Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Síða 20
20
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989.
Kvikmyndir
Lawrence Kasdan hefur leikstýrt fjórum kvikmyndum á átta árum.
Lawrence
Kasdan
veit hvað
hann vill
BOB HOSKINS hefur nú tekið
þá áhættu að leikstýra, skrifa
handrit og leika aöaMutverkið í
nýjustu kvikmynd sinni The
Raggedy Rawney. Kvikmyndin,
sem tekin er upp í Tékkóslóvakíu,
byggir á þjóðsögu um hermann
sem fyliist hryllingi á stríðs-
rekstriog geristliöhlaupi. Hann
dulbýr sig sem sígauni og ferðast
með flokknum í kvengervi. Hosk-
ins leikur leiðtoga sígaunanna
sem reynir að forða ungu mönn-
unum í ílokknum frá her-
mennsku. „Ég vil gera stríðsá-
deilu. Stríð er engin hetjuleikur,
heldur geðveiki," segir Hoskins
ummyndsína.
★ ★★
ANDRZEJ WAJDA vinnur um
þessar raundir að gera kvikmynd
um Katyn fjöldamorðin sem eru
einn óhugnanlegasti atburðurinn
í seinni heimsstyrjöldinni. ÍKat-
ynskógi í Sovétríkjunum er
flöldagröf þar sem fundust 4321
lík pólskra hermanna sem voru
handteknir 1939 af sovétmönn-
um. Aldrei hafa fundist líkams-
leifar 11000 annarra pólskra her-
■manna sem voru handteknir um
samaleyti. Málþettahefurávailt
venð viðkvæmt í samskiptum
Rússa og Pólvetja. Rússar hafa
alltaf haldið þvi fram að nasistar
hafi tekið alia af lífi. Sagnfræð-
ingar og aðr ir fræðimenn hafa
margir komist að þeirri niöur-
stöðu að r ússneska leynilögregl-
an hafi liflátið pólsku hermenn-
ina, en rikisstjórnir landanna
hafa ávalit kveðiö niður orðr óm
þess efnis. Wadja býst viö að ljúka
myndinni síöar á þessu ári.
MICHAEL CAINE á marga aödá-
endur hér á landi sem annars
staðar. Hann heftir valdiö aðdá-
endura sínum vonbrigðum að
undanfömu. Hefur leikið illa í
röð af misheppnuðum kvikmynd-
um. Aðdáendur hans geta nú
andaö léttar því hann þykir fara
á kostum í síðustu tveimur kvik-
myndum sinum, sera báðar eru
gamanmyndir, Without A Clue,
þar sem hann leikur afdankaöan
leikara sem uppdubbaður er sem
Sherlock Holmes, og Dirty Rotten
Scoundrels þar sem hann og
Steve Martin leika tvo fasteigna-
sala sera eru óvandir aö meðul-
tnn.
★ ★ ★
MARLON BRANDO er kominn á
fulla ferð aftur. Hann hafði varla
lokið viö áö leika í Dry White
Season þegar hann tók sér ferð
tii Mexikó til að leika í Jericho.
Leikur hann CLA mann sem kom-
inn er á eftirlaun en er ney ddur
til starfa aftur viö að koma upp
um eiturlyfjaframleiöslu í
Kólombíu. Brando skrifaði hand-
ritið ásamt EUiott Kastner og
Moshe Diamant. Leikstjóri er
DonaldCammell.
★ ★★
ROLAND JOFFE, leiksljóri The
Killing Fields og The Mission, er
nú við gerð nýjustu kvikmyndar
sinnar Fat Man & Little Boy og
fara tökur fram í Mexíkó. Aðal-
hlutverkin leika Paul Newman,
ogJohnCusack.
★ *★
NORMAN BATES mun sennbirt-
ast aftur á hvita tjaldinu í Psycho
IV og aö sjálfsögðu er þaö Ant-
hony Perkins er leikur Bates.
Mynd þessi er fyrsta kvikmyndin
sem gerð er i nýju kvikmynda-
veri sem Universal hefur byggt í
Orlando í Florida. Heppilegt fyrir
Perkins því hann á eimitt heimili
þar.
Lawrence Kashdan hefur leikstýrt
fjórum kvikmyndum, Body Heat,
The Big Chill, SUverado og nú síð-
ast The Accidental Tourist. Allar
hafa þær fengið jákvæðar viðtökur
hjá gagnrýnendum og með árunum
hafa þær tvær fyrstnefndu komist
nálægt því að kallast klassískar.
