Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989. Persónuleikapróf Óttast þú dauðann? Sumir hafa dag hvern ahyggjur af dauðanum. Allir menn eru dauðlegir. Dauðinn er það eina sem menn geta gengið að sem vísu í lífinu. Flestir eiga það einnig sameiginlegt að óttast dauð- ann þótt sá ótti sé mismikill. Ef til vill er þetta ekki ótti við dauðann heldur það óþekkta. eitthvað sem er t vændum en enginn veit livaö er. Sumir óttast líka erfitt dauðastríð. Hér á eftir fylgja 30 fullyrðingar um dauðann. Þeim er skipt í tvo hluta. Fyrir fullyrðingar fra l til 11 eiga eftirfarandi möguleikar viö: Aldrei = 1 stig Sjaldan = 2 stig Stundum = 3stig Oft = 4 stig Fyrir fullyrðingar frá 12 til 30 eiga þessir möguleikar við: Sammála = 1 stig Að nokkru sammála = 2 stig Að nokkru ósammála = 3 stig Ósammála = 4stig Færðu þau stig sem þú gefur þér inn í reitina á eftir hverri fullyrðingu. Fyrri hluti 1. Ég hugsa um minn eigin dauða. (...) 2. Ég hugsa um dauða þeirra sem ég þekki. (...) 3. Ég hef hugsaö um það að deyja ung(ur). (...) 4. Ég hef hugsað um þann möguleika að látast í bílálysi. (...) 5. Ég læt oft hugann reika um minn eigin dauða. (...) 6. Ég hugsa aðeins um dauðann áður en ég fer að sofa. (...) 7. Ég hugsa urn viðbrögð ntín við fréttum af dauðvona kunningja. (...) 8. Ég hugsa um.hvernig ættingjar mínir mundu bregöast við dauða mínum. (...) 9. Þegar ég veikist hugsa ég um dauð- ann. (...) 10. Ef ég lendi í illviðri hugsa ég um þann möguleika að verða úti. (...) 11. Þegar ég er í bíl hugsa ég um bíl- slys. (...) Síðari hluti 12. Mér frnnst að fólk eigi ekki að hugsa um dauðann fyrr en á gamals aldri. (...) 13. Ég hugsa meira um dauðann en aðrir sem ég þekki. (...) 14. Dauðinn veldur mér ekki áhyggj- um. (...) 15. Viðhorf mitt til lífsins er það já- kvætt að dauðinn kemst þar ekki að. (...) 16. Möguleikinn á að ég láti lífið vek- ur með mér ótta. (...) 17. Ég verð þunglynd(ur) af að hugsa um dauöann. (...) 18. Ég óttast að einhver mér nákom- inn deyi. (...) 19. Vissan um dauðann veldur mér engum áhyggjum í daglegu lífi. (...) 20. Ég ímynda mér að dauðinn sé erfiður líkt og martröð. (...) 21. Ég er hrædd(ur) við að deyja. (...) 22. Ég hugsa um dauðann sem hræði- legt ástand. (...) 23. Það snertir mig ekkert að sjá opna gröf. (...) 24. Ég fyllist kvíða þegar ég hugsa til þess hvað lífið er stutt. (...) 25. Það er sóun á tíma að hugsa um dauðann. (...) 26. Það er enginn harmleikur þegar gamalt fólk deyr. (...) 27. Dauöinn gerir líf manna að merk- ingarleysu. (...) 28. Dauði einstaklinganna er nauð- synlegur til að samfélag manna geti þróast. (...) 29. Ég lifi í þeirri trú að líf sé eftir dauðann. (...) 30. Það skiptir mig engu hvort líf er eftir dauðann eða ekki. (...) Niðurstaða Áður en þú leggur stigin saman verð- ur þú að breyta stigunum fyrir eftir- farandi spurningar: 13, 16, 17,18, 20, 21, 22, 24, 27, 29 Og 30. Ef þú gafst þér 1 stig þá færðu 4 Ef þú gafst þér 2 stig þá færðu 3 Ef þú gafst þér 3 stig þá færðu 2 Ef þú gafst þér 4 stig þá færðu 1 Þegar þú hefur gert þessar breyting- ar leggur þú öll stigin saman og berð niðurstöðuna við greininguna hér á eftir. Greining 81 til 120 stig Þér er heldur illa við að hugsa um dauðann og líður illa þegar þú gerir það. Líklegast er að þú hafi verið á báðum áttum hvort þú ættir að taka prófið vegna þess að þér er ekki sama um viðfangsefnið. Þetta kann að stafa af því að þér hættir til að óttast allt sem þú þekkir ekki og foröast að hugsa um það sem kemur þér úr jafnvægi. Það er líklegt að þú þurfir mikinn stuðning frá öðrum ef þú lendir í áföllum. 