Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Síða 27
26 - segir Hjördís Gissurardóttir, gullsmiður og kaupmaður í Benetton „Ég kyngreíni ekki það fólk sem ég innra með persónunum sjálfum. umgengst'. Ég.hef gaman af fólki yflr- Konur eru búnar að búa sér til, með uppeldi eða öðru, að þær eigi að vera öðruvísi af því að þær eru konur. Ég var ekki alin upp þannig.“ höfuð, hvort sem það er karl eða kona, götusópari eöa greifi. Öll erum við búin til á sama hátt og flest okk- . ar óvart,“ segir Hjördís Gissurar- dóttir, gullsmiður og kaupmaður í Benetton. Einhver sagði að hún væri ríkastá kona á landinu eftir að hafa verið nærri áratug í verslunarrekstri. Sjálf' kannast hún ekki við þá sögu. „Ég hef ekki orðið rík á þessum rekstri," segir hún ákveðin. „í besta falli hef ég oröið andlega rík.“ Konur misskilja kvennabaráttuna Um hitt er síður þörf á að deila að Hjördís er sú kona sem orðið hefur hvað mest áberandi í íslensku við- skiptalífi síðustu árin. Hún er jafn- réttismanneskja en hefur aðrar hug- myndir um stöðu kenna en verið hafa í tísku undanfarið. „Ég held að kvennabaráttan sé óskaplega misskilin og þá sérstak- lega af konum,“ segir hún um bar- áttu kynsystra sinna. „í pólitíkinni segjast þær ekki komast áfram vegna þess að karlamir standi í veginum. Þetta er líka viðkvæðið í atvinnulíf- inu. Konur virðast vera búnar að innprenta sér þetta mikið til sjálfar. í póhtíkinni tel ég t.d. aö konur komist ekki áfram vegna þess að þær standa hverjar í veginum fyrir ann- arri. Þær vilja ekki hleypa kynsystr- um sínum fram fyrir sig. A meðan svo er eru þær aö hefta framfór dætra sinna. Það er ekki mín reynsla að konur séu heftar vegna þess að þær séu af þessu kyni og karlmenn standi í vegi fyrir þeim. Ég hef ekki orðið vör við að nokkur setti fótinn fyrir mig vegna þess að ég fæddi^t ekki sem karlmaður. Margar konur, sem ég sé í kringum mig, vilja vera verndaðar. Ég þekki hka fullt af konum sem standa sig alveg til jafns á við karlmenn. Ég held að þessi misskiiningur um mis- rétti kynjanna sé meira og minna Kvennalistinn er afturför ~ „Það er líka fullt af karlmönnum sem aldrei hafa komist áfram. Ég var einu sinni á ráðstefnu hjá Atvinnu- málanefnd Reykjavíkur og þar var rætt um hvort ekki væri rétt að stofna sérbanka fyrir konur í við- skiptalífinu. Ég lagði fram þá spurn- ingu hvort ekki væri rétt að stofna banka fyrir karlmenn sem ekki hafa komist eins langt í viðskiptalífmu og kynbræður þeirra. Mér finnst þessi kyngreining niðrandi. Það er van- virðing aö vera kyngreindur viö af- greiðsluborðið. Ég hef það álit á kvennalistakonum aö þær vilji stíga fram en þori ekki að stíga fram í eigin persónu í karla- veldinu sem þær kalla. Þess í staö stiga þær fram með grindverk kyn- systra sinna í kringum sig vegna þess aö þær eru ekki nógu kjarkmikl- ar til að fara einar. Mér finnst mikill biturleiki í baráttu þeirra og bitur- leiki gefur aldrei neitt gott af sér. í Kvennalistanum eru margar færar konur en þær hefðu staðið sig miklu betur óhindraðar af kynsystrum sín- um. Mér finnst mikil afturför í Kvenna- listanum og það er eins innan gömlu flokkanna. Þar eiga ekki að vera til sérstök kvenfélög. Það er útilokað að sitja uppi meö slíkt á árinu 1989. Það er eins og flokkarnir séu karlafé- lög með kvennadeildum. í pólitískum flokkum á fólk að vinna saman aö sameiginlegum málum og það er mjög mikil afturfór að auka á kyn- skiptinguna. Kökubakstur fyrir karlana Þetta er líka mjög áberandi í ööru félagsstarfi. Það eru Lionessur og karlakórskonur og hvað þetta heitir til að vera meö fjáröflun fyrir karl- ana. Ég er í samtökum sem kallast Sóroptimistar og er starfsgreina- klúbbur kvenna. Þar er alltaf sama fjáröflunarleiðin, einhver köku- bakstur sem mér alveg