Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Side 15
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989. 15 Vígið er fallið Ég gerði það mér til gamans að rifja upp í sjónvarpinu á laugardaginn gamla blaðagrein um hinn sanna karlmann. Greinin var skrifuð fyr- ir næstum fimm árum og var þá auðvitað tímabær áminning til allra sannra karlmanna um að standa vel á verðinum þegar kven- réttindabaráttan var að tröllríða öllum gömlum og góðum dyggðum karlmennskunnar. Þetta var í þá daga þegar kvenfólkið var í þann mund að bjóða fram í fyrsta skipti og konur voru að vakna til þess jafnréttis sem nú er fremur orðið regla en undantekning. Þá var hægt að fyrirgefa einstaka framúr- stefnukonu fyrir þá framhleypni að vera til og þá höfðu karlmenn ennþá efni á því að fara aðdáunar- orðum um konur sem sköruðu fram úr. Það er nefnilega í lagi að tala vel um fólk meðan það ógnar manni ekki. Þetta var ein og ein kona sem lét til sín taka, þær sátu þrjár á þingi og Vigdís var orðinn forseti og íslenskir karlar voru um það bil að skilja að hún mundi ekki valda neinum umtalsverðum skaða í for- setastólnum. Þessi grein hjá mér um hinn sanna karlmann reyndist orð í tíma töluð. Mér er sagt að hún hafi ver- ið mikilvægt framlag til kvenrétt- indabaráttunnar vegna þess að karlremban leyndi sér ekki og þeg- ar lesendur mínir fengu samansúr- raða lýsingu á eðli hins sanna karl- manns, beint í æð, þá hafi runnið upp ljós fyrir mörgum nægjusöm- um húsfreyjunum hvers konar kynvera það væri sem sæti inni í stofu og heimtaði inniskó og um- bun. Og kannski var leikurinn til þess gerður, hver veit? Konur hafa lengstum verið konum verstar þeg- ar kemur að eigin réttindcimálum. Máttu ýmist ekki vera aö því vegna þjónustunnar eða nenntu því ekki vegna ónæðisins. Þekktu heldur ekld annað. Ávarpsorð með baráttukveðjum í kvenréttindablöðum eru töluð fyrir daufum eyrum. Eftir því sem alvöruþunginn er meiri, eftir því sem ákallið til jafnréttisins er heit- ara, því fjarlægari verða konumar í framan. Með öðrum orðum: kven- réttindabaráttan hefur verið of al- vörugefin og það er því guðs þakk- ar vert þegar karlrembumar sjálf- ar koma kvenfólkinu tii hjálpar með ofurlítilli gamansemi á eigin kostnað. Byltingin étur bömin sín Nú er hins vegar skemmst frá því að segja að þetta er ekkert gaman- mál lengur. Frá því þessi saklausa og heldur ómerkilega grein var skrifuð í bríaríi fyrir fimm árum, þegar konur vom ennþá konur og menn vom menn, hafa atburðirnir gerst hratt. Konur hafa fjölmenna sveit á þingi, þær em búnar að troða sér í margvísleg embætti og eru famar að senda eiginmenn sína í bamsburðarleyfi til að geta sjálfar haldið áfram að vinna utan heimil- is! Það er allt í lagi að henda gaman að taugaveikluðum bægslagangi kvenréttindanna, þegar hann er bara bægslagangur. En þegar rétt- indabaráttan tekur á sig mynd at- hafna og efnda verða sannir karl- menn auðvitað að taka stöðu sína alvarlega og bregðast við. Það er ástæðulaust með öllu að horfa upp á ósigur sinn með hendur í skauti. Karlmenn fyrri alda hafa ekki náð yfirráðum yfir heimilum sínum, þjóðfélögum og samskiptum við aðrar kynverur til þess eins að gef- ast möglunarlaust upp. Við getum lært af reynslunni. Svarti kyn- stofninn hefur fært sig upp á skaft- ið eftir að þrælahaldið var afnum- ið. Guli stofninn fór að ógna okkur um leið og við réttum honum litla