Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Page 14
14 Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (1)27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI Í1 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Gengið stendur tæpt Skráö gengi krónunnar stendur tæpt um þessar mundir. Gengið er í raun fallið. En ríkisstjórn og Seðla- banki hika við. Það vakir fyrst og fremst fyrir ríkis- stjórninni að reita launþegasamtökin ekki til frekari reiði. Þó er víðtækur ágreiningur í stjórninni um, hvað gera skuli. Lanþegasamtökin náðu nokkrum viðbrögð- um, þegar þau mótmæltu verðhækkunum, sem stjórnin stóð fyrir. Yfir tuttugu þúsund manns mættu á úti- fundi. Launþegasamtökin náðu viðbrögðum við ákalli um tímabundinn samdrátt í kaupum á mjólkurvörum. Þau fengu ekki slík viðbrögð, þegar þau hvöttu laun- þega til að aka ekki bifreiðum sínum. Foringjar laun- þega fundu þó að samanlögðu til nokkurs máttar. Þeir töldu, að þeir gætu haft áhrif á valdhafa með slíkum aðgerðum. Þeir hétu framhaldi á þeim. Fyrst og fremst munu forystumenn launþega hafa talið, að þeir hefðu áhrif á landsfeðurna, af því að hinir síðarnefndu óttuð- ust um fylgi sitt. En hvað hefur gerzt? Ekkert. Ríkis- stjórnin þumbast við, og hún hefur í raun haft sitt fram. En landsmenn vita, að launþegaforystan getur í raun ekkert meira gert. Hún er jú bundin af samningum. Landsmenn ættu samt að gera skýran greinarmun á mótmælum launþegahreyfmga, sem spretta af órétt- mætum verðhækkunum, og andmælum, sem spretta af gengislækkun, eins og vel gætu orðið. Gengislækkun er nokkuð, sem ekki verður umflúið til lengdar úr þessu. Gengislækkun orsakast vissulega af því, að stjórnvöld hér hafa farið illa að ráði sínu. En það væri rangt af launþegasamtökunum að skera upp herör til þess að mótmæla gengislækkun sem slíkri. Það er þó meðal þess, sem stjórnvöld óttast. Gengislækkun eykur verðbólgu. Hún hækkar verðlag. En staðan er nú sú, að gengislækkun nýtist útflutningsatvinnuvegunum betur en oft áður, af því að henni verður ekki strax mætt með kauphækkunum. Vissulega fmnst okkur sárt að sitja með ríksstjórn, sem hefur hleypt verðlagi úr böndunum, þannig að grípa verður til gengislækkunar. En við því verður ekki lengur gert. Ríkisstjórnin hefur raunár bundið sig með loforðum í þessum efnum. Hún hét fiskvinnslunni því í síðustu samningum, að hagur fiskvinnslunnar skyldi verða þokkalegur allan samningstímann. Nú er líklegt, að fisk- vinnslan sé rekin með fjögurra prósenta tapi. Ef við miðum við, að fiskvinnslan ætti að vera eitt prósent eða svo í hagnaði, má gera ráð fyrir, að gengislækkun nú þyrfti að verða um sex prósent. Verði gengislækkun dregin á langinn, þarf enn meiri gengislækkun, því að tapið safnast upp hjá fiskvinnslunni. Við getum enn- fremur gert ráð fyrir, að svipaða gengislækkun þyrfti í haust - til dæmis önnur sex prósent. Þjóðin tapar bara á því að fresta gengislækkun, því að þá verður þörfin meiri. En hver ríkisstjórnin af annarri þvæhst í milli- færsluleiðum, sem hefna sín. Þær skekkja stöðu fram- leiðslunnar. Eins og sagt var, er ágreiningur í rikisstjórninni um þessi efni. Svonefndir fastgengismenn eiga talsvert fylgi í ríkisstjórn og Seðlabanka. Slík stefna gæti átt erindi við aðrar aðstæður. En hún hefur ekkert gildi við núver- andi stöðu. Þvert á móti tefur hún þær aðgerðir, sem nauðsynlegar eru. Vissulega ber jafnan að hafa í huga, að fækka þarf frystihúsum hér. En