Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989. Fyrstl flugtíminn: Flughræðslan víirbuguð - flogið um loftín blá með TF-FHI Kristján Jakobsson flugkennari athugar olíumælinn. DV-myndir BG Þaö eru ótal mælar og takkar sem þarf aö kunna skil á. Flugið er skráð í þar til gerða bók, BIRK frá Reykjavík og BIRK aftur til Reykjavíkur, svo þarf að hringja í flugtuminn og láta flugumsjónar- menn vita hvert fluginu sé heitið og hversu lengi vélin verði í loftinu sem er áætlað að verði um ein klukku- stund. Því næst þarf að athuga með veður og veöurhorfur. Yfirleitt er ekki farið með nemendur í loftið í meiri vindi en 20-25 hnútum. Þú færð að fljúga TF-FHI, þaö er ein besta vélin sem við höfum, það er eins og hún hafi sál, segja strák- amir í flugskólanum. Bókstafurinn F stendur fyrir Friðrik, H fyrir Helgi og I fyrir Ingi. Aliar íslenskar flug- vélar hafa upphafstafina TF en aðrir stafir standa fyrir einhver karl- mannsnöfn. Það er hefð og ekki þyk- ir við hæfi að breyta þeirri reglu og nota kvenmannsnöfn. Að fara í fyrsta flugtímann er eitt- hvað sem er dálítið spennandi, eitt- hvað sem er afar óraunverulegt. Hingað til hefur mann einungis dreymt um að það væri gaman að læra að fljúga en sú hugsun hefur ekki náð lengra. Stóra stundin er hins vegar runnin upp, ég er á leið- inni í loftið. Ekki eftir neinuaðbíða Það er ekki laust viö að maður sé dálítið hræddur, enda flughræðsla gamall fylgifiskur. En það þýðir lítið að gefast upp núna og Kristján Jak- obsson flugkennari segir að það sé ekki eftir neinu að bíða, það sé best að leggja í hann. Áður en lagt er í hann þarf að skoða vélina að utan, athuga hvort það eru einhveijar dældir á henni, skoða vængbörðin, hvort nægt bensín er á vélinni og athuga með ohuna, hvort siglingarljósin eru óbrotin og þar fram eftir götunum. Þetta eru ótal, ótal atriði og mér finnst eins og ég muni aldrei koma til með að muna þetta allt sam£m. Þá er sest undir stýri, beltin spennt og Kristján fer aö útskýra alla mælana í mælaborð- inu, sú fræðsla fer nú að mestu fram hjá mér, því allt í einu er maginn búinn að gera uppreisn og ég hugsa ekki um annað en hvernig í ósköpun- um þessi litla tveggja sæta Cessna- rella eigi að skila mér heilli heim aftur. Líktogjarðýta Kristján dregur fram „tékk-list- ann“ þar sem er skráð hvað þarf að athuga áður en farið er í loftið. Hann lætur mig fá Ustann og segir mér að „tékka“ en satt best að segja hafði ég ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera, það eina sem komst að var hvort ég mundi lifa flugferðina af. Ég er kaldsveitt og farin að hríð- skjálfa. Þegar „tékkið" var afstaðið segir Kristján mér aö þaö þurfi að fylla út í flugbókina sem er um borð því að vélin sé skoðuð að loknum hveijum fimmtíu flugtímum. Svo er ekið út á flugbrautina. Þaö sem kom verulega á óvart var að véUnni var stýrt með fótstigum líkt og jarðýtu. Þegar við erum komin út á brautina er fengið leyfi til flugtaks og vélinn fer í loftið af flugbraut 02. Vélin svífur yfir Háskólalóðina og klifrar í 1000 feta hæð, svo er beygt til hægri og stefhan tekin á Hafnar- fjörð og þaðan að Kleifarvatni. Út- sýnið er afar fagurt enda veðrið gott. Það er hins vegar nokkur ókyrrð í lofti og véUn tekur nokkrar dýfur sem verður til þess að flughræðslan ágerist enn frekar. Mig langar mest til að biðja um að það verði snúið við en ég harka af mér. Þegar véUn flýg- ur yfir vatnið fer ég smátt og smátt að jafna mig. Og mér tekst að sann- færa sjálfa mig um aö Kristján langi væntanlega jafnmikið og mér að komast heim heilu og höldnu. Hann sé því ekki að reyna að senda mig beint út í opinn dauðann. Aldarfjórðungs afmæli VéUn er í eigu Flugskóla Helga Jónssonar en skólinn fagnar 25 ára afmæU sínu í þessum mánuði. Hann er elsti starfandi flugskóU á landinu. Ekki eru til neinar tölur um það hversu margir hafa lokið prófi frá skólanum en þeir skipta hundruð- um. Langflestir atvinnuflugmenn landsins hafa einhvem tímann á ferl- inum haft viðkomu í þessum flug- skóla. Þaö er ákaflega misjafnt af hvaða ástæðum fólk fer að læra að fljúga. Hjá mörgum er þetta gamaU draum- ur sem þeir láta verða af aö hrinda í framkvæmd þegar þeir eldast. Aðr- ir fara í flugtíma til að losna við flug- hræðslu og enn aðrir læra aö fljúga því þá dreymir um að verða atvinnu- flugmenn. Þaö hefur einnig færst í vöxt að kaupsýslumenn læri að fljúga og kaupi sér svo htla rellu til að vera fljótari á milli staða og spara með því dýrmætan tíma. Enn sem komið er era karlmenn víst í miklum meirhluta þeirra sem læra aö fljúga, eða um 90 prósent. En á síöustu árum hefur það hins vegar færst í vöxt að konur fari í flugnám. Fyrsta stigið í flugnáminu er sóló- próf en nemandi veröur að hafa lokið Og flugvélin fór loks i loftið. að minnsta kosti fimmtán flugtímum áður en hann fær að þreyta prófið, auk þess sem hann veröur að gang- ast undir stranga læknisskoðun áöur en honum er hleypt í það. Flugnám er nokkuð dýrt því hver timi kostar um tæpar fimm þúsund krónur. Engin sjálfstýring Þegar við eram komin fram hjá Kleifarvatni segir Kristján að það sé best að ég taki við stýrinu. Flugvél stýrir maður ekki með báðum hönd- um eins og bíl heldur einungis með vinstri hendinni því sú hægri þarf að vera laus til að stilla takkana í mælaborðinu. Það kemur mér á óvart að það skuli þurfa að stýra vélinni í loftinu, hing- að til hef ég alltaf haldið aö þegar vélin væri komin upp í rétta flughæð væri sett á sjálfstýring og síðan væri einfaldlega flogið áfram. Þegar ég spyr um þetta atriði segir Kristján að það sé ekki sjálfstýring á svona litlum vélum. Raunar sé ekki sjálf- stýring á neinum íslenskum vélum nema þeim sem notaðar era í milli- landaflugi. Það er svolítið erfitt að einbeita sér að því að nota einungis aðra höndina en það tekst eftir svolítinn tíma. Ókyrrðin í loftinu eykst smám saman og þegar vélin flýgur út yfir Krýsuvíkurhraunið tekur hún stóra dýfu. Mér verður svo mikið um að ég sleppi stýrinu og öskra en þá var það líka búið. Við stefnum frá fjall- garðinum og út á sjó til að losna við ókyrrðina og Kristján ákveður að hækka vélina upp í 3000 fet til að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.