Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1989, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989. Fréttir Sigurður Árnason. Úr landhelg- isgæslu í lax- veiðieftirlit Jóhannes Sigmjánsson, DV, Húsavík: Sigurður Ámason, fyrrverandi skipherra á Tý, sem starfað hefur í Landhelgisgæslunni allt frá árinu 1947 þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir í maí sl., er nú kominn norður í Þingeyjarsýslur og mun þar halda áfram gæslustörfum, þó ann- ars eðlis séu en þau er hann hefur áður haft á hendi. Sigurður hefur verið ráðinn til þess að vera eftirlitsmaður með laxveið- um í sjó í Öxarfirði og Skjálfanda og mun fýlgjast með netalögnum þar til 15. ágúst. Þaö eru veiðifélög Laxár og Isno í Kelduhverfi sem sameinuð- ust um ráðningu Sigurðar til þessara starfa. Grunur leikur á að töluvert af laxi fari í net sjómanna á þessu svæöi og að sögn Sigurðar vilja þess- ir aðilar ganga úr skugga um hver staðan er raunverulega í þessum efn- um. Sigurður mun hafa aðsetur hjá ísno við Lónin í Kelduhverfi og verð- ur á ferðinni „á bílum, bátum og hestum ef svo ber undir“, eins og hann orðaði það. Hann kvaðst vinna þetta starf í nánu samstarfi við sýslu- mann og lögreglu á svæðinu, en þess- ir aðilar hafa sinnt slíku eftirliti eins og kostur hefur verið, en fjárskortur og skortur á mannafla oftar en ekki hamlað. Sigurður kvaðst ekki vita til þess að áöur hefði starfað hér á landi sér- stakur eftirlitsmaður með netalögn- um í sjó til að koma í veg fyrir ólög- lega laxveiði. Hann sagðist ekki kvíða samskiptum við sjómenn því kynni sín af íslenskum sjómönnum hefðu kennt sér að þeir væru upp til hópa löghlýðnir menn og þau brot, sem hann hefði þurft að færa til dóm- ara í störfum sínum hjá gæslunni, hefði yfirleitt mátt rekja til mistaka ffemur en ásetnings. Atvinnusýmngin: Gestir á sjötta þúsundið - auk bama innan 12 ára Sigiún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstödum: Atvinnusýningunni á Egilsstöðum lauk á sunnudagskvöld með glimr- andi uppboði á vörum úr sýningar- básunum. Lokadaginn voru fjölmörg skemmtiatriði. Danshópurinn Fiðr- ildin sýndi þjóðdansa, hestaleiga og skáta-tívoh voru á staðnum og selur og hreindýr komu í heimsókn. Alls seldust nær fimm þúsund mið- ar á sýninguna en með boðsgestum og bömum innan 12 ára aldurs mætti Mklega tvöfalda þessa tölu. Gestir gátu tekið þátt í alls konar getraun- um og þrautum á meðan á sýning- unni stóð og vísnasamkeppni var í gangi. Má hiklaust segja aö sýningin hafi verið mjög vel heppnuð. Fram- kvæmdastjóri hennar var Anna Ing- ólfsdóttir á Egilsstöðum. Til þess að kynnast landi og þjóð er nauðsynlegt að leita út fyrir borgirnar. Á bílaleigubíl, með lestum eða rútum, siglandi eftir skurðum og síkjum eða jafnvel gangandi. Norður-England og þjóðgarðarnir Lake District, North York Moors, Yorkshire Dales og Peak District búa yfir heillandi ósnortinni náttúmfegurð ásamt fjölskrúðugu jurta- og dýraríki sem löngum hafa heillað göngugarpa og náttúruunnendur. Cornwall. Að aka milli litlu fiskiþorpanna á Cornwallskaganum er eins og að skjótast aftur í aldir. Myndræn fegurð t.d. Cloveliy, Lynton og Lynmouth er ógleymanleg og Jamaica-kráin á Bodmin Moor er jafn dulúðug og í samnefndri sögu Daphne de Maurier. Suður-England hefur sannarlega margt að bjóða þeim sem njóta vilja sólar og skemmtunar. Einkar milt loftslag, ljós strandlengja, pálmatré og annar suðrænn gróður hafa gert suðurströndina að einum vinsælasta sumarbaðstað í norðanverðri Evrópu. Wales. Óvíða er að frnna jafnmarga sögufræga kastala og kastalarústir og í Wales. I grasi grónum hlíðunum, innan um sauðfé á beit eða sitjandi við \ lítið vatn með stöng, gætirðu haldið að þú værir eina manneskjan í \ heiminum. Skotland. Skosku hálöndin hafa árum saman dregið að ferðamenn, með hinu dularfulla Loch Ness, undurfagra Loch Lomond og hinu sérstæða Great Glen, ekki síður en hinir heimsþekktu skosku golfvellir. Leitaðu ekki langt yfir skammt. Fáðu nánari upplýsingar hjá söluskrifstofum Flugleiða, Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni, eða hjá ferðaskrifstofum og umboðsmönnum um land allt. FLUGLEIÐIR BRESKA FERÐAMÁLARÁÐIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.