Þrátt fyrir jákvæða umfjöllun
hefur engin mynda hans slegið í
gegn hjá almenningi. Á þessari
stundu er ekki vitaö hvað sú síð-
asta. The Accidental Tourist, gerir.
Umfjöllun um hana hefur verið
mikil og jákvæð.
Þessar fjórar kvikmyndir hafa
tekið átta ár af lífi hans. Áður hafði
hann starfað fyrir George Lucas
og Steven Spielberg sem handrits-
höfúndur. Eftir hann liggja hand-
ritin að Raiders Of The Lost Ark
og endurskrifað handrit af The
Empire Strikes Back.
Kasdan á ekki að baki eina einustu
kennslustund í kvikmyndagerð úr
skóla. Hann útskrifaöist í ensku úr
háskóla í Michigan og lét innritast
í kvikmyndadeild háskóla í Kali-
forniu, en þótt hann hafi ferðast til
Los Angeles til að læra kvikmynd-
un náði hann ekki að mæta í eina
einustu kennslustund.
Hann viðurkennir að andlegt
ástand hans á þessum árum hafi
gert það að verkum að ekkert þýddi
fyrir hann aö fara í skóla.
Hann skrifaði sitt fyrsta kvik-
myndahandrit 1968. Fjallaði þaö
um skólastrák sem neyðist til aö
gerast einkaspæjari þegar faðir
hans er myrtur. Ekki gat hann selt
neinum handritið.
Hann fór því að vinna á auglýs-
ingastofu í Detroit og Los Angeles
við textagerð. Hann skrifaði fimm
önnur kvikmyndahandrit sem
hann sendi kvikmyndafyrirtækj-
unum og eitt þeirra, Continental
Divide, var kvikmyndað 1981 með
John Belushi í aðalhlutverki.
Hann kynntist George Lucas og
Steven Spielberg á sama tíma. Þeir
voru orðnir risar og hjá þeim hefði
hann getað verið og skrifaö í þeirra
þágu og lifað kóngalífi, en innra
með honum var alltaf löngunin að
leikstýra sjálfur og því yfirgaf hann
öryggið þegar Warner bræöur sam-
þykktu að hann leikstýrði eigin
handriti að Body Heat.
Fjórar kvikmyndir
á átta árum
Body Heat vakti geysimikla at-
hygli og geröi úr William Hurt og
Kathleen Turner stórstjömur sem
hafa skinið skært í Hollywood síð-
an. Þótt ótrúlegt megi virðast náði
Body Heat aldrei meiri aðsókn en
svo að rétt smávægilegur gróði
varð að henni.
Næsta kvikmynd Kasdan, The
Big Chill, hefur af mörgum verið
talin besta úttekt á 68 kynslóðinni
sem gerð hefur verið. Myndin lýsir
á raunsæjan hátt hvemig æsku-
draumar háskólaáranna verða að
engu í ísköldum raunveruleikan-
um.
Ekki voru allir jafnhrifnir af
myndinni. Hinn þekkti kvik-
myndagagnrýnandi Pauline Kael
sagði hana, þrátt fyrir marga kosti,
ofhlaðna. Hún spáði einnig rétt tí.1
um að allir af 68 kynslóðinni sem
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
tryðu því að sú kynslóð hefði verið
uppreisnargjörn og róttæk myndu
fyrirlíta myndina. Aðsókn varð því
aldrei mikil að The Big Chill.
Þrátt fyrir mikla auglýsingu um
að Silverado væri fyrsti alvöru
vestrinn í langan tíma kolféll hún,
enda lakasta mynd Kasdans. Vestri
þessi, sem er að mörgu leyti vel
gerður, er allt of langdreginn.
Gamlar klisjur ofnotaðar og Silv-
erado er aðeins sönnun þess að
erfitt verður aö endurlífga vestr-
ana.
Ekki var næsta verkefni Lawren-
ce Kasdan burðugra. Hann er að
vísu aðeins framleiðandi að Cross
My Heart. Myndin sem er róman-
tísk gamanmynd meö Martin Short
og Annette O’Toole í aðalhlutverk-
um var algjörlega mislukkuð og
verður öllum gleymd eftir nokkur
ár.