það er illt verk að keyra aha fiskvinnsluna 1 stórtap, þegar shkt gerist ein- ungis vegna skammsýni stjórnvalda. Haukur Helgason LAUGAKDAGUR 1. JÚLÍ 1989. Sosuke Uno forsætisráðherra (t.v.) lagar barmmerki á fundi Bankasambands Japans í Tókíó. Meö honum er Murajama fjármálaráðherra. Japanska valdaflokk- inn er að daga uppi Eftir aldarþriðjungs valdaferil verður ekki betur séð en Frjáls- lyndi lýðræðisflokkurinn í Japan sé í íjörbrotum. Forsætisráðherrar flokksis, sem stjórnað hefur landinu samfleytt í 34 ár, hrökklast frá með smán hver af öðrum. Nýaf- staðinn ósigur í aukakosningu spá- ir ekki góöu um árangur flokksins í borgar- og sveitarstjómakosning- um 2. júlí og kosningum til helm- ings sæta í efri deiid Japansþings 23. júlí. Verði úrslitin flokknum í óhag gæti forustan átt það fangaráð eitt að ijúfa neðri deildina, sem fer með hið raunverulega vald, og fara í kosningar upp á líf og dauða áður en stjómarandstöðunni gæfist tóm til að búa sig undir úrslitaátökin. Á yfirborðinu snýst framvinda mála í Japan um hneykslismál, fé- burð og stjómmálamenn og mútu- þægni þeirra ellegar kvennafar þeirra sem ekki em orðaðir við fjármálaspillingu. En undir niðri er anhað og meira á ferðinni. Stjómmálakerfiö, sem ríkt hefur í Japan undanfama áratugi, er kom- ið í kreppu. Það dugir ekki lengur öðm öflugasta fjármálaveldi og iðnríki jaröar við þær aðstæður sem uppgangur Japans hefur átt meginþátt í aö skapa. Japanska efnahagsundrið er ekki afrakstur stefnu sem stjórnmála- menn hafa mótað. Raunveruleg stefnumótun hefur allan eftir- stríðstímann verið í höndum emb- ættismanna ríkisstofnana, hags- munasamtaka atvinnuvega og for- vígismanna stórfyrirtækja. í skjóh bandarískrar forsjár í öryggismál- um hafa japanskir iðnrekendur og kaupsýslumenn byggt upp með dyggri aðstoð opinberra stofnana veldi sem nú kallar fram viðfangs- efni sem ekki er á færi tæknikrat- ískra úrlausna að ráöa fram úr. Sér í lagi kalla viðskiptaárekstrar við Bandaríkin, vegna óheyrilegs greiösluhalla þeirra gagnvart Jap- an sem vekur upp kröfur í Banda- ríkjunum um viðskiptaþvinganir til að opna japanska markaöinn fyrir bandarískum aöilum, á póht- ískar lausnir af vandasamasta tagi. Þá kemur í ljós hve japanska stjómmálaforustan hefur verið yfirborðsleg á hðnum áratugum. Meðan embættismenn og athafna- menn hjálpuðust að því að gera landið að efnahagslegu stórveldi, létu stjómmálamenn Frjálslynda lýðræðisflokksins sér nægja að þjálfa hæfnina til að bítast um hver þeirra skyldi á hveijum tíma koma fram gagnvart þjóðinni og um- heiminum í stjórnskipulegum hlut- verkum sem veriö hafa innantóm i raun miðaö við það sem gerist í venjulegum þingræðisríkjum. Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur frá upphafi verið margskipt- ur í skipulagöar flokksdeildir og lýtur hver sínum foringja. Forustu- hæfni hans mæhst í því hve vel honum verður ágengt að afla stór- fjár til reksturs dehdarinnar í keppni við ahar hinar. Fénu er annars vegar varið th að standa Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson straum af kosningabaráttu fylgis- manna þar sem kjósendur ætlast til að sér sé hyglað með ýmsum hætti, hins vegar th að efla dehdina til áhrifa innan þingflokksins. Rífleg framlög fyrirtækja og ein- stakra auðmanna. th japanskra stjórnmálaforingja hafa viðgengist frá því núverandi kerfi var komið á en útyfir tók og að hneyksh varð atferh nýgræðings í stórfyrirtækja- hópnum, Recruit