Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Side 30
42
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989.
JFYLLINGAREFNL
Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæðu verði. Gott efni,
lítil rýrnun, frostþítt og þjappast vel.
Ennfremur höfum við fyrirliggjandi sand
og möl af ýmsum grófleika.
Sævarhöfða 13 - sími 681833
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Bifreiðageymslunnar hf. fer fram opinbert uppboð á ýmsum
bifreiðum laugardaginn 28. janúar 1989 og hefst það kl. 16.00.
Uppboðið fer fram á athafnasvæði Bifreiðageymslunnar hf. við Vatna-
garða (fyrir ofan Miklagarð).
Seldar verða væntanlega eftirtaldar bifreiðar.
A-5591, E-3377, E-3519, G-5541, G-15653, R-1948,
R-15013, R-15103, R-24615, R-28860, R-37802, R-47145,
R-56671, R-62042, R-64624, R-65222, R-70106, R-72282.
Greiðsla við hamarshögg.
Ávísanir ekki teknar $em greiðsla nema með samþykki uppboðs-
haldara eða gjaldkera.
Uppboðshaldarinn í Reykjavík
STYRKIR ÚR MINNINGARSJÓÐI
THEÓDÓRS JOHNSONS
í samræmi við skipulagsskrá Minningarsjóðs Theó-
dórs Johnsons hefur Háskóli íslands ákveðið að út-
hluta 4 styrkjum, að upphæð kr. 100 þús. hver.
i 4. gr. skipulagsskrár sjóðsins segir m.a.:
Þeim tekjum, sem skal leggja við höfuðstól, sbr. 3.
gr„ skal varið til að styrkja efnilega en efnalitla stúd-
enta, einn eða fleiri, til náms við Háskóla fslands eða
framhaldsnáms erlendis að loknu námi við Háskóla
Íslands. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu Háskól-
ans.
Umsóknarfrestur er til 24. febrúar 1989.
ÚTSALA
Í öllum
búðunum
30-60% AFSLÁTTUR
Byrjar mánudaginn 23. janúar
Talvann
Timman
í einvígi
Skákunnendur muna eflaust vel
eftir tafli Tals og Timmans á heims-
bikarmóti Stöðvar 2 í október. Skák-
in var ein sú snaggaralegasta á mót-
inu; Tal náði snemma yfirhöndinni
eftir hæpna byrjunartaflmennsku
Timmans og frumkvæðinu sleppti
hann aldrei. Er Timman gafst upp
eftir tuttugu leiki var kóngur hans
enn innlyksa á miðjunni.
Þessir garpar tefldu einvígi í Hol-
landi í desember á vegum KRO út-
varpsstöðvarinnar og eftir reynsluna
frá heimsbikarmótinu þurfti engum
að koma á óvart að Tal skyldi bera
sigur úr býtum. Timman lét töfra-
manninn þó ekkert vaða yfir sig og
hefði allt eins getað sigrað sjálfur.
Hann náði forystunni með sigri í 2.
skákinni en Tal vann 4. og 5. skákirn-
ar og þar með var björninn unninn.
Þetta var sjöunda æfingaeinvígi
Timmans á jafnmörgum árum við
þekkta stórmeistara. Fyrst tefldi
hann árið 1982 við Viktor Kortsnoj
og skildu þeir jafnir, hlutu þrjá vinn-
inga hvor. Einvígi Timmans við Bor-
is Spassky næsta ár lauk með sömu
niðurstöðu en 1984 vann Timman
Lajos Portisch með 3,5 v. gegn 2,5 v.
Ungverjans. Timman tókst hins veg-
ar ekki að sækja gull í greipar Garrí
Kasparovs árið 1985 - lokatölur urðu
4-2 Kasparov í vil. Síðan varð jafn-
tefli gegn Vlastimil Hort og 1987 tefldi
Timman við Ljubomir Ljubojevic og
hafði betur, 4,5-1,5.
Tal og Timman tefldu býsna
skemmtilega og voru óragir við að
taka áhættu. Lítum á sýnishorn úr
einvíginu. Fyrst 2. skákina en með
henni náði Timman forystunni, og
síðan 5. skákina sem Tal stýrði til
sigurs í endatafli eftir skemmtilegar
vendingar.
