Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989.
43
Mikhail Tal lagði Jan Timman að velli, 3,5 - 2,5, í æfingaeinvígi þeirra
i Holiandi.
8
7
6
5
4
3
2
1
12. Rc7+ Kd8 13. Re6+!
Eftir 13. Dxa5 Dxc7 væri svarta
staðan í lagi. Með þessum litla milli-
leik tekst Tal að viðhalda frumkvæð-
I é-A I
A tliii
A A
A *
AA & A
S él s
ABCDEFGH
13. - fxe6 14. Dxa5+ Dc7 15. Dxc7+
Kxc7 16. Bf4+ Rd6 17. 0-0-0! g6
Betra er 17. - exd5 18. Hxd5 en ljóst
er að einnig í því tilviki hefur hvítur
undirtökin - með biskupaparið og
mun virkari stöðu. Timman gerir til-
raun til að ná gagnfærum að b2 peð-
inu en hún mistekst.
18. Be5! Hg8 19. dxe6 Bg7 20. f4 g5 21.
Hd2! gxf4 22. Bxf4 Hb4 23. a3 Ha4 24.
Hc2 c3 25. bxc3 Hxa3 26. Kd2 Kc8 27.
Bg2 Bf6 28. Ke2 Bg5
8
7
6
5
4
3
2
1
ABCDEFGH
I
A A , A
A Jl
I A ’a
S é
29. Bxd6!
Mislitir biskupar létta ekki vörn
svarts. Virk staða hvíts aö viöbætt-
um frelsingjanum á e-línunni gera
svörtum erfitt fyrir. Hins vegar hefði
Timman e.t.v. getað varist betur í
framhaldi skákarinnar.
29. - exd6 30. Hbl He8 31. Bd5 Bd8 32.
Kd3 Bb6?! 33. Hfl He7 34. Ke4 c4? 35.
HÍ8+ Kc7 36. Kf5!
Kóngurinn geysist fram völiinn.
Timman sá þann kost vænstan að
gefast upp, enda er hann varnarlaus
gagnvart 37. KfB og bruni kóngspeðs-
ins upp í borð.
Spenna á Skákþingi Reykja-
víkur
Eftir fimm umferöir af eliefu á
Skákþingi Reykjavíkur var Sævar
Bjarnason efstur meö 4,5 v. en Andri
Áss Grétarsson og Róbert Harðarson
höfðu 4 v. og biðskák sín í milii.
Þröstur ÞórhaUsson, Tómas Björns-
son, Hannes Hlífar Stefánsson, Sig-
urður Daði Sigfússon, Jón Garðar
Viðarsson, Jóhannes Ágústsson,
Eggert ísólfsson, Þröstur Árnason og
Snorri Bergsson höfðu alhr 4 v.
Skákþingið er nú betur skipað en
oft áður, t.a.m. taka þrír alþjóðlegir
meistarar þátt í keppninni. Athygli
vakti að einn þeirra, Hannes Hlífar
Stefánsson, tapaði í 2. umferð fyrir
Jóni G. Viðarssyni eftir áhugavert
riddaraendatafl.
Sjötta umferð mótsins var teUd í
gærkvöldi en úrsUt höfðu ekki borist
er blaðið fór í prentun. Á morgun,
sunnudag, verður sjöunda umferð
tefld og hefst hún kl. 14 í skákheimil-
inu Grensásvegi 44^6.
-JLÁ
Bridge
Stefán Guðjohnsen
Guðjohnsen og Símon Símonarson. Nú
var heldur meiri stígandi í sögnunum:
Suður Vestur Norður Austur
pass 4H 5L 5H
6L pass pass 6H
dobl pass pass pass
Ég held og raunar veit ég það að
austur dreymdi alls ekki um að hægt
væri að vinna sex lauf en hins vegar
taldi hann ekki ólíklegt að sex hjörtu
gætu unnist og ef til vill væri hægt
að fleka n-s í fórnina á hagstæðum
hættum.
Valur setti hins vegar strax undir
þann leka með því að dobla og Jón
var ekki í vandræöum með að fmna
hið banvæna tígulútspil.
Valur trompaði ásinn og freistaðist
til þess að spila laufi. Þar með slapp
Símon einn niður og sveit Delta
græddi 8 impa á spilinu.
Aóalsveitakeppni
BR aö hefjast
Aðalsveitakeppni Bridgefélags
Reykjavíkur hefst nk. miðvikudags-
kvöld.
Þátttaka tilkynnist til Hauks Inga-
sonar í síma 671442 eða Jakobs Krist-
inssonar í síma 14487.
Frá Reykjanesnefnd
Reykjanesmót í sveitakeppni
veröur haldiö dagana 21. og 22. jan-
úar næstkomandi. Keppnin er jafii-
framt úrtökumót í undanúrslit til
íslandsmóts, 3 sveitir komast
áfram. Spilað verðurí Flensborgar-
skólanum, Hafnarfirði, og hefst
keppni stundvíslega kl. 1 þann 21.
Skráning er þegar hafin og stend-
ur til 19. jan. Tekið er á móti skrán-
ingu í símum 91-52248 (Þórarinn),
91-40648 (Þorsteinn) og 92-13345
(Gisli). Keppnisgjald er 4000 kr. á
sv$it.
Iþróttapistill
Hver verður
næsti þjálfari
landsliðsins?
Senn líður að því að stóra
stundin rennur upp þegar flautáð
verður til leiks í b-heimsmeist-
arakeppninni í handknattleik í
Frakklandi. Undirbúningur ís-
lenska landsliðsins stendur nú
sem hæst og verður allt kapp lagt
á að endurheimta sætið á meðal
a-þjóða á nýjan leik.
