Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1989, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989. Spumingin Telurðu þörf á málræktarátaki? Svana Guðlaugsdóttir: Já, mér finnst sem unglingar nú á dögum tali ekki nógu góða íslensku. Helga Helgadóttir: Já, ætli það ekki. Það er svo mikið um slettur. Jónas Kristinsson: Alveg örugglega.. Það hefur verið lögð lítil áhersla á málrækt í þjóðfélaginu. Hreinn Sumarliðason: Já, það er eng- in vanþörf á því. Sigurlín Grétarsdóttir: Nei, mér finnst málið fint eins og það er. Gamla málið er asnalegt. Þaö þarf að leyfa málinu að þróast. Hrönn Steingrímsdóttir: Já. Það er aUtof mikið um erlend verslunar- heiti og útlendar slettur. Lesendur Vargur á Tjörninni G.K. hringdi: Mig langaði að vekja athygli borgarbúa og yfirvalda á ástandinu á Tjöminni. Sú var tíð, sérstaklega í góðu sumarveðri, að foreldrar fóru niður að Tjörn með böm sín til aö leyfa þeim að fleygja brauð- molum til andanna, eða bra bra. Enn er hægt að fara niöur að Tjöm og gefa fuglunum, en sá munur er á að nú er ekki verið að ala endumar heldur varginn. í aug- um gamals borgarbúa er sorglegt að sjá hvemig Tjömin er orðin. Ekki var nóg að endumar væru flæmdar burt vegna framkvæmda við ráðhúsiö heldur er nú einnig lítið orðið eftir af þeim vegna svar- baksins sem þar hefur tekið öll völd. Vargurinn situr í röðum og næ- rist helst á ungum andanna. Stokk- öndin hefur orðið sérstaklega illa fyrir barðinu á honum og sjást vart stokkandarungar lengur. Æðar- kollan hefur þó með frekjunni náð að verja eitthvað af sínum ungum. Hún er ekki hrædd við hinn óboðna gest og ræðst á svartbakinn ef henni finnst hann koma of nærri. Það er Ijóst að öndin ein getur ekki flæmt varginn á brott, því verðum við mennimir að koma henni til hjálpar ef að við viljum varðveita Tjömina eins og við munum hana fyrir nokkmm árum. Legg ég jafnvel til að efnt verði til skotveiðikeppni á Tjöminni. Borg- að verði eitthvert smáræði fyrir hvem svartbak sem skotinn er. Það verður að gera eitthvað áöur en það er orðið of seint. Rykbindum landið Áhugamaður um útivist skrifar: íslendingar stæra sig gjaman af hreinu og tæm lofti en loftið er ekki alltaf hreint og tært þó oft sé víösýni mikið. Furðulegt er hversu mikið ryk fellur í raun á flesta hluti. Rykið er komið langt að. Ekki eingöngu af malarvegum heldur af landi sem er að blása upp. Gegn upplæstri er ekki nóg gert. Talið er að síðan land byggðist hafi a.m.k. 40.000 ferkílómetrar gróður- lendis eyðst. Margir átta sig ekki á um hversu stórt svæði er að ræða en þaö er femingur sem er 40.000 feridlómetrar er 200 kílómetrar á hveija hlið eða eins og vegalengdin frá Vík í Mýrdal til Reykjavíkur. Nú er taliö að árlega eyöist um 3000 hekt- arar gróðurlendis á móti 2000 sem græddir em upp árlega auk þess sem grær af sjálfsdáðum. Ljóst er því að þrátt fyrir allar landgræðsluáætlanir og þjóðargjafir hefur enn ekki tekist að snúa vörn í sókn. „Frímerkin" sýna hvað hægt er að gera. Líta má á þau sem tilraunareiti um allt land. Þéttbýlisbúar hafa feng- ið úthlutað lóöum undir sumarbú- staði á hijóstugu landi, sett niður nokkrar úlfabaunir innan girðingar. Vel á minnst, innan girðingar, því baunimar þola ekki beit á vissu þroskastigi. Einhveijum kynni að finnast heiðblái litur úlfabaunanna of einhæfur í landslaginu en þær em þannig gerðar að þær hverfa og víkja fyrir öðrum gróðri þegar jarðvegur- inn er orðinn mettur af köfnunarefni enda oft líkt við lifandi áburðarverk- smiðjur. Endalaust er hægt að deila um or- sakir gróðureyðingar. Borið er við eldgosum, kólnandi veðurfari, land- broti af völdum stórfljóta og áhrifum búsetu. Reynslan hefur sýnt að bú- seta, og þar með beit, vegur þyngst. Sá munur, sem er á hóflega beittu, ofbeittu og friðuðu landi er skýr sönnun þess. Miklu meiri stjóm þarf að hafa á beit en nú er. Fmmskilyrði þess er að takmarka lausagöngu búfjár. Bæta úthagana með ábyrgð- argjöf því ekki er endalaust hægt að taka meira af höfuðstólnum en nem- ur vöxtunum. Stóra hluta hálendis- ins, sem verst era famir, þarf aö friöa algerlega fyrir beit. Nú em sú stefna viö lýði að girða af landgræðslusvæðin en láta gras- bítana valsa um allt land utan þeirra. Þessu þarf að snúa við, það er girða af grasbítana á hálfræktuðum svæð- um í heimahögum þannig aö ekki þurfi aö girða landgræðslusvæðin. Með þessu móti einu er nokkur von um að hægt verði með sjálfsgræðslu og uppgræðslu að endurheimta þau landgæði sem eyðst hafa í aldanna rás. LJóttfé LangferðarbQstjóri hringdi: Mig langar til að taka heils hugar undir orð einnar sem var rasandi vond yfir ástandi fjár á landinu. Hvatti hún bændur til að hirða nú betur um rollumar og rýja þær fyrir sumarið. Ég ek mikiö milli Keflavfkur- flugvallar og Reykjavíkur og reyndar víðar um. Það er hræöilegt aö sjá rollurnar á Vatnsleysuströnd, hef aldrei ijótara fé séð og hef ég þó kom- ið víða. Aftur á móti er faU- egasta féð aö finna í Grindavík. Það er óskiijanlegt að þaö skuli Uðast að kindUmar ráfi um í þessu ástandi við Reykja- nesbrautina. Sumar eru I margra ára gömlu reyfi og aðr- ar berar. Sumarlokun sjónvarps Áhorfandi skrifar: í síðasta tölublaði Vikunnar rakst ég á viötal viö Benedikt Gröndal þar sem fjaUað var um stofnun sjónvarps á íslandi. Vakti þetta viðtal gamlar minningar um þá tíma þegar sjónvarpslaust var á fimmtudögum, og ekki síst sumar- lokun sjónvarpsins. Erlendir ferðamenn áttu oft erfitt með að sldlja hvemig þjóðin gat þrifist án sjónvarpsefnis í heilan mánuð, hvað þá að vera án þess í miðri viku. Hvað gerði fólkið? Drápust ekki allir úr leiðindum? Já, hvað geröi þjóðin til að stytta sér stundimar á fimmtudagskvöld- um yfir vetrarmánuðina? Ekki dó- um við út, enda nóg að hafa fyrir stafni. Minnist ég þess að útvarpið var ávaUt með mjög góð og oft spennandi leikrit einmitt á fimmtu- dagskvöldum. Sat maður við við- tækiö og sussaöi á aUa í kringum sig sem voguðu sér að mæla orð frá munni. Nú svo var auðvitað hægt að fara í bíó. Ekki þurfti að hafa áhyggjur af því að verið væri að missa af einhverju í sjónvarpinu. Einnig gat maöur tekið sér góða bók í hönd, komið sér vel fyrir einhvers staðar og haft það náðugt. Fimmtudags- kvöld var sá tími þegar fólk gat komið hlutunum í verk, enginn tímaþjófur á ferðinni. Mörgum fannst júiílokunin ansi hörð og erfið í fyrstu, en það var furðulegt hversu fljótt tilvera sjón- varpsins gleymdist. Þeir sem vettl- ingi gátu valdið hoppuðu upp í skijóðinn og tóku stefnuna beint út í buskann, enda er sumarið mesti ferðatími ársins. Náttúran sjálf og umhverfi landsins em meira augnayndi en allt það sem sýnt er á skjánum. Nú er öldin önnur, imbinn í gangi nær allan sólarhringinn. Þetta vildum við, en er þetta nú allt eins gott og við héldum? Það er ekki frá því að saknaðar gæti hjá manni eftir gömlu góðu dögunum er sjón- varpið fór í sumarfrí. Það er of seint í rassinn gripið að ætla sér að snúa þróuninni viö, en athugandi væri fyrir sjónvarps- stöðvamar að bjóða upp á talsvert styttri útsendingartíma á sumrin. Með þessu gætu stöðvamar sparað og forfallnir gláparar gætu nú loks komið einhveiju í verk. Bókasöfnin gætu á sama tíma efnt til herferðar þar sem fólk væri hvatt til að kynna sér íslenskar nútíma- eða fom- bókmenntir. Sú var tíö aö sjónvarpiö fór í sumarfrí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.