Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Qupperneq 6
6 LAUGARDA'GIJR 1. JOLÍ 1989. Útlönd Jaruzelski ekki í framboð Wojciech Jaruzelski hershöföingi, sem verið hefur leiötogi Póllands síö- an 1981, tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér sem for- setaframbjóðandi Kommúnista- flokksins. Mælti hann með Czeslaw Kiszczak innanríkisráðherra í hiö valdamikla embætti. Miðstjórn pólska kommúnista- flokksins kom saman í gær til þess að velja frambjóðanda í hið nýja embætti. Heimildarmenn innan flokksins segja að þegar fundurinn hafi verið hálfnaður hafi verið stung- ið upp á Kiszczak. Stuðningsmenn Jaruzelskis höfðu hins vegar við upphaf fundarins verið vissir um að þeirra maður hlyti skjótt útnefningu. Kiszczak hefur verið innanríkis- ráðherra frá því 1981. Jaruzelski mælti með honum sem góðum samn- ingamanni með tilfinningu fyrir þörfum Póllands. í yfirlýsingu Jaruz- elskis sagði að þreytt þjóðfélag hefði rétt til að spyija hvenær sólin myndi skína aftur yfir Póllandi og þykir augljóst að átt hafi verið við erfið- leika Jaruzelskis við stjórn Póllands Jaruzelski við upphaf fundar mið- stjórn ar pólska kommúnistaflokks- ins í gær. Símamynd Reuter undanfarin átta ár. Þegar fundur miðstjómarinnar hófst efndu stjómarandstæðingar til hópgöngu í Varsjá, Katowice og Kiel- ce til að mótmæla framboði Jaruz- elskis. í Varsjá köstuðu mótmælend- ur bensínsprengjum og dósum með rauðri málningu að óeirðalögreglu. Með því að sprauta úr vatnsþrýsti- byssum tókst lögreglunni að dreifa' mannfjöldanum nálægt byggingu þeirri sem miðstjómin fundaði í. Harðlínumenn meðal kommúnista hafa einnig verið óánægðir með Jaruzelski vegna þeirra pólitísku umbóta sem hann hefur boðað. Þingið á að kjósa forseta í næstu viku. Forsetinn mun hafa vald til að útnefna forsætisráðherra, rjúfa þing og lýsa yfir herlögum og neyðar- ástandi. Kiszczak hefur verið hægri hönd Jaruzelskis á þessum áratug. Árið 1981 undirritaði Kiszczak sem innan- ríkisráðherra skipun Jaruzelskis um fangelsun Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu, þegar Jaruzelski setti á herlög til að brjóta Samstöðu á bak aftur. En fyrr á þessu ári var Kiszc- zak aðalsamningamaður stjórnar- innar í viðræðunum við Samstöðu sem leiddu til þess að samtökin voru lögleidd og fijálsar kosningar boðað- ar. í kosningunum unnu frambjóðend- ur Samstöðu yfirgnæfandi sigur á frambjóðendum Kommúnistaflokks- ins. Hafa Samstöðumenn nú 46 pró- sent af 560 sætum í þinginu. Heimildarmenn innan Samstöðu sögðu í gær að Lech Walesa væri á leiöinni til Varsjár til viðræðna við embættismenn kommúnista um það hvort Samstaða myndi samþykkja framboð Kiszczaks. Miklar verðhækkanir í Póllandi að undanfórnu hafa kynt undir óróleik- anum í stjómmálum og í vikunni sakaði Samstaða stjómvöld um brot á samkomulagi því sem gert var í apríl og kveður á um efnahagslegar og'póhtískar umbætur. Verðhækk- animar hafa leitt til mikillar óánægju almennings. Reuter Herinn í Súdan tók völdin í Kharto- um í gær og steypti af stóh stjórn Sadeqs al-Mahdi forsætisráðherra. Það var htt þekktur hðsforingi, Omar Hassam Ahmed al-Bashir, sem th- kynnti