Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1989, Síða 23
LAUGARDAGUK 1. JÚLÍ 1989. 23 LífsspegiU Hvað þýðir það að líta sakleysis- lega eða heiðarlega út? Rétt eins og fólk er ólíkt útlits þá er mjög mis- jafnt hvað það lítur út fyrir að vera heiðarlegt. Tveir bandarískir sálfræðingar sýndu þessu máh áhuga. Þeir vildu vita hvort hópur fólks gæti orðii, sammála um hveijir litu heiðarlega út og hveijir ekki. Rétt eins og fólk er sammála um að ákveðin mann- eskja sé mjög falleg en önnur síður. Og það reyndist ekki vandamál. Þeir sem fengnir voru til starfans gátu auðveldlega skipti fólki í hópa, þ.e.a.s. hverjir að þeirra mati voru heiðarlegir og hveijir óheiðarlegir. Það voru myndir af um 340 manns sem teknar voru til skoðunar og flokkaðar eins og áður segir. Heiðarlegu andlitin og þau síður heiðarlegu litu ólíkt út. Kom í ljós að þeir sem voru brosandi á mynd- unum þóttu líta heiðarlegar út en þeir sem voru alvarlegir og jafnvel grimmir á svip á myndunum. Þá þótti sem karlmenn sem htu beint fram á myndunum væru heiðarlegri en konur sem það gerðu. Slíkt þótti frekar merki um óheiðarleika þegar kona átti í hlut. Augnsvipurinn virt- ist ekki hafa eins mikið að segja og rannsakendumir höfðu gert sér í hugarlund. Hvort menn og konur höfðu þykkar og miklar augabrýr hafði heldur ekkert með þetta að gera. En hvort viðkomandi brosti eða ekki hafði mest áhrif á hvort fólkið virtist heiðarlegt eður ei. Of mikU kaffidrykkja hefur óæskileg áhrif á líkamsstarfsemina og því á almenna hðan þess sem neytir kaffisins. Sífellt kaffiþamb er ávani sem mörgum reynist erfitt aö venja sig af. En það er þess virði aö hætta eöa að minnka kaffi- drykkjuna ef hún er orðin of mikil. Alveg eins og áhrif koffinsins á líkamann veröa vanabindandi má búast við eftirköstum þegar líkam- inn hættir aö fá þetta ávanalyf. Höfuðverkur, þreyta, slappleiki og lystarleysi eru algengustu áhrifin sem líkaminn verður fyrir ef kaffi- drykkju er hætt eða hún minnkuð. Því er ráðlagt að minnka kaffi- drykkjuna smám saman. Þess má þó geta að einn til tveir bohar af kaffi á dag gera engum mein. Ef kaffiö er drukkið sem hressing er best aö neyta þess á miðjum morgni og aftur í eftirmiödaginn. Sist skal þess neytt seint á kvöldin. En koffin er að fá í ýmsum öðrum drykkjum. í meðalkaffiboha eru 100-150 milUgrömm af koffini. í boha af tei eru um 40 milligrömm af koffini. Gos inniheldur svipað magn af þessu vanabindandi efni og te, enda er það koffinið sem mestu gosdrykkjaneytendumir verða háðir. í súkkulaöibolla eru um 10 millígrömm af koffini. Hvað er rómantík? Það að eiga rómantíska stund sam- an þýðir ekki endilega að mála bæinn rauðan. Rómantísk stund á sér ekki síður stað heima í stofu í rólegheitum og jafnvel fyrir framan sjónvarpið. Þetta er áht lesenda ástarsagna en hópur þeirra var beðinn að lýsa því hvað væri rómantík og rómantísk stund í þeirra augum. Að þeirra mati er mun rómantísk- ara að eiga góða stund heima við með þeim heittelskaða eða heittelsk- uðu heldur en að fara út að borða, í leikhús, á ball eða í bíó. Þá var þetta sama fólk spurt hvaða leikarar og söngvarar því þætti hafa rómantískasta yfirbragðið. Kenny Rogers, sveitasöngvarinn góðkunni, var fremstur í flokki á meðal tónhst- armanna, Tom Seheck á meðal leik- ara og Clenn Close þótti bera af öðr- um leikkonum hvað varðar þetta at- riði. Þótt hún hafi oft verið í gervi hjákonu í kvikmyndunum þá skyggði það ekki á hve rómantísk hún þótti. Nærri allir þessir lesendur ástarsagna sögðust þó ekki myndu fyrirgefa maka sínum ef hann reynd- ist þeim ótrúr. Það virðist samkvæmt þessari við- horfskönnun sem gerð var á meðal lesenda ástarsagna sem ástin og róm- antíkin sé til í öUum og að hún komi fyrst og fremst að innan, frá mann- eskjunni sjálfri. Að berast á með elskunni sinni er ekki rómantík. Að spara tíma Það er sífeUt verið að gera okkur lífið léttara. Skyndibitastaðir hafa verið gífurlega vinsæhr um gjörvall- an