Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Side 5
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989.
5
Eins og sjá má fylgdust margir með og buðu í þegar fyrsta tölvusamtengda
uppboðið hjá Fiskmarkaði Suðurnesja og Hafnarfjarðar fór fram.
DV-mynd GVA
í Hafnarfjörð að kaupa
fisk á Suðurnesjum
Fiskmarkaðirnir í Hafnarflrði og á
Suðurnesjum hafa tekið upp sam-
vinnu varðandi uppboð. Þeir hafa
verið tölvutengdir á þann veg að við-
skiptavinir Fiskmarkaðs Suðurnesja
þurfa ekki að fara á uppboðin í Kefla-
vík til að kaupa fisk. Þeir geta þess
í stað farið síðdegis í hús Fiskmark-
aðarins hf. í Hafnarfirði og fylgst með
og boðið í fisk þaðan.
Forráðamenn fiskmarkaðanna
segja þetta vera fyrsta skrefið í auk-
inni samvinnu þeirra. Möguleiki-sé
á að þeir verði allir tölvusamtengdir
í framtíðinni til hagræðis fyrir alla
aðila.
Fyrsta samtengda uppboðið fór
fram á miðvikudag og voru fjölmarg-
ir staddir í Hafnarfirði til að taka
þátt í uppboðinu í Keflavík.
-S.dór
Læknafélagið vill
enn fækka í lækna-
deild Háskólans
- um 300 íslenskir læknar starfa erlendis
Árlega útskrifast 36 læknar frá
læknadeild Háskóla íslands. Þórður
Harðarson, forseti læknadeildar,
segir að þrýstingur sé frá Læknafé-
lagi íslands og aðalfundarsamþykkt
þar um að fækka nemendum og að
ekki verði útskrifaðir nema 22 lækn-
ar á ári.
Ályktunin og þrýstingurinn er til-
kominn með tilliti til atvinnuhorfa,
segir Þórður Harðarson í samtali við
Vökublaðið.
„Það er rétt að í bih eru atvinnu-
horfur með þeim hætti hjá íslenskum
læknum að sá fjöldi sem útskrifast
árlega frá Háskólanum er tahnn vera
of hár. Eins og stendur er ekki at-
vinnuleysi hjá læknum hér á landi
en í því sambandi má geta þess að
um 300 íslenskir læknar eru við störf
erlendis. Ef þeir kæmu cdlir heim,
og þyrfti ekki aha til, er ég hræddur
um að einhverjir læknar myndu
mæla göturnar," sagði Sverrir Berg-
mann, varaformaður Læknafélags
íslands.
Það eru ekki nema 3 ár síðan fjölda-
takmarkanir voru teknar upp hjá
læknadehd Háskólans. Sverrir benti
á að árið áður en hún var tekin upp
hefðu 78 læknar útskrifast frá deild-
inni. Það er gjarnan kahaður „stóri
árgangurinn“. Sverrir nefndi sem
dæmi að þegar hann útskrifaðist fyr-
ir 25 áram voru það aðeins átta lækn-
ar sem útskrifuðust.
„Ég er í sjálfu sér andvígur tak-
mörkun nemenda en ég held að það
sé rétt ályktaö hjá Læknafélagi ís-
lands að takmarka enn frekar nem-
endafjöldann um einhvern tíma með
tilliti til atvinnumöguleika. Ég held
að það geti verið heppilegt," sagði
Sverrir.
Þórður Harðarson segir í áður-
nefndu viðtah að ekki séu uppi nein-
ar hugmyndir í læknadeild að fækka
nemendum frá því sem nú er.
-S.dór
Deila Eyfíröinga og Landssambands hestamanna:
Léttismenn vslja í viðræður
við landssambandið
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Ég geri fastlega ráð fyrir því að
stjórn Landssambands hestamanna
sé tilbúin til að koma til móts við
okkur, en hvort samkomulag sem
leiði til þess að við fóram aftur inn
í LH muni takast verður bara að
koma í ljós,“ segir Jón Ólafur Sigfús-
son, formaður Hestamannafélagsins
Léttis á Akureyri.
Á aðaifundi Léttis var samþykkt
tillaga þess efnis að stjórn félagsins
hafi forgöngu um að stofnuð verði
nefnd eyfirsku félaganna þriggja sem
sögöu sig úr LH og þessi nefnd muni
beita sér fyrir því að teknar verði
upp viðræður við LH um lausn á
deilu þessara aðila.