putta. Indíanar, grænfriðungar og öfuguggar hafa hátt. Jafnvel minnihlutahópar, eins og íslenska þjóðin, vinna sín landhelgisstríð þrátt fyrir smæð sína. Þetta er af- leit þróun. Ef maður kúgar ein- hvern þá verður að halda kúgun- inni til streitu. Annars er hún fyrir bí. Það er sagt að byltingin éti böm- in sín. Það er enn að sannast, eins og glöggt hefur komið fram í Borg- araflokknum. Fyrst át bylting Al- berts Sjálfstæðisflokkinn meö stofnun Borgaraflokksins. Svo át ríkisstjórnin Albert með því að bjóða honum sendiherrastarfið, Albert hefur að undanfomu verið að éta Borgaraflokkinn með ólund út í flokkinn og nú síðast er Borg- araflokkurinn að gera tilraun til að éta ríkisstjómina með því að ganga til hðs við hana. Menn eru menn Að vísu má halda því fram að kvennabyltingin eigi einnig eftir að éta bömin sín. En ef við karlmenn tökum þátt í þessari byltingu með þvi að vera sífellt prúðir og stilltir og samþykkja yfirganginn orða- laust, þá erum við líka orðnir böm byltingarinnar sem verða etin. Ég vil til dæmis leyfa mér að benda á það alvörumál að nú er verið að efna til hjónanámskeiðs í Mosfells- sveit. Reyndar getur það vel verið að hjónaböndin í Mosfellssveitinni séu lakari en gengur og gerist en þetta er auðvitað vísbending um undanlátssemi sannra karlmanna í þeirri sveit, þegar þeir viður- kenna þá nauðsyn að þeir þurfi að fara á námskeið til að læra að umgangast konur sínar. Hvenær hefði forfeðrum okkar, öfum okkar og feðrum, dottið í hug að sitja á kvöldin yflr fræösluerindum um sambúð sína í stað þess að heimta inniskóna inn í stofu og undan- bragðalausa þjónustu? Ég tók eftir því um daginn að haft var viðtal við hverdagslegan karlmann í sjónvarpinu þar sem þessi maður lýsti því yfir að hann væri hættur að sækja fundi í há- deginu en stundaði þess í stað lík- amsrækt og eróbikk! Er maðurinn að verða vitlaus eða hvað? Skilur hann ekki að svona yfirlýsingar brjóta þvert gegn því grundvallar- lögmáli karlmennskunnar aö menn haldi fundum sínum til streitu og vaxtarlaginu fyrir sig? Ef konur eiga að fara að hafa áhrif á vaxtarlag manna eða þá menn að taka mark á þvi hvað konum finnst um útht þeirra, þá eru hlut- irnir famir heldur betur að snúast við. Hingað til hafa karlmennimir haft einkarétt á því að virða fyrir sér útlit kvenna. Við mælum þær út frá kvenlegum yndisþokka, skoðum þær sem kynverar og eig- um ekki að afsala þeim rétti fyrir nokkurn mun. Menn eru menn, konur kyntákn. Kurteisinbrotin Þá þykja mér betri fréttirnar af sjö ára gömlum strák í Grikklandi sem eignaðist tvíbura með barnfós- tru sinni. Þarna er svo sannarlega efni í sannan karlmann. Nú hefði maður að vísu haldið að barnfóstr- an, sem var fuhorðin og gjafvaxta að sögn, hafi misnotað aðstöðu sína með því að fleka sjö ára gamlan strákinn, en Grikkir líta ekki þann- ig á. Þeir sendu stráksa umsvifa- laust á uppeldisstofnun í refsingar- skyni, vegna þess að þar í landi ríkir sá ágæti hugsuiiarháttur að ef sjö ára strákur barnar fóstruna sína þá sé það hann en ekki hún sem hafi fært sér aðstöðuna í nyt! Grikkir eru greinilega ekki dottnir í jafnréttispyttinn eins og hent hef- ur okkur íslendinga fyrir misskiln- ing. Eg get bent á glöggt dæmi sem lýsir þeirri afturfór sem orðið hefur hjá hinum sanna íslenska karl- manni. Kurteisisreglur mæla svo fyrir um að konur eigi ekki að standa upp þegar karlmenn heilsa