2. einvígisskákin
Hvítt: Jan Timman
Svart: Mikhail Tal ,
Meran-vörn
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 e6
5. Bg5 dxc4
Þetta afbrigði sem kennt er við
fyrrverandi heimsmeistara, Mikhail
Botvinnik, leiöir jafnan til mikilla
sviptinga og á því ávallt nokkrum
vinsældum að fagna. Það er hins
vegar betra að vera vel með á nótun-
um því að afbrigðaskógurinn er þétt-
ur.
6. e4 b5 7. e5 h6 8. Bh4 g5 9. Rxg5 hxg5
10. Bxg5 Rbd7 11. g3 Bh7 12. Bg2 Db6
13. exf6 0-0-0 14. 0-0 c5 15. dxc5!?
Hér breytir Timman loks út af al-
faraleiðum. Þekkt er 15. d5 b4 og nú
16. Ra4 Db5 17. a3, eða 16. Hbl Da6
17. dxe6 Bxg2 18. e7!? með óljósum
flækjum í báðum tilvikum.
15. - Rxc5 16. De2 Bxg2 17. Kxg2 Bh6
18. h4
Það virðist óðs manns æði að gefa
svörtum eftir opna h-línuna en aðra
kosti átti hvítur ekki. Gagnfæri
svarts ættu að gefa honum tafljöfn-
un.
18. - Bxg5 19. hxg5 Dc6+ 20. f3
Vitaskuld ekki 20. Df3?? vegna 20.
- Hh2 + ! og drottningin fellur.
20. - Hh5 21. a4 b4 22. Rb5 Kb7 23. Hadl
Nú mátti varast 23. Dxc4 Hd2+ 24.
Hf2 Hh2 + ! 25. Kxh2 Hxf2 og síðan
26. - Dxí3 með sterkri sókn.
23. - Rd3 24. De3 Db6 25. De4+ Kb8?
Rétt var 25. - Dc6 og það er spurn-
ing hvort hvítur eigi eitthvað betra
en þrátefli.
26. g4! Hh4
Við sjáum að ef 26. - Hxg5? þá 27.
Hxd3! og næst 28. Df4 + og hrókurinn
fellur.
27. Kg3 Hdh8
Skák
Jón L. Árnason
28. Hxd3!
Án þessa leiks ætti hvítur í mestu
erfiðleikum. Eftir að riddarinn
hverfur fær hvíti kóngurinn griðland
á f4 ogdrottningin fær aukið svigrúm
á miðborðinu.
28. - cxd3 29. De5+ Ka8 30. De4+ Kb8
31. De5+ Ka8 32. g6!
Þessi framrás er tromp stöðunnar.
Eftir 32. - fxg6 33. Rc7+ Kb7 34. Rxe6
voflr f6-f7 yflr og hvítur ætti að vinna
auðveldlega.
32. - Hh3+ 33. Kf4 a6 34. De4+ Ka8
35. De5+ Ka8 36. De4+ Kb8 37. Dd4!
Endataflið vinnur hvítur létt.
37. - Dxd4 38. Rxd4 fxg6 39. Hdl
Nákvæmast. Svartur fær ekki við
neitt ráðið og gafst því upp.
5. einvígisskákin
Hvítt: Mikhail Tal
Svart: Jan Timman
Enskur leikur
1. Rf3 Rf6 2. c4 c5 3. Rc3 Rc6 4. g3 d5
5. d4!?
Óvæntur snúningur svo snemma
tafls. Skákin fer nú yflr á ókannaðar
brautir.
5. - dxc4 6. d5 Ra5
Eftir 6. - Rb4 7. e4 Bg4 8. Bxc4! hef-
ur svartur varla efni á veiðferð með
8. - Bxf3 9. Dxf3 Rc2+ 10. Kfl Rxal,
því að 11. e5! gefur hvítum kröftuga
sókn. T.d. 11. - Rd7 12. e6, eða 11. -
Rc2 12. Bb5+ Rd7 13. e6 o.s.frv.
