Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Page 35
LAUGARDAGUR 4. MARS 1989. 47 Afmæli Guðjón Ingvi Stefánsson Guðjón Ingvi Stefánsson fram- kvæmdastjóri, Þórðargötu 26, Borg- amesi, varð fmuntugur í gær. Guð- jón Ingvi er fæddur í Hveragerði, lauk fyrrihlutaprófi í verkfræði í HÍ1965 og prófi í byggingarverk- fræði í Danmarks Tekniske höjskole í Kaupmannahöfn 1968. Guðjón vann rannsóknarstörf í Sements- verksmiðju ríkisins á Akranesi 1959-1961, vann hjá Breiðholti hf. 1968 og Hochtief A/G við hafnargerð í Straumsvík 1968-1970. Hann var framkvæmdastjóri Skáksambands íslands sumarið 1972 þegar einvígi aldarinnar milli Fischers og Spas- skýs var háð og var verkfræðingur hjá Rannsóknastofnun bygginga- riðnaðarins 1970-1973. Guðjón hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjör- dæmi frá 1973. Hann var formaður Félags íslenskra stúdenta í Kaup- mannahöfn 1967 og formaður félags- ins Heyrnarhjálpar 1968. Guðjón var í stjórn Skáksambands íslands 1970-1973, forseti Rótarýklúbbs Borgarness 1977-1978, var í nefnd sem samdi fj arskiptalög og nefnd norrænna sveitarstjórnarmanna um byggðamál. Guðjón kvæntist 12. október 1963 Guðrúnu Broddadótt- ur, f. 22. ágúst 1941, hjúkrunarfor- stjóra. Foreldrar Guðrúnar eru Broddi Jóhannesson, fyrrv. skóla- stjóri Kennaraháskólans, og kona hans, Guðrún Þorbjamardóttir. Böm Guðjóns og Guðrúnar eru El- ín, f. 7. janúar 1964, viðskiptafræði- nemi, Þorbjörn, f. 7. mars 1965, læknanemi og Stefán Broddi, f. 23. júlí 1971, menntaskólanemi. Systk- ini Guðjóns em Árni Geir, f. 3. nóv- ember 1932, lektor við Kennarahá- skóla íslands, kvæntur Aðalbjörgu Árnadóttur hjúkrunarfræöingi; Unnar, f. 20. apríl 1934, viðskipta- fræðingur og ritstjóri tímaritsins Sveitarstjórnarmál, kvæntur Maríu Ólafsdóttur blaðamanni; systir, f. 1936, d. 1936; Guðmundur, f. 5. okt- óber 1937, hljóðfærasmíðameistari í Rvík, sambýliskona hans er Erla Valdimarsdóttir sjúkraliði, og Ath Þorsteinn, f. 11. desember 1942, tæknifræðingur hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen í Rvík. Foreldrar Guðjóns eru Stefán J. Guðmundsson, d. 29. október 1988, húsasmíðameistari og hreppstjóri í Hveragerði, og kona hans, Elín Guð- jónsdóttir. Stefán var sonur Guð- mundar, fræðimanns í Neskaup- stað, Stefánssonar, bróður Stefaníu, ömmu Armanns Snævarr hæsta- réttardómara. Móðir Stefáns var Valgerður, systir Kristínar, móður Bjarna þjóðskjalavarðar og ömmu Kristins Jóhannssonar, forseta bæj- arstjórnar Neskaupstaðar. Bróðir Valgerðar var Sveinn, faðir Ingólfs geðlæknis. Valgerður var dóttir Árna, b. á Grænanesi, Davíðssonar, b. á Grænanesi, Jónssonar, bróður Bjarna, afa Halldórs Halldórssonar prófessors. Systir Davíðs var Þrúö- ur, amma Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar. Faðir Elínar var Guðjón, bróðir Markúsar, afa Harðar Ágústssonar fornhúsafræðings og listmálara og langafa Markúsar Arnar Antons- sonar útvarpsstjóra. Annar bróðir Guðjóns var Guðlaugur, afi Andrés- ar Gestssonar nuddara, Óskars Jónssonar fræðimanns og langafi Víglundar Þorsteinssonar, form. Félags íslenskraiðnrekenda. Guð- jón var sonur Þorsteins, b. í