Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Page 45
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989.
57
Afmæli
Einar Þór Þorsteinsson
Einar Þór Þorsteinsson, prófastur
aö Eiðum í Eiðahreppi, verður sex-
tugurámorgun.
Einar fæddist á Löndum í Stöðvar-
firði og ólst þar upp í foreldrahús-
um. Hann lauk stúdentsprófum í
Reykjavík 1952 og embættisprófi í
guðfræði við HÍ1956.
Einar var settur sóknarprestur í
Kirkjubæjarprestakalli 1956 og
veittur Kirkjubær ári síðar. Hann
hefur svo verið sóknarprestur í
Eiöaptestakalli frá 1959 og er pró-
fastur Múlaprófastsdæmis frá 1988.
Hann hefur verið kennari við Al-
þýðuskólann á Eiðum og síðan
Menntaskólann frá 1956, en Einar
hefur frá öndverðu setið að Eiðum.
Einar sat í hreppsnefnd Eiða-
hrepps í tólf ár. Hann hefur tvisvar
verið formaður Prestafélags Aust-
urlands og var formaður Kirkju-
kórasambands Austurlands í tíu ár.
Þá var hann formaður Félags
áfengisvamanefnda á Austurlandi
umalUangtskeið.
Einar kvæntist 18.8.1956 Guðrúnu
Sigríði húsmóöur, f. 15.2.1934, dótt-
ur Zóphóníasar Zóphóníassonar,
bifreiðarstjóra á Blönduósi, en hann
er látinn, og konu hans, Guðrúnar
Einarsdóttur, en þau bjuggu lengst
afáBlönduósi.
Einar og Sigríður eiga þrjú börn.
Þau eru: Zóphónías, f. 29.10.1959,
kennari á Hallormsstað, kvæntur
Sif Vigfúsdóttur, kennara þar, en
þau eiga tvö börn; Guðrún Áslaug,
f. 15.9.1962, iðjuþjálfi íÁrósum í
Danmörku, og Hildur Margrét, f.
10.2.1970, menntaskólanemi á Egils-
stöðum.
Einar átti fimm systkini og á nú
tvö systkini á lífi. Látin eru: Kristj-
án, útgerðarb. á Löndum; Þórhildur,
húsfreyja á Odda við Fáskrúðsfjörð,
og Jón, verkamaður. Á lífi eru: Gutt-
ormur, b. á Löndum í Stöðvarfirði,
og Guöleif, húsmóðir á Akranesi.
Foreldrar Einars: Þorsteinn
Kristjánsson, b. á Löndum, og kona
hans, Guðlaug Guttormsdóttir hús-
freyja.
Þorsteinn var sonur Kristjáns, b.
á Löndum, Þorsteinssonar, b. á
Heyklif, Sigurðssonar. Móöir Þor-
steins var Kristborg Erlendsdóttir,
b. á Þorgrímsstöðum, Gunnlaugs-
sonar. Móðir Erlends var Oddný
Erlendsdóttir, b. á Ásunnarstöðum,
Bjarnasonar, ættföður Ásunnar-
staðaættarinnar. Móðir Kristjáns
var Guðbjörg Jónsdóttir, b. á Keldu-
skógi, Guðmundssonar, bróður
Guðmundar, langafa Finns hstmál-
ara og Ríkharðs myndskera Jóns-
sona. Systir Jóns var Vilborg, lang-
amma Halldóru, móður Ragnars
Halldórssonar, stjórnarformanns
ísals. Móðir Guðbjargar var Guðrún
Guðmundsdóttir, prests í Berufirði,
Skaftasonar, bróður Áma, langafa
Magdalenu, ömmu Ellerts, ritstjóra
DV. Móðir Þorsteins á Löndum var
Margrét Höskuldsdóttir, b. á Þver-
hamri í Breiðdal, Bjarnasonar,
bróður Jóns, langafa Jóns, föður
Eysteins, fv. ráðherra og Jakobs,
prests og rithöfundar, Jónssona.
