Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989. Kvikmyndir Stéttarb ar átta í Beverly Hills Þegar flett er erlendum kvik- myndatimaritum þessa dagana virðast síður margra þeirra vera undirlagðar undir stórmyndir sumarsins, eins og Indiana Jones, Star Trek og Ghostbusters, svo ein- hveijar séu nefhdar. Þetta leiðir hugann að því hve erfitt það hlýtur að vera að koma mynd á framfæri ef stóru kvikmyndaverin styðja ekki við bakið á framleiðandanum og veita fé til kynningar og mark- aðsmála. En því miöur virðist vera að myndast sú hefð aö kvikmynda- verin leggi fram kynningarfé í réttu hlutfalli við kostnaðinn við gerð viðkomandi myndar. Þetta þýðir í raun að myndir, sem eru gerðar fyrir litla fjármuni, eiga litla sem enga möguleika á því aö hljóta þá kynningu og dreifingu sem þær eiga oft á tíðum skilíð. En það er annar flötur á þessu máli. Þeim mun dýrari sem myndin er þeim mun minni listræn yfirráð hefur leikstjórinn hvað varðar gerð hennar. Framleiðendur taka meiri áhættu og vilja því að allir aðilar feti troðnar slóðir og reyna að sjá til þess að svo sé gert. Margir þekktir leikstjórar, sem hafa rekið sig á að hstrænt vald þeirra hefur verið takmarkað til muna við gerð stórmynda, hafa snúið sér aftur að sjálfstæðri kvikmyndagerð. Hér sést Bartel ásamt einni leikkonunni. Góð lýsing Eftirfarandi viðtal, sem haft var við John Carpenter nýlega, lýsir þessu ef til vill best. Carpenter kom fyrst fram á sjónarsviðið með frumlega og skemmtilega mynd sem gerðist úti í geimnum og nefndist Dark Star. Hann vakti áhuga kvikmyndaveranna sem leyfðu honum að spreyta sig á Assault on Princent 13. Það var þó með Hallowen sem Carpenter sló reglulega í gegn og þá stóð ekki á fjármunum. En því miður virðist sem myndum hans haíl hrakað að gæðum eftir því sem þær urðu viðameiri og dýrari í framleiðslu, eins og Christine, Starman og The Retum of the Living Dead sýna. En gefum Carpenter orðið. „Staðan var orðin sú að ég var farinn að gera dýrar myndir fyrir stóru kvikmyndaverin. Einnig fannst mér orðið erfitt að vinna í Hollywood. Það er ekki sérstaklega sjiennandi að reka viðskipti-þar. Eg hef í sjálfu sér ekkert á móti því að setja um tvo milljarða í gerð kvikmyndar en þá veröur að mað- ur að taka ákvarðanir varöandi gerð hennar sem beinast miklu meira að fjárhagshliöinni en hinni listrænu vegna þess að sjá verður til þess að þeir sem leggja pening- ana fram fái þá aftur. Ég kann því illa við aö eiga viðskipti við ófor- skammað og oft á tíðum. tilfinn- ingalaust fólk. Ég er einnig þeirrar skoðunar að maður getur ekki sett markið hátt sem leikstjóri ef hann má ekki og viU ekki taka neina áhættu. Ég var hreint og beint hættur að hafa gaman af þessu svo ég gerðist aftur sjálfstæður kvik- mynflagerðarmaður. Ég var hepp- inn að þurfa ekki að hafa fjár- hagsáhyggjur svo mér tókst að ná aftur þessari tilfinningu að það sé gaman að gera kvikmyndir.“ Paul Bartel En það eru fleiri en Carpenter sem stunda sjálfstæða kvikmynda- gerð. Einn þeirra er gamanmynda- leiksljórinn Paul Bartel. Að vísu er stórmunur á þeim Carpenter og Bartel því sá síðarnefndi hefur aldrei slegið í gegn svo neinu nemi og hefur því aldrei kynnst öðru en að gera myndir þar sem kostnaði hefur verið haldið í lágmarki. Lít- um t.d á nýjustu mynd Bartels sem ber heitið Scenes from the Class Struggle in Beverly Hills sem var frumsýnd í Bandaríkjunum í byij- un júní. Bartel vissi að hann myndi móðga marga íbúa Beverly Hills en lét það samt hafa lítil áhrif á sig. Það tók hann þó heil tvö ár að finna aðila sem vildu fjármagna gerð myndarinnar. Svarið hjá ráðamönnum Hollywood var alltaf stutt og laggott. „Hugmyndin er góð og handritið er gott en við get- um því miöur ekki komið nálægt gerð myndarinnar.