blaðinu og skrúfa fyrir auglýsingar ríkisins í því, ef vilji margfalds meirihluta í blaðstjórninni fengi að ráða ferðinni. Mátulegt er á Alþýðubandalagið að hafa shkan odda- mann, sem vikulega er með hótanir gagnvart andmæl- endum sínum um að hefna þess í héraði, sem hallaðist á alþingi. Það hæfir flokknum vel að láta stjórnast af ýktri útgáfu af afleiðingum óhóflegrar valdshyggju. Greinilegt er, að stjórnsýsla er ekki helzta viðfangs- efni höfuðsmanna ríkisstjórnarinnar. Þeir eru allir þrir fyrst og fremst á leiksviði og meta árangur sinn eftir því. Fundaherferðin hans Ámunda er eðlilegur þáttur í leikaraskapnum, þótt skemmtanaskattur greiðist ekki. Öll framganga og fjölmiðladans þeirra tveggja þjóðar- leiðtoga, sem nú ferðast um landið á rauðu ljósi, fram- kallar hugrenningar um, að þeir hljóti að hafa staðnað í málfundaskóla hjá JC eða í málfundafélagi gagnfræða- skóla, þar sem óheftur leikaraskapur ræður ferð. Formaður Framsóknarflokksins er miklu nærfærn- ari í að spila á almenningsálitið, þótt ekki hafi það dug- að flokki hans og stjórn í þessari skoðanakönnun. Hans vandi er fyrst og fremst fólginn í, að fólk er að byrja að skilja, að hann er úti að aka í efnahagsmálum. Ekki kemur á óvart, að Borgaraflokkurinn er heillum horfmn í skoðanakönnuninni. Hann hafði lítil spil og hefur ekki fengið á þau neina slagi. Eina von odda- manna hans er, að þeim verði hleypt í ríkisstjórn, svo að þeir fái að ljúka pólitískum ferli sinum sem ráð- herrar. Samkvæmt könnuninni nýtast Kvennalistanum ekki hinar vaxandi óvinsældir ríkisstjórnarinnar og stjórn- arflokkanna. Ekki verður samt séð, að listinn hefði ver- ið bættari með aðild að hinni ógæfulegu stjórn, þótt sumir hafi haldið fram, að hann ætti heima í henni. Hagnaðurinn af hrakfórum stjórnar og stjórnarflokka í skoðanakönnuninni lendir allur hjá Sjálfstæðisflokkn- um, sem blómstrar í hlutverki forustuflokks stjórnar- andstöðunnar á þann einfalda hátt að láta ekki mikið á sér bera og láta leikara stjómarinnar um leiksviðið. Hinir raunverulegu sigurvegarar skoðanakönnunar- innar em þó hinir óákveðnu, sem mynda langstærsta flokkinn, með 42% fylgi. Svo hátt hlutfall óákveðinna hefur ekki mælzt um langan aldur. Það bendir til, að óánægja með stjómmálaflokkana sé mikil og vaxandi. Aðalmáhð er þó, að kjósendur virðast ekki ginnkeypt- ir fyrir leikaraskap og öðrum sölubrögðum ímyndar- fræðinga, sem telja, að umbúðirnar skipti öllu máli. Jónas Kristjánsson Huta Katowice málmiðnaðarsamsteypan er eitt af þeim pólsku stórfyrirtækjum sem rekin hafa verið með þeim hætti að þriðjungur þjóðarinnar býr á svæðum þar sem vistkerfið er gengið úr skorðum. Umhverfiseitrunin herjar bæði í austri og vestri Óbætanleg náttúruspjöll og eitr- un lofts, láðs og lagar með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum fyrir lífrí- kið í heild og heilsu og líf manna út af fyrir sig. Þessar afleiðingar blasa við í vaxandi mæli af forsjár- lausri beitingu stórvirkrar vél- tækni til að ummynda yfirborð jarðar og glannalegri meðferð eit- urs og geislavirkra efna sem eyðast seint eða trauðla í náttúrunni held- ur safnast fyrir í lifandi verum eft- ir næringarkeðjunni. Dæmin hrannast upp úr austri og vestri. Nefnd Vísindaakademíu Póllands birti í síðasta mánuði niðurstöður af athugun á ríkjandi ástandi í landinu. Það er biksvört skýrsla. Þriðjungur pólsku