Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Side 8
8
MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 1989.
Viðskipti______________________________________________________________________]dv
Samskiptin við Evrópubandalagið vegna fiskveiða:
Tvíhliða viðræður strax
- segir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍF
Magnús Gunnarsson, formaður Útflutningsráðs íslands og framkvæmda-
stjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda.
Magnús Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sölusambands ís-
lenskra fiskframleiðenda, SÍF, segir
að við íslendingar getum ekki setiö
aðgerðalausir lengur, látið tímann
líða, og beðið eftir að sjá hvar þjóðina
rekur upp þegar Evrópubandalagið
með sameiginlegan markað verður
að veruleika árið 1992. „Að hefja tví-
hliða viðræður við Evrópubandalag-
ið held ég að sé óumflýjanlegt."
Þetta kom fram í athyglisverðu er-
indi sem Magnús flutti á dögunum á
námsstefnu Útflutningsráðs íslands
um málefni EFTA og Evrópubanda-
lagsins.
Eigum þrjú úrræði
gagnvart Evrópubandalaginu
Magnús segir að við íslendingar
stöndum frammi fyrir þremur kost-
um varðandi Evrópubandalagið. Að
sitja aðgerðarlausir, gera ekki neitt
og sjá hvað gerist þegar þar að kem-
ur. Að ganga í Evrópubandalagið
sem hann telur útilokað. Loks að
beina kröftum okkar í gerð samninga
með aðstoð stjómmálamanna og ut-
anríkisráðuneytisins. Hann hvetur
til að síðastnefnda leiðin verði farin.
„Við verðum að fylgjast með öllum
breytingum og aðlaga okkur þeim
eftir því sem viö best getum. Það
getur þýtt reglugerðarbreytingar,
lagabreytingar og ýmsar breytingar
í vinnuháttum. Viö þurfum að nota
EFTA og norrænt samstarf og alla
erlenda samstarfsaðila okkar til að
vinna málum okkar framgang."
Hinn kaldi veruleiki
ísc'hifisks
Magnús bendir á að hinn kaldi
veruleiki í sölu íslensks fisks erlend-
is séu styrkir sem helstu keppinautar
okkar í sjávarútvegi erlendis búi við,
sérstaklega Norðmenn og Kanada-
menn, hækkandi verð á fiski miðað
við önnur matvæli, til dæmis kjúkl-
inga, svo og tollar sem lagðir eru á
íslenskan fisk erlendis.
Varðandi tollamáhn segir hann að
barátta okkar íslendinga um toll-
frjálsa kvóta erlendis sé fyrst og
fremst við Norðmenn og Kanada-
menn. Þar sem hann þekki best til,
í saltfiskútflutningi, hafi verið borg-
aðar um 440 miHjónir króna, eða um
5 prósent tollur að jafnaði, á árinu
1987. „Ef tollamir virka af fullum
þunga og við fáum ekki þessa kvóta
þá gætum við verið að tada um skatt
á íslenska saltfiskframleiðslu sem
nemur yfir 1200 milljónum króna.“
Og áfram: „Norðmenn hafa samið
sérstaka saltfiskkvóta og þar vilja
menn meina, þótt það sé hvergi opin-
bert, að kvótinn byggist á veiöiheim-
ildum sem þeir hafa veitt Evrópu-
bandalagslöndum í Norður-Atlants-
hafi í Barentshafi.“
Tollapólitík
Evrópubandalagsins
Um tollapólitík Evrópubandalags-
landa segir hann aö þau noti tollana
og því finnum við fyrir þeim. Á með-
al tolla sé hefðbundinn tollur og sá
tollur sé ákveðinn í Gatt-viðræðum
og gildi aðeins gagnvart löndum í
Gatt. Þá sé tollur sem sé einhliða
ákveðinn af Efnahagsbandalagslönd-
unum og miðist oftast við markaðs-
aðstæður hverju sinni, til dæmis
lækkun tolla þegar skortur sé á
ákveðinni fisktegund. Einnig séu for-
gangstollar í gangi sem tengist tví-
hliöa viöræðum landa við Efnahags-
bandalagslöndin og loks séu tíma-
bundnir tollar en þeir séu lækkaðir
á ákveðnu magni miðað við þarfir
Efnahagsbandalagslandanna. Salt-
fiskkvótar teljast til tímabundinna
tolla.