“ Bartel hefur viðurkennt að á tlmabili hafi hann verið tilbúinn gegn sinni bestu sannfæringu aö fella út sum atrið- iðin sem talin voru umdeild. Söguþráður En um hvað er myndin’ ' Jare (leikin af Jacqueline Bisset) er ný- lega búin að missa eiginmann sinn (leikinn af Paul Mazursky). Hann lætur hana þó ekki í friði og birtist henni í sífeÚu þar sem hann játar henni eilífa ást sína. í næsta hús er nýflutt tímabundið kona að nafni Lisabeth (Mary Woronov) ásamt dóttur sinni vegna þess að meindýraeyðar eru að hreinsa burtu síðustu minjamar um fyrr- verandi eiginmann hennar. Mynd- in fjallar síðan um ástarævintýri sem þessar konu lenda í á Beverly Hills. Þar koma ýmsir viö sögu eins og leikritaskáldið, bróðir Lisabeth- ar, tveir þjónar og svo'mætti lengi telja. Hins vegar íjallar Bartel um þetta efni á sinn gamalkunna geggj- aða máta þannig að flestir skemmta sér konunglega. En það kunna þó ekki allir aö meta mynd Bartels. Myndin var kvikmynduð á aðeins 39 dögum sl. sumar og vom sum atriðin skrifuö jafnóðum og kvikmyndað var. „Við vorum með svo margar söguper- sónur að okkur fannst sjálfsagt aö breyta til þegar þörf var á.“ Einn af helstu kvikmyndagagnrýnend- um New York Times gafst upp á að horfa á myndina eftir einar 30 mínútur meðan aðrir klöppuðu henni lof í lófa. Hver er maðurinn? Paul Bartel hefur gengið í gegn- um margt sem leikstjóri. Hann hef- ur getið sér gott orð sem sjálfstæð- ur kvikmyndagerðarmaður sem kann að gera þokkalegar myndir fyrir lítið fé. Hann stundaði nám í kvikmyndagerð og leiklist við UC- LA háskólann. Eftir það ferðaðist hann um tíma í SA-Asíu með leik- flokk og gerði jafnframt kvikmynd um ferð sína. Eftir að hann sneri aftur til Bandaríkjanna fékk hann Fulbright styrk til að stunda fram- haldsnám í kvikmyndagerð á ítal- íu, nánar tiltekið í Róm. Segja má að Ítalía hafi haft mikil áhrif á hvemig kvikmyndagerð Bartels þróaðist, eins og best sást á The Secret Cinema sem fjallaöi um líf ungrar stúlku sem falin kvikmyndatökuvél skráði með góöri aöstoð vina og kunningja. Myndin var um 30 mínútna löng og var dreift í kvikmyndahús með stuttri mynd eftir Brian De Palma sem bar heitið Murder a la Mod. Hasarmyndir Meðan Bartel var í hernum vann hann að gerö kennslumynda og síð- an vann hann á vegum Upplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna í S-Amer- íku að gerð heimildarmynda. Árið 1968 leikstýrði Bartel 12 mínútna kynningarþætti um ólympíuleik- ana í Mexíkóborg og tveimur árum síðar gerði hann aðra stutta mynd sem bar heitið Naugty Nurse og var í gamansömum dúr eins og nafnið gefur til kynna. Það var svo ekki fyrr en 1972 að fyrsta mynd Bartels í fullri lengd leit dagsins ljós en það var hryllingsmyndin Private Parts. Svo virðist sem framleiðendur myndarinnar, MGM, hafi fengið einhverja bakþanka þegar þeir sáu myndina því þeir urðu hræddir um að myndin gæti komið óorði á hiö þekkta MGM merki. Þeir settu því annað fyrirtæki sem framleiðanda eða Premier Production sem notað var þegar lík tilvik skutu upp koll- inum. Paul Bartel hefur síðan komið víða við. Hann vann töluvert fyrir Roger Corman og var meðal annars aðstoðarleikstjóri Steve Carters viö gerð Big Bad Mama. Árið 1975 lét síðan Corman í hendumar á Bartel Death Race 2000 vegna þess að hann hafði fengið þá flugu í kollinn að Bartel væri bílaáhugamaður. Gamanmyndir Bartel gekk erfiðlega að fá fé til kvikmyndagerðar nema þar sem bíllinn var í aðalhlutverki. Hann hafði nú fengið orð á sig fyrir að vera spennumyndaleikstjóri og því hafði enginn áhuga á því að ráða hann sem gamanmyndaleikstjóra. Til að hafa í sig og á leikstýrði hann Cannonball þar sem hann reyndi að fá svolitla skemmtun út úr myndinni með því að einbeita sér aö öðrum þáttum í henni en sem sneru beint aö bílum. En ósk sína um gamanmynd fékk Bartel síðan fljótlega uppfyllta. Það var Eating Raoul sem má lýsa sem ofbeldiskenndum gamanleik án blóðsúthellinga. Þessi mynd festi Bartel í sessi sem gamanmynda- leikstjóra með mjög persónulegum ærslafengnum stíl. Tvær síðustu myndir Bartels hafa þó verið hálfmisheppnaðar. Það voru Not for Publication og Lust in the Dust. Hins vegar má búast við því að hann endurheimti sess sinn sem gamanmyndaleik- stjóri með Scenes from the Class Struggle in Beverly Hills því mynd- in hefur yfirleitt hlotið góða dóma og verið íjallað um hana víða eins og t.d. í Times. Hins vegar ræðst það líklega af vinsældum hennar vestanhafs hvort hún verður tekin til almennra sýninga hérlendis eða sýnd á kvikmyndahátíð. B.H. Helstu heimildir: Films and Filming Monthly Film Bulletin Variety Það eru þær Bisset og Woronov sem fara með aðalhlutverkin. Þaö er Bartel sem er á innfelldu myndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.