þjóðarinnar býr á svæðum þar sem vistkerfi náttú- runnar er alvarlega gengið úr skorðum. Á tíunda hluta pólsks landsvæðis er jafnvægið í náttú- runni hrunið vegna mengunar og náttúruníðslu. Benda má á svæði þar sem mengunin er svo megn að hún veldur erfðaskaða í viðkomu lifandi vera, þar á meðal manna. Lýðfrelsi og þar meö rannsókna- frelsi er rýmra í Póllandi en öðrum löndum Austur-Evrópu. Þess vegna er unnt að birta slíka skýrslu þar. Starfsbræður pólsku vísinda- mannanna, til að mynda í Tékkó- slóvakíu eða Sovétríkjunum, gætu trúlega sagt svipaða sögu, fengju þeir rannsóknaraðstöðu og ráðrúm til að birta niðurstöður. í fréttir hefur borið undanfarið frásagnir af háskalegri mengun á efna- og þungaiðnaðarsvæðum, allt frá Bæ- heimi um Úkraínu austur til Úral. Þessi er aíleiðingin í umhverfis- málum af áætlunarbúskap sam- kvæmt geðþóttaákvörðunum að- haldslausra valdhafa þar sem skammtímaafkastakröfur til at- vinnuvega eru látnar ganga fyrir öllu öðru. Eitt hróplegasta dæmið blasir við umhverfis Aralvatn í sovétlýðveldunum Kasakstan og Úsbekistan. Þar hefur eitt mesta stöðuvatn heims þorrið af manna völdum svo að náttúruskilyrði eru öll umhverfð tii hins verra. Upp- þornaður vatnsbotn hefur breyst í saltsléttu og saltmengað áfok þaö- an gengur á gróðurlendi og færir út eyðimörk á alla vegu. Það sem eftir er af Aralvatni gerist svo salt að fiskstofnar, áður undirstaða gjöfullar veiði, eru útdauöir. Fjöl- breytt lífríki vatnsbakka og ós- hólma er úr sögunni. Allur stafar þessi ófarnaður af því að sovésk stjórnvöld sáust ekki fyrir í að veita óhóflega miklu vatni úr ánum Amudarja og Syrdarja, sem í Aralvatn faÚa, á baðmulla- rekrur til aö ná hámarkskupp- skeru. Ár þessar eru frægar frá fomöld, einkum úr hemaði Alex- anders mikla á þessum slóðum, og nefndust þá Oxus og Jaxartes. Það beið 20. aldar manna að spilla landinu til frambúðar. Mánuði eftir að Vísindaakademía Póllands birti eitrunarskýrslu sína kom plagg af svipuðu tagi frá orku- ráðuneyti Bandaríkjanna. Að kröfu þingnefndar er þar gerð áætl- un um kostnað við að þrífa eitur- Erlend tídindi Magnús Torfi Ólafsson efnamengun og mengun af völdum geislavirkra efna frá stofnunum á vegum ráðuneytisins, fyrst og fremst kjarnorkuvopnaverum Bandaríkjastjórnar. Þau hefur or- kuráðuneytið haft undir sinni yfir- umsjá um skeið. Niðurstaðan er að kostnaður við að þrífa burt og eyða eiturmeng- uðum og geislavirkum jarðvegi, ásamt geislavirkum mannvirkjum, og koma síðan mengunarvörnum þessara stofnana í það horf að ekki komi upp á ný sama ófremdar- ástandið og varð til að loka þurfti nokkrum helstu kjarnorkuvopna- verunum, nemi 92 til 128 milljörð- um dollara. Og ekki er fram- kvæmdin neitt áhlaupaverk. Or- kuráðuneytið ætlar sér til verkefn- isins sex áratugi, fram á miðbik næstu aldar. John Glenn, geimfarinn sem er formaður þeirrar nefndar Öld- ungadeildarinnar sem knúöi ráðu- neytið með eftirgangsmunum til aö senda frá sér þessa skýrslu, telur það vanáætla stórum kostnaðinn við eitureyðingu og eitrunarvarnir. í umsögn frá skrifstofu hans segir að ekki verði annað séð en or- kuráðuneytið takmarki sig við að hreinsa og endurbæta kjarnaofna og búnað sem búið er aö lýsa ónot- hæf. Glenn kveðst ekki sjá annað en að hreinsun og endurnýjun allra stofnana á þessu sviði kosti yfir 200 milljarða dollara. í síöasta fiárlagafrumvarpi Ron- alds Reagan er lagt til að 1,3 millj- arðar dollara renni til þessara þarfa. Þar skortir hálfan milljarð á að náð sé þeirri fiárhæð sem or- kuráðuneytiö kveðst nauðsynlega þurfa til að koma í veg fyrir enn frekari umhverfiseitrun en þegar er oröin. Sum kjarnorkuvopnaverin telj- ast reyndar iðnaðarforngripir. Hanfordverið í Washingtonfylki tók til starfa meðan heimsstyrjöld- in síðari stóð enn og þar var unnið úr úrani það plútón sem fór í sprengihleðslu kjarnorkusprengj- unnar sem varpað var á japönsku borgina Nagasaki árið 1945. Síöan hefur hvað eftir annnað verið byggt við Hanford sem enn hefur það meginhlutverk að framleiða efni í geislavirkar sprengihieðslur kjarnorkuvopna. Verinu var fyrst og fremst lokað vegna geislunar í frárennslisvatni. Orkuráðuneytið áætlar kostnað við að hreinsa geisl- amengun í og umhverfis Hanford og koma því á ný í rekstrarhæft ástand nema 46,5 milljörðum doll- ara. Annað gamalt kjarnorkuvopna- ver, nú lokaö af mengunar- og vinnuöryggisástæðum, er Sa- vannah River nálægt borginni Ai- ken í Suður-Karólínu. Þar er hreinsun og endurnýjun til sam- ræmis við núgildandi öryggiskröf- ur talin kosta 9,3 milljarða dollara. Lokun Savannah River kemur sér ákaflega illa fyrir kjamorkuvopna- viðbúnað Bandaríkjanna. Þar og hvergi annars staðar í bandarísk- um vopnaiðnaöi var framleitt trí- tíum, geislavirkt afbrigði vatnsefn- is, sem er ómissandi í tundur- hleðsluna sem kemur af stað keðju- verkun í kjarnorkusprengihleðsl- unni. Trítíum eyðist tiltölulega ört og þarf því að skipta um tundur- hleðslur í kjarnorkusprengjunum jafnt og þétt. Keith Schneider, fréttamaður New York Times, hef- ur eftir sérfræðingum í bandaríska landvarnaráðuneytinu að verði ekki allir þrír kjarnaofnar Sa- vannah River komnir í gagnið um mitt sumar kunni að verða að grípa til örþrifaráða til að tryggja að Bandaríkin hafi til umráða kjarn- orkuvopn sem reiða megi sig á, svo sem að fiarlægja sprengihleðslur til að ná úr þeim trítíum til að lífga við óvirkan forgangsvopnabúnað. Þriðja meiri háttar kjarnorku- vopnaver Bandaríkjastjórnar, sem lokað er vegna mengunar, er Rocky Flats nærri Denver í Colorado. Þar eru úrelt kjarnorkuvopn endur- unnin. Rocky Flals var reist á laun 1952 og fengist nú með engu móti komið fyrir á hliðstæðum stað, svo nærri þéttbýli. Carl J. Johnson, sérfræðingur í lækningum geislunaráverka, var heilbrigðisfulltrúi í Jeffersonsýslu, þar sem verið stendur, frá 1973 til 1981. Hann lýsir nýlega reynslu sinni í New York Times. i ljós kom að stjórnendur Rocky Flats og önnur yfirvöld höfðu leynt hverju geislunaróhappinu af öðru, hinu versta frá 1957 þegar allar 620 iðnaðarsíur versins brustu við sprengingu og fiögurra ára saman- safn úr þeim af úran- og plútónryki dreifðist um nágrennið. Mælingar sýndu geislun yfir hættumörkum umhverfis verið og dánartíðni, einkum af blóðkrabba og krabba- meini, hafði tvöfaldast eða meira frá því áður en verið kom. Niður- staðan varð að sýslunefnd bolaði Johnson úr embætti því þar réðu landeigendur sem ekki vildu stefna í hættu lóðaverði á stæði væntan- legrar útborgar frá Denver. Nú er öldin önnur. Eitur- og eink- um geislunarmengunin er að dómi Johns Glenn öldungadeildarþing- manns „eitthvert mest aökallandi og alvarlegasta vandamál sem nú steðjar að umhverfi, öryggi og heilsu þjóðarinnar".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.