Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Qupperneq 22
22'
liAUGARDAGUtt 1: JÚLÍ 1989.
HEILSU (jb LINDIN
NÝBÝLAVEGI24 SÍMI46460
Frábærir Ijósalampar með þremur andlits-
Ijósum. Eimbað og vatnsnudd innifalið í
hverjum Ijósatíma.
10. hverju seldu 10 tíma Ijósakorti fylgja 5
tímar í bónus.
Opið virka daga frá ki. 9 til 22
og laugardaga frá kl. 10 til 17.
FÉLAGSMÁLASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Félagsráðgjafi
Félagsráðgjafa vantar í afleysingar á hverfaskrifstofu
Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar í 6 mánuði.
Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar, Síðumúla 34, á sérstökum eyðu-
blöðum sem þar fást.
Nánari upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi, Erla
Þórðardóttir, í síma 685911.
MENNTASKÓLINN VIÐ HAMRAHLÍÐ
VINNUAÐSTAÐA KENNARA
LYFTA
Tilboð óskast í breytingar og endurbætur á húsnæði Menntaskól-
ans við Hamrahlíð. Meðal annars skal stækka glugga á útveggjum
kjallara í suðurálmu skólans, endurnýja lagnir og setja upp lyftu-
stokk.
Verkinu skal skila I nokkrum áföngum:
Skila skal fyrsta hluta þess 28.8. 1989 en verklok á verkinu í heild
verða 22.4. 1990.
Útboðsgögn verða afhent til föstudagsins 7. júlí gegn 10.000,-
kr. skilatryggingu. Húsið verður væntanlegum bjóðendum til sýn-
is dagana 3., 4. og 7. júlí milli kl. 9 og 12.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðjudaginn 11. júlí 1989
kl. 14.00.
INIMKAUPASTOFIMUIM RÍKISINS
________BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK
9.00 - 22.00
Laugardaga, 9.00 - 14.00
Sunnudaga, 18.00 - 22.00
ER SMÁAUGLÝSINGA
BLADID ^ 55
SÍMINNER Æl M Évmg&má
Hinhlidin
Sægarpinn mikla, Gunnar Martin Úlfsson, langar mest til að hitta Thor Heyerdal, norskan skipasmið.
Ætla að verða
mjög gamall
prakkari
- sægarpurinn Gunnar Martin sýnir á sér hina hliðina
Hann hugöist sigla við annan
mann á DV-bátnum, bát búnum til
úr dagblöðum einum saman, frá
Akranesi til Reykjavikur. Gífurleg
vinna hafði verið lögð í að smíða
bátinn og fylgdust lesendur DV
spenntir með sjóferð þessari. En
hún varð styttri en vonast hafði
verið til. Skipstjórinn og skipa-
smiðurinn Gunnar Martin Úlfsson
sýnir á sér hina hiiðina í dag.
Fullt nafn: Gunnar Martin Úlfsson.
Fæðingardagur og ár: 19. ágúst
1954.
Maki: Kolbrún Svavars- og Ernu-
dóttir.
Böm: Úlfur, 9 ára og Hlynur, 6 ára,
svo er eitt á leiðinni.
Bifreið: Mitsubishi Lancer 1988.
Starf: Auglýsingateiknari.
Laun: Sæmileg.
Áhugamál: Útivera.
Hvað hefur þú fengið margar tölur
réttar i lottóinu? Einu sinni fékk
ég fjórar réttar.
Hvað fmnst þér skemmtilegast að
gera? Þaö er svo margt. Módel-
smíði, útivera og að vera með fjöl-
skyldunni.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Vera með hendur í vösum.
Uppáhaldsmatur: Ekta indverskur,
vel kryddaöur matur.
Uppáhaldsdrykkur: Hiklaust ís-
lensk mjólk.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Tvímælalaust synir
mínir.
Uppáhaldstímarit: National Ge-
ographic.
Fallegasta kona sem þú hefur séð
fyrir utan konuna þína? Ég veit þaö
ekki ég var skotinn í svo mörgum.
Hlynntur eða andvígur rikisstjórn-
inni: Andvígur.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Thor Heyerdal, norskan
skipasmið.
Uppáhaldsleikarí: David Keath.
Uppáhaldsleikkona: Engin sérstök.
Uppáhaldssöngvarí: Enginn.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Þeir
eru ailir jafnlélegir.
Hlynntur eða andvígur hvalveiðum
fslendinga: Hlynntur.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Vísinda-
og fræðsluþættir.
Hlynntur eða andvigur veru varn-
arliðsins hér á landi: Andvígur.
Hver útvarpsrásanna Snnst þér
best? Rás 2.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Ég tek
ekki eftir þeim.
Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða
Sjónvarpið? Horfi svipað á stöðv-
arnar báðar.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ómar
Ragnarsson.
Uppáhaldsskemmtistaður: Get
ekki dæmt það þar sem ég hef ekki
farið á neinn þeirra í lengri tíma.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: ÍBÍ.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Að verða mjög gamall
prakkari.
Hvað ætlar þú að gera i sumarfrí-
inu? Vera í faðmi fjölskyldunnar.
-RóG.