Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989. 25 Lífsstm Af þeim bjórtegundum sem seldar eru í verslunum ÁTVR eru aðeins íslensku tegundirnar og ameríski Budweiser bjórinn án aukefna. Það þýðir að við framleiðsluna eru ein- ungis notuð grunnhráefnin: vatn, ölger, humlar og malt. Þetta eru þau lögmál sem bjór hef- ur verið bruggaður eftir um aldir í Evrópu og er stuðst við þýsk lög frá árinu 1518 sem heita Reinheitsgebot- en og eru stundum kölluð elstu neyt- endalög í heimi. Bjór sem bruggaður er samkvæmt þessum lögum hefur geymsluþol í um 6-8 mánuði og ætti það í flestum tilfellum að vera nægilegt. Algeng- ustu aukefni sem sett eru í bjór eru til þess að vama oxun og auka geymsluþol en með notkun algengra aukefna má auka geymsluþolið í allt að tvö ár eða meira. í erlendu bjóranum Kaiser og Tu- borg eru notuð aukefnin E-222 og E-300. E-222 er brennisteinsnitrít (sodium hydrogen sulphite). Efnið er mikið notaö sem rotvarnarefni í mörgum matvælategundum öðrum en bjór. Á undanfornum árum hafa komið upp tilfelli í Ameríku þar sem efninu hafði verið úðað ómælt á ferskt grænmeti til þess að auka geymsluþol þess. Það varð síðan til þess að framkalla ofnæmisviðbrögð hjá asthmasjúklingum sem í átta skráðum tOfellum frá 1982 leiddu til dauða. Hámarksneysla er 0,7 mg á móti hverju kílói líkamsþyngdar neytandans. E-300 er askorbínsýra eða c-vítam- ín sem á undanfórnum árum hefur rutt sér mjög til rúms sem rotvarnar- efni í fjölda matvæla. í bjór hindrar það oxun og eykur geymsluþol. C- vítamín er hverjum manni nauösyn- legt í ákveðnu magni og er ekki vitað um neinar hhðarverkanir af mikilli neyslu. Ekki hefur verið sett neitt hámark á neyslu þess. Budweiser dósir stærri í samtali við Magnús Jónasson, framkvæmdastjóra 3-K Trading sem flytur inn Budweiser bjór, kom fram að vegna stærðarmunar á dósunum er um það bii 2 dósum meira í hverj- um kassa af Budweiser en af öðrum bjór. Innlendu og evrópsku bjórarnir eru 24x33 cl hver kassi, eða 7,92 lítr- ar. í kassa af Budweiser eru 24x35,51 eða 8,52 ltr. Munurinn er 7%. -Pá ■: « f l Aðeins innlendu bjórarnir og hinn ameríski Budweiser eru lausir við aukefni. Tyggjó í stað tóbaks - ekki mikið ódýrara síst minni útgjöld en tóbaksneysla. Síðastliðið ár barst reykingamönn- um hjálp úr óvæntri átt þegar sett var á markaðinn tyggjó sem inni- heldur nikótín og er ætlað til þess að hjálpa mönnum að hætta að reykja. Tyggjóiö er einungis selt í apótekum gegn lyfseðli og er gert ráð fyrir að tóbaksþrælar grípi til þess þegar löngunin í nikótín verður óviðráðanleg. í lyfjabúðinni Iðunni fengust þær upplýsingar að sala á niktóníntyggjói hefði verið jöfn og stöðug síðan það kom fyrst á markaðinn. Ekki er gert ráð fyrir að tyggjóið sé notað lengur en fyrstu 2-3 mánuð- ina eftir að viðkomandi hættir að reykja. Verðið á þessum bjarghring reykingamanna hækkaði 1. apríl. í dag kostar pakki með 105 stykkjum, sem innihalda 2 mg af nikótíni, krón- ur 1.399 en tyggjó með 4 mg kostar 2.134 krónur hver 105 stykki. Sá sem notar sex stykki á dag af sterkari tegundinni borgar þá um 11 þúsund krónur fyrir þriggja mánaða notkun. Hefði sá sami haldið áfram að