Sjávarútvegsstefna
Evrópubandalagsins
Inntakið í sameiginlegri sjávarút-
vegsstefnu Evrópubandalagsins seg-
ir Magnús að sé þessi: Aö tryggja
vemdun fiskstofna og úthlutun
kvóta innan þeirra eigin landhelgi.
Að efla innviði sjávarútvegsins' með
tæknivæðingu þannig að fiskiskip og
fiskvinnsla sé alltaf samkeppnisfær.
Aö tryggja nægilegt framboð af fiski
af þeirri tegund og gæðum sem
markaðurinn krefst. Að semja við
lönd utan bandalagsins um veiðirétt-
indi á áður hefðbundnum miðum
Evrópubandalagslandanna og semja
um ný veiðiréttindi annaðhvort gegn
viðskiptafríðindum eða með kaupum
á veiðiréttindum.
80 milljarðar I styrki
til sjávarútvegsins
Vegna þess að Evrópubandalags-
löndin eigi í miklum erfiðleikum með
allt of stóran flota segir Magnús að
þau reyni að ná honum niður með
samræmdri sjávarútvegsstefnu sem
hafi verið hrint í framkvæmd árið
1987 og eigi hún að gilda út árið 1991
þegar sameiginlegur innri markaöur
Evrópu verður formlega að veru-
leika. Áætlar hann að Evrópubanda-
lagslöndin styrki þessa samræmdu
stefnu sína. Sé jafnvel veriö að tala
um að til þess sé varið yfir 80 millj-
örðum íslenskra króna sem sjávarút-
vegurinn í Evrópubandalaginu hafi
á milli handanna til þess að endur-
skipuleggja sig á næstu árum.
Hækkandi fiskverð
miðað við kjöt
Magnús minnir enn fremur á að
íslendingar lifi á útflutningi sjávar-
afurða sem keppi við önnur matvæli
á matvælamarkaði heimsins. „Verð
á fiski fimmfaldaðist í Bandaríkjun-
um á árunum 1967 til 1987 á meðan
verð á svínakjöti og nautakjöti þre-
faldaðist en verð á kjúklingum rúm-
lega tvöfaldaðist. Þessi þróun hefur
auösjáanlega mikil áhrif á sam-
keppnisstöðu íslands á Bandaríkja-
markaði."
Hann bætir við að offramleiðsla á
landbúnaðarafurðum og auknar nið-
urgreiðslur á þeim víða um heim
hafi þau áhrif að samkeppnisstaða
fiskseljenda á matvælamarkaði
heimsins versni og að íslendingar
verði að taka mið af þeirri þróun og
aðlaga sig henni. Það sé að vísu stað-
reynd að verð á fiski hafi á undan-
förnum árum farið hækkandi sam-
fara því að neysla hafi aukist.
