Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1989, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989.
Fréttir
Sandkom dv
Aflatilflutningur innan kvótakerfisins:
Þorskur og grálúða
skipta höffuðmáli
segir Jón Páll HaUdórsson, framkvæmdastjóri Norðurtangans -
„Þorsk- og grálúðukvóti skiptir
okkur höfuðmáli. Þó að við fáum nú
meira af ufsa og karfa þá bætir það
ekki upp hrunið í þessum tegund-
um,“ sagði Jón Páli Halldórsson,
framkvæmdastjóri Norðurtangans.
í DV á föstudaginn kom fram aö
Utill samdráttur hefur orðið í afla
Vestfirðinga á bolfiski frá 1985 þrátt
fyrir að þeir hafi haldið fram að þeir
hafi komið illa út úr kvótakerfinu.
Hins vegar er það rétt að hlutdeild
þeirra í þorsk- og grálúðuveiðum
hefur dregist saman.
Jón Páll sagði þetta verið höfuðat-
riðið í gagnrýni Vestfirðinga á kvóta-
kerfið. Vestfirðingar yrðu að sækja
karfa- og ufsaveiðar langt út fyrir sín
heföbundu mið. Þær veiðar væru því
ekki eins hagkvæmar fyrir Vestfirð-
inga og til dæmis Sunnlendinga og
Vestlendinga.
Auk þess væru veiðar á loönu og
síld nú mun mikilvægari en þær
voru fyrir kvótakerfi. Þegar aflanum
var skipt á milli landshluta hafi þess-
ar veiðar því verið vanmetnar. Þeir
landshlutar, sem nytu góðs af þess-
um veiðum, heföu því komið betur
út úr kvótakerfinu en Vestfirðingar.
Sömu sögu væri reyndar að segja
um ufsa- og karfaveiðar. Þeir sem
gætu siglt með þessar tegundir gætu
hagnast af þessum veiðum. Vestfirð-
ingar létu hins 'vegar vinna þessar
tegundir í landi þótt það væri ekki
hagkvæmt til þess að halda uppi at-
vinnu.
-gse
Komið hefur verið upp gámi við Skátaheimiliö á Snorrabraut þar sem tekið er við tómum öl- og gosdósum. Það
eru samtökin Þjóðþrif sem aö þessu standa en bakhjarlar þeirra eru skátahreyfingin og þjóðkirkjan. Þarna getur
fólk losnað við tómar dósir en Þjóðþrif mun síðan koma þeim til endurvinnslu þegar slík móttaka hefst. Ágóðinn
rennur til styrktar skátahreyfingunni og æskulýðsstarfi þjóðkirkjunnar. Þessar ungu stúlkur úr Vinnuskólanum
voru þarna í málningarvinnu þegar Ijósmyndara DV bar að. Þær heita, frá vinstri: Helga, Ásta og Áslaug. DV-mynd S
Niðurstaða sakadóms HafnarQarðar:
Endanlegur dómur
í Svefneyjamálinu
- málinu verður ekki áfrýjað til Hæstaréttar
Grindavík:
Ósprungin
byssuskot
fundustí
ruslagámi
Þijátíu og qö ósprungin vél-
byssuskot ftmdust í ruslagámi í
Grindavik síðastliölnn fimmtu-
dag. Karlmaöur, sem var aö
henda rusli, sá skotin og fór með
þau til lögreglu. Skotin eru sams
konar og þau vélbyssuskot sem
fundust við herstöðina síöastliö-
inn vetur. Talið er öruggt að skot-
in séu komin frá Varaarliðinu.
Ekki er vitaö hvemig skotin
komust í gáminn. Einna helst er
hallast aö því að einhver, sem
hefur fundið þau á víðavangi,
hafi komið þeim þar fyrir. Viö
frekari leit í gámnum fundust
ekki fleiri skot. Ekki þarf aö taka
fram að skotin geta verið stór-
hættuleg þar sem þau eru óspr-
ungin. -sme
Vestfiröir:
Útgerðarsaga
kvikmynduð
Sigmján J. SSgurðœom, DV, ísafirft:
Kvikmyndafyrirtækið Lifandi
myndir hf. í Reykjavik hefur haf-
ið gerð heimildarmynda um út-
gerðarsögu íslendinga fyrir
Landssaraband íslenskra útvegs-
manna. Um er aö ræða tvær
myndir. Önnur á aö ftalla um
nútímafiskveiðar og útgerö en
hin er söguleg mynd með leikn-
um atriöum frá byxjun útgeröar
á íslandi. Koma þar inn í meðal
annars dagar árabátanna svo og
skútuöldin og fleira.
Stór hluti myndarinnar um
eldri tlmann verður tekin í ver-
búðinni að Ósvör við Bolungar-
vík. Það verða leikin atriði sem
eiga að gerast að vetrarlagi. Þá
hefur fyrírtækið einnig óskað eft-
ir aðstoð bæjarsjóðs ísafjaröar
við nauðsynlega efiúsdrætti
vegna sviðsetningar á hlaði við
Neðstakaupstað.
Þórarinn Guðnason hjá Lifandi
myndum h£ sagði í samtali við
biaðið að kvikmyndatökur 1 Ós-
vör hefðu staðið til í allan vetur
en vegna mikiJla spjóa heföi orðiö
að fresta tökum þar til 1 haust í
þeim von að sujór yrði minni þá.
„Þó svo að þessi atriöi eigi að
gerast á vetrarvertíð má nú öllu
of]gera,“ sagði Þórarinn og átti
þar við hinn mikla snjó sem hefur
verið hér vestra í vetur.
