Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1989, Blaðsíða 17
16
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989.
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLl 1989.
17
Iþróttir
íþróttir
Luca Kostic valinn DV-
leikmaður júnímánaðar
- Sigurður Lárusson besti þjálfarinn og Ólafur Lárusson besti dómarinn
Luca Kostic, júgóslav-
neski vamarmaöurinn í
liði Þórs á Akureyri, hef-
ur veriö útnefndur
„DV-leikmaður júnímánaöar" í 1.
deildinni í knattspyrnu af íþrótta-
fréttamönnum DV.
Luca Kostic er þrítugur aö aldri
og kom til Þórsara í vetur en hann
hefur leikiö sem atvinnumaður í
heimalandi sínu, síðast með Osijek
í 1. deild. Kostic hefur verið kjöl-
festan í liði Þórsara það sem af er
íslandsmótinu, bundið vöm þeirra
saman og stjómað leik liðsins.
Kostic er eini leikmaður 1. deild-
ar sem fékk góðar umsagnir í DV
fyrir alla fjóra leiki sína í júnímán-
uði. Hann var tvívegis valinn
„maður leiksins", í leikjum Þórs
við KA og FH, og lék einnig vel
gegn Keflavík og Fram.
Sigurður Lárusson
þjálfari júnímánaðar
Sigurður Lámsson,
þjálfari Akumesinga, er
„DV-þjálfari júnímánað-
ar“. Hann er 35 ára gam-
• Sigurður Lárusson, ÍA, er DV-
þjálfari júnimánaðar.
all og á að baki 17 ára feril í knatt-
spyrnunni, nær óslitinn í 1. deild,
en þar lék hann fyrst með Akur-
eyringum árið 1971 og síðast með
Akumesingum á síðasta sumri.
Hann hefur nú lagt skóna á hilluna
og einbeitir sér að þjálfun liðsins,
en hann hafði hana einnig með
höndum á síðasta ári.
Skagamenn byijuðu júnímánuð
ekki vel. Þeir töpuðu fyrir Víking-
mn í þriðju umferð, 0-2, og sátu
þá í neðsta sæti deildarinnar um
tíma. En síðan unnu þeir þrjá leiki
í röð, Fylki 1-0 í Árbænum og skor-
uðu þar sigurmarkið manni færri,
KA 2-0 á Akranesi og loks ÍBK 3-1
í Keflavík. Að þessum leikjum
loknum var lið ÍA komið afla leið
uppí 2. sætið.
Þjálfarar á Akranesi hafa löng-
um haft orð á sér fyrir að gefa
ungum leikmönnum tækifæri og
Sigurður er ekki undantekning á
því. Hann hefur tekið komunga
pilta inn í lið sitt í ár, fyrst hinn
17 ára gamla Bjarka Pétursson og
síðan tvíburana Amar og Bjarka
Gunnlaugssyni, sem em aðeins 16
• Ólafur Lárusson, KR, er DV-
dómari júnímánaðar.
• Luca Kostic, varnarmaðurinn öflugi úr Þór, er DV-leikmaður júnímánaö
ar -jafnbesti leikmaður 1. deildar í 3. til 6. umferð. DV-mynd Gylf
ára en stóðu sig frábærlega í sín-
um fyrsta 1. deildar leik í Keflavík.
Olafur Lárusson
dómari júnímánaðar
Ólafur Lámsson úr KR
er „DV-dómari júnímán-
aðar“. Ólafur hefur
dæmt í 1. deildinni nokk-
ur undanfarin ár en á ámm áður
lék hann sjálfur með KR og varð
markahæsti leikmaður 1. deildar
árið 1968, ásamt tveimur öðrum.
Ólafur dæmdi þijá leiki í 1. deild
í júnímánuði og stóð sig vel. Það
vom Þór-KA á Akureyri, Valur-
Víkingur á Hlíðarenda og ÍBK-ÍA
í Keflavík. Fyrir leik Vals og Vík-
ings fékk hann þrjár stjörnur í DV,
hæstu einkunn, og var eini dómar-
inn sem hlaut hana í júní. Hann
fékk tvær sljömur fyrir hvorn
hinna leikjanna.
Þrír halda sætinu
í DV-liðinu
DV-lið júnímánaðar hef-
ur- verið valið sam-
kvæmt frammistöðu
leikmanna í 3., 4., 5. og
6. umferð 1. deildar. Þrír sem vom
valdir í DV-liðið í mai halda sætum
sínum, KA-mennirnir Þorvaldur
Örlygsson og Antony Karl Greg-
ory og Víkingurinn Goran Micic.
Liðið skipa þeir tíu leikmenn sem
eru á litlu myndunum og sá efleftí.
er að sjálfsögðu DV-leikmaður
júnímánaðar, Luca Kostic.
Guðm. Hilmarsson Pétur Amþórsson
FH (1) Fram (1)
Rúnar Kristinsson Hilmar Sighvatss.