„Það eru þó takmörk fyrir því hvað
sú þróun geti gengið lengi þó svo að
neysla á fiski sé almennt talin hafa
í fór með sér aukna hollustu. Lengi
vel var spáð síhækkandi fiskverði í
Bandaríkjunum og aukinni neyslu
en nú hefur það gerst að verð á fiski
hefur farið lækkandi og neyslan jafn-
framt minnkað. Vaxandi umræða
um mengun í hafinu eykur ekki sölu
sjávarafurða. Þessi þróun sýnir að
við verðum að vera í stakk búin að
mæta ekki aðeins aukinni sam-
keppni frá öðrum fiskseljendum í
heiminum heldur einnig frá kjöt-
framleiðendum og raunar ýmsum
öðrum matvælaframleiðendum.“
ísland á verðbréfamarkaði
Magnús dregur upp mynd af ís-
landi sem fyrirtæki sem væri skrá-
sett á verðbréfamarkaði. „Þá myndu
verðbréfasalar meta það með tilliti
til eftirfarandi þátta: Það hefði oröið
fyrir tímabundnum erfiðleikum
vegna verðlækkunar á helstu afurð-
um, það hefði ekki sett sér nægilega
markviss langtímamarkmið, það
væri of skuldum hlaðið og því væri
ekki nægilega vel stjórnað. ísland
væri sennilega fyrirtæki sem
„spekulöntum á verðbréfamarkaði“
þætti tilvalið að ná yfirráðum yfir
þar sem innra virði væri mun hærra
en núgildandi markaðsverð.“
Kúnstin er að semja
Að lokum segir Magnús að hvort
sem verið sé að ræða um viðskipti
við Evrópubandalagið eða önnur ríki
sé mikilvægast af öllu að leggja alla
áherslu á að byggja upp eins sterk
viðskiptasambönd og ná eins góðum
samningum við önnur ríki og unnt
sé, hvort sem það séu Bandaríkin,
Japan, Rússland, Suður-Ameríka eða
Evrópubandalagið. Það sé eina raun-
hæfa leiðin til að tryggja áframhald-
andi góð lífskjör hérlendis. -JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 14-17 Úb
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 14 18 Vb.Ub
6 mán. uppsögn 15-20 Vb
12mán. uppsbgn 16-18 Úb
18mán. uppsogn 32 Ib
Tékkareikningar, alm. 3-9 Sp
Sértékkareikningar 4-16 Vb.Ab,-
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Vb
6mán.uppsogn 2-3 Allir
Innlán með sérkjörum 27-35 nema Úb Ab
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 8,25-9 Ab
Sterlingspund 11,5-12 Sb.Ab
Vestur-þýskmörk 5,25-6 Sb
Danskar krónur 7,5-8 Ib.Bb,-
ÚTLÁNSVEXTIR (%) Sp lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 28-31 Lb
Viöskiptavixlar(forv.) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 27,5-33,5 Lb
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 31,5-35 Lb
Utlán verðtryggð
. Skuldabréf 7,25-9,25 Lb
Útlán til framleiðslu
Isl. krónur 27,5-33 Lb.Úb
SDR 10-10,25 Allir
Bandaríkjadalir 11,25-11,5 nema Úb Allir
Sterlingspund 14,5 nema Úb Allir
Vestur-þýsk mork 8,25-8,5 Úb
Húsnæðislán 3,5
Lifeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 42,8
MEÐALVEXTIR
Överðtr.júni89 29,3
Verötr. júni 89 7.9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala júni 2475 stig
Byggingavisitalajúní 453stig
Byggingavísitalajúni 141,6stig
Húsaleiguvísitala 1,25% hækkun 1. april
VERÐBRÉFASJOÐIR
Gengi bréfa veróbréfasjóöa
Einingabréf 1 3,922
Einingabréf 2 2,179
Einingabréf 3 2,568
Skammtímabréf 1,352
Lífeyrisbréf 1,972
Gengisbréf 1,755
Kjarabréf 3,900
Markbréf 2,069
Tekjubréf 1,725
Skyndibréf 1,185
Fjölþjóöabréf 1,268
Sjóðsbréf 1 1,884
Sjóðsbréf 2 1,504
Sjóðsbréf 3 1,332
Sjóðsbréf 4 1,109
Vaxtasjóðsbréf 1,3270
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 300 kr.
Eimskip 352 kr.
Flugleiðir 171 kr.
Hampiðjan 161 kr.
Hlutabréfasjóður 128 kr.
lönaöarbankinn 157 kr.
Skagstrendingur hf. 212 kr.
Útvegsbankinn hf. 135 kr.
Verslunarbankinn 145 kr.
Tollvörugeymslan hf. 108 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavixlum
og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af
þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar-
bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýslngar um peningamarkaö-
inn birtast i DV á fimmtudögum.
BENIDORM
21.júní-BeintflugísóIina %
3ja vikna skemmtilegt sumarfrí á alveg sérstökum kjör-
um. Frábær gisting á besta stað á Benidorm.
Mú er tækifærið að
komast í ódýrt sumarfrí.
Miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára).
FERÐASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR
■
Hafið samband
STRAX.
Aðalstræti 16
sími 621490