Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Qupperneq 18
18
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989.
Sömu laun fyrir
alla vinnu
Þeir segjast hafa hlegiö aö f]ár-
málaráöherranum. Honum Ólafi
Ragnari Grímssyni. Það vita nú líka
allir. Þeir hlógu og hlógu vfir því
hvað hann gat veriö vitlaus. Aö láta
sér detta í hug að jafna háskólaborg-
urum við verkakonur. Sóknarstúlk-
ur! Sem fóru auðvitað í fýlu. Það sé
ekkert hlægilegt að strita og strita til
að þjóðfélagið gangi. Að vera ærleg
verkakona. Eins og viti það ekki þeir
eins og aðrir að þeir sem þykjast
menn með mönnum, að ég tali nú
ekki um konur með konum. fólk í
millistétt og yfirstétt, fyrirlíta hina
lægstlaunuðu af heilu hjarta. Þeir
segja það ekki. En það kemur fram
í verki. Hærri stéttimar ráða mestu
í þjóðfélaginu. Og ráða svoleiðis aö
hinir lægst launuðu eru sí og æ hin-
ir lægst launuðu. Því í ósköpunum
eru þeir ekki fyrir löngu orðnir hinir
hæst launuðu þegar allir vilja ólmir
og uppvægir bæta kjör þeirra á
hverju ári? Af því að það er bara
orðaleikur sem enginn tekur alvar-
lega. Launabilið breikkar og stétta-
skiptingin vex.
Og réttlætingarsnilld hinna betur
settu fyrir því að þeir eigi áfram að
vera þeir betur settu er ekkert blá-
vatn. Mörg rök þessara langskóla-
gengnu manna em hreinar perlur.
Til dæmis þetta með ábyrgð-
ina
Að hana eigi aö meta til hærri
launa. Einhver ræðuskönmgur af
kvenkyni bar saman bananastrák og
háskólamenntaða hjúkku í 1. maí
ræðu á Hallærisplaninu. Ætti nú
ekki hjúkkan, á hverrar ábyrgð líf
manna héngi á bláþræði, að fá meira
en þessi lati bananastrákur. Þetta
var falleg tjáning einlægrar ósk-
hyggju. Svona eru háskóladraum-
amir. Heilbrigðisstéttimar em al-
ræmdir snillingar í forréttindum. Til
dæmis læknarnir sem tala alltaf um
„hag sjúklinganna" þegar þeir meina
eigin hag. En viti menn! Þegar að því
kemur að standa við ábyrgðina ber
enginn neina andskotans ábyrgð.
Nema hinn látni auðvitað. Og meðal
annarra.orða:JB.eraþeir ekki ægilega
ábyrgð sem passa matvæli? Það ættu
íslendingar að skilja sem veiða fisk
í soðið. Og slagar því ekki ábyrgð t.d.
fiskvinnslufólks hátt upp í hryllilega
ábyrgð heilbrigðisstétta. og annarra
háskólcunanna?
Hverjir vega annars og meta
ábyrgðarþungann í þjóðfélaginu?
Það em ekki Sóknarkonur eða Dags-
brúnarkarlar. Það eru menntuðu
stéttimar. Og þeim finnst sín störf
langmerkilegust. Af því bara að þær
em sjálfar svo merkilegar.
Annað dæmi um réttlætinguna:
„Launamunur er ekki sama og kjara-
munur,“ sagði einn menntamaður-
inn um daginn framan í öllum. Fá
þeir lágt launuðu þá einhver fríðindi
fram yfir hina hátt launuðu?
Kannski fríar utanlandsferðir Vor og
haust?
