Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Page 29
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989. 45 Skák ur með taflmennsku sína í þeirri skák, fremur en mótherjinn, sem var ég. En Smyslov vann hug og hjörtu allra með söng sínum í húsi píanóleikarans Jan Eyron á hvíta- sunnudag og í lokahófinu. Baríton- röddin er enn þróttmikil, þótt Smyslov sé orðinn 68 ára gamall. „Ég byijaði í söngnámi 1948 og stundum hef ég eytt meiri tíma í söng en skák,” sagði Smyslov, sem er með mestu ljúfmennum sem skáksagan kann frá að greina. Undirritaður vann tvær skákir, gegn Hellers og Piu Cramling, tap- aði þremur, gegn Andersson, Wild- er og Smyslov og gerði sex jafn- tefli. Taflmennskan var slök á heildina htið og hefur a.m.k. oft verið'frísklegri. Þó var útkoman nokkum veginn í samræmi við sti- gatöluna. Eftirfarandi skák var að flestra dómi sú besta á mótinu. Hvítt: John van der Wiel Svart: Ivan Sokolov Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 0-0 8. d4 Sokolov beitti Marshah-árásinni iilræmdu (8. c3 0-0 9. h3 d5) í tveim- ur skákum í mótinu og hohenski stórmeistarinn sér því ástæöu til að breyta út af. 8. - d6 9. c3 Bg4 10. d5 Ra5 11. Bc2 Dc8 12. h3 Bd7 13. Rbd2 c6 14. b4 Rb7 15. dxc6 Bxc6 Áður hefur verið leikið 15. - Dxc6 og verður ekki betur séð en að báð- ir leikir séu gjaldgengir. 16. Rfl He8 17. Rg3 h6 18. Rh4!? Upphafið að skemmtilegum sviptingum, sem þó ættu ekki að gefa meira en jafntefh gegn bestu vörn. 18. - Rxe4 19. Hxe4! Bxe4 20. Bxe4 Bxh4 21. Rf5 d5?! Svartur er að tefla til vinnings. Hann sættir sig ekki við 21. - Bg5! 22. Bxg5 hxg5 23. Bxb7 Dxb7 24. Rxd6 Dc6 25. Rxe8 Hxe8 og jafntefli er líkleg niöurstaða. 22. Dg4! Bg5 23. Bxg5! hxg5 Eftir 23. - dxe4 24. Bf6 g6 25. Rxh6+ KfB 26. Dh4! er svartur varnarlaus. T.d. 26. - He6 25. Rf5 Ke8 26. Hdl! og vinnur. 24. Dxg5 g6 25. Rh6+ Kf8 26. Bxg6! Dd8 Ekki 26. - fxg6 27. Df6 mát. 27. Dg4 Df6 Enn var varasamt að þiggja bisk- upsfórnina. Eftir 27. - fxg6 28. Dxg6 Rd6 29. Hdl á hvítur sterka sókn. 28. Bxf7 Dxh6 29. Dg8 + Ke7 30. Bxe8 Hxe8 31. Dxd5 Rd6 32. Dxe5+ Kf8 33. Dd4 Hvítur hefur krækt sér í fjögur peð gegn riddara og sigurlíkumar eru talsverðar. 33. - He4 34. Db6 De6 35. Dxa6 Hel + 36. Hxel Dxel+ 37. Kh2 Re4?? Eina vonin fólst í 37. - De5+ 38. g3 Re4 en peðin eru ekki árennileg. 38. De6! Nú feUur riddarinn í nokkrum leikjum. 38. - Dbl 39. f3 Rf2 40. Dc8+ Kf7 41. Db7 + Og svartur gafst upp. Skák á a7 eða b6 er óhjákvæmUeg og síðan Dxí2 og eftirleikurinn er auðveld- ur. Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Ferdinand Hellers Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rfl6 5. Rc3 a6 6. f4 e6 7. Be2 Dc7 8. 0-0 Be7 9. a4 0-0 10. Khl Rc6 11. Be3 He8 12. Bd3 Rb4 13. a5 Bd7 14. Df3 Bc6 15. Dg3 Rxd3 16. cxd3 Rd7 17. Rf3 Bf6 18. Df2 Ég taldi hvítan eiga betra tafl í þessari stöðu og var því ekki bang- inn við að endurtaka leikina síðar í mótinu gegn Polugajevsky. En hann hafði legið yfir afbrigðinu og endurbætti taflmennsku svarts með 18. - g6! (með hugmyndinni Bg7 og síðan f7-f5) 19. Rd2 (það er vandséð að hvítur eigi kost á betra framhaldi) Bg7 20. Rc4 Bb5! (ekki 20. - f5?! 21. Bd4! RÍ6 22. e5 Rg4 23. De2 og hvítur á betra)21. Rxb5 axb5 22. Rb6 Rxb6 23. Bxb6 og við sömd- um um jafntefii, því að eftir 23. - Dd7 24. Bd4 e5 verður tafhð hníf- jafnt. 18. - Rc5?! 19. Dc2 Nú er hvítur reiðubúinn að blása tU atlögu á miðborðinu en með næsta leik fer svartur úr öskunni í eldinn. 19. - b5? 20. axb6 fr.hl. Db7 Skyndilega áttaði hann sig á því að 20. - Dxb6 strandar á 21. e5! dxe5 22. b4 Dxb4 23. Hfbl og drottningin kemst ekki undan. 