Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Síða 12
12
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989,
Enn um söngvakeppnina:
Alvöruna vantar
Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva er lokið að þessu sinni.
Útkoma okkar manna hefur tals-
ven verið rædd undanfarna daga
! og sumir vilja einfaldlega gefast
upp og hætta afskiptum af keppn-
inni fyrir fullt og allt. Aðrir telja
að rangt lag hafi veriö sent og mjög
margir hafa látið í ljós opinberlega
aö lagið Sóley. sem Björgvin Hall-
dórsson söng, hafi átt erindi í þessa
keppni.
Björg\'in hefur tjórum sinnum
tekið þátt í söng\rakeppni erlendis.
Tvisvar hafnaði hann í öðru sæti.
í stórri keppni á írlandi og í keppni
sem haldin var í Bratislava í
Tékkóslóvakíu. þá ásamt Jóhanni
Helgasyni. Keppnin í Bratislava
var send út í beinni útsendingu og
þar lék sjötíu manna hljómsveit
undir hjá söngvmrunum. Björgvin
hefur því talsverða reynslu á þessu
sviði.
Þegar Björgvin var spurður um
skoðanir sínar á Eurovision og af
hverju lagið Sóley hefði ekki fengið
fleiri stig færðist hann í fyrstu und-
an því að svara. „Ég er auðvitað
hlutdrægur í þessu sambandi en
þó hef ég tekið eftir því að Sóley
hefur heyrst mikið í útvarpi og
nokkuð hefur verið skrifað um það.
Sennilega er ástæðan sú að lagið
hafi verið lengi að ná eyrum fólks.
Einnig er hugsanlegt að þegar dóm-
nefndirnar kváðu upp úrskurð
sinn hafi höfundar hafi verið valdir
fremur en lögin,'-' sagði Björgvin.
„Mín skoðun er sú eftir að hafa
fylgst með dómnefndunum í íjögur
skipti að réttast væri að velja fag-
fólk til aö meta lögin. Fólk sem
starfar við tónlist og getur lagt fag-
legt mat á hana."
- Væri réttara að halda nöfnum
höfunda leyndum?
„Það gæti vel komið til greina og
er oft gert í keppni. Valgeir hefur
verið áberandi og mjög duglegar
undanfarið. Hann hefur samið
mörg mjög góð lög en þetta sigurlag
var að mínu mati ekki besta lag
hans. Reyndar kom það mér á óvart
að lagið skyldi sigra og Valgeir var
sjálfur undrandi á því.“
Björgvin telur rétt að vera áfram
með í Eurovision en eins og margir
aðrir telur hann fyrirkomulag
keppninnar í ár ekki hafa skilað
góðum árangri. „Hugsanlegt væri
að einn maður væri fenginn til að
semja nokkur lög fyrir þessa
keppni sem fagfólk veldi síðan eitt
lag úr eða gefa öllum kost á að vera
með. Við eigum að taka þátt í Euro-
vision heilshugar - ekki vera með
tvískinnung.
- segir Björgvin Halldórsson
Björgvin Halldorsson segir að ef íslendingar ætli að vera með i Eurovision eigi þeir að vinna skipulega að
undirbúningi og stefna á sigur. DV-mynd Brynjar Gauti
Undirbúningur fyrir keppnina
var ekki tekinn nógu alvarlega.
Með því að velja aðeins fimm menn
voru mörg lög útilokuð úr keppn-
inni og jafnvel góðu lögin. Hins
vegar fannst mér keppnin í Sviss
óvenjuléleg og aðeins íjögur lög
sem mér fannst eitthvað varið í,
það sænska, austurríska, þýska og
ítalska. Vinningslagið fannst mér
ákaflega ódýrt.
Að mínu mati er ekki nóg að
senda lag í þessa keppni. Viss
markaðssetning erlendis fyrir
keppnina er nauðsynleg ef viö ætl-
um að taka þátt í þessu. Keppnin
skiptir okkur máli því búið er að
eyða töluverðum peningum í hana
og þá á að gera þetta almennilega.
Lag, sem er vinsælt hér á landi,
fellur kannski ekki að smekknum
í öðrum löndum. Við eigum aö velja
lag sem höfðar til dómnefnda ann-
arra landa, við gefum ekki eigin
lagi stig. Menn ættu að hafa heilt
ár til að semja gott Eurovision-
lag,“ sagði Björgvin sem segir að
lagið hans Gunnars, Sóley, hafi
haft alla burði til að ná langt í
keppninni.
Björgvin hefur tekið þátt í
söngvakeppninni frá byrj un og seg-
ist vel geta hugsað sér að syngja
aftur, svo framarlega sem honum
líki lagiö. „Ég myndi vel geta hugs-
að mér að taka þátt í Eurovison,
svo framarlega sem allir sem að
henni stæðu hér heima gerðu það
af fullri alvöru. Það er leiðinlegt
að fá ekkert stig.
Einnig skiptir miklu máli að
senda fólk í þessa keppni sem hefur
reynslu í sviðsframkomu. Það eru
ekki margir hér á landi sem kunna
að undirbúa t.d. söngvara fyrir
keppni sem þessa,“ sagði hann.
Björgvin varð poppstjarna fyrir
tuttugu árum. Nokkur ár eru síðan
hann geröi sönginn að aukavinnu
og fór að starfa á öðrum vettvangi.
Fyrst sem markaðsstjóri í Broad-
way eða þangað til hann réð sig til
útvarpsstöðvarinnar Stjörnunnar,
sem framkvæmdastjóri. Björgvin
hætti þar um áramótin og hefur
síöan starfaö hjá íslensku auglýs-
ingastofunni. Þar sinnir hann aðal-
lega hljóðsetningum á útvarps- og
sjónvarpsauglýsingum.
Væntanleg er á markaðinn í sum-
ar plata með HLH-flokknum sem
samanstendur af Björgvin, Halla
og Ladda. Auk þess er Björgvin að
undirbúa sýningu þar sem farið
veröur í gegnum feril hans í tutt-
ugu ár.
-ELA
910*22-
Samkort
Armula 3-108 Reykja vík - Sími 91-680988