Gröf í Hrunamannahreppi, Jónssonar, bróður Jóns, langafa Þorsteins Ein- arssonar íþróttafulltrúa. Móðir Guðjóns var Guðrún, systir Ingi- bjargar, langömmu Eðvarðs Sig- urðssonar alþingismanns. Guðrún var dóttir Jóns, b. í Galtafelli, Bjömssonar, b. í Vorsabæ, Högna- sonar, lögréttumanns á Laugar- vatni, Bjömssonar, bróður Sigríðar, móður Finns Jónssonar biskups. Móðir Jóns var Bryngerður Knúts- dóttir, systir Sigríðar, ömmu Tóm- asar Guðmundssonar skálds og Hannesar þjóðskjalavarðar og Þor- steins hagstofustjóra Þorsteinssona. Móðir Guðrúnar var Guðrún, systir Ragnhildar, langömmu Torfhildar, langömmu Davíðs Oddssonar. Guð- rún var dóttir Guðmundar, prests í Hruna, Magnússonar, prests á Þing- völlum, Sæmundssonar, prófasts í Miklabæ, Magnússonar, b. í Bræðratungu, Sigurðssonar. Móðir Sæmundar var Þórdís Jónsdóttir, biskups á Hólum, Vigfússonar (Snæfríður íslandssól). Móðir Elínar var Ingunn Guð- mundsdóttir, járnsmiðs í Eimu á Eyrarbakka, Þorsteinssonar, bróö- ur Aldísar, langömmu Manfreðs Guðjón Ingvi Stefánsson. Vilhjálmssonararkitekts. Önnur systir Guðmundar var Ingigerður, langamma Þorgerðar Ingólfsdóttur söngstjóra. Móðir Ingunnar var Þórunn Þorvaldsdóttir, b. í Króki í Grafningi, Ingjaldssonarog konu hans, Þórunnar Þorleifsdóttur, b. á Nesjavöllum í Grafningi, ættföður Nesjavallaættarinnar, Guðmunds- sonar, b. í Norðurkoti í Grímsnesi, Brandssonar, b. á Krossi í Ölfusi, Eysteinssonar, bróður Jóns, föður Guðna í Reykjakoti, ættföður Reykjakotsættarinnar. Guðjón tek- ur á móti vinum og kunningjum á heimili sínu í dag, laugardag. Lárus Hermannsson Lárus Hermannsson, Seljavegi 5, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Lárus fæddist á Hofsósi við Skaga- fiörð en flutti á fyrsta árinu með foreldrum sínum í Málmey á Skagafirði þar sem þau bjuggu næstu fiögur árin. Fjöldskyldan flutti síöan 1918 að Ystamó í Flókadal í Haganeshreppi þar sem Lárus átti heima til fullorðinsára. Hann flutti til Reykjavíkur 1942 og hefur búið þar síðan. Lárus hefur unnið ýmis störf til sjós og lands en lengst af hefur hann verið starfsmaöur hjá SÍS. Lárus á fióra syni. Þeir eru Sig- urður, f. 10.4. 1944, kaupmaður í Hafnarfirði; Rúnar, f. 26.1. 1948, byggingameistari í Mosfellsbæ; Hermann, f. 2.9. 1949, verktaki í Kópavogi, og Ólafur, f. 11.8. 1955, framkvæmdastjóri hjá Bridgesam- bandi íslands. Systkini Lárusar: Halldóra, f. 1912; Níels, f. 1915; Rannveig, f. 1916, en hún er látin; Hrefna, f. 1918; Sæmundur, f. 1921; Haraldur, f. 1923; Georg, f. 1925, og Björn, f. 1928. Foreldrar Lárusar: Hermann Jónsson, verslunarmaður á Hofs- ósi og síðar b. í Málmey og að Yst- Lárus Hermannsson. amó, og kona hans Elín Lárusdótt- ir. Ólafur Ámason Ólafur Amason ljósmyndari, Vest- urgötu 80, Akranesi, verður sjötug- ura morgun. Ólafur fæddist í Georgshúsi á Akranesi og ólst upp í Asi á Vestur- götu 78 á Akranesi. Hann hóf nám í ljósmyndun hjáföður sínum, á af- mælisdaginn er Ólafur varð tuttugu og fimm ára, og á því jafnframt fi örutíu og fimm ára starfsafmæli. Ólafur starfrækti ljósmyndastofu með föður sínum á Ákranesi til árs- ins 1950 en hefur síðan rekið stofima einn þar