Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989. Breiðsíðan „Ferðin gekk mjög vel og var í alla staði mjög ánægjuleg," sagði Halldór Pálsson hjólreiðagarpur í samtali við Breiðsíðuna. Hann gerði sér lítið fyr- ir og fór af stað á hjólinu sínu fyrir skömmu og var ferðinni heitið í kringum landið. Hjólaði hann um Suður-, Austur- og Norðurlandið en er hann var á Blönduósi brotnaði öxull af hjóhnu og varð hann að taka rútu þaðan til Reykjavíkur. Ferðin tók 18 daga. „Ég er staðráðinn í að klára hring- veginn í ágúst. Fara þá SnæfeUsnes- ið, til Stykkishólms og taka flóabát- inn þaðan til Bijánslækjar og hjóla um Vestfirðina," segir Halldór. Segir hann einna skemmtilegast hafa verið að hjóla yfir HeUisheiðina sem er á leiðinni frá Egilsstöðum til Vopnafjarðar. En um er að ræða einn hæsta íjallveg á landinu. „Það var aUt á kafi í snjó þarna á heiðinni og var hún ófær venjulegum fólksbílum. Ég sökk á hjólinu ofan í snjóinn en veðrið var stórkostlegt og átti ég þama einstakan 17. júní. Ég var heppinn með veður mestaila ferðina, sérstaklega var það gott þeg- ar ég var fyrir austan. Mótvindur gerði mér þó stundum erfitt fyrir. Þetta er mjög sérstakur ferðamáti. Maður kynnist landinu betur og öðruvísi heldur en ef ferðast er á bU. Snertingin er svo mikil við náttúr- una. Ég er mjög ánægður með hve ökumenn voru tUlitssamir og hvet ég fleiri til að nota þennan ferða- máta.“ Sá hjól í búðarglugga Halldór segist hafa verið að ganga framhjá reiðhjólaverslun í fyrra- sumar þegar hann rak augun í svo- nefnd fjallahjól. Þá datt honum í hug að gaman gæti verið að ferðast um landið á hjóU. Því skeUti hann sér á eitt slíkt hjól og hjólaði í fyrrasumar til Sauðárkróks. Eftir þá ferð var hann ákveðinn í að hjóla hringveg- inn nú í sumar. „Ég var búinn að undirbúa mig vel fyrir ferðina. Ég hjólaði fram og aftur til Keflavíkur, Þingvalla, Selfoss og fleiri staða. Einnig hljóp ég mikið og var í þrekæflngum. Var ég því nokk- uð vel á mig kominn er ég fór af stað. Ég fór dáhtið geyst af stað í byijun en svo gat ég hjólað lengra og lengra á hverjum degi. Fötin mín hafði ég á bögglabera en gisti hjá ferðaþjónustu bænda, á hótelum og hjá vinum og kunningjum." Halldór er svo sem ekki vanur að setja hlutina fyrir sig. í tvö sumur var hann markvörður Þróttar í Nes- kaupstað þótt hann byggi og ynni í Reykjavík. Flaug hann bara á milli þegar leikir voru en hann fékk aö æfa með KR. Halldór segir líðan síðan mjög góða eftir þessa miklu hjólaferð og að átta kíló hafi hrunið af sér, orðið eftir einhvers staðar úti á vegum. Hann starfar sem aðalféhirðir í Iðnaðar- bankanum í Lækjargötu og segir hann samstarfsfólkið hafa fylgst vel með sér á ferðinni. „Ég hringdi reglulega í bílstjóra bankans og sagði honum hvar ég væri og hvernig gengi. Hann flutti svo fréttir af mér á mUli starfsfólks- ins. Það var mjög hvetjandi að vita af því að það fylgdist með mér. - Og hvert á svo að fara næsta sum- ar? „Mér var að detta í hug að fljúga tfl Lúxemborgar og hjóla þaðan eitt- hvað um Evrópu. Ef til viU væri snið- ugt að hjóla suður til Ítalíu og bregða sér á heimsmeistaramótið í knatt- spymu...“ -RóG. Hjólagarpurinn Halldór Pálsson er hér kominn til Sauðárkróks. Hann gerði sér lítið fyrir í sumarfríinu og hjólaði mestallan hringveginn. Þú ert 2000 krónum ríkari! ~^ ■ K ■ ■• •- *¥ &:í Þessir frísku krakkar nutu góöa veðursins i vikunni og léku sér í Hljómskálagaröinum í „snú snú“. Af mikilli einbeitni hoppaði hún í gegnum bandið þessi unga stúlka. Hún fær verðlaun frá DV fyrir frammistööuna. Stúlkan er 2000 krónum ríkari og getur vitjað peninganna á ritstjórn DV, Þverholti 11. -RóG./DV-mynd JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.