Dagblaðið Vísir - DV

Date
  • previous monthMay 1989next month
    MoTuWeThFrSaSu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Page 21
LAUGARDAGUR 13. MAl 1989. 21 Vísnaþáttur Vormorgunn fagur við mér hló Og þótt vor fylgdi ávallt vetri finst sumum biðin eftir því ærið löng. Björg Sigurðardóttir á Geirastöðum kvað: Ég hélt að það væri að vora og hlýna og voninni fært yfir allt. En þegar ég háttaði í holuna mína var helvítið ísjökulkalt. En vonin um betri tíð með blóm í haga vakir þó enn. Ingólfur Andrés- son á Haugi í Miðfirði: Vorið blaka vængjum fer vetri hraka lætur. Ég hef vakað eftir þér ótal klakanætur. ítök næðingsins ná stundum lengra en sanngjarnt virðist. En Har- aldur Zophoníasson frá Jaðri lifir í voninni: Er i vitund vissa dregin, vorsins þyt í lofti finn. Vetrarslitum verður feginn veðurbitinn andi minn. Vetrarlangt þráir Friðrik Hansen sumarið: Sendið hingað sólskin inn sumardagar ljósir, vetur gróf á gluggann minn gráar hélurósir. Hjörtur Gíslason á Akureyri lýsir árstíðum og nefnir Haust og vor: Dagsins köldu hríðarhögl huldu blóma slakka, kleip að stofni næmri nögl nóttin fingrablakka. Sá ég vorsins rauðu rós rísa úr grænu flosi meðan nóttin lokkaljós lést í árdagsbrosi. Stundum leikur lífið við mann. Gunnar S. Hafdal lýsir því á þennan hátt: Að morgni í vorsins veldi ég vaknaði sæll og hress. Þá lagði mér ljóð á tungu lífið og fegurð þess. En allur er varinn góður. Sveinn frá Elivogum: Ef að týnist eigið traust ekkert bjargað getur, manni sýnist sólskinslaust sumar bæði og vetur. Hjá öðrum gætir meiri bjartsýni eins og næsta vísa eftir ókunnan höfund ber með sér: Vakir lífið eilíft ungt undir fargi vetra. Liðið ár var þykkjuþungt. Þetta verður betra. STOKKSEYRI Nýr umboðsmaður DV á Stokkseyri er: Þórunn Jónsdóttir Eyrarbraut 24 sími 31493 Innkaupastofnun ríkisins fyrir hönd Ríkisspítala óskar eftir tilboðum í utanhússviðgerðir og -viðhald á deildum 7-10 á Kópavogshæli. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Reykjavík, gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 26. maí nk. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 - SÍMI 26844 HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR Barónsstíg 47 SÁLFRÆÐINGUR óskast í 50% starf, sem ætlað er að þjóna barnadeild heilsuverndarstöðvarinnar og heilsugæslustöðvum í Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Halldór Hansen, yfirlæknir barnadeildar, í síma 22400 alla virka daga. Umsóknum ber að skila til skrifstofu Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur fyrir kl. 16.00 mánudaginn 22. maí nk. Vísnaþáttur Torfi Jónsson Jóhannes Jónsson frá Asparvík á Ströndum lýsir vormorgni þar: Allt er hjóm hjá árdagsróm ölduhljómar þagna. Döggvot blóm við dýraróm dagsins ljóma fagna. Vafinn þrótti vorbjört nótt víkur ótta úr geði. Allt er hljótt, en örþreytt drótt unir rótt á beði. Helga Jónsdóttir frá Saurbæ í Vatnsdal lýsir vorkomunni á eftir- farandi hátt: Vormorgunn fagur við mér hló á vanga mig sólin kyssti. Ég var á gangi suður með sjó, það var sumardagurinn fyrsti. Og eitthvað svipað er Lárusi Sigur- jónssyni í huga er hann kveður: Gamlan vin að garði ber - gesti fagnar harpa - mér var orðið mál á þér máríátla í varpa. Tilhlökkun eftir sumri og sól er augljós í vísu Stephans G. Stephans- sonar: Meðan ís í útlegð fer og auðir rísa hjallar, sólskinsvisu syngi þér sumardísir allar. Lilja Björnsdóttir þakkar fyrir það sem hún kallar Sumarauka: Ljósið skein á lífsins vegi, lætur eftir sálafrið. Þú bættir einum dýrðardegi, drottinn minn, við sumarið. En ekki rætast alíra vonir. Þor- steinn Guðmundsson á Skálpastöð- um: Ég hef farið stað úr stað og stöðugt fundið betur, að sumarið getur synjað um það sem mig dreymdi í vetur. Þegar vorið er í nánd - Guðmundur Friðjónsson: Þegar brum á björkum springur og börnin fara á kreik, þá er víst að vorið syngur . við þann undirleik Torfi Jónsson Hvar finnur þú pappírinn? C-TORK i ptus 2 m ' C-TORK T-TORK NORMAt :■ ;,v VÖRURNAR ÁLAGER ÞJÓNUSTA VELKOMINN TIL ASIACO Þ JÓNUSTU MIÐSTÖÐ VAR FYRIR TORK VÖRUR! Asiaco hf, er alltaf reiðubúið að þjóna þeim sem á þurfa að halda. Við státum af fuílkomnu úrvali af nagkvæmum og þægilegum TORK-pappír og skommturum fyrir allar atvinnugreinar og einstakl- inga, ekki einungis fyrir núverandi viðskiptavini okkar heldur einnig fyrir nýja sem vilja reyna þjónustuna. Vanti þig pappír og viljir prófa eitthvað nýtt leyfum við okkur að segja að þjónustan kemur þér þægi- lega á óvart. Við getum afgreitt allar geroir af pappír: handþurrkur, í rúllum og samanbrotnar; wc- pappír og aílar gerðir af iönaðarþurrkum. Nú er tækifæri til að reyna hinn eina sanna TORK-pappír frá Asiaco hf, þjónustumiðstöö TORK á Islandi. ! Vesturgötu 2, Pósthólf 826, 121 Reykjavík. Sími: 91-26733. Telex: 2164 ASIACO IS. Fax: 91-623696

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue: 107. tölublað (13.05.1989)
https://timarit.is/issue/192255

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

107. tölublað (13.05.1989)

Actions: