Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1989, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989. 9 Utlönd CDONqOLlíiN DARB€CU€ Grensásvegi 7, sími 688311. Lofar sanngjörnum réttarhöldum Bjargað á sundi eftir ásiglingu Norsk ferja meö níutíu og fimm farþega sökk eftir árekstur viö vest- ur-þýskt flutningaskip á Oslófirði í gær. Enginn fórst við áreksturinn en átta voru fluttir á sjúkrahús. Tuttugu manns slösuðust litils háttar. Aðeins tveimur mínútum eftir áreksturinn sökk ferjan. Mikil hræðsla greip um sig í feijunni rétt áður en hún sökk og stukku far- þegarnir í sjóinn. Margir björguðu sér á sundi en öðrum var bjargað upp í smábáta. Áreksturinn varð í aðeins tvö hundruð metra íjarlægð frá landi og brugðust margir sem urðu vitni að árekstrinum skjótt við. Skipstjórar ferjunnar og flutninga- skipsins voru yfirheyrðir lengi í gær eftir áreksturinn. Að sögn lögregl- unnar eru þeir ekki grunaðir um ölv- un en samkvæmt venju var tekin blóðprufa. Sjóréttur verður í dag og þá kemur í ljós hvort flutningaskip- ið, sem er miklu þyngra, hafi átt að víkja fyrir smáferjunni þar sem hún var á fastri áætlunarleið á þessu svæði. Undir venjulegum kringum- stæðum á léttara skip að víkja fyrir þyngra. Sjónarvottur að árekstrinum sagði í gær aö v-þýska skipið hefði flautað mörgum sinnum áður en árekstur- inn varð og kvaðst hann eiga erfitt með að skilja hvers vegna ferjan hafi ekki vikið. Þessi sjónarvottur var einn af þeim sem flýttu sér á slys- staðinn. Hann sá marga á floti í sjón- um, þar á meðal lítið bam sem móð- irin hafði misst frá sér í öngþveitinu sem varð er farþegum var ljóst hvert stefndi. NTB Mongolian barbecue: Máltíðin hefst með súpu með blönduðu kjöti og brauði. Aðalréttinn velur þú sjálf(ur) úr kjötborði okkar með tilheyrandi kryddi og grænmeti. Matreiðslumeistarinn sér um að gera þig hamingju- sama(n). BORÐAÐU EINS OG ÞÚ GETUR í ÞIG LÁTIÐ FYRIR KR. 1280,- OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ 18.00-23.30. LAUGARD. OG SUNNUD. 12.00-23.30. Þó svo heimsveldi Gjengis Khan hafi liðið undir lok fyrir 800 árum og heyri nú sögunni til lifir matargerð matreiðslumeistara hans. Mongolian barbecue, eins og matseðillinn kallast nú á dögum, var helsta fæða hirðar og hermanna Khansins. Nú hefur Mongolian barbecue matseðillinn farið víðar um heiminn en herir stríðskon- ungsins og að sjálfsögðu notið umtalsvert meiri vin- sælda. Þú getur valið úr eftirfarandi hráefni: Kjöt: Nautahryggur, lambabógur, kjúklingar og svínakjöt. Grænmeti: Tómatar, gúrkur, salat, laukur, baunaspírur, grænn pipar, bambus o.fl. Krydd: Barbecuesósa, chili (sterkt), hvítlauksolía, vínedik, sykurvatn, sesamolía, soyaolía, engiferolía, rísvín, cítrón. Sýrlenskir byssumenn gerðu í gær árásir á hafnir kristinna og íbúðar- svæði þeirra í Beirút í Líbanon skömmu eftir að múhameðskir bandamenn þeirra lýstu yfir einhliða vopnahléi til að styðja tilraunir araba til að binda enda á stríðið. Kristnir hernienn Aouns hershöfð- ingja hefndu árásanna með því að skjóta á hafnir múhameðstrúar- manna. Ekkert hefur frést af hvort ein- hveijir særðust í þessum síðustu skotbardögum en sjúkrabílar þustu fram og til baka um götur Beirút í gær. Alls hafa íjögur hundruð manns látist af völdum stríðsins í Líbanon frá því um miðjan mars. Skotbardagarnir í gær hófust rétt eftir að leiðtogi amal shíta lýsti yfir einhliða vopnahléi á fundi meö fréttamönnum í Damaskus. Hann sagði hins vegar að hafnarban'ninu yrði haldið áfram. Leiðtoginn til- kynnti að flugvöllurinn í Beirút yröi opnaður í dag. Aoun hershöfðingi hefur áður tengt opnun flugvallarins við lok umsátursins um hafnir kristinna en vegna þess hefur þeim reynst erfitt að flytja vopn til sinna manna. Aoun segist þó enn fá vopn sjávarleiðina. Hann hét því enn einu sinni í gær að hrekja á brott hina fjörutíu þús- und sýrlensku hermenn sem eru í Líbanon. Reuter Hinn nýi leiðtogi Súdans segir aö stjómmálamenn þeir sem handtekn- ir hafa verið síðan byltingin var gerð á fóstudaginn muni fá sanngjama meðferð. Hann hét því hins vegar að þeir sem dæmdir verða fyrir spill- ingu muni fá harða refsingu. Omar Hassan al-Bashir hershöfð- ingi sagði á fundi með fréttamönnum að Mahdi forsætisráöherra, innan- ríkisráðherrann og yfirmaður þjóða- röryggisráðsins léku enn lausum hala. Hann kvað þó enga hættu stafa af þeim. Innan skamms þætti þeim ef til vill öraggara að vera innan fangelsisveggjanna en utan. Bætti hershöfðinginn við að þegar hefðu sumir stjórnmálamenn, sem unnið hefðu fyrir fyrrverandi stjóm, gefið sig fram. Khartoum er sögð líkjast drauga- borg á kvöldin og að næturlagi þegar útgöngubann ríkir. Vopnaðir her- menn era á verði í borginni og sums staðar aðeins með um fimm hundruð metra millibili. Tveir skriðdrekar eru sagðir vera fyrir utan bækistöðv- ar hersins. Flugvöllurinn í borginni, sem er undir eftirhti vopnaðra her- manna, var opnaður aftur í gær eftir þriggja daga lokun og búist var við flugvél þangað í morgun frá London. Bashir hefur sagt að hann og fjórt- án aðrir meðhmir herforingjastjóm- arinnar hafi þegar árið 1985 fariö að hugsa um að hrifsa til sín völdin. Byltingin, sem gerð var á fóstudag- inn, hafði verið ráðgerð 22. júní. Henni var frestað þar sem upp komst um samsærisáætlanir 18. júní og her- inn því á varðbergi. Reuter Kristnir íbúar Beirút virfla fyrir sér skemmdir eftir skotárásir múhameðstrú- armanna. Símamynd Reuter Skotbardagar í Beirút > ■> " S~ \ - - ' Omar Hassan al-Bashir hershöföingi, nýr leiðtogi i Súdan, á fundi meö erlendum fréttamönnum í gær. Símamynd Reuter CDDNGOLIAN BARBGCUe Heildarupphæð vinn- inga 1.7. var 3.945.753. 2 höfðu 5 rétta og fær hver kr. 908.258,-. Bónusvinninginn fengu 4 og fær hver kr. 78.869,-. Fyrir 4 tölur réttar fær hver 4.319,- og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig 351,-. Sölustöðum er lokað 15 mínútum fyrir útdrátt í Sjónvarpinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.