Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Side 27
M'ÁNUDk'Gl/R 19. JÚNÍ 1989. 27 Þrír náðu að bæta sig Þrír íslenskir hlauparar náöu sínum besta árangri á mótum í Vestur-Þýskalandi í vikunni. Jóhann Ingibergs- son, FH, og Gunnlaugur Skúlason, UMSS, kepptu í Koblenz á miðvikudag og Daníel Guðmundsson, USAH, í Essen á mánudag. Jóhann og Gunnlaugur hlupu báðir 5000 metra í fyrsta skipti undir 15 mínút- um. Jóhann fékk tímann 14:52,37 mínútur og Gunn- lauguf 14:57,53. Daníel hljóp hins vegar 1500 metra í fyrsta skipti undir 4 mínútum, fékk tímann 3:59,2 mínútur. -VS Harðnandi samkeppni um skóna Kristján Bemb., DV, Belgíu: Þýsku stórfyrirtækin Adid- as og Puma, sem hafa verið allsráðandi á skómarkaði knattspyrnumanna undan- farin ár, hafa fengið verðugan andstæðing að glíma við - ít- alska fyrirtækið Diadora sem hefur notið vaxandi velgengni upp á síðkastið. Arið 1978 seldi Diadora að- eins 28 þúsund pör af skóm en árið 1982 fékk fyrirtækið vind í seglin þegar það gerði samning við brasilísku stjörn- una Zico. Það ár fór salan í 300 þúsund pör og síðan hefur hún vaxið jafnt og þétt. Á síðasta ári seldu ítalirnir 900 þúsund pör og gert er ráð fyrir því að milljóninni verði náð í ár. Enda er Diadora komið með marga af sterk- ustu leikmönnum Evrópu á samning. Adidas og Puma líta keppi- nautinn hornauga og berjast nú fyrir því með kjafti og klóm að halda sínum mark- aði. Það verður þó sífellt erf- iðara með hverju árinu sem líður. íþróttir • Óli Ólsen leiðir Josef Hickersberger til sætis síns á varamannabekk Austurríkis. DV-mynd EJ Þjálfarinn rekinn aftur á bekkinn - var að mótmæla legghlífaleysi Ásgeirs Það vakti nokkra athygli snemma í landsleik íslands og Austurríkis á miðvikudaginn var að Óli Ólsen, sem gegndi stöðu eftirlitsmanns, þurfti að beita handafli til að koma þjálfara Austurríkis, Josef Hickersberger, á sinn stað á varamannabékknum. Hickersberger rauk að hliðarlín- unni og var greinUega mikið niðri fyrir. Ástæðan fyrir upphlaupi hans var sú að hann var að vekja athygh á því að Ásgeir Sigurvinsson væri ekki með legghlífar, en það er nú skylt í leikjum á vegum Alþjóða knattspyrnusambandsins. Eftir að ÓU hafði komið þeim aust- urríska á sinn stað þurfti Ásgeir að setja upp legghlífar. Hins vegar kom það í ljós eftir leikinn að nokkrir leik- manna Austurríkis léku hann á enda án legghlífa! -VS • Séð yfir hluta iþróttavallarins og framkvæmdir við hlaupabrautina. DV-mynd Arni Vallarframkvæmdir í Ólafsvík Ámi E. Aibenssati, DV, Ólafevík Miklar framkvæmdir eru nú í gangi við íþróttavölhmi í Ólafsvík, Verið er að útbúa hlaupabraut í kringum haxm, en fram til þessa hefur ekki verið fullgild 400 metra braut í kringura hann, Þurfti að skipta um jarðveg undir brautinni, þar sem jarövegur þar var leirkenndur og þornaöi seint á vorin. Jafnframt er verið að snyrta bakkann fyiir neðan kirkjuna, en hann liggur að íþróttaveUinum. Þar hefur frá því þessi vöUur var tekinn í notkun verið hálfgert rofa- barð, en nú er búið að slétta það út og brött og slétt brekka bíður þess að vera þakin torfi. Iþróttakennarar Iþróttakennara vantar til starfa víð Vopnafjarðarskóla næsta skólaár. Kennt er í nýju og fullkomnu íþrótta- húsi. Húsnæðisfríðindi í boði fyrir réttindakennara. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 97-31218 eða yfirkennari í síma 97-31108. Skólanefnd HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR BARÓNSSTÍG 47 HEILBRIGÐISRÁÐ REYKJAVÍKUR óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk: LÆKNARITARA við atvinnusjúkdómadeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur, 100% starf. BÓKASAFNSFRÆÐING við bókasafn Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur, 50% starf. MEINATÆKNI við Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis, 50% starf. Ofangreind störf eru laus frá og með 1. júlí 1989. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu framkvæmda- stjóra heilsugæslustöðva, sími 22400. Umsóknum skal skila til skrifstofu Heilsuverndar- stöðvarinnarfyrir kl. 16.00 mánudaginn 26. júní nk. ALL MER vörur, veiðiflotjakkar, vöðlur, Verslunin, Laugavegi 130, flotjakkar o fl- v/Hlemm, sími 23208 Opið kl. 12-18 alla daga nema laugard. Síðumúla 33 símar 681722 og 38125

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.