dauðleiðist, og ekki fáum við karlana til að taka að sér baksturinn. Ég held að það sé meðfætt hverjum og einum hvort viðkomandi er jafn- réttismanneskja eða ekki. Ég er ahn upp á miklu jafnréttisheimili. Við erum þrjár systur og þrír bræður og gengum jafnt til allra verka. Ég hef hef aldrei kyngreint sjálfa mig áður en ég fer út í að gera eitthvaö. Ég vil hafa áhuga á því sem ég geri en hef aldrei spurt sjálfa mig hvort ég geti eða geti ekki vegna þess aö ég er kona. Ég efast líka um að mér hefði vegnað öðruvísi í lífinu þótt ég hefði fæðst sem karlmaður." Áratugur í kaupmennsku Hjördís hefur veriö kaupmaður í tæpan áratug og rekur nú fjórar verslanir. „Ég byrjaði um 1980 hér á Skólavörðustígnum með gUllsmíöa- verkstæði," segir Hjördís. „Við byrj- uðum tvær saman, ég og Áslaug Jaf- etsdóttir, með lítið verkstæði og seld- um handsmíöaða skartgripi. Eg hef afskaplega mikið gaman af skart- gripum og að skreyta kvenfólk, að gera fallegt fólk fegurra. Og það sama á líka við um karlmenn. Mér finnst gaman að fegra hlutina í kringum mig. Með gullsmíðinni fór ég að flytja inn samkvæmisklæðnaö fyrir konur og snyrtivörur eftir ákveðinni línu. Þetta er upphaiið að verslunar- rekstrinum. Við Áslaug komum auga á lífið húsnæði á Skólavörðustígnum og ég fór í Sparisjóðinn og sló víxil til að byrja meö og eftir það fóru hjól- in að snúast. Ég byrjaði ekki á að flytja inn Ben- ettonvörur heldur fór á sýningar úti eins og kaupmenn hér gera og keypti inn. Ég keypti þar inn vörur og fannst oft tjaldað til einnar nætur hjá þeim sem seldu, því mér var ef th vill lofað að ég ein á íslandi fengi tiltekna vöru. Svo þegar ég fór að selja hér heima þá voru tvö eða þrjú fyrirtæki með sömu vöruna og öllum lofað því sama. Þetta fannst mér mjög óspennandi því ef of mikið er selt af sömu tískuvörunum þá líta þær út eins og einkennisbúningar í okkar htla þjóðfélagi." Gekk móðguð út úr Benetton í einni af þessum verslunarferðum sá ég verslanir sem ég var óskaplega spennt fyrir. Það var Bennetton og ég man að ég var óskaplega móðguð í fyrstu versluninni sem ég fór inn í því ég mátti ekki snerta neitt. Ég lof- aði mér því að kaupa þar ekkert og fór út en sneri viö. Mér leist vel á fötin sem þarna voru seld og þegar ég fór að kynna mér merkið betur þá sá ég að það gæti hentað íslend- ingum vel. Eg byrjaði á að skrifa út til ftalíu þar sem höfuðstöðvarnar eru. Þeim leist ekkert á þetta litla land. En áfram var haldið að skrifa og hringja og ég leit inn hjá fyrirtækinu. Einn daginn hringdu þeir hjá Benetton og söguðu að nú væri ísland komið á dagskrá hjá þeim. Ég varð að svara innan þriggja daga því margir aðrir voru um þetta merki. Ég varð að ákveöa mig á stundinni og fór að svipast um eftir stærra húsnæði viö Skólavörðustíginn. Það var að losna húsnæöi neðst á Skólavörðustígnum og ég fékk það leigt undir barnafataverslun en hafði fullorðinsdehdina á gamla staðnum. Það varð þegar svo mikil sala á vör- unum að ég var með sendiferðabíl í portinu þar sem Breiðfirðingabúð var og bar úr honum beint í hillurn- ar eftir því sem seldist. Ég sá það fljótt að ég varð að stækka-við mig og fékk augastað á litla steinhúsinu á Skólavörðustíg 4. Breiðfirðingafélagið átti það hús, Breiðfirðingabúð og fleiri hús í ná- grenninu. Það er búið að rífa Breið- firðingabúö og byggja í staðinn hús sem lítur út eins og of stór tönn í litl- um munni. En nú stóð til að selja allar eignirn- ar. Ég hafði mikinn hug á að ná í litla steinhúsið en missti af kaupunum í fyrstu en gat síðan keypt það af hin- um nýju eigendum. Þar hef ég verið síðan en bætt við mig aðstöðu í Kringlunni." Eigandinn fær seinast borgað „Sumir halda í verslunarrekstri sé ekkert annað aö gera en að standa við kassann, taka við peningum og þeir eru þín