21. Rd2 Hac8 22. Rc4 Be7 23. Ra5 Db8 Eða 23. - Da8 24. Rxc6 Hxc6 25. b4 Rd7 26. b5 o.s.frv. 24. d4 Rd7 25. Rxc6 Hxc6 26. d5 Hcc8 Svarið viö 26. - exd5 yröi 27. Da4! og ef 27. - Hec8? 28. exd5 Rc5 29. Dxc6! Hxc6 30. dxc6 Dxb6 31. Rd5 og vinnur. 27. dxe6 fxe6 28. Hxa6 Bffi 29. Da4 Rc5 30. Bxc5 Hxc5 31. b7 HfB 32. Db3 Og svartur gafst upp. -JLÁ Bridge Stefán Guðjohnsen mikil lyftistöng fyrir bridgelíf Eng- lendinga. Markus er hins vegar fræg- asta kona heims fyrir hina mörgu sigra sína við græna borðið og litríka spilamennsku. Hún verðlaunaði Lewis Moonie, einn af þingmönnum neðri málstofunnar, fyrir hug- myndaríka vörn í eftirfarandi spili frá einvíginu. S/AV ♦ 2 ¥ D10432 ♦ K954 + ÁD3 ♦ 9853 ¥ 76 ♦ Á102 + 9654 * KG1064 ¥ G9 ♦ D6 + K872 ♦ ÁD7 ¥ ÁK85 ♦ G873 + G10 Sagnir gengu á þessa leið: Suöur Vestur Noröur Austur lþjarta pass 4hjörtu pass pass pass Sagnhafi var Lever lávarður sem er enginn byrjandi í spilinu því að hann vann hina eftirsóttu gullbikarkeppni (Gold Cup) í Englandi fyrir nokkram Bridge áram. Moonie sat hins vegar í vestur en makker hans var John Marek, þingmaður neðri málstofunnar, sem vann sér það til frægðar árið 1977 að vinna breska landsliðið sem einn af meðlimum landsliðs Wales. Moonie eygði htla möguleika á því að bana spilinu og ákvað því að grípa til ör- þrifaráða. Hann spilaði út tígultíu. Þetta útspil kom Lever í opna skjöldu og var erfitt fyrir hann að sjá vinn- ingsleiðina, þ.e. að láta kónginn upp. Hann lét því lítið úr bhndum, Marek drap með drottningu, spilaði meiri tígli og trompaði síðan þriðja tígul- inn. Vörnin beið eftir laufslagnum og pottþétt spil var tapað. Stefán Guðjohnsen FLUGBJORGUNARSVEITIN Reykjavík íþróttapistill Þúsundir keppa og tugir þúsunda fylgjast með Liðin i 1. deildinni í knattspyrnu hafa sjaldan komið betur undirbúin til leiks en einmitt nu. Fyrstu leikirnir i 1. deildinni fara fram nú um helgina. Það er komið að íslandsmótinu í knattspymu - stærsta og umfangs- mesta íþróttaviðburði hérlendis á ári hverju. Um 80 félög senda nokk- ur hundruð flokka til keppni og þátttakendur skipta þúsundum - áhorfendur og aðrir aðstandendur tugum þúsunda, og aö auki fylgist mikih fjöldi með úr fjarlægð, og þá fyrst og fremst í gegnum fjölmiðla. Að vanda beinist athyglin fyrst og fremst að keppni 1. deildar karla, toppnum á ísjakanum. Þar virðast flestir gera ráð fyrir jafnri og skemmtilegri baráttu og ljóst er að hðin hafa sjaldan komið betur undirbúin til leiks og vorknatt- spyrnan hefur að mörgu leyti þótt meira fyrir augað en oft áður. Sigurstranglegustu hð 1. deildar eru Fram og Valur, og síðan koma KR, Akranes og KA. Flestir gera því skóna að þessi fimm félög skipi efri hluta deildarinnar, hin fimm berjist um að forðast fall. Þetta er sennileg skipting, en sjaldan hefur verið erfiðara að meta styrk þeirra hða sem reiknaö er með í fallbar- áttu. Þór og Keflavík er spáð óför- um, enda hafa þessi félög misst fleiri og betri menn en önnur frá síðasta tímabih, en Fylkir, FH og Víkingur þiufa öh að gæta sín. Hertar aðgerðir dómara Dómarar hafa boðað hertar að- gerðir og um það er gott eitt að segja. Þeir ætla að stemma stigu við hinum hvimleiöu brotum þegar mótherjinn er sparkaður niður aft- an frá en til þessa hefur htið sam- ræmi verið í viðurlögum við slíku. Stöku sinnum hefur veriö refsað með rauðu spjaldi, stundum með gulu, en oftar en ekki hefur sá brot- legi sloppið með tiltal eða jafnvel alveg. Vonandi bera dómarar gæfu til að standa viö fyrirheit sín. Þeim er vandi á höndum, það er ekki alltaf