Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1989, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989. Fréttir Hinn nýi eiturefnabúningur slökkviliðsins. DV-mynd BB,ísafirði ísafjörður: Nýr eiturefnabúningur slökkviliðsins Siguijón J. Sigurðssan, DV, ísafrði: Fyrir stuttu fékk Slökkviiið ísa- fjarðar nýstárlegan búning, svokall- aðan eiturefnabúning sem mun vera fyrsti sinnar tegundar hér á Vest- fjörðum. Búningurinn mun verða notaður gegn aUs konar eiturefna- lekum sem kunna að koma upp, t.d. ammoníaks-, lúta- og sýrulekum. Að sögn Þorbjamar Sveinssonar slökkviliðsstjóra kostar svona bún- ingur um 120 þúsund krónur og er ætlunin að fá annan á næsta ári. „Nauðsynlegt er að hafa tvo slíka búninga en við getum samt bjargað okkur með einum, aUa vega ef klórg- as og lík efni leka út,“ sagði Þorbjörn. Flugráð jákvætt gagnvart um- sókn Guðna Að sögn Leifs Magnússonar, for- manns flugráðs, var ráðiö jákvætt í afstöðu sinni gagnvart umsókn Guðna Þórðarsonar en ráðið fékk til umfjöUunar umsókn hans um að fá að hefja áætlunarflug frá Akureyri og Egilsstöðum. Einnig sótti hann um að fá að hefja áætlunarflug til Madríd og Barcelóna á Spáni. Um- sóknin var reyndar afgreidd frá flug- ráði 17. maí og hefur verið í meðferð NM í bridge ungLinga: íslendingar í 5. sæti Norðurlandamót yngri spUara í bridge fór fram um síðustu helgi i Svíþjóð. íslendingar sendu sveit á mótið sem var skipuö þeim Matthíasi Þorvaldssyni, Hrann- ari Erlingssyni, Sveini R. Eiríks- syni, Steingrími G. Péturssyni og Arna Loftssyni. FyrirUði án spilamennsku var Bjöm Ey- steinsson. Mótinu lauk með ömggum sigri A-liös Norðmanna sem skoraðu 41 stigi meir en næsta þjóð. ís- lenska liðið hafnaði í 5. sæti af níu en allar hinar þjóðimar sendu A- og B-sveitir tíl keppni. Lokastaöan var þannig: Noregur, A-sveit, fékk 366 stig, Danmörk, A-sveit, fékk 325 stig, Noregur, B-sveit, fékk 300 stig, Svíðþjóð, A-sveit, fékk 272 stig, Island fékk 270 stig, Finnland, A-sveit, fékk 250 stig, Sviþjóö, B-sveit, fékk 249 stig, Danmörk, B-sveit, fékk 234 stig og B-sveit Finna fékk 177 stig. íslensku pUtarnir eru komung- ir og eiga a.m.k. tvö ár eftir í flokkiyngrispilara. -SMJ hjá samgönguráðuneytinu síðan. Reyndar klofnaði flugráö í afstöðu sinni en tveir flugráðsmenn vora meðmæltir því að veita Guðna leyfi án sérstakra skUyrða. Aðrir tveir flugráðsmenn vUdu hins vegar setja tvö skUyrði. Annars vegar að Guðni legöi fram flutningsspá tU þriggja ára. Hitt skUyrðið laut sérstaklega að Spánaríluginu en þar var kveðiö á um að leyfi til áætlunarflugs leiddi ekki til skerðingar á leiguflugsheim- Udum þeim sem Amarflug og Flug- leiðir hafa nú. Það er nefnUega kveð- ið á um það í lögum að ekki sé leyfi- legt að stunda leiguflug tU þeirra landa sem hafi áætlunarflug. Leifur sagðist sjálfur hafa setið hjá við af- greiðslu málsins. -SMJ Ekki þurfti að leita langt eftir presti á fjórðungsmótinu þvi séra Gunnlaugur Stefánsson, prestur í Heydölum i Breiðdal, kom með félögum sinum í hesta- mannafélaginu Geisla á mótið og átti með mótsgestum helgistund. Guðlaug- ur Tryggvi Karlsson aðstoðaði sr. Gunnlaug við að komast úr hempunni. DV-mynd EJ í dag mælir Dagfari Önnum kafinn ráðherra Það er erfltt aö vera ráðherra á íslandi. Það er meira að segja svo erfitt að ráðherramir mega ekki vera að því að vera ráðherrar. Þeir þurfa að fá sér staðgengla. Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið utanríkisráðherra frá því í fyrra. Hann hefur haft svo mikið að gera í þessu embætti sínu að hann hefur ekki mátt aö því að vera formaður í Alþýðuflokknum og hann hefur alls ekki mátt vera aö því aö sinna dægurpólitíkinni hér heima. Mað- urinn hefur verið á ferð og flugi, í opinberum móttökum, allsherjar- þingum og alþjóðaráðstefnum. Það er helst hann hefur haft tíma til að skreppa á þing hjá alheimssamtök- um sósíaldemókrata og þar hefur hann getað haldið ræður um jafn- aðarstefnuna og ekki er annað að sjá í málgagni ráöherrans en þetta séu hinar merkustu ræður og þar að auki taki menn fullt mark á þessum ræðuhöldum. Dagfari hef- ur líka alltaf sagt það að jafnaðar- stefnan er svo alþjóðleg að hún hentar ekki á íslandi og það er miklu betra fyrir íslenska jafnaðar- menn að boða fagnaðarerindi sitt annars staðar heldur en hér heima. Þar skilja kjósendur þá miklu bet- ur. Ekki þar fyrir að Jón Baldvin hafi verið að tala mikið við erlenda kjósendur en hann hefur veriö að tala við erlenda kollega sína, sem væntanlega hafa síðan farið hver til síns heima og sagt kjósendum sínum hvað Jón Baldvin hafi verið að segja við þá. Nú er Jón Baldvin búinn að taka við formennsku í viðræðum EFTA-þjóðanna við Evrópubanda- lagið. Þar kom að því aö Islending- ar fengju viðurkenningu á erlendri grand. Við höfum alltaf verið af- skiptir í útlöndum og enginn kunn- að að meta okkur síðan Steingrím- ur kenndi aröbunum hvemig þeir eigi að ráða við verðbólguna. Stundum áður höfum við sent sendiherra í ýmiss konar leiðangra til útlanda en nú er Jón Baldvin búinn að skera sendiherrana niður við trog og þeir geta ekki lengur gert garðinn frægan og ráðherrann er því einn um hituna og gerir það svo gott að hann er orðinn að for- manni í útlandinu. Þetta er vitaskuld mikil upphefð fyrir ísland og Jón Baldvin og ekki hægt að búast við því að hann hafi tíma til að sinna sínu heimalandi þegar frami hans er slíkur á er- lendri grund. Hann þarf að sækja milli tuttugu og þijátíu fundi er- lendis á næstunni og verður þess vegna að víkja öðrum minni háttar málum til hliðar á meðan. Ráð- herrann verður þess vegna senni- lega að fá sér staögengil hér heima. Ráðherrann verður að ráöa fyrir sig annan ráðherra til að vera ráö- herra fyrir sig á meðan hann sjálf- ur má ekki vera að því að vera ráðherra. Svona er nú álagið mikiö. íslenskir ráðherrar hafa yfirleitt alltof mikiö að gera. Nú er það til dæmis þannig með Steingrím að hann hefur hvað eftir annað þurft að leggja á sig ferðalög og fundi og hefur lítinn tíma aflögu til að vera ráðherra. Um þessar mundir er laxveiðitíminn í hámarki og Stein- grímur þarf líka að geta sinnt lax- veiðunum og verður þess vegna lít- ið við á næstunni. Dagfari stingur upp á því að Steingrímur fari að dæmi Jóns Baldvins og ráði fyrir sig ráðherra á meðan. Nú kunna kannski margir að spyrja: Verður ekki jafnmikið að gera fyrir vara- ráðherrann og aðalráðherrann? En það mál verður hægt að leysa með því aö vararáðherrann ráði sér staðgengil um leið og fundahöld og ferðalög eru farin að trutia hann frá ráðherrastörfum. Þannig geta heilir þingflokkar komist í ráð- herrastóla á einu og sama kjör- tímabilinu og svo geta stjórnar- flokkar ráðið stjórnarandstöðuna til að gegna ráðherrastörfum þegar allt um þrýtur í þeirra eigin flokk- um. Það er nóg af ráðherraefnum á alþingi. Sannleikurinn er líka sá að það þarf enga ráðherra þótt mikið sé að gera hjá ráðherrum. Landið get- ur þess vegna vel verið ráöherra- laust. Að minnsta kosti verður . maöur ekki var við að ráðherrar stjórni hér neinu. Verra getur ástandið hvort sem er ekki verið og kannski mun það bara batna ef ráðherramir eru nógu uppteknir í útlöndum? Kannski er þaö lausnin á íslenskum og heimatilbúnum vandamálum að ráðherrarnir megi ekki vera að því að vera ráðherrar! Hver veit? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.