Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Síða 15
MÁNUDAGUR .19, JÚNÍ 1989.
ts
Merkri lagasetningu fagnað
Það fer svo jafnan þegar þingi er
að ljúka á vorin að sá mýgrútur
mála, sem til umfjöllunar og af-
greiðslu er, veldur því að margt af
því ágætasta, sem gert er, hverfur
í skuggann eða virðist með öllu
týnast í fjölmiðlafárinu.
Hasar
Fjölmiðlar sinna alltof illa sinni
mikilvægu skyldu því alltof margir
á þeim bæjum trúa því eða halda
það að fólk vilji aðeins vita af „has-
amum“ eða einhverjum meira eða
minna ím; uduðum stórmálum af
því að um þau er deilt og uppblásin
virðast þau ofurstór án þess að
hafa í raun mikið gildi nema þau
augnabliksörskot sem orðahnipp-
ingar ganga yfir og eru sem blæ-
brigðaríkastar.
Nýleg lög, samþykkt eftir frum-
varpi Karvels Pálmasonar og fleiri,
hafa t.d. ekki fengið mikla umfjöll-
un utan það þegar Karvel sjálfur
knúði á um lyktir þess fyrir þing-
lok. Þau aðvörunarorð hans snertu
önnur þingmál, framgang stjórnar-
frumvarpa almennt, og því varð
þetta frétt en ekki málið sjálft sem
shkt. Menn héldu sem sagt að „has-
ar“ hefði verið höndlaður og fólk
vildi vita um hann en ekki þing-
máliö sjálft sem Karvel var að
koma fram. Sá angi þessa máls,
sem Karvel sjálfum tengdist,
kveikjan ásamt öðru keimlíku,
hafði þó verið vinsælt fjölmiðlaefni
á sinni tíð. En fyrst Karvel lifði nú
og sat á þingi áfram og tók þátt
víða, ja, þá var sosum ekkert meira
um máhð hans að segja. Fjölmiðlar
gleymdu því semsé hversu máhð
sneri aö mörgum, alltof mörgum
raunar, og enn frekar hversu erfið
mörgum varð gangan til réttlátrar
lausnar aö svo miklu leyti sem
skaðinn var ekki þegar skeður,
ýmist sem timabundið heilsutjón
eða varanlegt orkutap - já, allt yfir
Kjallariiin
Helgi Seljan
tveggja kemur til - mannleg mistök
geta ahs staöar átt sér stað hjá öll-
um og það eru tiltölulega fáir gikk-
ir í góðri veiðistöö læknastéttar
sem koma óorði á heila stétt með
ákveðnum hroka og höfnun upp-
lýsinga.
Mál Karvels Pálmasonar er auð-
vitaö dæmigert mistakamál en það
er ekki síður dæmigert fyrir allt
hið neikvæðasta í mannlegum
samskiptum og skal ekki frekar út
í farið, svo augljóst sem það mál
ætti öllum að vera.
En aðeins áður en ég kem að
þingmálinu hlýt ég að segja að aht-
of mörg mál koma hér inn á borð
til mín sem verulega þyrfti eða
hefði átt að huga að. Minnisstæðast
er nú mál konunnar sem gekkst
„Breytingin frá fyrri lagaákvæðum er
sú að nú er fárið niður 110% orkutap
1 stað 15% áður fyrir alla sem slysa-
tryggðir eru.“
í varanlega örorku - alla leið yfir
landamærin m.a.s.
Hálfguðadýrkun
Hingað til hefur það þótt aht um
of hreinasta goðgá að efast um of-
urmátt læknanna blessaðra og
óskeikulleik þeirra og raunar mega
fleiri heilbrigöisstéttir fylgja með.
Því er ekki að neita að einstaka
aðilar innan þessarar stéttar hafa
mjög ýtt undir shka hálfguðadýrk-
un og hreinlega taiið að fólki kæmi
fjarska htið við hvað af hlytist að-
gerðum þeirra endá hulu sveipað
og oft ekki auðhlaupið í ýtrustu
sannanir. Þetta er þeim mun lakara
- þeim mun alvarlegra sem hvort
undir aðgerð í brjóstholi en vakn-
aði upp með lamaðan handlegg og
er enn máttvana - mánuðum síðar.
Auðvitað kann þetta að eiga sínar
skýringar en um það veit ég ekki,
konan ekki heldur því henni hefur
einfaldlega ekki verið ansað - fyrir
aidaufum eyrum hefur verið talað
þegar beðið hefur verið um ein-
falda skýringu á ósköpunum.
Ekki áfellisdómur
Og svo ég verði nú svolítið per-
sónulegur þá þekki ég dæmi mér
mjög nákomið þar sem ákveðin
óskýranleg lömun kom til og ansað
var einungis sem svo að svona
kæmi jú stundum fyrir við aðgerð-
ir af þessu tagi. Búið. Punktur.