Bjarni var sonur Stefáns, b. á Þver-
hamri, Magnússonar, prests á Hall-
ormsstaö, Guðmundssonar, föður
Sigríðar, langömmu Benedikts, afa
Þórbergs Þórðarsonar. Móðir
Margrétar var Sigríður Jónsdóttir,
b. á Skriðu í Breiðdal, Gunnlaugs-
sonar, bróður Erlendar á Þorgríms-
stöðum. Móðir Sigríðar varStein-
unn Jónsdóttir, systir Páls, langafa
Eysteins og Jakobs Jónssona.
Móðursystir Einars var Guðríður,
móðir Péturs, sýslumanns í Búðar-
dal, Skúla námsstjóra, og Pálínu
Þorsteinsdóttur, móður Bjöms Guð-
mundssonar lagaprófessors. Guð-
laug var dóttir Guttorms, prófasts á
Stöð, bróður Páls, afa Hjörleifs Gutt-
ormssonar alþingimans og Sigurðar
Blöndals skógræktarstjóra. Annar
bróðir Guttorms var Björgvin, afi
Helga Þorlákssonar sagnfræðings.
Guttormur var sonur Vigfúsar,
prests á Ási, Guttormssonar. Móðir
Vigfúsar var Margrét Vigfúsdóttir,
systir Guttorms, langafa Maríu,
ömmu Hrafns Gunnlaugssonar.
Systir Margrétar var Ingunn, lang-
amma Þorsteins, skálds og ritstjbra,
föður Gylfa, fv. menntamálaráö-
herra. Móðir Margrétar var Bergljót
Þorsteinsdóttir, systir Hjörleifs,
langafa Einars Kvarans. Bróðir
Bergljótar var Guttormur, langafi
Þórarins, föður Kristjáns Eldjárn.
Móðir Guðlaugar var Þórhildur Sig-
urðardóttir, b. á Harðbak á Sléttu,
Einar Þór Þorsteinsson.
Steinssonar, b. á Harðbak, Hákon-
arsonar. Móðir Steins var Þórunn
Stefánsdóttir, prests á Prestshólum,
Scheving, bróður Jórunnar, ömmu
Jónasar Hallgrímssonar.
Til hamingju með afmælið 21. janúar
85 ára 50 ára
Árni Lárusson, Haga, Skeggjastaðahreppi. Magnús J. Þórðarson, Hafharstræti 4, ísafirði. Guðmundur Sigurjónsson, Brekkubraut 18, Akranesi.
80 ára 40 ára
Magnús ögmundsson, GaltafelU, Hrunamannahreppi. Geir Einarsson, Suöur-Fossi, MýrdalshreppL Sofifia Ásgeirsdóttir, Háalundi 7, Akureyri. HaUdóra Ólafsdóttir, Bólstað, Austur-Landeyjum. Auður Þorvaldsdóttir, Garöabraut 33, Akranesi. Eyþór Örn Óskarsson, Pólgötu 5, ísafiröi. Valdis Oddgeirsdóttir,
75 ára
Jón Húnfjörð Jónasson, Fannafold 22, Reykjavík. Marga Guðmundsdóttir, Tjamarbóli 14, Seltjamamesi. Goðheimum 5, Reykjavik. Jóakim Tryggvi Andrésson, Austurvegi 33, SelfossL Ragnheiður Sigurjónsdóttir, Hringbraut 37, Reykjavík.
Tii hamingju með afmælið 22. janúar
85 ára 60 ára
Líney Björnsdóttir, Héöinshöföa 1A, Tjörneshreppi. Guðmundur Magnússon, Holtavegi, Engjabæ, Reykjavík. Ármann Þórðarson, Ægisgötu 1, Ólafsfirði.
80 ára
Jóhann Helgi Stefánsson, Lækjargötu 9A, Siglufírði. Hjörieifur Vilhjálmsson, TungufelU, Lundareykjadals- hreppi. 50 ára
Hafsteinn Guðnason, Faxabraut 50, Keflavík. Aðalbjörg Ingvarsdóttir, Brekkubyggð 34, Blönduósi.
