Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989.
Veiðivon
Ármenn boðuðu til almenns fé-
lagsfundar um fiskverndunarmál
síðastliðinn núðvikudag í félags-
heimili sínu, Árósum, og var
fundurinn fróðlegur og fjöriegur.
Á fundinum kynnti Árni ísaks-
son veiðimálastjóri reglugerð um
fiskeldi og svaraði fyrirspumum
um fiskvemdunarmál.
En fyrir skömmu ályktaði
stjóm Ármanna um þessi mál og
á fundinum gefst tækifæri til að
ræða þá ályktun, en hún er þessi:
„Stjóm Ármanna lýsir yfir ein-
arðri afstöðu sinni til vemdar
náttúrulegumfiskistofnum. Sér-
staklega er fordæmd fyrirhuguð
dreifing norskra laxaseiða til
strandeldisstöðva. Minnt er á
samþykkt landsfundar Lands-
sambands stangaveiðifélaga 1986,
og samþykkt Landverndar frá
1987, og þess krafist að þessar
samþykktir verði í hávegum
hafðar.
Umsjón:
Gunnar Bender
Vakin er athygh á því að öll
meðferð utanaðkomandi fiski-
stofna hefur í för með sér hættu
á náttúruslysum sem aldrei
verða bætt. Fyrirhuguð dreifing
norskra laxaseiða er því hið
mesta glapræði með tilliti til
þeirraráhættu.
Stjórn Ármanna vill hvetja aila
félagsmenn til þess að leggja hönd
á plóginn til vemdar okkar nátt-
úrulegu fiskistofnum. Jafnframt
er hvatt til þess að menn leiti sér
þekkingar um þessi málefni og
útbreiði til annarra í þjóðfélag-
inu.
Verum minnugir þess aö lands-
ins gæði eru í umsjá okkar og
fengin aö láni frá bömum okk-
ar.“
„Þetta var hörkufundur og mál-
in voru rædd fram á nótt, mörg-
um finnst máhð vera orðið svo
alvarlegt að eitthvað verði að
gera strax,“ sagði einn af félögum
í Ármönnum sem mættu á fund-
inn.
Fjörið er að byrja í Hvammsvík i Kjós þessa dagana og á myndinni
sést Ásgeir Heiðar með feiknaveiði fyrir nokkrum dögum, 9, 10 og 12
punda regnbogasilunga á flugu. DV-mynd SK
Stjóm Armanna:
Dreifing norskra
laxaseiða hið
Fjörið að
byrjaí
Hvammsvíkinni
Heimilishundurinn í Hvammsvík í Kjós nær sér í einn silung sem veiði-
maður hafði skömmu áður veitt en varð að skila honum aftur.
DV-mynd G.Bender
Líf og fjör er nú farið að færast
í veiðina í Hvammsvík í Kjós en
þar verður opið um helgar núna
í maí og svo alla daga fram á
haust. „Ætli það séu ekki um 10
þúsund fiskar í vatninu eins og
er, svo munum við bæta við fisk-
um eftir því sem þarf,“ sagði Ólaf-
ur Skúlason í vikunni, en veiði-
menn eru farnir að fá hann í
Hvammsvíkinni. „í dorgveiðinni
í vetur hafa veiðst um 2200 fiskar
og hún gekk vonum framar. Það
htur vel út með veiðina í sumar
og þetta verður örugglega feikna-
gott veiðisumar," sagði Ólafur
ennfremur.
G.Bender
HÓTEL
LOFTLEIÐUM
ER
GJALDEYRIS-
AFGREIÐSLA
OPIN Á
ÖTRÚLEGU STU
TÍMUM
Já, það er ekki ofsögum sagt
af þjónustu Landsbankans
við erlenda
jafnt sem innlenda ferðamenn.
Gjaldeyrisafgreiðslan
á Hótel Loftleiðum
er opin sem hér segir:
Mánudaga - föstudaga
kl. 8:15-16:00 og 17:00-19:15.
Laugardaga og sunnudaga
kl. 8:15-19:15.
Á sama tíma eru afgreiddar
ferðatryggingar.
Að öðru leyti er almenn afgreiðsla
opin á venjulegum tímum:
Mánudaga-föstudaga kl. 9:15-16:00 og
fimmtudaga, síðdegis kl. 17:00-18:00.
Verið velkomin,
- hvenær sem er.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna