Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989.
25
Hinhliðin
Ámundi Ámundason, umboös-
maður og fyrrum framkvæmda-
stjóri styrktarfélags Vogs, hefur í
nógu að snúast þessa dagana. Hann
hefur skipulagt fundaherferð
þeirra Jóns Baldvins og Ólafs
Ragnars um landið. Færri hafa
fengið þá kappa til sín en óskuðu
eftir að sögn Ámunda. „Það er mik-
ið starf í kringum fundina sem
annars hafa gengið framar öllum
vonum. Ég er viss um að þessi
fundaherferð mun marka þáttaskil
í íslenskum stjómmálum og vekur
upp umræðu," sagði Ámimdi sem
í dag sýnir á sér hina hhðina.
Fuilt nafn: Ámundi Ámundason.
Fæðingardagur og ár: 14. maí 1945.
Maki: Enginn.
Böm: Þau eru þrjú, Ámundi Stein-
ar, Jónina og Sigríður Birna.
Bifreið: BMW ’ 88.
Starf: Umboðsmaður.
Laun: Nokkuð góð.
Áhugamál: Stjórnmál og íþróttir.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í lottóinu? Ég hef aldrei spilað
í því.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Mér finnst skemmtilegast að
skapa eitthvað, fá hugmyndir og
koma þeim á framfæri.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Skafa snjóinn af bílnum min-
um.
Uppáhaldsmatur: Góð fersk og ný
ýsa.
Uppáhaldsdrykkur: íslenska vatn-
ið. Ég er alltaf að komast betur og
betur að því hvað gosdrykkjaþamb
er mikil vitleysa.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Jóhann Hjartarson.
Uppáhaldstímarit: Manrúíf.
Fallegasta kona sem þú hefur séð?
Fyrrverandi alheimsdrottningin
Hólmfríður Karlsdóttir.
Hlynntur eða andvígur ríkisstjórn-
inni: Ég er mjög hlynntur henni.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Jesse Jackson. Ég vildi
gjarnan eiga fund með honum.
Uppáhaldsleikari: Ég man ekki eft-
ir neinum sérstökum sem höfðar
sterkt til mín.
Uppáhaldsleikkona: Tinna Gunn-
laugsdóttir er rosalega góð leik-
kona.
Uppáhaldssöngvari: Mér finnst
Kristján Jóhannsson mjög góður.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Jón
Baldvin Hannibalsson.
Hvaða hljómsveit fannst þér best
fyrir tuttugu árum? Það voru Trú-
brot og Náttúra. Ætli Sykurmol-
amir komist ekki næst þeim í dag,
mér fellur mjög vel það sem þeir
eru að gera.
Hlynntur eða andvígur bjórnum:
Ég er andvígur bjórnum.
Hlynntur eða andvígur veru varn-
arliðsins hér á landi: Ég er hlynnt-
ur veru varnarliðsins á íslandi.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? í dag finnst mér rás tvö best.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Ath
Rúnar Halldórsson, fréttamaður
ríkisútvarpsins.
Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða
Sjónvarpið: Eg horfi meira á Stöð
2 en er þó að reyna að minnka allt
sjónvarpsgláp enda finnst mér dag-
skránni hraka stöðugt.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ólína
Þorvarðardóttir og Jón Óttar Ragn-
arsson.
Uppáhaldsskemmtistaöur: Hótel
ísland, enginn vafi.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Fram
og verður alltaf.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Já, aö skapa betri
þjóðfélag og vera með í því að móta
þaö. Ég ætla samt ekki í pólitík.
Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég
fór til Bandaríkjanna til aö fylgjast
með forsetakosningunum þar. Þáð
var sérstök upplifun að kynnast
því. Sjálfan kosningadaginn var ég
í Washington og það var meiri hátt-
ar.
-ELA
Ámundi Ámundason hefur i nógu að snúast þessa dagana við að skipuleggja fundaherterðina Á rauðu Ijósi.
Vil skapa betra
i • r x í
- segir Ámundi Ámundason umboðsmaður
Hitaveita Reykjavíkur
auglýsir breytt símanúmer
Aðalnúmer: 600100
Beinar línur:
Innheimta:......................600101
Innlagnadeild:..................600102
Bilanaþjónusta:.................600265
Nætur- og helgidagavakt:.........27311
LYFSÖLULEYFI
er forseti íslands veitir
Lyfsöluleyfi Sauðárkróksumdæmis (Sauðárkróks
Apótek) er auglýst laust til umsóknar.
Fráfarandi lyfsala er heimilað að neyta ákvæða 11.
gr. laga um lyfjadreifingu, nr. 76/1982, varðandi
birgðir, áhöld og innréttingar.
Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar 1.
júlí 1989.
Umsóknir um ofangréint lyfsöluleyfi skulu hafa bor-
ist ráðuneytinu fyrir 19. febrúar nk.
18. janúar 1989,
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.
INNANHÚSS-
ARKITEKTÚR
í frítíma yðar með bréfaskriffcum
Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til
þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota.
Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti,
lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr still,
blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir, vegg-
klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús-
gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o. fl.
Ég óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um
INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ.
Nafn...........................
Heimilisfang.....................................
Akademisk Brevskole
Jyllandsvej 15 • Postboks‘234
2000 Frederiksberg • Kobenhavn # Danmark DV 01-21-89
C
LANDSVIRKJUN
SAMKEPPNI UM GERÐ
ÚTILISTAVERKS VIÐ STJÓRNSTÖÐ
LANDSVIRKJUNAR
Landsvirkjun býður til samkeppni um gerð útilista-
verks við stjórnstöð Landsvirkjunar, Bústaðavegi 7,
Reykjavík.
Allir íslenskir listamenn hafa heimild til þátttöku.
Heildarverðlaunaupphæð er allt að kr. 500.000,00.
Þar af verða 1. verðlaún ekki lægri en kr. 300.000,00
í dómnefnd eru:
Dr. Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Lands-
virkjunar
Guðmundur Kr. Kristinsson arkitekt
Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar
Halldór B. Runólfsson listfræðingur og
Þór Vigfússon myndhöggvari.
Keppnisgögn verða afhent af trúnaðarmönnum dóm-
nefndar, Jóhönnu S. Einarsdóttur, framkvæmda-
stjóra Sambands íslenskra myndlistarmanna, Ás-
mundarsal, Freyjugötu 41, Reykjavík, alla virka daga
kl. 12.00-15.00 og Ólafi Jenssyni, framkvæmda-
stjóra Byggingaþjónustunnar, Hallveigarstíg 1,
Reykjavík, frá og með mánudeginum 23. janúar
1989. Skilatrygging er kr. 1.000,00.
Skila skal tillögum til annars hvors trúnaðarmanna
fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 21. mars 1989.
Reykjavík, 20. janúar 1989
Landsvirkjun