„Það er alveg ljóst að menn hafa
ekki talið það neina framtíðarlausn
að standa fyrir utan LH,“ sagði Jón
Ólafur. Málið fór í ákveðinn farveg
á sínum tíma og nú hyggjumst við
leita að nýjum farveg fyrir það. Við
værum ekki að sýna vilja til þegs að
leysa málið ef við hefðum ekki vhja
á því.“
Kári Arnórsson, formaður Lands-
sambands hestamanna, sagðist
kannast viö samþykkt aðalfundar
Léttis en hann vildi hins vegar ekki
ræða það í fjölmiðlum. „Ég vil ahs
ekki ræða þetta mál við DV eða aðra
fjölmiðla. Þetta er mál okkar félaga
sem við munum ræða við, en um-
fjöllun DV um þetta mál á sínum
tíma skaðaði máhð,“ sagði Kári.
Fréttir
Mesta yfirvinnan í
fjármálaráðuneytinu
Yfirvinna starfsmanna á aðalskrif-
stofu flármálaráðuneytisms jók tekj-
ur þeirra um 47 prósent að meðaltali
á árinu 1987. Af þrettán ráðuneytum
var ekkert ráðuneyti með jafnmikla
yfirvinnu og sjálft fjármálaráðuneyt-
ið.
Þetta kemur meðal annars fram í
sérstöku yfirliti Fjárlaga- og hag-
sýslustofnunar um launagreiðslur
ríkissjóðs á árinu 1987.
Af aðalskrifstofum ráðuneytanna
kemur sjávarútvegsráðuneytið næst
á eftir fjármálaráðuneytinu. Þar
bættust um 43 prósent að meðaltali
ofan á fost laun starfsmanna vegna
yfirvinnu. Starfsmenn iðnaðarráðu-
neytisins fengu 39 prósent ofan á sín
laun vegna yfirvinnu, starfsmenn
landbúnaðar- og viðskiptaráðuneyt-
anna 37 prósent og starfsmenn for-
sætis- og utanríkisráðuneytanna 33
prósent. Starfsmenn samgönguráðu-
neytisins fengu mmnstu yfirvinnu
þeirra sem vinna á aðalskrifstofum
ráöuneytanna eða um 18 prósent of-
an á föst laun sín.
Yfirvinnugreiöslur eru miklar hjá
Yfirvinna hjá ráðuneytunum
50
40
30
ll
I Meðaltal
llii--
%
20
10
lllll
</)
U)
Q)
>
U- £
(G
>
'CG
DVJRJ
C/)
c
3
C
</)
_3
</)
</)
ö)
<0
X
(0
*o
<c
c
«o
<f)
«o
(C
«o
<c
c
~D
c
<c
<2
15
</)
n
O 4-*
‘<c
E
</)
E
'O
G
«o
U)
Q)
X
'<G
E
<c
c
c
<D
JC
'<C
E
</)
ö)
jC
'0
3
ö)
C
••o
ö)
E
<G
cn
Fjárlaga- og hagsýslustofnun sem þessari stofnun fengu starfsmenn aö
gerir og hefur eftirlit meö fram- meöaltah um 40 prósent ofan á föst
kvæmd allra áætlana hjá ríkinu. Hjá laun sín vegna yfirvinnu. -gse
Vinnufatabúðin
VINNUFATNAÐUR
Axel Ó.
SKÓR í ÚRVALI
Pældu í því
BARNAFATNAÐUR
Braga Sport
SPORTVÖRUR
Gimm skartgripir
SKARTGRIPIR
J.J.Túrbó
KULDAÚLPUR
Viktoría
TÍSKUFATNAÐUR
Isl. Verslunarþjónustan
GJAFAVÖRUR
Endur og hendur
BARNA- OG
UNGLINGAFATNAÐUR
Grattan vörulistinn
FATNAÐUR O.FLI.
M. Bergman
SÆNGURVER
o.m.fl.
SÆNGUR
<1 VERSLUNARMIÐSTOÐ VESTURBÆJAR,
HRINGBRAUT 119-121
Opið frá 12-18.30. Laugardaga frá 10-16.
Sími á markaðinum 11981.
Es
Stórkostlegt
vöruúrval!