heim síðustu ár og áratugi. Hrað- inn og tímaálagið eykst stöðugt í stórborgunum og fólk nýtír sér því þessa staði óspart til að magann megi metta. Það er nú svo sem ekki hægaganginum fyrir að fara í þjón- ustu þessara veitingastaða en aUtaf eru fundnar nýjar leiðir til að flýta enn frekar fyrir afgreiðslunni. Nú er hægt að nota póstfaxleiðina við að panta matinn, að minnsta kostí á ýmsum veitingastöðum í New York. Mörg veitingahús eru farin að bjóða upp á þá þjónustu að taka við pöntunum í gegnum póstfaxvélar. Þá geturðu stimplað inn á faxið heitið á þeim mat sem þig langar tíl að gæða þér á. Svo bætírðu við hvenær þú ætlar að sækja hann eða hvort þú vUjir láta senda þér hann. Og ekki nóg með að þú getir pantað með þess- ari leið heldur eru margir veitinga- staðirnir komnir með mjög fullkom- in tæki sem einfaldlega birta myndir af þeim mat sem pantaður er. Þá geta þjónamir sem vinna við afgreiðslu prentað inn á Utlar sér- stakar tölvur, sem þeir hafa á sér, hvað hefur verið pantað. Birtast þá um leið myndir í eldhúsinu, af þeim réttum og drykkjum sem gestimir hafa pantað. Matreiðslumaðurinn getur því byrjað að undirbúa matinn áður en þjónninn hefur svo mikið sem snúið sér við. Og vitanlega sparar þetta tíma sem er svo dýrmætur í nútímaþjóðfélag- inu. Svo þarf að finna tíma til að borða matinn... Að sjá er að trúa Það er ekki alltaf sem maður trúir því sem aðrir segja; ástæður þess geta verið margar. En það sem mað- ur sér sjálfur berum augum er eitt- hvað sem hlýtur að vera satt; eitt- hvað sem hefur gerst, hvort sem aðr- ir koma til með að trúa því eða ekki. Þú hefur séð atburðinn eiga sér stað með eigin augum. Stundum sér maður bara þaö sem vUji er fyrir að sjá og annað látíð fara framhjá. Þaö snertír innri hvat- ir, áhuga og skynjun hveiju sinni. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu viðfangsefni. Hafa niðurstöð- umar verið hvað áhugaverðastar varðandi hungur og fæðu. Þá er kom- ið að skynjunaratriöi í huga fólks. í einni rannsókninni voru sjó- mönnum, sem allir voru mjög svang- ir, sýndar alls kyns og ólikustu fígúr- ur. Þeir áttu svo að lýsa því á eftir hvað þeir sáu. Þar sem sjómennimir höfðu ekki borðað í marga tíma reyndust þeir „sjá með maganum“. Lítil þyrla var tekin fyrir lauk, blekblettur fyrir gaffal, bleikur vasi fyrir flösku af jarðarbeijasafa og þar fram eftir göt- unum. -RóG. VÖRUBILSTJORAR - SKIPSTJORAR VERKTAKAR - ÚTGERÐARMENN ** A morgun, sunnudaginn 2. júlí, verður véla- og tækjasýning í þjónustumiðstöð okkar að Bíldshöfða 6, frá kl. 10-17. Við sýnum og kynnum m.a.: • Volvo vörubifreiðar af öllum stærðum og • gerðum. • Volvo Penta bátavélar (t.d. hina nýju Tamd 1 62A 470 hestafla vél). • Volvo BM og Michigan þungavinnuvélar (t.d. hjólaskóflu með tölvuvog). • Hiab Foco vökvakrana á vörubíla, skip og báta. Einnig verður kynntur á sýningunni nýr Sómi 660 frá Bátasmiðju Guðmundar sem búinn er öflugri Volvo Penta vél. Allir velkomnir - veitlngar á staðnum Brimborg hf. Traust fyrirtæki ísókn... 3 1 ] 1_______ _ Heiðarlegur eða ekki? Klæðnaður karlmannsins Karlmaöur ber það utan á sér hvemig hann er í samskiptum við hitt kynið því klæðnaðurinn getur haft heilmikið um það að segja. Fötín em alltaf það sem er næst líkaman- um og er því oft hægt að lýsa tilfinn- ingum og hegðan fólks þar að lút- andi, eftír klæðaburði. Karlmaður sem gengur í háum, uppreimuðum skóm og/eða stífþress- uðum jakkafótum er ekki líklegur til málamiðlana. Hans leiðir og hug- myndir era þær réttu. Mjög pjattað- ur karlmaður er oftar en ekki nöldr- ari og smámunasamur í nánum sam- skiptum. Slóðinn, aftur á móti, er lík- lega tillitslaus, og vill væntanlega láta konuna gera allt fyrir sig og taka til eftir sig drashð. Sá sem klæðist flíkum úr hinni og þessari áttinni, sem auðsýnilega passa lítt saman, er ef til vill frekar óáreiðanlegur en annars þolinmóður og þægilegur í daglegri umgengni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.