Þessi dæmi má hins vegar og á
ekki að skoða sem áfellisdóm yfir
einni stétt þar sem óvenjumikið
mannval er afbragðshæfra ein-
staklinga með ríkar mannlegar eig-
indir. Aðeins árétting þess sem að
baki þessu þingmáli, nýsettum lög-
um um þessi efni, býr þ.e. að í þess-
um störfum sem öðrum eigi að vera
bæði ljúft og skylt að viðurkenna
mannleg mistök, meira og minna
óviðráðanlega atvikarás í kjölfarið
en lagaviðurkenning þessa, s.s.
þarna er gert, er að mínum dómi
mikils virði.
En lítum í greinargerð frum-
varpsins og fáum að vita grunná-
stæðuna:
„Alkunna er að einstaklingar
geta orðið fyrir heilsutjóni af að-
gerðum lækna, ýmist vegna bóta-
skyldra mistaka eða vegna þess að
aðgerð hefur ekki heppnast nógu
vel þótt eigi sé um að ræða bóta-
skylt atvik eða vegna mistaka heil-
brigðisstétta. Slíkt tjón hafa ein-
staklingar yfirleitt orðið að bera
sjálfir óbætt hingað til.“
í meðforum Alþingis var málinu
nokkuð breytt en meginatriðið hélt
sér. Endanleg gerð varð sú að í 29.
grein laga um almannatryggingar
var bætt einum staflið en greinin
íjallar um þá sem slysatryggðir
eru. Nýi stafliöurinn er svohljóð-
andi:
„Sjúklingar sem eru til meðferð-
ar á sjúkrastofnunum, sem starfa
samkvæmt lögum um heilbrigöis-
þjónustu og heilsutjónið eða örork-
an er vegna læknisaðgerða eða
mistaka starfsfólks sem starfar á
þessum stofnunum."
Þetta er semsé aðalgrein, fyrsta
grein laganna. Hér er býsna ljóst
að orði kveðið þótt ýmsir munu
segja að eftir sé svo sönnunarbyrð-
in en svo verður auðvitað alltaf.
10% orkutap
Um örorkubæturnar og viðmið-
un þeirra segir svo í annarri grein:
Örorkubætur greiðast ekki, ef
örorkutapið er metið minna en
i0%.
Örorkutap er auðvitað misritun
í lögunum - á að vera orkutap að
sjálfsögðu.
Hér er í raun um miklu veiga-
meira mál að ræða en þennan hóp
áhrærir. Breytingin frá fyrri lagaá-
kvæðum er sú að nú er farið niður
í 10% orkutap í stað 15% áður fyrir
alla sem slysatryggðir eru. Breyt-
ingin er mér tjáð að verði allmörg-
um í hag til aö létta lífsróðurinn.
Og hversu skal þetta svo tryggt
gagnvart því fjármagni sem þarf?
Þar segir svo í þriðju grein laganna
er þegar hafa öðlast gildi:
„Síðasti málsl. 1. mgr. 36. gr. lag-
anna orðist svo: Þá skal árlega
ákveða í fjárlögum framlag til að
standast kostnað af bótum vegna
þeirra sem um getur í f- og g-lið 29.
gr.“
Þá ætti semsé að vera séð fyrir
fjármagninu. Eftir er sá þáttur er
að fólkinu sjálfu snýr, fólkinu sem
fyrir verður eða aðstandendum
þess, að fylgja málum farsællega í
höfn og láta ekkert hindra sig á
réttlætisbraut. Blessunarlega full-
yrði ég að meginþorri þessa fólks,
lækna og annarra heilbrigðisstétta,
er allt af vilja gert til að létta byrð-
ar og lækna mein og er ekki að lát-
ast - heldur er - til þess megin-
þorra er mætagott að leita, þeim
er á þurfa að halda.
En einmitt þaö fólk ætti framar
öðru að fagna því að réttlætismál
af svo ríkum toga nái fram að
ganga. Hafi Karvel og félagar
fyllstu þökk fyrir og Alþingi allt
um leið því eftir þessu hafa margir
beðið og munu nú vonandi ríkari
réttar njóta hér eftir en hingað til.
Helgi Seljan
Að klípa
í punginn!
Útifundur ASÍ og BSRB á Lækjartorgi heppnaðist vbnum framar.
Forystumenn í verkalýðshreyf-
ingunni slógu vindhögg í síðustu
viku eftir glæsilegan útifund á
móti verðhækkunum. í stað þess
að bíta gráir fyrir járnum í skjald-
arrendur framan í ríkisstjómina
létu þeir kné fylgja kviði á litlum
börnum. Hvöttu foreldra til að
neita börnum sínum um mjólk í
þijá daga.
Að borga brúsann
Útifundur ASÍ og BSRB á Lækj-
artorgi heppnaðist vonum framar
og þúsundir fundarmanna stað-
festu að fólkið hefur fengið sig full-
satt á hækkandi verölagi. Það
skyldi engan undra. Eftir fundinn
var fólk reiðubúið til að standa
saman gegn þessu okri og þá átti
forysta verkalýðsins að sýna
klærnar og hjóla í ríkisstjórnina.