um stjómarbyltinguna í rík- isútvarpinu. Kvaðst hann vera for- seti nýs byltingarráðs og lýsti yfir neyðarástandi í landinu. Vopnaðir menn sáust fylgja Mahdi og nokkrum ráðherrum hans í bíla- lest sem brunaði í átt að Kobar fang- elsinu sem er aðalfangelsið í Kharto- um. í norðurhluta borgarinnar þyrptist fólk út á götumar tíl að lýsa yfir stuðningi við valdatökumenn. Ekki virðist sem þeim hafi verið veitt meiriháttar viðnám í höfuðborginni. Undanfama mánuði hafa herinn og stjómin deht um hvemig binda ætti enda á borgarastríðið í suður- hluta landsins og hvemig leysa ætti efnahagskreppuna í landinu. Yfirvöld í Súdan kváðust fyrir tólf dögum hafa komiö upp um samsæri th að koma aftur til valda Jaafar Nimeiri, fyirum forseta. Samkvæmt yfirvöldum var áætlað að gera árás á þingið þegar Mahdi ávarpaði það. Fjórtán hðsforingjar og nær fimmtíu óbreyttir borgarar vom sagðir hafa verið handteknir vegna samsærisá- ætlananna. Nimeiri, sem er í útlegð Sadek al-Mahdi, forsætisráðherra Súdan, sem steypt var af stóli í gær. Simamynd Reuter í Egyptafandi, neitaði öllum sakar- giftum um samsæri. í febrúar síðasthðnum settu liðs- foringjar Mahdi forsætisráðherra úrshtakosti. Kröfðust þeir póhtískra umbóta og að annaðhvort yrði endi bundinn á styijöldina í suðurhluta landsins eða hernum fengin fleiri vopn th að beijast gegn skæruhðum. Undanfama mánuði hefur stjómar- herinn beðiö lægri hlut fyrir skæm- höum og misst yfir tíu borgir í þeirra hendur. Hemaðarsérfræðingar telja í Súdan að hvomgur aöihnn geti unnið í þessu stríði. Bashir sakaði stjórnina og stjórn- málaflokkana í landinu um að hafa stuðlað að óeiningu og ekki stutt herinn í stríðinu sem staöiö hefur í sex ár. Kenndi hann Mahdi um bæði stjórnmála- og efnahagskreppuna í Súdan sem er eitt af fátækustu lönd- um Afríku. Norðurhluti og miðhluti Súdans er arabískt menningarsvæði þar sem flestir em múhameðstrúar en í suðri eru margir andatrúar eða kristnir. Tahð er að tvö hundruð og fimmtíu þúsund manns í suðurhluta Súdans hafi dáið úr hungri síðasthðið ár og er styrjöldinni þar aðahega kennt um. Mihjónir flóttamanna hafa flúið norður á bóginn og hefur koma þeirra valdið frekari efnahagsörðug- leikum. Sameinuðu þjóðimar áætla að um hundrað þúsund manns geti látist úr hungri á þessu ári. Mahdi forsætisráðherra tók við völdum 1986 og var hann fyrsti kjörni leiðtogi Súdans í sautján ár. Hann varð fyrst forsætisráðherra 1966 þrí- tugur að aldri en varð að fara frá tíu mánuðum síðar. Eftir að Nimeiri hershöfðingi tók völdin 1969 var Mahdi handtekinn og sendur í útlegð 1970. Við komu sína th Súdan 1972 Tvö hundruð og fimmtiu þúsund manns létust úr hungri í Súdan á síðasta ári. Talið er að hundrað þúsund geti dáið hungurdauða á þessu ári. var hann tekinn höndum og aftur sendur í útlegð. Ekki gafst hann upp og enn einu sinni, árið 1983, var handtekinn fyrir að setja sig upp á móti lögum múhameðstrúarmanna. Nimeiri, sem nú er í útlegð í Egypta- landi, var steypt af stóli 1985. Súdan var undir ensk-egypskri stjórn frá 1898 til 1953 þegar landið fékk heimastjóm 1953. Þremur árum síðar varð $údan sjálfstætt ríki. Reuter KR-völlur sunnudag kl. 20.00 KR-FRAM í Islandsmótinu - Hörpudeild Hornaflokkur Kópavogs leikur frá kl. 19.30 í boði söluturnsins Stansið v/Kaplaskj óls veg. í hálfleik verður ferðaleikur Útsýnar og KR. Ferðavinningar að verðmæti 60.000 kr. tJTSÝN Tölvupappír ílll FORMPRENT Hvcrfisqofu /B simar 7b9b0 ?