75 ára
40 ára
Anna Guðjónsdóttir, TjamarbóU 14, Seltjarnamesi. Hún tekur á móti gestum á af- mælisdaginn hjá dóttur sinni og tengdasyni að Kaplaskjólsvegi 85, Reykjavík.
Sigríður E. Bergmann, Vesturbergi 134, Reykjavík. Kristín Finnsdóttir, Týsgötu 1, Reykjavík. Guðrún Sigurðardóttir, Gilsbakka 1, BíldudalshreppL Benjamín Baldursson, Ytri-Tjömum 11, Öngulstaða- hreppi.
70 ára
Karl Július Eiðsson, Laugavegi 159A, Reykjavík. Einar Sturluson, ÆsufelU 4, Reykjavík. Gunnlaugur Magnússon,. Sunnuvegi 8, HafnarfirðL Ólafur Björnsson, Krithóli 2, Lýtingsstaðahrep'pL
Páll Scheving
Páll Scheving, fyrrv. verksmiðju-
stjóri og bæjarfulltrúi í Vestmanna-
eyjum, til heimilis að Hraunbúðum,
dvalarheimih aldraðra í Vest-
mannaeyjum, er áttatíu og fimm ára
ídag.
PáU fæddist í Vestmannaeyjum og
ólst þar upp. Hann hóf nám í raf-
virkjun og vélgæslu hjá Rafveitu
Vestmannaeyja árið 1919 og lauk
námi í báðum greinunum 1923. Að
námi loknu starfaði hann m.a. hjá
Vélsmiðjunni Héðni í Reykjavík og
var síðar yfirverkstjóri í síldarverk-
smiðju á Djúpuvík, auk þess sem
hann vann við rafvirkjun á Siglu-
firði.
PáU stundaði útgerð á árunum
1930-36 og var síðan vélstjóri hjá
ísfélagi Vestmannaeyja í sjö ár. Þá
réðst hann fil Lifrarsamlags Vest-
mannaeyja en þar var hann vél-
stjóri og verksmiðjustjóri í þijátíu
ár.
PáU var afbragðs íþróttamaður og
setti hann íslandsmet í langstökki
og hástökki. Hann var einn af stofn-
endum Týs, fyrsti ritari félagsins og
er nú heiðursfélagi þess. Þá var
hann meðal stofnenda Vélstjórafé-
lags Vestmannaeyja og fyrsti for-
maður þess. Hann var formaður
Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja
1951-64. Hann átti sæti í bæjarstjóm
Vestmannaeyja 1954-62 og í bæjar-
ráðisíðustuárin.
Kona Páls var Jónheiöur Stein-
grímsdóttir Scheving, f. 24.7.1907,
d. 25.12.1974, dóttir Steingríms Páls-
sonar og Helgu Guðrúnar Einars-
dóttur.
Börn Páls og Jónheiðar: Helga
Rósa Scheving, f. 15.12.1930, fulltrúi
hjá borgarfógetaembættinu í
Reykjavík, en hún á fimm börn; Sig-
urgeir Scheving, f. 8.1.1935, leik-
stjóri, en hann á þrjú börn; Margrét
Scheving, húsmóðir, en hún á fjögur
börn.
Systkini Páls, sem upp komust,
vom Guðjón Scheving, málara-
meistari og kaupmaður í Vest-
mannaeyjum, afi Hreins Loftssonar
lögfræðings; Anna Scheving, hús-
móðir í Reykjavík, og Sigurður
Scheving, verslunarmaður og skrif-
stofumaður.
Faðir Páls var Sveinn Scheving,
hreppstjóri í Vestmannaeyjum,
Pálsson Scheving, formanns í Görð-
um í Mýrdal, Vigfússonar Scheving,
b. í Görðum, Vigfússonar, b. á Hellu
í Mýrdal, Jónssonar, klausturhald-
ara á Reynistað, Vigfússonar. Móðir
Vigfúsar var Þórunn Hannesdóttir,
sýslumanns Scheving, en seinni
Páll Scheving.
maður hennar var Jón Steingríms-
son „eldklerkur". Systir Vigfúsar
var Karitas, langamma Þorsteins,
langafa Karitasar, móður Jóhönnu
Sigurðardóttur félagsmálaráðherra.
