Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Síða 26
26 . MÁNUBAGUR 19, JÚNÍ1989. Iþróttir Frétta- stúfar Allan Mclnally, hlnn marksækni skoski framherji, hefur ver- ið seldur frá Aston VUla til Bayern Munchen. Mclnally, sem var einn af markahæstu mönnum ensku 1. deildarinnar í fyrra, hefur lofað að skora a.m.k. 20 mörk fyrir Bayern á næsta keppnis- timabUi. Liðsmenn Bayern Munchen eru núverandi meist- arar í Vestur-Þýskalandi og hafa því tililinn að verja á næsta timabili. Stiles sagt upp störfum hjá WBA Nobby StUes, einn af frægustu leikmönn- um ensku heims- meistaranna 1966, hefur verið aðstoðarþjálfari hjá West Bromwich Albion undan- farin 5 ár. Á dögunum var hon- um hins vegar sagt upp störf- um hjá Albion. Líklegt er að Stuart Pearson, sem áöur var hjá Manchester United, verði ráöinn sem aðstoðarmaður Brian Talbot sem nú er við stjómvölinn hjá WBA. McLintock ráðinn stjóri hjá West Ham? LUdegt þykir að Frank McLintock, fyrrum leikmaður Arsenal, verði ráöinn framkvæmdastjóri 2. deUdar liðs West Ham. „Hamramir" féUu úr 1. deUdinni nú í vor og þá sagði John Lyall upp störf- um. LyaU hafði verið stjóri hjá West Ham í rúmlega 15 ár en í allt hafa 4 framkvæmdastjórar verið við stjóm hjá Lundúnafé- laginu frá lokum síðari heims- styrjaldar. Huggins hjá Fylki tvífari John Barnes? Claude Huggins, sem mun á næstunni byrja aö leika með Fylki í 1. deidinni, er frá sömu borg á Jamaíka og Liverpool-Ieikmaðurinn John Baraes. Þeir em reyndar taldir mjög svo líkir í útliti. Bames er sem kunnugt er geysUega snjall leikmaður og spumingin er hvort Huggins er svipaður að styrkleika og fyrrum landi hans frá Jamaíka. Það væri a.m.k. ekki verra fyrir Fylkis- menn sem eiga fyrir höndum erflða baráttu í 1. deUd. Ceitic kaupir Mike Galloway Skosku bikarmeist- aramir Celtic keyptu fyrir helgi framherj- ann Mike GaUoway frá Hearts fyrir hálfa miUjón punda. GaUoway, sem er 24 ára, skoraöi mörg mörk fyrir Hearts í síðustu Evrópukeppni en EdinborgarUðið keypti hann fyrir aðeins 15 þúsund frá HaU- fax fyrir tveimur árum. Atkinson enn með budduna á iofti Ron Atkinson, hinn kaupglaði fram- kvæmdastjóri Shefli- eld Wednesday, hef- ur enn eina ferðina tekið upp budduna og snarað út 350 þús- und pundum tU kaupa á tveim- ur leikmönnum Walsall. Leik- mennirnir heita Craig Sha- kespeare og Mark Taylor en sá fyrmefndi hefur undanfarið veriö eltur af mörgum þekkt- um félögum. Þess má geta aö Shakespeare er miðvallarspU- ari og þetta gæti þýtt að Sigurð- ur Jónsson væri brátt á forum frá Wednesday. • Jupp Heynckes, framkvæmdastjóri Bayern Miinchen, sem er til vinstri á myndinni, brosir sínu blíðasta við verðlaunaafhendinguna á ólympíuleikvang- inum á laugardaginn var. Með honum á myndinni eru Raimond Aumann, markvörður liðsins, og miðvallarleikmaðurinn Armin Eck heldur á verðlauna- skildinum. Símamynd/Reuter Sigrínum fagnað í ellefta skiptið - mlkil sigurgleði í Mimchen. Stuttgart vann sér sæti í UEFA-keppninni Bayem Múnchen var afhentur 11. meistaratitillinn í sögu fé- lagsins á laugardaginn var en þá var leikinn síðasta umferðin í úrvalsdeildinni. Bayem Múnchen er vel að sigrinum komið í deildinni en hðið lék seinni hluta mótsins stórkostlega knatt- spymu og vann nokkra leiki með umtalsverðum yfirburðum. Bayem vann stórsigur á Bochum á ólympíuleikvanginum á laugardaginn var. Lokatölur leiksins urðu 5-0 og 70 þúsund áhorfendur, sem troðfylltu leikvanginn, fognuðu sigrinum að vonum innilega. Roland Wohlfarth skoraði fjögur markanna en Olaf Thon eitt. Um kvöldið komu íbúar Múnchen í þúsundatali saman í miðborginni og dönsuðu langt fram eftir nóttu. Stuttgart tapaði fyrir Bremen, 0-3, á útivelli og þrátt