Vonandi eru menn
reynslunni ríkari
Fyrir hálfu ári áttu fæstir von á
að íslenska liðið sæti í þeim spor-
um sem það er nú. Allt fór á ann-
an veg en ætlað var á ólympíu-
leikunum eins og flestum er
kunnugt. Að falla niður í b-flokk
var erfiður biti að kyngja en engu
að síður lærdómsríkur. Er von-
andi að menn, sem standa næst
landsliðinu, séu nú reynslunni
ríkari og mæti með öðru hugar-
fari til Frakklands en gert var
þegar haldið var á ólympíuleik-
ana.
íslenska landsliðið hefur á und-
anfornum vikum leikiö niu
landsleiki til undirbúnings fyrir
keppnina í Frakklandi. Sex leikir
hafa unnist, eitt jafntefli og tveir
leikir hafa tapast. í fljótu bragði
virðist þessi árangur vera nokk-
uð viðunandi. Frammistaða liðs-
ins á Eyrarsundsmótinu var góð-
ur þegar haft er í huga að nokkra
leikmenn vantaði en aðrar þjóðir
á mótinu tefldu fram sínum
sterkustu leikmönnum. Þessi ár-
angur gefur ef til vill fyrirheit um
það sem koma skal í Frakklandi.
Leikgleðin mun
meiri en fyrir
ólympíuleikana
Það sem vakið hefur mesta at-
hygli þess, sem þennan pistil rit-
ar, er að leikur íslenska liðsins
hefur breyst nokkuð frá ólympíu-
Það hlýtur einnig að vera tak-
mark landsliðsþjálfarans.
Leitin að
nýjum þjálfara
stendur sem hæst
Eins og flestum er orðið kunnugt
lætur Bogdan að störfum eftir
b-keppnina í Frakklandi enda
tími kominn að endurnýja. HSÍ
hefur þegar hafið leitina að arf-
taka Bogdans og verður ekki ann-
að sagt en að HSÍ sé ekki á flæði-
skeri statt í þeim efnum. Tveir
af færustu þjálfurum í heiminum
í dag eru tÚ umræðu um að taka
íslenska liðið að sér.
Annar þeirra er Paul Tiede-
mann frá Austur-Þýskalandi og
þarf ekki að fara mörgum orðum
um hann. Árangur hans með
austur-þýska hðið segir sína sögu
og skýrir raunar aht sem þarf í
þessu sambandi.
Fengurfyrir
HSÍ aðfáTiede-
mann til starfans
Það yrði HSÍ óneitanjega mikill
fengur að fá Tiedemann til starf-
ans. Hann gjörþekkir íslenska
hðið og þaö myndi óneitanlega
hjálpa honum í starfinu. Tiede-
mann hefur sjálfur einnig litið
hýru auga til starfans í nokkur
ár en hefur verið samningsbund-
inn austur-þýska hðinu. Nú er
Tiedemann á lausu og er vænleg-
ur kostur fyrir HSÍ að hefja nú
þegar samningaviðræður við
hann ef þær eru ekki þegar hafn-
ar.
Ráðamenn innan HSÍ eiga að
reyna allt sem í þeirra valdi
stendur að ráða Tiedemann. Ég
er þess fuhviss að hann mun gera
góöa hluti með íslenska landslið-
ið.
Jón Kristján Sigurðsson
leikunum. Mun meiri leikgleði er
í liðinu og virðist sem leikmenn,
sem ekki léku með hðinu á
ólympíuleikunum, hafi komiö
með ferskan blæ í hðið. Frammi-
staða Héðins GUssonar hefur
komið á óvart. Pilturinn er ungur
að árum en með meiri þroska á
hann eftir aö verða stórt nafn í
íslenskum handknattleik.
Léttleikinn
verður að vera
í fyrirrúmi
Einn íslenskur landshðsmaður
var spurður á dögunum af hverju
meiri leikgleði væri í hðinu nú
en á ólympíuleikunum. Svarið
kom um hæl: „Við æfum mun
minna og höfum þar af leiðandi
mun meiri skemmtun af að leika
handknattleik. Það eru örugglega
fleiri landshðsmenn á sama máh-.
Fyrir ólympíuleikana voru leik-
menn orðnir yfirkeyrðir af hand-
knattleik og náðu af þeim sökum
engan veginn að sýna sínar sterk-
ustu hhðar. Vonandi hefur Bogd-
an Kowalczyk landshðsþjálfari
þetta að leiöarljósi í undirbún-
ingnum fyrir b-keppnina og lætur
léttleikann ráða ríkjum. Hann
hefur reynsluna af hinu fyrir-
komulaginu.
Bogdan hefur með starfi hér á
landi komið íslenskum hand-
knattleik í fremstu röð, flestir eru
á einu máli um það. Enginn er
hins vegar gallalaus og er Bogdan
ekki undan skilinn í þeim efnum.
Hann veit að landshðsmennimir
eru í toppæfingu um þessar
mundir og það hjálpar honum
mikið í undirbúningi hðsins. Af
þeim sökum er óþarfi að keyra
strákana út eins og skepnur fyrir
b-keppnina.
Léttleikinn á að ráða því þá er
ekki að efa að strákamir mæta
til leiks, æstir í að leika hand-
knattleik og skipa þjóðinni á nýj-
an leik á bekk með þeim bestu.
• íslenska landsliðið í handknattleik undirbýr sig af fullum krafti fyrir b-keppnina sem hefst eftir þrjár vikur.
Þessi mynd var tekin eftir sigurinn á Rúmenum i heimsmeistarakeppninni i Sviss 1986 en þar náði liðið frá-
bærum árangri. islendingar mæta Rúmenum í riðlakeppninni i Frakklandi.
DV-mynd Bjarnleifur Bjarnleifsson