Cosmos Co. Aðal- eigandi þess, Hiromasa Eroe, hófst af sjálfum sér frá því hann stofnaði ráðningamiðlun á háskólaárum. Úr er orðin fyrirtækjasamsteypa í upplýsingaiðnaði og fasteignavið- skiptum sem velti um 200 milljörð- um króna á síðasta ári. Eroe telur sín fyrirtæki eiga und- ir högg að sækja gagnvart þétt- riðnu hagsmunaneti gamalgróinna fyrirtækja og klíkumyndana eig- enda og stjórnenda þeirra. Þennan mun hugðist hann vega upp með þeim mun ríkulegri framlögum th áhrifamikhla stjórnmálamanna. Ríkissaksóknari komst í máliö, blöð tóku upp, og í ljós kom að jap- anskur almenningur hefur fengið ihan bifur á samkrulh stjómmála og peningamála. Áður en langt um leið höfðu þrír ráöherrar í stjórn Noboru Takeshita orðið að segja af sér og loks forsætisráðherrann sjálfur. Þá varð Jasuhiro Naka- sone, fyrirrennari Takeshita og sá sem gert hafði hann aö eftirmanni sínum, foringi öflugustu flokks- deildar Fijálsiynda lýðræðis- flokksins, aö bera vitni um mis- geröir sínar fyrir þingnefnd og síð- an víkja úr þingflokknum. Flokksdeildarforingjarnir þótt- ust í fyrstu ætla að gera hreint fyr- ir sínum dyrum eftir afsögn Takes- hita og buöu forsætisráðherraemb- ættið formanni framkvæmda- stjómar, Masajoshi Ito, sem er kunnur að því að gæta sóma síns í hvívetna, sérstaklega í fjármál- um. En-þegar Ito, sem er hálf- áttræður, gerði kerfisbreytingu að skhyrði fyrir að hann tæki að sér að rétta við áht flokksins, gerðust forkólfar flokksdehdanna honum fráhverfir. Ito krafðist í fyrsta lagi að yngri mönnum yrði hleypt í áhrifastöður, forfrömunar eftir hæfheikum en ekki lengd þingsetu. í öðm lagi krafðist hann að ahir kámaðir af máh Recruit hyrfu úr trúnaðar- stööum fyrir flokkinn og af þingi. Þriðja aðalkrafa Ito var að flokks- dehdir yrðu leystar upp og þing- flokkurinn starfaði sem ein hehd þar sem afl atkvæöa réði. Synjun á að verða við þessum skhmálum, sagði Ito, ber vott um að Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur gert lýðum ljóst að hann er ófær um að breyta sér th batnaöar. Þau orð hafa nú ásannast. í stað þess að verða við kröfum Ito um hreint borð beitti Takeshita sér fyr- ir að draga fram Sosuke Uno, utan- ríkisráðherra í stjóm sinni úr flokksdeild Nakasone en ekki út- bíaðan eftir Recruit. Val Uno vakti illan bifur hjá umbótasinnum í röðum yngri flokksmanna og buðu þeir fram mann á móti honum í forsætisráð- herrastól á þingflokksfundi. Deildaforkólfar sameinuðust um að hindra atkvæðagreiöslu um for- sætisráðherraefnin og einn for- sprakki uppreisnarmanna var um- svifalaust rekinn úr sinni dehd fyr- ir að leyfa sér þá ósvinnu að krefj- ast þess að þingflokkurinn ahur greiddi atkvæði um það sem khku- foringjar höfðu þegar ákveðið. En Uno átti sér líka keppinauta meðal leiðtoga annarra flokks- dehda sem töldu nú rööina komna aö sér eftir að lið Nakasone hafði klúðraö málum svona rækilega. Ekki er að efa að þessir öfundar- menn standa að baki uppljóstrána um að forsætisráðherrann sé ekki aðeins áijáður hórujagari heldur beri frillur hans að hann sé afleitur elskhugi. Fall krónprins einnar af valda- ættum stjórnarflokksins í auka- kosningum í Nhgata, sveitakjör- dæminu norður af Tókíó fyrir hús- móðurinni og sósíahstanum Kinuko Ofusjí, ei ekki síst rakið til þess að Uno gerði þá skyssu aö láta svo mikið sem sjá sig á kosninga- fundum. hvað þá heldur að hann skyldi taka til máls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.