til nú síðustu árin er sonur hans starfar þar með honum. Kona Ólafs er Ingveldur Ás- mundsdóttir, f. 19.7.1919, dóttir Ás- mundar Jónssonar, rafvirkja á Akranesi, og konu hans Sigurlaugar Einarsdóttur. Bróðir Ingveldar er Jón Óskar rithöfundur. Systir Ing- veldar er Áslaug, móðir Ásmundar Stefánssonar, formanns ASÍ. Fóstursonur Ólafs og Ingveldar er Guömundur Garðarsson ljósmynd- ari, f. 13.6.1946, kvæntur Önnu Björnsdóttur og eiga þau tvö syni. Foreldrar Ólafs: Ámi Böðvarsson, ljósmyndari og sparisjóðsstjóri, f. 15.9.1888, og kona hans Rannveig Magnúsdóttirhúsmóðir, f. 15.9.1892. Foreldrar Árna voru Böðvar Sig- urðsson, póstur og b. í Vogatungu Leirársveit, og kona hans Halla Árnadóttir. Foreldrar Rannveigar voru Magn- ús Gunnlaugsson, b. að Iðunnar- stöðum í Lundareykjadal, og kona hans Elísabet Gísladóttir. Ólafur tekur á móti gestum að heimili sínu á afmælisdaginn eftir klukkan 15:00. afmælið 4. mars 85 ára Yngvi Kristjánsson, Silfurgötu 4, Stykkishólmi. 60 ára Bragi Bjömsson, Hofi, Geithellnahreppi Lilja Sveinsdóttir, Kambastíg 2, Sauðárkróki. Sigurlaug Gunnalugsdóttir, Austurgötu 10, Hafnarfirði Elisabet G. Kemp, Efri-Lækjardal, Engihlíðarhreppi. Garðar Oskarsson, Skarösbraut 19, Akranesi. Jón Ragnar Pétursson, Brekkustíg l, Reykjavík. Klapparstíg 14, Hrísey. Bragi Tómasson, Keilufelli 6, Reykjavík. Sveinn H. Jónsson, Svarfaðarbraut 18, Dalvík. Kristín Þorgeirsdóttir, Bjarmastíg 8, Akureyri. Kolbrún Olgeirsdóttir, Blikahólum 2, Reykjavík. 40 ára 50 ára Herdís Hjörleifsdóttir, Hátúni 29, Kefiavík. Þóra Angantýsdóttir, Guðlaugur Ellertsson, Smyrlahrauni 29, HafiiarfirðL Anna Jóhannesdóttir, Sunnubraut 4, Dalvík. Sigurður Sigurðsson, Fagrahjalla 14, Vopnafiarðar- hreppi. Arnþór Flosi Þörðarson, Selbraut 42, Seltjarnamesi. Steinunn Benediktsdóttir, Hseðagarði 11, Nesjahreppi. Gislína Lóa Kristinsdóttir, Lambhaga 8, Selfossi. Reynir Haraldsson, Engjaseli 23 Reykjavík. Bragi Tómasson Bragi Tómasson, Keilufelh 6, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Foreldrar Braga: Sigríður V. Magnúsdóttir og Tómas M. Guð- jónsson útgerðarmaður. Bragi ólst upp í Vestmannaeyjum og átti þar heima fram að gosi en flutti þá til Reykjavíkur og hefur búið þar síðan. Hann tekur á móti gestum í Menningarmiðstöðinni í Gerðu- bergi í dág klukkan 15-18. Bragi Tómasson Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upp- lýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir. afmælið 5. mars 80 ára Unnur Þorleifsdóttir, Hornbrekkuvegi 1, Ólafsfiröi. 75 ára Rannveig Halldórsdóttir, Torfnesi Hlíf, ísafirði. Anna Magnúsdóttir, Högnastig 10, Hrunamannahreppi. 70 ára Margrét Hjördís Pálsdóttir, Norðurtúni 9, Sigiufirði. Óskar Þorgilsson, Smáragötu 10, Vestmannaeyjum. Ólafur Árnason, Vesturgötu 80, Ákranesi. 60 ára Hafsteinn Sæmundsson, Melgerði 2, Kópavogi. Arnheiður Klausen, Lambeyrarbraut 7, Eskifiröi. Guðbjörg Þorkelsdóttir, Kópnesbraut 21, Hólmavfk. 50 ára Guðmundur Matthiasson, Grænagarði 10, Keflavík. Marsibil Katrín Guðmundsdóttir, Aratúni 16, Garðabæ. Hanna S. Ólgeirsdóttir, Grenihlíð 2, Sauðárkróki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.