einfalt að meta hvenær um ásetningsbrot er að ræða eða hreina óheppni þess brotlega. Númer eitt er aö samræmi sé í að- gerðum þeirra, að leikmenn og áhorfendur geti treyst því að eitt muni yfir aha ganga. Þá er stórum áfanga náð. Betra ástand valla Þrátt fyrir allt tal um slæmt ár- ferði og snjólétt sumar, bendir allt til þess að þrír leikir í fyrstu um- ferð 1. deildar verði leiknir á grasi. Það er mikil framför frá því á síð- asta vori þegar ekki var hægt að nota annað en gervigras og möl í fyrstu tveimur umferðunum og fyrstu grasleikirnir fóru fram í júníbyrjun. Akureyringar era verst settir, þeir komast varla á gras fyrr en um miðjan júní, og Keflvíkingar eru óheppnir að byrja mótið á tveimur heimaleikjum sem báðir verða á möl. Dreifðir leikir Forráðamenn 1. deildar liðanna ætla seint að samþykkja að leikir í hverri umferð fari fram á sama deginum. í sumar verða umferð- irnar ýmist leiknar á tveirnur, þremur eða fjórum dögum og að- eins í þeirri síðustu fara allir leik- irnir fram á sama tíma. Það er engin spurning að skemmtilegri blær og meiri heild- arsvipur yrði yfir keppninni í 1. deild ef alhr leikir í sömu umferð færu fram á sama deginum. Það er ekki nauðsynlegt að heíja alla á sama tíma, nota má tvær til þrjár tímasetningar til þess að þeir sem eiga möguleika á að sjá fleiri en einn leik, einkum á höfuðborgar- svæðinu, komist á milli valla. íslenskar getraunir eru nú starf- ræktar ýfir sumartímann í fyrsta skipti og eru með íslenska leiki á seðlum sínum. Niðurröðun, ís- landsmótsins gerir þeirri starfsemi erfitt um vik og er þaö miður, því getraunirnar gætu aukið nokkuð áhuga á knattspyrnunni. Bylting fyrir frjálsíþróttafólk Hinir langþreyttu íslensku frjáls- íþróttamenn sjá loksins fram á betri tíð með blóm í haga. Nýr íþróttaleikvangur er að rísa í Mos- fellsbæ og ætti hann að gjörbylta allri aðstöðu hér á landi, og var ekki seinna vænna. Nógu lengi hef- ur mátt notast við vöhinn ónýta í Laugardalnum, með allri sinni slysahættu og óstjórn. Völlurinn í Mosfellsbæ ætti að komast í gagnið strax í vetur, þar sem hluti hans verður upphitaður, og frá og með þeim tíma verður loksins hægt að gera raunhæfar kröfur til þess að íslenskt frjáls- íþróttafólk sýni framfarir og nái árangri. Nánar verður fjallað um þessa þörfu framkvæmd í DV á mánudaginn. Ósigur gegn Andorra Þaö er ekki hægt annað en að fara nokkrum orðum um Evrópu- leika smáþjóða á Kýpur. Þar náðu blakmenn þeim árangri að bíða lægri hlut fyrir Liechtenstein og körfuboltalandsliðið tapaði fyrir mótherjum sem það vissi ekki að væru til, htlu íjallaþjóðinni And- orra. Um vanmátt blakara var vit- að, þeir hafa af og til tapað fyrir Færeyingum, en við körfuboltahð- ið voru bundnar vonir áður en þaö fór í Evrópukeppnina í Portúgal, þar sem stefnt var að þriðja sæti. Það var draumsýn, og ósigurinn gegn Andorra er svipaður og ef knattspyrnulandsliðiö, sem þó er ekki hátt skrifað, færi að bíða lægri hlut gegn Orkneyjum eða liði veð- urathugunarmanna á Jan Mayen. En þetta sýnir okkur að svona smáþjóðaleikar eru réttur vett- vangur fyrir megnið af íslensku íþróttafólki. Þótt við eigum einn og einn einstakling sem telst á heims- mælikvarða og handboltalandslið sem er í hópi þeirra betri eigum við í heildina séð samleið meö Kýp- úr, Möltu, Lúxemburg og fleiri þjóðum af þeirri stærðargráðu. En slíkt er stærilæti okkar aö við telj- um okkur oft yfir slíkan félagsskap hafin og förum í fýlu þegar engin verðlaun vinnast á ólympíuleikum. Þá skulum viö minnast Andorra! Víðir Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.