eign. Kaupmaðurinn á ekkert í þessum peningum því hann og búðin eru bara tveir vinnufélagar. Þeir sem halda að það, sem verslunin gefur af sér sé gróði þeirra, eiga að hætta strax í viðskiptum því eigand- inn er sá sem seinast fær borgað. Það hefur margur farið illa á því að telja sig geta veitt sér vel í dag því nú hafi selst svo mikiö. Ég hef alltaf gert mér grein fyrir því að fyrirtækiö er ekki það sama og ég. Það er líka alveg sama hvað umboðið er gott ef því er ekki sinnt. Þetta kostar þrot- lausa vinnu og yfirlegu. Ég hef aldrei i,“ segir Hjördis Gissurardóttir. skhið þá kaupmenn sem' geta látið aðra kaupa inn fyrir sig vöru eða kaupa bara inn en eru aldrei við búöarborðið sjálfir og þekkja ekki viðskiptavinina. Kaupmenn verða að þekkja viðskiptahópinn sinn og virða hann.“ En á meöan verslunin hefur verið að þenjast út situr gullsmíðin á hak- anum. „Ég gríp í guhsmíðina eins og aðrar konur gripa í prjónana sína,“ segir Hjördís. „Sólarhringurinn er bara ekki nógu langur. Ég er búin að biðja Guð um lengri sólarhring og veit ekki hvort ég ætti að biðja stjórnmálamennina hka. Ég reyki ekki og drekk ekki og átti engin önn- ur áramótaheit en að lofa sjálfri mér því aö minnka svolítið við mig. Það hefur þó ekki gerst ennþá. Eg sel ekki skartgripi lengur en tek stöku sinnum að mér sérpantanir." Kreppan holl ungu fólki Eins og aðrir stynja kaupmenn þungan undan kreppunni marg- frægu. Hjördís er þeirrar skoðunar að fátt sé svo með öllu hlt að ekki boði nokkuð gott og þannig er það einnig með kreppuna. „Við verðum að átta okkur á því að það kemur einhvem tíma aö skuldadögunum þegar fólk lifir um efni fram,“ segir Hjördís. „Kreppan hefur snert cdla en ég held að krepputalið sé ekki að öllu leyti neikvætt. Þetta kennir okkur hvers virði það er að hafa vinnu. Unga fólkið hefur ekki gert það und- anfarið. Það sést best á því hvað mik- iö er um forfóll hjá fólki. Ef það er rétt að ungt fólk sé jafnóhraust og mér sýnist þá er hehsufar þjóðarinn- ar bara í rúst. Ungt fólk metur það ekki að hafa vinnu. Ef sett er ofan í við starfs- mann, sem alltaf kemur of seint, þá verður hann reiður og ér kominn í fyrirtækið við hliðina daginn eftir. Th skamms tíma hefur vantað fólk th vinnu. Þetta er engum gott og er rétt eins og að ala upp krakka sem hefur aht af öhu. Flakk milli vinnustaða Ég sé þaö líka á skattkortum hvað ungt fólk er búið aö vinna víða og lítur á fjölda vinnustaðanna sem meðmæli. Þetta er fólk sem er rúm- lega tvítugt og er búið að vinna á síð- asta ári á fimm eöa sex stööum. Það þykist mjög veraldarvant og hafa mikla starfsreynslu vegna þess hvað það er búið að vinna á mörgum stöð- um. Þetta er annað en var hjá minni kynslóð. Það er líka alltaf verið að hygla námsmönnum með námslánum og útskrifa fólk sem hefur ekkert að gera ef undirstöðuatvinnuvegirnir eru vanræktir. Hér er lítið hugsað um iðnmenntun og nánast enginn útflutningsiðnaður eftir. Það er mikið krepputal í kaup- mönnum í Reykjavík en aðallega tala þeir um að miðbærinn sé að fara halloka fyrir Kringlunni og vinna þannig gegn sjáhfum sér. En það seg- ir sig sjálft að það hefur slæm áhrif ef fólk heyrir ekkert annaö en að það sé vonlaust að vera á Laugaveginum. Kaupmenn heyrðu ekkert annað fyr- ir jólin og þorðu ekki að kaupa inn. Svo þegar fólk kemur að versla þar er ekkert th og það fer í Kringluna. Auðvitað eru erfiðleikar í verslun- arrekstrinum og það stafar að hluta af því að við eru alltof mörg að bítast um sama bitann og margar verslanir eru of líkar hver annarri.