reykja pakka á dag af algengum sígarettum hefði það kostað 15.000 krónur fyrir sama tíma. Þriggja mánaða notkun á veikari tegundinni af tyggjói hefði hins vegar kostað rúmar 7.000 krónur eða um helmingi minna en að reykja pakka á dag. -Pá Hvenær stelur maöur skrifborði voru geröir og þegar greiðabíllinn oghvenærstélurmaðurekkiskrif- kom á staðinn og hugðist taka borði? Þessi spurning leitaði á huga skrifborðiö greip hann í tómt. konunnar sem hafði samband við í millitíðinni höfðu tveir menn neytendasíðuna og sagði farir sínar komiö heim til seljanda skriíborðs- ekki sléttar. ins og tjáð honum að þeir væru Kona þessi sá auglýst í smáaug- komnir samkvæmt umtali að ná í lýsingum DV skrifborð sem hún skrifborðið. Þeir greiddu fyrir taldi að gæti hentaö sér. Eftir tvö borðið og höfðu það brott með sér. símtöl við seljanda skrifborðsins Konunni, sem sent hafði greiðabíl- var samið um kaup og ákveðið að inn, finnst menn þessir hafa gert kaupandi sendi greiðabíl eftir henni ljótan grikk og telur þá hafa gripnum og átti bílstjórinn að gera með sviksamlegum hætti komist upp kaupin. Kaupanda láðist að yfir grip sem hún taldi sig í raun gefa upp nafn sitt þegar samningar eiga. -Pá ENDURSKINSMERKI auka verulega öryggí í umferðínni. Dökkklæddur vegfarandi sést en með rétt staðsett ekki fyrr en í 20-30 m fjarlægð endurskinsmerki í 120-130 m frá lágljósum bifreiðar, fjarlægð. Vlnnttm saman t amfeeOinni UMFERÐAR RÁD Hættuleg efnií heimahúsum Fjöldi slysa verður árlega þegar smábörn komast í og gleypa hættuleg efni sem er að fmna á hverju heim- ili. Stærsti áhættuhópurinn í þess- um efnum er börn yngri en þriggja ára. Á venjulegu heimili finnst íjöldi efna sem geta valdið lífshættulegum eitrunum og er þar einkum um að ræða algeng lyf, ræstiefni og snyrti- vörur af ýmsum toga. Margir gæta þess ekki sem skyldi aö geyma hættuleg efni í læstum hirslum og auk þess eru því miður mörg dæmi um að hættuleg efni séu geymd í röngum ílátum. Ef hinn minnsti grunur leikur á að um eitrun sé að ræða ber að hafa samband við lækni þegar í stað. Þurfi að fara með barn á sjúkrahús er mjög áríðandi að hafa meðferðis <-* X X. )■' \ ' lÉSlllSifiiSli Svona á ekki að geyma hættuleg efni í heimahúsum. Slíkt býður hættunni heim. umbúðirnar eða ílátið undan því sem talið er hafa valdið eitruninni. Fyrstu viðbrögð eru ekki síður mikilvæg. Sé sjúklingurinn með met- vitund er óhætt í flestum tilfellum að framkalla uppköst. Slíkt má þó ekki hafi eitrunin valdið meðvitund- arleysi. Sé sjúklingurinn með með- vitund má gefa honum vatn að drekka, sérstaklega ef um ætandi efni er að ræða. En fyrst og fremst á þó að hafa samband við lækni og reyna að koma barninu undir lækn- ishendur eins fljótt og auðið er. En í þessum efnum er rétt að reyna að byrgja brunninn áöur en barnið fellur í hann. Hver og einn þarf að líta í eigin barm og meta hvort ein- hver hættuleg efni séu geymd á glámbekk á hans heimih. Hættuleg efni á helst að geyma í læstum skáp ef því verður við komið. Það næst- j besta er að koma þeim fyrir utan seilingar smáhama einhvers staðar hátt uppi eða í læstu herbergi. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.