Samtals tekur sýning á þessum
myndum á annan klukkutíma
sem er álíka og venjuleg bíómynd
og umfang þeirra er líkt og við
gerð venjulegrar bíómyndar.
Hvorki ríkissaksóknari né hjónin,
sem dæmd voru í Svefneyjamálinu,
ætla að áfrýja dómi sakadóms Hafn-
arfjarðar til Hæstaréttar. Dómur
sakadómsins verður því endanlegur
dómur í þessu máli.
Dómur sakadóms var kveöinn upp
í mars síöastliðnum. Baldvin Bjöms-
son var dæmdur í ellefu mánaða
fangelsi. Þar af eru átta mánuðir
skilorðsbundnir. Hálfs mánaöar
gæsluvarðhaldsvist kemur til frá-
dráttar. Sigrún Gunnarsdóttir var
dæmd í átta mánaöa fangelsi. Þar af
eru sex skilorðsbundnir.
Þau voru dæmd fyrir að hafa átt
kynferðismök, önnur en samræði,
við unga stúiku - Baldvin tvisvar og
Sigrún einu sinni. Þá voru þau dæmd
fyrir aö hafa tekið vafasamar nektar-
myndir af ungum stúlkum. Það voru
myndimar sem urðu til þess að rann-
sókn málsins hófst sumarið 1987.
Starfsfólki framköflunarfyrirtækis
þótti nóg um er það sá myndirnar
og gerði lögreglu viðvart. Haustiö
1987 var ákæra gefin út og dómur
sakadóms féll, eins og fyrr sagði, í
mars síðastliðnum.
Við ákvörðun refsingarinnar var
tekið tillit til þess að hvorki Baldvin
né Sigrún höföu áöur brotið lög og
sakavottorð beggja voru hrein.
Dóm sakadóms Hafnarfjaröar kvað
upp Guðmundur L. Jóhannesson
héraðsdómari. -sme
Erlendir
komniryfir
miðjan aldur. Kanamir fóru meðal
umsiðustu
Ásgrimsson,
semerdóms-
ferðamenn
hafaveriötíðir
gestiríVest-
mannaeyjumí
sumar.Fyrir
ekkilöngusíð-
anvarþarhóp-
urafBanda-
ríkjamönnum
semallirvoni
annars í siglingu í kringum eyjarnar.
Ein kvennanna var forvitnari eu aðr-
ir samferðamenn hennar. Hún spurði
leiðsögumanninn mikið og meðal
annars spurði hun hvort ekki væri
erfitt aö gefa öllum fuglunum að
borða - sérstaklega þeim sem ættu
heima efst 1 björgunum. Leiðsögu-
maðurinn taldi að konan væri að
grinast og svaraöi henni að það væri
vissulega eríitt - sérstaklega á
sunnudögum þegar fúglamir fengju
hamborgara. Eflir þetta svar varð
konan mjögundrandi ogstundi upp:
„Er það ekki svakalega dýrt. “
rrar
Þrírráðherr-
arhaialenti
vondum mál-
malaráðherra,
varsagðurhafa
brotiðstjómar-
skránaerhann
vékMagnúsi
Thoroddsen úr starfi hæstaréttar-
dómara. Ólafur Ragnar Grímsson er
sagður hafa brotið jaíhréttisreglu ís-
lensks sljómarfars þegar hann mis-
munaöi fyrirtækjum við innheimtu-
aðgerðimar. Hagvirki, sem er eitt af
allra stæstu fyrirtækjum í kjördæmi
Ólafs og Steingríms forsætisráð-
herra, fékk mun betri og þægilegri
lausn en margir aðrir. Þá er það Jón
Sigurðsson ríðskiptaráöherra._Hon-
um er gefið að sök aö hafa selt Útvegs-
bankann langt undir markaðsverði
og þess vegna hafi ríkissjóður orðið
af verulegum fiárhæðum. I>eir sem
mest deila á ráðherrann tejja þetta
vera afglöp í starfi. Hér á landi þykir
þetta ekki neinum tíðindum sæta en
hætt er við að viða erlendis hefðu
ráðherrar þurfl að hafa meiri áhyggj-
ur af frammistööu sinni en þeir ís-
lensku.
120 krónur
í söluskatts-
aðgerðunum
varvíðagengið
hartfram. Eig-
iindifyrinu-kis
iVestmanna-
eyjumfékklok-
unarmenní
heimsókn. Irm-
sigla átti fyrir-
tækiðvegna
vanskila. Viö
nánari skoðun kom i Ijós að skuldin
var með öflum kosmaði 120 krónur.
Atvinnurekandmn var ekki á því að
láta innsigla fyrirtækið vegna skuld-
arinnar og staögreiddi það sem hann
skuldaði. Hann þurfti ekki að fara í
banka til að veröa sér úti ura banka-
ábyrgö - hann stakk annarri hendi í
buxnavasann og reiddi fram þá tjár-
hæð sem hann skuldaði.
Vandræði með
mslið
Eigandi
verslunari
Reykjavíkvarð
fyrirverulcg-
umóþægindutn
í síðustu viku.
Þannigvarað
fyrirtaskií
næstahúsi
hafðiveriðinn-
siglaðvegna
vangoldins
söluskatts. Þeir sem innsigluðu höfðu
greinilega verið aö flýta sér meira en
lítiö. Lokunarmönnunum varö það á
aö innsigla einnig dyr aö rusla-
geymslu verslunarinnar. Víðkom-
andi kaupmaöur, sem hefur alltaf
staöið í skilum, gat þvi ekki komið
frá sér ruslinu fyrr en hann hafði
leitað til lögreglu - sem kom aó
vörmu spori og rauf innsiglið.
Umsjón: Slgurjón Egilsson