Svo eru það ævilaunin
Háskólafólkið: guðfræðingamir,
læknisfræðingamir, lyfiafræðing-
arnir, lögfræðingamir, viðskipta-
fræðingamir, siðfræðingamir, mál-
fræðingamir, bókmenntafræðing-
amir, sagnfræðingamir, náttúm-
fræðingamir, stærðfræöingamir,
tölvunarfræðingamir, eðlisfræðing-
amir, efnafræðingamir, dýrafrEeð-
ingamir, sníkjudýrafræðingamir,
fiskifræðingamir, plöntufræðing-
amir, vistfræðingamir, jarðffæðing-
amir, landafræðingamir, veður-
fræðingamir, bókasafnsfræðingam-
ir, upplýsingafræðingamir, félags-
ffæðingamir, fiölmiðlafræðingamir,
mannfræðingamir, sálfræðingamir,
stjómmálafræðingamir, uppeldis-
fræðingamir, þjóðfræðingarnir, fá-
fræðingamir og alfræðingamir vilja
meina að það sé ,.nauðsynlegt“ að
háskólamenn fé ..vemlega hærra“
en meðallaun ulsins, því starf-
sævi þeirra sé styttri. Háskóla-
mennimir segja ^vina ekki endast
tii að jafna metin. En hvemig stend-
ur á því að sextugur fræðingur býr
yfirleitt í miklu betra húsnæði, á
flottari bíl og allt það og getur veitt
sér ýmiss konar munað og fínirí sem
sextugur verkamaður lætur sig ekki
dreyma um? Vegna þess að þetta er
haugalygi. Háskólamenntað fólk hef-
ur það miklu betra alla ævina en lág-
launafólk, jafnvel þó að kjör þess séu
stundum ofmetin í augum almenn-
ings. Em það ekki forréttindi að fá
að mennta sig? En það geta allir sem
vilja og hafa til þess áhuga, segja
menntamennimir. Það er alrangt.
Heil þjóð verður aldrei langskóla-
gengin. Það segir sig svo sjálft að
aðeins sprenglærðir menn geta ekki
skilið það að mjög takmarkaður
fiöldi kemst í hverja starfsgrein í
þjóðfélaginu og þvi færri sem meira
þarf að læra til hennar. Efnahagur
og heilsufar ræður líka miklu um
möguleika fólks tii menntunar á ís-
landi, hvað sem hver segir. Og ekki
má gleyma þeirri staðreynd að sumir
geta ekki lært erfiðar greinar þótt
þeir vildu og hefðu áhuga. En mn það
má víst ekki tala upphátt. En mér
er spum? Eiga þeir þar fyrir að hafa
minni rétt til gæða lífsins en gáfna-
ljósin? Þessi hástemmdi lofsöngur
um dýrð og ágæti „æðri menntun-
ar“, sem menntamenn kyrja sí og
æ, veldur því að þeir sem neyðast
eigi að síður til að vinna „ómenntuð-
ustu“ störfin, og þeir verða alltaf
geysimargjr vegna þjóðfélagsgerðar-
innar, færast enn lengra niður 1
mannfélagsstiganum. Hættum þessu
ógeðslega skólamenntunardekri!
Ræktum heldur virðingu fyrir sönnu
manngildi og nauðsyn hversdagsle-
gustu starfa! Göfgi „skítverkanna"!
Nú birtist kjarni málsins
Öll störf eru nefnilega jafngild ef
þjóðfélagið getur ekki án þeirra ver-
ið. Það em hins vegar forréttinda-
stéttimar sem hafa talið okkur trú
um að störf sín séu endilega þau
mikilvægustu og þær eigi þess vegna
að bera mest úr býtum. Það nær
engri átt. Laun á að borga eftir þörf-
um manna. Og allir menn hafa sömu
þarfir. Þess vegna á að greiða sömu
laun fyrir alla vinnu. Það er leyndar-
dómur réttlætisins.
Hverjar eru mannlegar þarfir?
Fæði, fót, húsaskjól og aðhlynning
í bemsku, sjúkleika og elli, sagði
hinn blessaði Búdda. Það er nú allt
og sumt. Við þessa nægjusemi vil ég
bæta list og fegurð.
Þurfa Guðjón B. Ólafsson og Ragn-
ar S. Halldórsson að éta meira en ég?