þeim. Karlmenn mega heldur ekki standa upp þegar aðrir karlmenn heilsa þeim. Hins vegar eiga karl- menn að standa upp þegar konur heilsa þeim og það er eins og áður segir af kurteisisástæðum, því það verður að umgangast konur með þeim hætti að þeim sé ljóst að þær eru undirmáls. Nú hafa orðið harðar deilur í les- endabréfum þar sem bent er á að karlmenn hafi brotið þessa megin- reglu og láti það viðgangast að kon- ur standi upp þegar þeim er heils- að. Þetta er enn eitt dæmið um yfir- ganginn í kvenfólkinu og eftirgjöf- ina í karlmönnunum. Ég hef ekki viljað blanda mér í þessar deilur opinberlega, vegna þess að lesend- ur eiga að hafa síðasta orðið í les- endabréfunum, en satt að segja er fokið í flest skjól þegar konur leyfa sér aö bijóta kurteisisreglur með ókurteisi í þágu þess jafnréttis sem er á góðri leið með að svipta hinn sanna karlmann ærunni. Ekkert kerlingavæl Þeir eru ekki margir eftir, karl- mennirnir sem halda uppi merkinu í seinni tíð. Sverrir Hermannsson er undantekning. Hann talar yfir hausamótunum á ráðherrunum af karlmannlegum þótta og hefur alla burði til að vera hin sanna ímynd. Lætur vaða á súðum og talar eins og maður við mann. Ekkert jafn- réttisbull, engin hálfvelgja, ekkert kerlingavæl um fagurt mannlíf í bönkum eða bárujárnshúsum. Hann er maður sem hefur allt útht fyrir að heimta sína inniskó upp á gamla móðinn. Það er synd að Sverrir skuh vera hættur á þingi enda stóð ekki á því að Alþingi kysi konu fyrir forseta eftir að síð- ustu móhíkanarnir hurfu þaðan á braut. Jafnvel þetta gamla og góða karlavígi er að hrynja. Jón Baldvin og Olafur Ragnar gleðja mitt vonsvikna karlmanns- hjarta á stundum. Þeir haga sér eins og sönnum karlmönnum'sæm- ir þegar þeir þeysast um landið, slá sér á brjóst og segja frægðarsögur af sjálfum sér. Svona eiga sannir karlmenn að vera, mátulega án- ægðir með sjálfa sig, drýldnir og sniðugir og húsbændur á sínum heimilum. Ólafur hefur hka fundið það út að þeir einir eigi erindi í póhtík sem eru nógu litríkir per- sónuleikar til að láta herma eftir sér. Þannig talar enginn nema sá sem vitið hefur. Og persónuleika hins sanna karlmanns. En þetta eru undantekningar frá reglunni. Úti um allan bæ eru karl- menn að hverfa frá uppruna sínum og eðli. Þeir sækja hjónanámskeið og stunda líkamsrækt og eru farnir að ná í inniskóna sína sjálfir. Það er í mesta lagi að þeir fái að skreppa út á kvöldin ef það er herrakvöld eða heimsmeistari i snóker sem gefur þeim afsökun til að fá leyfi til að haga sér eins og þeim sýnist. Ef þeir fá þá leyfi, sem er undir hælinn lagt, því kvenfólkið ræður í krafti jafnréttisins. En hvers kon- ar jafnrétti er það, þegar konan ræður, þegar konan leggur snóker á karhnn og hann sér hvorki innis- kóna né útidymar fyrir konum sem hafa tekið völdin? Greinin mín frá því fyrir fimm árum er því miður úrelt. Hún er óður til fortíðarinnar, endurminn- ing hins sanna karlmanns sem nú heyrir að mestu sögunni til. Sem sýnir að það er ekki aðeins veðrið og póhtíkin og atvinnan sem er stopult. Allt er á hverfanda hveli. Vígi hins sanna karlmanns er hru- nið og eftir standa brynvarðar kvenréttindakonur og hrósa sigri í þeirri hljóölátu byltingu, sem hefur farið mannavillt með því að éta upp hinn sanna karlmann í staðinn fyr- ir skilgetin afkvæmi sín. Hvers eig- um við að gjalda? Ehert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.