68 til 80 stig Það getur verið að þú óttist dauðann vegna reynslu sem þú hefur sjálf(ur) lent í. Samt bendir flest til að þú hafir yílrhöfuð ekki miklar áhyggjur af dauðanum. Það er vel líklegt að þú hafir komið þér upp heimspeki- legri afstöðu til dauðans án þess að hann snerti þig sérstaklega. Þú eyðir því ekki miklum tíma í að hugsa um dauðann. 30 til 67 stig Þú viðurkennir ekki að óttast dauö- ann. Vel getur verið að þú sér sátt- (ur) við dauðann eða að þú hafir ör- ugga vissu um líf eftir dauðann. Það getur líka verið að þú óttist dauðann svo mikið að þú þorir alls ekki að viðurkenna að þig varði nokkuð um hann. Ef til vill kemur það illa við þig að vita að sumt í líft þínu færð þú ekk- ert við ráðiö. Viðbrögð þín eru að hugsa ekki um málið. ERÞAÐ 1 EÐA X EÐA 2 36 A Sverrir Hermannsson gaf tveimur ráöherrum samheitiö „rauðkembingar“. Heitið er annars notað um: 1: rauðhærða menn X: illhveli 2: fyrrverandi kommúnista B Grásleppukarlar á Breiðafirði hafa átt í útistöðum við yfir- völd. Astæðan er að þeir: 1: gleymdu að draga upp netin X: þola ekki sjávarútvegsráðherra 2: veiddu bara rauðmaga C Alfreð Gíslason handboltamaður spretti úr spori um síð- ustu helgi. Hverju náði hann? 1: boltanum X: skemmdarvörgum 2: dómaranum D Félag nokkurt í Reykjavík notar þetta merki. Það heitir: 1: Gufuskipafélag íslands X: Sjóflutningafélag íslands 2: Eimskipafélag íslands E Tveir flokksformenn halda tíða fundi um þessar mundir. Fundaherferðin ber yfirskriftina: 1: Árekstur X: Á rauðu ljósi 2: Rauðu ljósin F Efsta liðið í fyrstu deild ensku knattspyrnunnar heitir: 1: Arsenal X: Scunthorpe 2: Liverpool G /jjjt Þessi náungi er oft brúnaþungur í teiknimynda- sögu í DV. Hann heitir: T-á jf 1: Venni vinur \ A X: Mummi meinhorn 2: Finnur friðsami H Málsháttur hljóðar svo. Sjaldan fellur eplið langt frá... 1: eikinni X: eigandanum 2: ekkjunni 36 Sendandi ___________________________ Heimili _____________________________________________________ Rétt svar: A □ B □ C □ D □ E □ F □ G □ H □ Hér eru átta spurningar og hverri þeirra fylgja þrír möguleikar á réttu svari. Þó er aðeins eitt svar rétt við hverri spurningu. Skráið réttar lausnir og sendið okkur þær á svar- seðlinum. Skilafrestur er 10 dagar. Aðþeim tímaliðnum drögumvið úrréttum lausnumog veitum ein verðlaun. Þaöereink- ar handhægt ferðasj ónvarp af gerð- inni BONDSTEC frá Opus á Snorra- braut 29. Verðmæti þess er 8.900 krónur. Sjónvarpið er gert fyrir 220 volt, 12 volt og rafhlöður og kemur því jafnt að notum í heimahúsum sem fjarri mannabyggð. Merkið umslagið 1 eða X eða 2, c/o DV, pósthólf5380,125 Reykjavík. Hér eftir verður aðeins einn vinn- ingur veittur fyrir rétta lausn í get- rauninni 1 eða X eða 2. Vinningshafi í þrítugustu og górðu getraun reyndistvera: Þórný A. Baldursdóttir, Lágholti 3, 340 Stykkishólmur. Hún fær BONDSTEC sjónvarpið frá Opus. Vinningurinn verður sendur heim. Rétt lausn var: l-X-X-1-1-2-1-2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.