‘jbbb í Frakklandi, þangaö sem Mik- hail Gorbatsjov, forseti Sovétríkj- anna, er væntanlegur í heimsókn í næstu viku, hefur nú giipið um sig sama Gorbatsjovæöið og greip V-Þjóðverja þegar liann var þar á ferð. Tveir af hverjum þremur Frökkum eru svo hrifnir af Gor- batsjov að þeir treysta honura næstura því jafnvel og sjálfura Frakklandsforseta, Francois Mit- terrand. Það sýna þrjár skoðana- kannanir sem hafa verið gerðar fyrir heimsókn Gorbatsjovs á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku. Þeir sem em hrifhastir af Gor- batsjov eru karlmenn, fyrst og fremst þeir sem komnir em á eft- irlaun, en einnig háttsettir emþ ættismenn, læknar og lögfræð- ingar. Og Gorbatsjov nýtur meira fylps meðal hægri manna og sós- íalista en meðal kommúnista. TT Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlánóverðtryggð Sparisjóðsbaekurób. 14-18 Úb Sparireikningar 3jamán. uppsögn 15-20 Vb,Úb 6mán. uppsögn 16-22 Vb 12mán.uppsögn 18-20 Úb 18mán. uppsögn 32 lb Tékkareikningar, alm. 3-9 Ab.Sp Sértékkareikningar 4-17 Vb.Ab Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Vb 6mán. uppsögn 2,5-3 Allir Innlán meðsérkjörum 27-35 nema Sp Ab Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 8-8,75 Ab Sterlingspund 11,75-13 Lb.Bb,- Ib.Vb,- Sb Vestur-þýskmörk 5,25-6 Sb.Ab Danskarkrónur 7,75-8,25 Lb.lb,- ÚTLÁNSVEXTIR (%) Vb.Sp lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 30,5-34,5 Sb Viöskiptavíxlar(forv-) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 33-37,25 Sb Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 34,5-39 Lb Utlán verðtryggð Skuldabréf 7,25-8,75 Lb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 27.5-37 Úb SDR 10-10,5 Lb Bandaríkjadalir 11-11.25 Allir Sterlingspund 15,75-16 nema Úb Allir Vestur-þýsk mörk 8,25-8,5 nema Úb Úb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 42,8 MEÐALVEXTIR överðtr. júlí 89 34,2 Verötr. júlí 89 7,9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalajúlí 2540 stig Byggingavísitalajúlí 461,5stig Byggingavísitala júlí 144,3 stig Húsaleiguvísitala 5% haekkun 1. júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóöa Einingabréf 1 3,997 Einingabréf 2 2.218 Einingabréf 3 2,609 Skammtímabréf 1.-377 Lífeyrisbréf 2.010 Gengisbréf 1.783 Kjarabréf 3,959 Markbréf 2,097 Tekjubréf 1,752 Skyndibréf 1,205 Fjölþjóðabréf 1,268 Sjóösbréf 1 1,918 Sjóösbréf 2 1,534 Sjóðsbréf 3 1,355 Sjóösbréf 4 1,219 Vaxtasjóðsbréf 1,3555 HLUTABREF Söluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 300 kr. Eimskip 360 kr. Flugleiðir 175 kr. Hampiðjan 164 kr. Hlutabréfasjóður 128 kr. Iðnaðarbankinn 157 kr. Skagstrendingur hf. 212 kr. Útvegsbankinn hf. 135 kr. Verslunarbankinn 145 kr. Tollvörugeymslan hf. 108 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birlast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.