Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Page 13
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989.
13
*
►
>
►
I
I
Lesendur
Ríkissaksóknari í
hreingerningum?
Lögmaður skrifar:
Oft hefur það verið rætt í hópi lög-
manna að ýmis mál, sem lenda hjá
ríkissaksóknara, séu stöðvuð þar og
fari ekki áfram til dómstóla þótt full
ástæða sé til. Sömuleiðis að mál séu
svæfð og ekkert heyrist um þau meir.
Ekki verður nánar farið út í þá sálma
að sinni þótt gild ástæða væri til.
Ýmsir hafa þó bent á að ríkissak-
sóknari væri störfum hlaðinn og
vegna þess drægist afgreiðsla mála
úr hönilu. Ég heíi nú ekki verið þeirr-
ar skoðunar fyrr en um daginn er
það rann upp fyrir mér að svo kynni
þó að vera. Fólk þar á bæ virðist
vera önnum kafið í allt öðrum störf-
um.
Ég vissi það t.d. ekki fyrr að emb-
ættið auglýsti að þangaö ætti að leita
ef mann vantaði fólk til að stunda
ræstingar úti í bæ. Ef þig vantar ein-
hvern til hreingerninga þá hringdu
til ríkissaksóknara í síma 25250, ef
marka má auglýsingu i blaði nýlega.
Síðasta þingsjá Ingimars:
Blýantarevían af-
burðaskemmtun
Björg skrifar:
Það verður að segjast eins og er að
síðast er þáttaröðin Þingsjá var á
skjánum veltist ég og heinúlisfólkið
heima hjá mér um af hlátri. Þetta ver
einhver besti sjónvarpsþáttur í inn-
lendri dagskrárgerð sem gerður hef-
ur verið. - Ingimar Ingimarsson á
þakkir skildar fyrir hugkvæmnina
og óborganlegt skopskyn.
Það var ekki að sjá að þingmenn
hefðu lært neitt af fyrri mistökum
er þeir gengu í pontu hver á eftir
öörum til að setja pfan í við þá sem
á undan töluðu. - Ég spyr bara: Eru
þingmenn ekki alveg sérstakur hóp-
ur fólks sem misst hefur samband
við umheiminn? - Eru þeir algjörlega
lausir við húmor?
Geta ummæli utanríkisráðherra
um að blýantar séu nagaðir í Seðla-
banka slegið þingheim slíkri og því-
líkri bhndu að þingmenn verði aö
athlægi hver um annan þveran
frammi fyrir alþjóð? Og það alveg
óvart. Enginn þeirra hefur ætlað að
vera fyndinn. Þeir bara urðu það
óafyitandi með eindæma hræsni í
málflutningi og klunnahætti í fram-
komu.
Svona þætti má gera oftar og af
nógu er að taka í sölum Alþingis. Það
er ekki ofsögum sagt að þar er
stærsta leikhús þjóðarinnar!
A f
i suna
27022
milli kl. 10 og 12
eða skrifid
LAUGAVEGI 49, SÍMI 17742
49
Við ílyljum verslunina að Laugavegi
opnum á laugardaginn, nýja
og enn betri verslun.
Velkomin á Lnugaveg 49.
• é r m §
Jafn hæfilegur hraði
sparar bensín og minnkar
slysahættu. Ekki rétt?
yUMFERÐAR
RÁÐ
I
»
*
»
la sat á kvisti,
böra og missti,
eitt tvö þrjú.og
það varst þú!
Þú getur notað sömu tölurnar aftur og aftur
- með því að kaupa tveggja, fimm, eða tíu vikna miða.
>þt
ý' “ !
Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.
SAMEINAÐA/SlA
•' V :■? •'.■; . t■"
I-