En í stað þess að velja sér and-
stæðing við hæfi sneru forkólfar
verkalýðsins sér að bömum eigin
félagsmanna. Það er misskilin her-
kænska að halda að mjólkurbann
bitni á ríkisstjórninni. Af og frá.
Það bitnar ekki einu sinni á kaup-
mönnum því þeir fá margfalt hærri
álagningu fyrir að selja gosdrykki
og ávaxtasafa í stað mjólkur. Bann-
ið bitnar ekki heldur á bændum eða
mjólkursamlögum þvi landbúnað-
urinn fær sjálfkrafa meiri peninga
úr ríkissjóði við allan samdrátt.
Mjólkurbannið bitnar því fyrst
og fremst á almenningi í landinu.
KjaUaiinn
Ásgeir Hannes
Eiríksson
verslunarmaður
Fólkinu í verkalýösfélögunum og
öðrum neytendum sem eru látnir
neita börnum sínum um mjólk en
borga samt mjólkurbrúsann að
lokum. Því samdráttur í sölu
mjólkur er um síöir greiddur með
hærri sköttum á landsfólkið. Þann-
ig er nú hagfræðin í þessu landi.
Að vera blóðlaus
Sama máh gegnir um annan
skæruhemað hjá forystu ASÍ og
BSRB og þau brögð sem hún veltir
nú fyrir sér. Hann bitnar eins og
allur annar hernaður á þeim sem
hlífa skyldi. Þannig frestar áskor-
un um að kaupa ekki bensín í tvo
daga aðeins því í tvo daga að hluti
fólksins kaupi á tankinn. Svo fellur
allt í ljúfa löð. Starfsfólk bensín-
stöðva notar dauðan tíma til aö
dytta að vinnustaðnum og um-
hverfi hans fyrir sumarið. Það er
allt og sumt.
Ríkissjóður rekur því miður enn-
þá einkasölu með áfengi og tóbak
þó íslenskri verslunarstétt sé ekk-
ert að vanbúnaði að sjá um þann
rekstur. Að vísu er áfengið líklega
mesti böðull sögunnar á eftir tó-
bakinu en um það er ekki spurt
þegar peninga vantar í ríkiskass-
ann. Þess vegna heföi brennivínið
verið ólíkt karlmannlegra verkefni
fyrir forystu verkalýðsins að fást
við en mjólk barnanna.
Herkví um ÁTVR hefði að
minnsta kosti dregið úr beinum og
daglegum tekjum í ríkissjóð og
hvorki áfengi né tóbak er niður-
greitt ennþá. En rénandi tekjur hjá
ríkinu leiða að sjálfsögðu til vax-
andi skatta hjá fólkinu svo þetta
ber allt að sama brunni og mjólkur-
bannið. Ríkisstjórnin þekkir því
miður ekki aðrar tekjur en stöðugt
ný og ný nöfn á skattheimtuna og
er of blóðlaus til að skera niður
heima hjá sér en of nærsýn til að
sjá nýjar tekjulindir.
Að klípa í punginn
Hafi forkólfar útifundarins ætlað
sér í alvöru að taka á ríkisstjórn-
inni en ekki mjólkurbörnunum þá
er kjördagur rétti vettvangurinn
fyrir þau átök. En úr því sem kom-
ið er verða kosningar ekki fyrr en
í fyrsta lagi í haust. Það er sjálfsagt
að nota tímann þangað til og nota
hann vel. Khpa bæði þessa ríkis-
stjórn 'Og þær næstu þar sem þær
kveinka sér: í punginn; í pyngju
ríkissjóðs.
Það er hægt. Spariskírteini ríkis-
sjóðs heita verðlausir pappírar á
okurmarkaðnum og ríkissjóður
treystir á þá gúmmítékka th að
halda viö óreiðunni í þjóðfélaginu.
Spariskírteinin verða aldrei greidd
á gjalddaga frekar en aðrar skuldir
hjá þjóð á barmi gjaldþrots. Því eru
stöðugt gefin út ný og ný spariskír-
teini enda ætlar engin ríkisstjórn
að greiða þau sjálf. Þess vegna hafa
þær veðsett börnin okkar fyrir
andvirði þeirra í stað þess að skila
þeim betra þjóðfélagi með skuld-
lausum höfuðstól. Það er vel hægt
að tryggja fólki hæfilega vexti af
sparifé sínu með öðru móti.
Forysta vinnandi fólks í landinu
hefði betur snúið sér að spariskír-
teinum ríkissjóðs. Það hefði verið
mannúðarverk að taka á þessum
fjandans skírteinum og leysa litlu
börnin okkar úr ánauðinni í stað
þess að taka frá þeim mjólkina.
Ásgeir Hannes Eiríksson
„En í stað þess að velja sér andstæðing
við hæfi sneru forkólfar verkalýðsins
sér að börnum eigin félagsmanna.“