The Accidental
Tourist
Misjafnt gengi er því nokkuð sem
Lawrence Kasdan þekkir. Nýjasta
kvikmynd hans, The Accidental
Tourist, er honum því mjög mikil-
væg. Handritið gerði hann eftir
skáldsögu Anne Tyler.
„Ég hef aldrei unniö eftir sögu
og uppbyggingu eftir annan en
sjálfan mig áður,“ segir Kasdan.
„Ég hef aftur á móti mikið álit á
bók Tylers. í skrifum sínum gerir
Anne Tyler þaö sem mig langar að
gera í kvikmyndum."
Aðalpersóna myndarinnar er
Macom Leary sem lifir á því að
skrifa ferðabækur fyrir fólk sem
ferðast en vill samt alltaf vera eins
og heima hjá sér. Hann veit að
hann getur ekki sannfært fólk og
er því langt í frá ánægður með at-
vinnu sína.
Gjörbreyting verður á lífi hans
þegar tólf ára sonur hans deyr.
Stuttu eftir þaö yfirgefur eiginkon-
an hann. Hann er ringlaður og
sorgbitinn þegar hann hittir Muri-
el, óútreiknanlega konu sem býður
honum tækifæri til að byrja upp á
nýtt.
Macom Leary er leikinn af Will-
iam Hurt. Er þetta í þriðja skiptiö
sem þeir starfa saman. Leikur hans
bæði í Body Heat og The Big Chiil
er minnisstæður öllum er séð hafa.
„Ég hafði aldrei heyrt á William
Hurt minnst þegar ég hóf undir-
búning að Body Heat, en þegar ég
byrjaði lestur á The Accidental
Tourist kom hann strax í huga
minn. Hann var eini leikarinn sem
ég talaði við út af þessu hlut-
verki,“ segir Kasdan. „Persónan
sem hann leikur er aðgerðalaus.
Ég þurfti á einhveijum að halda
sem gat farið í tveggja stunda ferða-
lag en aðeins hreyft sig um nokkra
sentimetra.”
Það er ekki aðeins William Hurt
sem endumýjar kynnin við Law-
rence Kasdan. Kathleen Turner
leikur eiginkonuna í The Accident-
al Tourist. Gena Davis, er leikur
Muriel, er aftur á móti nánast
óþekkt leikkona.
Kvikmyndagerð í
Hollywood á niðurleið
í framtíöinni er Kasdan ákveðinn
að eiga ekki við annað en leikstýra
og skrifa handrit. Hann var ekki
hrifinn af framleiðendahlutverki
sínu. Vegna samnings þarf hann
að vera framleiðandi að einni mynd
í viðbót, en þar á eftir eingöngu
leikstjórn og skriftir.
Kasdan er ekki hrifinn af því sem
gert er í Hollywood í dag. „Einu
sinni sagði ég alltaf að það væri að
minnsta kosti eitt skot eða ein lína
í öllum kvikmyndum sem vert
væri að sjá. Nýlega erég samt far-
inn að efast. Ég hef aldrei gengið
út úr kvikmyndahúsi meðan á sýn-
ingu stendur, en undanfarið hefur
mig langað til þess. Þetta er ný
reynsla fyrir mig og gerir mig óró-
legan.“
Það er því allt eins líklegt að Law-
rence Kasdan fylgi í fótspor Martin
Scorsese, Francis Ford Coppola og
Jonathan Demme og fleiri leik-
stjóra sem em farnir að gera mynd-
ir sínar annars staðar en í Holly-
wood með mun minni tilkostnaði.
„Ég tel að það hafi aðeins veriö
tilviljun að í hvert skipti sem ég
geri mynd hafi það verið innan
geira Hollywood. Ég mun halda
áfram að gera kvikmyndir á borö
við þær sem ég geri. Ég vonast
einnig eftir að gera kvikmyndir á
öðrum stööum þar sem kostnaöur
er minni og hægt er að gera hvað
sem er. Ég er með handrit í bígerð
sem einmitt væri tilvalið að gera
annars staðar en í Hollywood."
Tíminn verður að leiöa í ljós hvað
Lawrence Kasdan tekur sér fyrir
hendur næst og þaö mun sjálfsagt
ráðast af því hver útkoman verður
með The Accidental Tourist sem
nýlega eru hafnar sýningar á.
-HK
Lauslega byggt á grein í American Film.
William Hurt hefur leikið i þremur kvikmynda Kasdans. í The Accident-
al Tourist leikur hann rithöfund er missir kjölfestu lífs sins.