Karitas var einnig formóðir Erlends
Einarssonar, fyrrv. forstjóra SÍS,
Hólmfríðar Karlsdóttur og Ingi-
bjargar Rafnar, konu Þorsteins
Pálssonar.
Kona Sveins og móðir Páls var
Kristólína Bergsteinsdóttir, b. á
Fitjamýri undir Eyjafjöllum, Ein-
arssonar. Móðir Bergsveins var Sig-
ríður Auðunsdóttir, prests á Stóru-
völlum, Jónssonar, bróður Arnórs,
prófasts í Vatnsfirði, langafa
Hannibals Valdimarssonar, föður
Jóns Baldvins.
Ófeigur Ófeigsson
Ófeigur Ófeigsson, b. í Næfurholti í
Rangárvallahreppi, varð sjötíu og
fimmáraígær.
Ófeigur fæddist í Næfurholti og
ólst þar upp en þar hefur hann átt
heima alla sína tíð, að undanskild-
um sex árum á fjórða áratugnum
er hann var á vertíð í Vestmanna-
eyjum. Hann stundaði öll almenn
sveitastörf sem unglingur og tók við
búi foreldra sinna í Næfurholti
ásamt Geir bróður sínum og Jónínu
systur sinni 1944.
Ófeigur átti fjögur systkini en
yngsta systir hans er látin. Systkini
Ófeigs: Guðrún Laufey, f. 11.2.1911,
húsfreyja í Hólum í Rangárvalla-
hreppi, gift Haraldi Runólfssyni, b.
þar; Geir, f. 3.4.1916, b. í Næfur-
holti; Jónína, f. 3.4.1916, búsett í
Næfurholti, en sonur hennar er
Ófeigur Ófeigsson, b. í Næfurholti,
í sambýli við Halldóru Hauksdóttur
og eiga þau einn son, og Ragnheið-
ur, f. 1.5.1920, d. 17.4.1970, gift Kára
Valssyni (Karel Vorovka), presti í
Hrísey.
Foreldrar Ófeigs voru Ófeigur
Ófeigsson, f. 23.8.1877, d. 8.6.1924,
b. í Næfurholti, og kona hans Elín
Guöbrandsdóttir húsfreyja, f. 8.4.
1881, d. 24.4.1956.
Föðurforeldrar Ófeigs voru Ófeig-
ur Jónsson, b. í Næfurholti, og kona
hans, Guðrún Jónsdóttir. Ófeigur
var sonur Jóns, b. í Árbæ, Jónsson-
ar, b. í Selsundi, Jónssonar, b. þar,
Hannessonar, b. á Seljalandi í
Fljótshverfi, Ásbjörnssonar, lög-
réttumanns í Kerlingardal í Mýrdal,
Jónssonar. Guðrún var dóttir Jóns,
b. í Næfurholti, Jónssonar, b. í Sel-
sundi, Jónssonar, bróður Jóns í
Árbæ.
Móðursystir Ófeigs var Rósa,
móðir Hauks Morthens söngvara og
Kristins Ustmálara, föður Bubba
Morthens. Elín var dóttir Guð-
brands, b. á Tjörvastöðum á Landi,
bróður Sæmundar, afa Guðrúnar
hæstaréttardómara og Sigríðar
sagnfræðings Erlendsdætra. Systir
Guðbrands var Guðrún, langamma
Guðlaugs Tryggva hagfræðings.
Ofeigur Ofeigsson.
Önnur systir Guöbrands var Guö-
rún yngri, langamma Halldórs
Björns Runólfssonar hstfræðings.
Þriðja systir Guðbrands var EUn,
amma Kára Þóröarsonar, rafveitu-
stjóra í Keflavík. Guðbrandur var
sonur Sæmundar, b. á Lækjarbotn-
um, Guðbrandssonar og konu hans,
Katrínar Brynjólfsdóttur ljósmóð-
ur, ættforeldra Lækjarbotnaættar-
innar. Bróðir Sæmundar var Guð-
brandur, langafi Guðmundar Daní-
elssonar rithöfundar.
V •