fyrir ósigurinn vann liðið sér sæti í UEFA-keppninni á hausti komanda. Borussia Mönc- hengladbach háði talsverða keppni við Stuttgart um UEFA-sætiö en Gladbach fékk stóran skell á heima- velli gegn Hamburg, 0-4, og þar með var draumurinn um UEFA-sæti úr sögunni. Hannover og Stuttgarter Kickers féllu í 2. deild en Eintracht Frank- furt, sem lenti í þriðja neðsta sæti, leikur gegn liöinu sem hafnaði í öðru sæti í 2. deild um sæti í úrvalsdeild- inni. Fyrir síðustu umferðina var allt útlit fyrir að Thomas Allofs, Köln, yrði markakóngur deildarinnar. Það fór á annan veg því að Roland Wo- hlfarth skoraði fjögur mörk fyrir Bayem Múnchen og því deila þeir félagarnir meö sér markakóngstitl- inum með 17 mörk. Uwe Bein, Hamb- urg SV, skoraði 15 mörk. 209 þúsund áhorfendur horfðu á leikina í lokaumferðinni en alls lögðu 5,6 milljónir leið sína á leikina á keppnistímabilinu. 18.292 voru að meðaltali á leik og er það fjórða lægsta meðaltalið frá árinu 1963. Urslit leikja í lokaumferðinni: Gladbach - Hamburg...........Ori Mannheim - Köln..............2-1 Bayem - Bochum...............5-0 St. Pauli - Uerdingen........5-1 Hannover - Frankfurt.........1-1 Bremen - Stuttgart...........3-0 Stuttgarter K - Númberg......1-0 Leverkusen - Kaiserslautern..0-1 Dortmund - Karlsruhe.........3-2 Lokastaðan í vestur-þýsku úrvals- deildinni í knattspymu varð þessi: Bayem........34 19 12 3 67-26 50 Köln.........34 18 9 7 58-30 45 Bremen.......34 18 8 8 55-32 44 Hamburg......34 17 9 8 60-36 43 Stuttgart....34 16 7 11 58ri9 39 Gladbach.....34 12 14 8 44-43 38 Dortmund.....34 12 13 9 56-40 37 Leverkusen...34 10 14 10 45-44 34 Kaiserslautem .34 10 13 11 47-44 33 St. Pauli....34 9 14 11 41-42 32 Karlsruhe....34 12 8 14 48-51 32 Mannheim.....34 10 11 13 43-52 31 Uerdingen....34 10 11 13 50-60 31 Númberg......34 8 10 16 36-54 26 Bochum.......34 9 8 17 37-57 26 Frankfurt....34 8 10 16 30-53 26 StuttgarterK ....34 10 6 18 41-68 26 Hannover.....34 4 11 19 36-71 19 -JKS Frétta- stúfar Super Itölsku meistararnir AC Milano unnu bik- armeistarana Samp- doria, 3-1, í leik um Cup bikarinn. Þessi keppni milli deildar- og bikar- meistaranna var haldin í fyrsta sinn á Ítalíu. Frank Rijkaard, Marco Van Basten og Graziano Mannari gerðu mörk Milano en Gianluca Vialli skoraði eina mark Sampdoria. Allofs fer á bernskuslóðirnar Thomas Allofs, marka- skorarinn rnikh, hefur verið seldur frá Köln til Fortuna Dusseldorf. Þaö var einmitt í Dusseldorf sem Allofs hóf knattspyrnuferil sinn. Blikur voru á lofti um að Allofs væri á leiö til Strasbourg í FrakkJandi en af því varð ekki. Þorsteinn skiptir í Gróttuna KR-ingurinn Þorsteinn Guðjónsson hefur skipt yfir 13. deOdar lið Gróttu. Þorsteinn hef- ur ekki komist í KR-liðið, hann missti af undirbúningstímabil- inu sökum þess aö hann hefur. verið á fullu í handknattleik. Þorsteinn verður löglegur með Gróttu í seinni hluta mótsins og á án efa eftir að reynast liðinu mikill styrkur í baráttu 3. deild- ar. Waas fer til Stuttgart Herbert Waas, sóknar- maður Leverkusen, hefur verið seldur til Stuttgart. Talið er að kaupverð hans sé 87 milljónir íslenskra króna. í staöinn verður Fritz Walter sennilega látinn fara frá Stuttgart og þar með hafa báöir framheijar liðsins yfirgefið félagið. Jurgen Klins- mann hefur þegar yfírgeflð félag- ið og er kominn tU AC Milano. Ari Haan vill Vanenburg Arie Haan, þjálfari Stuttgart, vill fá fleiri góöa leikmenn til liðs- íns. Hann er nú á hött- unum eftir hollenska landsliðs- manninum Gerald Vanenburg sem leikur með PSV Eindhoven. Vanenburg er 25 ára gamall og varö Evrópumeistari með hol- lenska landsliðinu í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.