Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Síða 20
20 MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 1989. Iþróttir Frétta- stúfar [ ^ | Aldo Spinelli, forseti I ív I *taúka knattspyrnu- I /?«I liösins Genoa, sagði í gær að sovéski lands- liðsmaðurinn Sergei Aleinikov hefði verið keyptur til félagsins frá Dynamo Minsk. Genoa vann sér rétt tii að leika í 1. deild á næsta keppnistímabili í ítölsku knattspymunni. Kaup- verðið er talið nema um 85 miHjónum króna. Spinelli for- seti hefur einnig áhuga á aö kaupa Sovétmanninn Zavarov frá Juventus og mun ræða viö forráöamenn Juventus á næstu dögum. Göngumet í USA Um helgina var sett bandarískt met í 10 km göngu kvenna á bandaríska meist- £ aramótinu í ftjálsum íþróttum. Metiö setti Lynn Weik og gekk hún vegalengdina á 46:44,1 mín. en eldra metið átti Maryanne Torrellas og var það 47:23,8 mín., sett árið 1987. „Brassi“ til Bologna Geovani, brasilíski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu,- hefur verið seldur frá Vas- co da Gama í Brasilíu til ítalska 1. deildar liðsins Bologna. Geo- vani er 25 ára og sem stendur er hann í Danmörku að leika með landshði Brasilíu á af- mælismóti danska knatt- spymusambandsins. Hann flýgur síðan beint til Ítalíu til að kanna aðstæður hjá Bo- logna. Samningur hans gildir til þriggja ára og borgaöi ít- alska liöið um 270 milljónir fyr- ir samninginn. Fækkað og fjölgað í frönsku knattspyrnunni '' ' Franska knatt- |IS spyrnusambandið /r» hefur ákveðið að fækka 1. deildar lið- unum þar í landi úr 20 í 18. Þá ákvað franska sambandið að leyfa liðum að kaupa þrjá er- lenda leikmenn en lið hafa liingað til mátt leika með tvo erlenda leikmenn hverju sinni. Þessar breytingar taka gildi þegar keppnistímabiliö 1991- 1992 hefst. Enn um Maradona Enn eru fjölmiðlar í Frakklandi og á ítal- íu að velta sér upp úr hugsanlegri sölu á Maradona frá Napolí til Mar- seille. Það virðist ekki duga að Maradona segist ætla að leika áfram meö Napolí en haim hef- ur marglýst því yfir. Bemard Tapie, forseti Marseille, sagði á dögunum: „Málinu er lokið og ég vil ekki heyra meira um þetta. Ég hef ekki einu sinni látið mig dreyma um að okkur gæfist kostur á að fá Maradona í okkar lið. Og ég hef aldrei rætt þetta mál viö forráöamenn Napolí. En ef Maradona óskar einhvem tímann eftir fundi með okkur þá verður honum komiö á samstundis. Öruggur sigur hjá heimsmeistaranum Tékkneski spjótkast- arinn Jan Zelezny vann ömggan sigur í spjótkasti á alþjóð- legu móti sem fram fór í Brat- islava. Zelezny, sem er heims- meistari í spjótkasti, kastaði 84,74 metra, sem er 12 cm lengra en Islandsmet Einars Vilhjálmssonar. • Curtis Strange farinn að fagna sigri á US Open í gærkvöldi er hann gengur upp 18. Open annað árið í röð en engum öðrum kylfingi hefur áður tekist það. og síðustu brautina. Strange vann það ótrúlega afrek að vinna US Simamynd/Reuter n 89. US Open atvmnumannamótið í golíi: Núna sigraði ég fyrir mig“ - sagði Curtis Strange sem sigraði glæsilega )L „Eg spilaði mjög traust golf og lengstum með vomina að leiðar- ljósi. í fyrra vann ég þetta mót fyrir foöur minn sem dó þegar ég var ungur en núna vann ég þetta fyrir mig sjálfan. Mig langaði heil ósköp til að vinna að þessu sinni,“ sagði Bandaríkja- maðurinn Curtis Strange eftir að hann haföi tryggt sér nauman sig- ur á US Open stórmótinu í golfi en mótinu lauk í gærkvöldi. Strange lék holurnar 72 á 278 höggum (71-64-73-70), tveimur höggum undir pari vallarins og er hann fyrsti kylfingurinn í sögu þessa merka móts sem nær að vinna sigur tvö ár í röð. Sigur Strange hékk á bláþræði. í öðru sæti á hæla hans komu þrír kylf- ingar; Mark McCumber, Banda- ríkjunum, Ian Woosnam, Wales, og Chip Beck, allir á 279 höggum. Brian Claar, Bandaríkjunum, kom næstur á Bandaríkjunum, á 280 höggum. Fimmti varð Japaninn Jumbo Ozaki á 281 höggi ásamt Scott Simpson. • Margir þekktustu kylfingarn- ir voru aftarlega á merinni. Paul Azinger varð 9. á 283 höggum, Tom Kite, sem hafði eins höggs forystu fyrir síðasta daginn, varð 11. á 283 höggum, Nick Faldo varð 18. á 285 höggum, Raymond Floyd varð 26. á 287 höggurn, Greg Norman í 39. sæti á 289 höggum, Severiano Bal- lesteros 43. á 290 höggum, Jack Nicklaus 45. á 290 höggum, Tom Watson 51. á 292 höggum og Bern- hard Langer 61. á 294 höggum. Alls kepptu 70 kylfingar á mótinu. -SK Frétta- stúfar Frábær árangur náð- I ist í mörgum grein- 1 um um helgina á austur-þýska meist- aramótlnu í sundi. Til aö mynda synti Manuela Stellmach 200 metra skriösund á 58,66 sekúndum sem er besti tími sem náðst hefur í greininni í ár. Þá setti. Patrick Kuehlk austur-þýskt met í 400 metra fjórsundi, synti á 4:16,63 mínút- um. • Manehester United mun mæta til leiks í 1. deild næsta haust með f það minnsta tvo nýja leikmenn. Félagið hefur keypt þá Neil Webb og Michael Phelan. Webb er enskur land- liðsmaður og kemur frá Nott- ingham Forest. Hann hefur leikið 15 landsleiki fyrir Eng- land. Phelan var fyrirliði Nor- wich á síðasta keppnistímabili. United borgaöi 750 þúsund pund fyrir Phelan en ekki er Ijóst enn hvert verðið veröur á Webb.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.