Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1989, Blaðsíða 26
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989. 26 Sviðsljós Ólyginn sagði... Michael Jackson er dýravinur miMU eins og ai- kunna er. Uppáhaldsdýrið hans er lítill sjimpansi, kallaður Bub- bles, eða Loftbólur. Mikki elur í brjósti sér stóra drauma fyrir sig og apann. Hann ætlar að láta djúpfrysta sig þegar kalhð kem- ur, og apann lika. Síðan ætlar pilturinn að láta þíða sig ein- hvem tíma á næstu öld og njóta fleiri ánægjustunda með apanum góöa. Jackson er, svo sem allir vita, dauðhræddur viö eðlilegan gang náttúrunnar á bókstaflega öllum sviðum. Sérstaklega er hann þó hræddur við að eldast. Væri því ekki kjörið fyrir stráksa að láta frysta sig strax? Eddie Murphy ku vera á biðilsbuxunum. Hann er farinn að undirbúa heljarinnar brúðkaupsveislu einhvem tíma í sumar. Sú heittelskaða heitir Lorraine Pearson og er bresk poppsöngkona. Það sem meira er, stúlkan hryggbraut Edda síðast þegar hann bað hennar. Hún varð nefnilega bálreið þegar upp komst að Eddie hafði verið að abbast upp á aðrar konur á hótel- herbergjum. Nú er sem sé allt falhð í ljúfa löð, vinum skötuhjú- anna til mikihar undrunar. Kunnugir segja að þeim þyki mjög vænt hvom um annað. Lorraine er áttunda stúlkan sem Eddie Murphy knékrýpur fyrir. Bill Cosby er að verða blindur. Svo segja að minnsta kosti áreiðanlegar heim- ildir. Hann mun þegar hafa misst sjónina að mestu á öðm auga og líklegt að hann þurfi að gangast undir skurðaðgerð til að bjarga hinu. Cosby var í ósköp venju- legri augnskoðun þegar læknar uppgötvuöu að hann þjáist af glácu. Fyrirmyndarfaðirinn var að vonum sleginn þegar læknir- inn færði honum fréttimar því hann kenndi sér einskis meins. Ekki bætir það úr skák að blökkumenn em ekki jafnmót- tækilegir og þeir hvítu fyrir lyfi sem notað er til að lækna sjúk- dóminn. Atli Steinarsson rifjar upp gamla daga með tveimur útvarpsmönnum, núverandi og fyrrverandi, þeim Kára Jónassyni fréttastjóra og Sigurði Sigurðssyni íþróttafréttamanni um langt árabil. Atli Steinarsson sextugur Ath Steinarsson blaðamaður hélt upp á sextugs- afmæh sitt síðasthðinn fostudag og hafði boð inni fyrir ættingja og vini í sal Hjúkrunarkvennafélags íslands. Veislan var fjölmenn og fluttar vom tölur til heiðurs afmæhsbaminu. Meðal þeirra sem tóku th máls var Egill Skúh Ingibergsson, fyrrum borg- arstjóri í Reykjavík. Meðal gesta vom fjölmargir fyrrum starfsfélagar Atla af Morgunblaðinu, Dag- blaðinu gamla og Ríkisútvarpinu. Ath og kona hans, Anna Bjarnason, búa um þessar mundir í Flórída. Hann hafði því heldur annan hátt á en margir þeir sem halda upp á jafn- mikið stórafmæh, hann kom heim. Hér óskar Jónas Halldórsson sundkappi Atla til hamingju með daginn. Þeir syntu saman f íslenska ólympíuliðinu 1948. DV-myndir GVA Tvær Morgunblaðskempur, Björn Vignir Sigurpálsson og Magnús Finns- son, ræða við afmælisbarnið. Af svipnum að dæma hlýtur umræðuefnið að hafa verið sólin og blíðan í Flórída. Matthfas Þorkelsson stjómarmaður, Sverrtr Karlsson stjórnarformaður og Hilmar Bjarnason en hann hefur starfað aam bfMjórl á stöðlnnl aiveg frá stofnun. Um þessar mundir eru 40 ár síðan Sendibílastöðin h/f, elsta sendibila- stöð landsins, tók til starfa. Með- limir hafa gert ýmislegt til að fagna afmælinu og sýna af því tílefni einn elsta sendibíl landsins, Fordson árgerö 34, og þann nýjasta en að- eins eru nokkrir dagar síðan hann kom á götuna. Eins og sjá má á myndinni er stæröarmunurinn töluverður og flutningsgeta þess nýrri ólíkt meiri. í upphafi voru bílamir 19 en í dag eru þeir 180 talsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.