7. e4 b5
Hvítur hótaði m.a. 8. Bxc4 Rxc4 9.
Da4+ og vinna manninn aftur með
stöðuyfirburðum. Þessi leikur Tim-
mans virðist þó ekki nægja til að
halda í horfinu.
8. Rxb5 Rxe4 9. Re5! Bd7 10. Rxd7
Dxd7 11. Da4 Hb8
Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, á neðangreindum tíma: Vatnsendablettur 176-176A, þingl. eig. Guðmundur Bjömsson, þriðjud. 24. janúar ’89 kl. 10.05. Uppboðsbeiðandi er Bæjarsjóður Kópavogs.
Vatnsendablettur 375, þingl. eig. Frið- rik Sigurðsson, þriðjud. 24. janúar ’89 kl. 10.05. Uppboðsbeiðandi er Bæjar- sjóður Kópavogs.
Þinghójsbraut 15, talinn eig. Krist- mann Ámason, þriðjud. 24. janúar ’89 kl. 10.15. Uppboðsbeiðandi er Bæjar- sjóður Kópavogs.
Vatnsendablettur 77, þingl. eig. Sigur- bjöm Samúelsson, þriðjud. 24. janúar ’89 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Bæj- arsjóður Kópavogs.
BÆJARFÓGETINN í KÓPAVOGI Vesturvör 25, talinn eig. Skipafélagið Víkur hf., þriðjud. 24. janúar ’89 kl. 10.10. Uppboðsbeiðandi er Bæjarsjóð- ur Kópavogs.
Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöidum fasteignum fer fram i skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, á neðangreindum tíma:
Þinghólsbraut 19-21, hluti, þingl. eig. Krató hf., þriðjud. 24. janúar ’89 kl. 10.10. Uppboðsbeiðandi er Brunabóta- félag íslands.
Þinghólsbraut 4, þingl. eig. Jón Ingi Ragnarsson, þriðjud. 24. janúar ’89 kl. 10.15. Uppboðsbeiðendur em Iðnlána- sjóður og Skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi.
Vatnsendablettur 139, talinn eig. Gunnar Richter, þriðjud. 24. janúar ’89 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Bæjar- sjóður Kópavogs.
BÆJARFÓGETINN í KÓPAV0GI
Pólaris á toppnum í
undankeppni
Sveit Pólaris sigraði í undankeppni
Reykjavikurmótsins og fær því að
velja sér andstæðing í undanúrshta-
keppnina um helgina.
Eftirtaldar sveitir urðu í efstu sæt-
unum:
1. Pólaris................. 371
2. Flugleiðir.............. 358
3. Bragi Hauksson.......... 333
4. SigurðurVilhjálmsson... 319
5. JörundurÞórðarson...... 314
6. Delta................... 313
7. Modern Iceland.......... 311
Fjórar efstu sveitirnar spila í und-
anúrslitum á laugardaginn 32ja spila
leiki en á sunnudaginn spila sigur-
vegarar undanúrslitaleikjanna til
úrslita um Reykjavíkurmeistaratitil-
inn.
Hér er skemmtilegt spil frá leik
Flugleiða og Delta.
S/A-V
* K2
¥ -
♦ KD42
+ ÁDG10872
♦ G76
¥ ÁKD8653
♦ 1086
+ -
* D109543
¥ 10942
♦ -
4» K65
¥ G7
♦ ÁG9753
X. 0/10
í lokaða salnum sátu n-s Sigm-ður B.
Þorsteinsson og Gylfi Baldursson en a-v
Ragnar Magnússon og Ragnar Her-
mannsson.
Þar gengu sagnir á þessa leið:
Suöur Vestur Norður Austur
pass 1H doþl redobl
4S pass 5L dobl
pass pass pass
Austur spilaöi út hjarta og Sigurður
var ekki í neinum vandræðum með 11
slagi. Það voru 550 til h-s. í rauninni má
þræða spilið upp í 12 slagi eins og það
liggur en ástæðulaust að taka þá áhættu
með pottþétta fimrn.
í opna salnum sátu n-s Jón Baldursson
og Valur Sigurðsson en a-v Stefán