Þurfa þeir fleiri skjólflíkur í vetrar-
stormum en ég? Þurfa þeir meira
pláss undir rassgatið á sér í híbýlum
sínum en ég? Þurfa þeir meira
magnyl og penisillín þegar þeir veröa
veikir og volaðir en ég? Þurftu þeir
þykkari bleiur sem pelabörn en ég?
Og hafa þeir meiri hæfileika en ég
til aö njóta feguröar og lista? Það er
af og frá! Samt fá þeir og þeirra líkar
miklu meira kaup en ég og mínir lík-
ar. Og hafa þar af leiðandi yfirburða-
aðstöðu til aö njóta lystisemda lífs-
ins. Að ég tali nú ekki um völd og
álit í þjóðfélaginu.
Það er því næsta mál á dagskrá að
byija byltinguna. Að taka peningana
frá þeim sem eiga þá og deila þeim
meðal þeirra sem ekki eiga þá. Þá
myndu allir fá nóg. Það hafa reyndar
flestir nú þegar. Lífsbarátta fólks í
millistétt og yfirstétt snýst ekki um
hi fh j
v i ; :
Sigurður Þór Guðjónsson
nauðsynjar. 0 nei. Hún er um hrein-
an óþarfa. „Það er alveg ljóst.“ Og
er hægt að „bæta lífskjörin" enda-
laust? Kemur aldrei að því að ein
þjóð við nyrstu voga verði að sætta
sig við að það sé fullkomnað?
Lífsþægindagræögin er að drepa
okkur en hvorki lág laun né of mikil
vinna. Þó er til fólk sem virkilega á
við bág kjör að búa. En í'stað þess
að rétta því hjálparhönd eins og
manneskjur finnum við snjalla lausn
í neyð þeirra. „Þaö er bara aumingj-
ar.“ Það getur sjálfu sér um kennt.
Gott á það.
Svona hugsum við. Lægst launaði
verkalýðurinn, öryrkjamir og sumt
gamla fólkið eru niðursetningar nú-
tímans. Og það eru nú ekki fint að
vera af sauðahúsinu því. Samt þykist
þetta kristin þjóö. En kristindómur-
inn bygir á andlegum verðmætum,.
Sá er ríkur sem á frið í sálinni og
heiðríkju andans. Hann öðlast
himnaríki. Þetta finnst mönnum hal-
lærisleg speki. Og ekki er ég að boða
hana. En kristindómurinn. Og eigum
við þá ekki að ganga hreint til verks?
Viðurkenna staðreyndir?
Lýsa því yfir í beinni útsendingu á
Þingvöllum árið 2000 að nú verði
heiðinn dómur endurvakinn með öll-
um greiddum atkvæðum. Og þá get-
um við djöflað allsheijarblótinu
áfram án allrar kristilegrar sam-
visku.
Sigurður Þór Guðjónsson
Fmmirþúfimmbreytingai? 3
Á hvaða staö fara flestir piparsveinar...?
Nafn:________
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur er
að gáð kemur í ljós að á mynd-
inni til hægri fimm atriðum verið
breytt. Finnir þú þessi fimm at-
riði skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og senda
okkur hana ásamt nafni þínu og
heimilsifangi. Að tveimur vikum
liönum birtum við réttu launsina
ásamt nafni sigurvegarans.
Tvenn verðlaun eru veitt fyrir
réttar lausnir:
1: AIWA vasadiskó með útvarpi
að verömæti kr. 5.880,-
2: AIWA vasaútvarp aö verðmæti
kr. 4.050,-
Verðalaunin koma frá Radióbæ,
Ármúla 38, Reykjavík.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 3
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Sigurvegarar fyrir fyrstu get-
raun reyndust vera:
1) Linda Björk Huldars-
dóttir,
Ásgarði 143, 108 Reykjavík.
2) Auður Ingimarsdóttir,
Tjaldanesi 1, 210 Garðabæ.