Það er ekki spennandi. Þjófnaðir mikið vandamái Þaö veldur líka mörgum kaup- mönnum vandræðum að eftirlitið hjá þeim er ekki nógu mikið. Þaö eru margir kaupmenn sem hchda því fram að þjófavarnakerfi séu óþörf. Reyndin er ekki sú. Við erum ekki öðruvísi þjóð en ■ aðrar og hér er hnuplað í verslunum. Þetta eru upp- hæðir sem skipta máli og kaupmenn spá oft miklu meira í gróðann en rýrnunina. Það verður að fylgjast með hvoru tveggja. Það hefur ef th vill ahtaf verið sagt að verslanir séu of margar og kaup- menn alltaf að fara á hausinn. Eg man eftir því að þegar ég var að byrja á verslunarrekstri um 1980 að við samstarfskonurnar vorum að bera inn þungt og mikið borð sem engan veginn komst inn. Þá kom Pétur rak- ari hér við götuna og bauðst til að hjálpa okkur en sagði: „Elsku stelp- ur, þið eruð þó ekki að byija með verslun þegar allir eru að fara á hausinn?" Þetta var sagt þá en það fara fáir á hausinn þótt verslanir gangi kaup- um og sölum. Það er alltaf til bjart- sýnisfólk sem leggur út í þennan rekstur. Ég hef ekki tahð verslanirn- ar í Reykjavík og eyöi ekki tíma í að horfa í hrun annarra. Ég hef ekki áhyggjur af þeim sem í kringum mig eru. Ég samgleðst þeim sem gengur vel en get ómögulega bætt á mig áhyggjum af hvernig öörum gengur. Það er undir okkur sjálfum komið hvernig tekst th.“ Eigendur taka of mikið fjármagn „Þetta er mikil vinna en þaö er ekki hægt að kalla það þrældóm sem gert er með gleði. Það er hægt að eyða öllum sólarhringnum í þennan atvinnurekstur. Fyrirtæki byggist heldur ekki á einum aðila heldur öllu starfsfólkinu. Það er aldrei hægt að benda á einhverja töfrakonu og töfrakarl sem allt veltur á. Sam- vinnan og stjórnunin ræður mestu um hvernig tekst til. Mörg fyrirtæki standa höllum fæti vegna þess hvernig er búiö að ala fólk upp í atvinnulífinu. Það er eng- inn ábyrgur lengur og eigendurnir taka of mikið fiármagn út úr fyrir- tækjunum. Ég hef varla séð krónu úr þessu fyrirtæki ennþá því ég hef varið öllu í að byggja það upp. Það er ekki fyrr en farið er að selja eignir að ein- hverjir peningar sjást og þá fer helm- ingurinn af því í skatta. Vonandi kemur einhvem tíma að gróðanum ef kreppan veröur þá ekki orðin svo samankreppt að ekkert atvinnulíf er eftir. En þetta hefur gefið mér ýmislegt og ég hef kynnst ýmsu sem ég vissi ekki að væri th. Ævintýrin í verslun- arrekstri eru svo óþrjótandi að ég mæh með því að hver og einn ein- asti sálfræðingur byrji á því að af- greiða í búö, Fólk í verslun verður að hafa þjón- ustulund og hafa gaman af því að sinna fólki. Ég hef mjög gaman af að stjana í kringum viðskiptavinina. Ég hef líka gaman af að láta stjana í kringum mig þegar ég þarf á þjón- ustu að halda.“ Trúuð kona Hjördís er fædd í Kópavoginum, dóttir Gissurar Elíassonar hljóð- færasmiðs og Ragnheiðar Magnús- dóttur. Núna býr Hjördís á Vallá á Kjalarnesi þar sem ‘ Geir Gunnar Geirsson,! eiginmaður hennar, er bóndi. „Ég bý í sveitinni á Kjalarnesi og finnst Kjalarnesgjólan gefa mér svolítinn styrk,“ segir Hjördís. „Hún hræðir mig ekki lengur og ég er ekki veðurhrædd lengur. Fyrst varð mér svolítiö bylt við þegar ég bjóst við að húsið færi út í veöur og vind. Ég hef líka lært af þessu að skilja ekkert eftir úti á víðavangi. Kjalnesingar hafa lært þetta.“ Óhkt þeirri ímynd sem fólk í við- skiptalífinu hefur þá er Hjördís trúuð og segist enn halda sinni barnatrú. „Ég ólst upp við að biðja bænimar mínar og geri það enn. Það vora þó engar öfgar í trúmálum á heimh- inu,“ segir hún. „Ég er trúuð þótt ég sé ekki kirkjurækin. Ég hef gaman af að fara í kaþólska kirkju og vil finna að sá maður sem er að predika sé trúaður en ekki að tala um pólitík. Ég held að það sé manninum gott að trúa því trúin boðar það að láta gott af sér leiöa því ef engin skil væru á mhli góðs og ills væri heimur- inn ennþá verri en hann er. Mér hð- ur vel innra með mér, bæði þegar ég þakka fyrir mig og bið,“ sagði Hjör- dís Gissurardóttir. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.