KR (1) Fylki (1)
Þorvaldur öriygs. Halldór Áskelsson
KA (2) Val (1)
Antony K. Gregory Goran Micic
KA (2) Vikingi (2)
Bjöm Rafnsson
KR (1)
„Við Þórsarar
getum betur“
- segir Luca Kostic, leikmaður júnímánaðar
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii
„Ég er ekki ánægður með leiki
Þórsliðsins í síðasta mánuði, við get-
um betur," segir Júgóslavinn Luca
Kostic, leikmaður júnímánaöar hjá
DV.
Kostic hefur verið yfirburðamaður
í liði Þórs í leikjum liðsins og væri
Þórsliðið í enn meiri vanda en ella
af hans nyti ekki viö. Hann er ákaf-
lega traustur leikmaður og mikill
„stoppari".
„Við Þórsarar höfum gert mistök í
leikjum okkar og verið refsað fyrir
það. Liðið leikur alls ekki nógu vel
sem liðsheild.“
- En fellur Þór í 2. deild?
„Nei, alls ekki. Við eigum eítír að
leika við þau lið sem ég tel sterkust
í dag, eins og KR, Val, Fram og Akra-
nes, og við eigum vonandi m.a. eftir
að sýna það gegn þessum liðum að
við getum meira en við höfum sýnt
og við getum velgt þessum liðum
undir uggum með toppleik,“ sagði
Kostíc og vildi nota tækifærið og
þakka fyrir þessa útnefningu DV.
• Sigfried Held, landsliðsþjálfari íslands,
kann að vera á förum til Tyrklands. Sam-
kvæmt heimildum DV hefur hann fengið til-
boð um að þjáffa tyrkneska stórliðið Galatas-
aray. Sigi Held er væntaniegur til íslands :
dag og hefur farið fram á fund með Ellert
B. Schram, formanni Knattspyrnusambands
íslands. Líkur eru á að af þeim fundi verði
strax i dag.
miklar flkur á því aö hann taki að sér þjálfun
tyrkneska liðsins Galatasaray í haust
Miklar líkur eru á því að Vestur-Þjóð-
yerjinn Sigfried Held, landsliðsþjálfari
Islands í knattspyrnu, hætti með ís-
lenska landsliðið í haust. Samkvæmt
upplýsingum, sem DV fékk frá Tyrklandi og
Þýskalandi, hafa borist fyrirspurnir til íslands
þess efnis hvort Held fáist laus frá íslenska
landsliðinu mjög fljótlega. Samkvæmt heimild-
um DV hefur Held fengið tilboð um að gerast
þjálfari hjá tyrkneska liðinu Galatasaray, sem
er eitt besta felagslið Evrópu 1 dag.
Sigfried Held er væntanlegur tíl
landsins í dag og samkvæmt heimfld-
um DV hefur hannfarið fram á fund
með formanni KSÍ í skyndi og er
reiknað með að fundur þeirra Helds
og Ellerts B. Schram verði í dag.
Galatasaray er þekkt lið í Tyrk-
landi og hefur gert garðinn frægan
þar í landi um áratugaskeið.
Liðið hefur 7 sinnum orðiö tyrk-
neskur meistari, síðast árið 1987, og
unnið bikarinn 8 sinnum, síðast árið
1985.
Talið er aö Vestur-Þjóðveijinn
Jupp Derwall, sem gerði Galatasaray
síðast að meisturum, hafi á marga
vegu mótað það lið sem fór sigurfór
um Evrópu á síðasta tímabifl.
Derwall var um langt skeið æðst-
ráðandi maður hjá v-þýska landslið-
inu og vann það marga frækna sigra
undir hans stjórn.
Fyrir skömmu tók Mustafa Denizfl,
fyrrum landsliðsþjálfari Tyrkja, við
stjórnvelinum af Derwall og kom
Galatasaray í undanúrslit í Evrópu-
keppni meistaraliða. Liöið beið þar
lægri hlut fyrir Steaua Búkarest.
í Evrópukeppninni vann liöið mörg
afrek, sló meðal annars svissneska
flðiö Neuchatel Xamax úr leik og hið
stjömum prýdda lið Mónákó í kjöl-
farið.
Þess má geta að Tanju Colak, mestí
markahrókur Evrópu, leikur með
flöinu. Mörg félagsflð hafa borið
víumar í þann leikmann í kjölfar
afreka hans í fyrra og nú á nýflðnum
vetri.
Hann geröi 39 mörk í fyrra og varð
þá markakóngur Evrópu.
Heimavöllur Galatasaray, Afl Sami
Yen, er í Miklagarði og tekur hann
um 35 þúsund áhorfendur.
-SK/JÖG/JKS
Sigfried Held hefur óskað eftir
fundi með formanni KSÍ í dag:
Kuwaitmenn skrópuðu
- og íslenska hðið átti náðugan dag á NM u-18 ára í handknattleik
Islenska drengjalandsliðið í handknattleik áttí
náðugan dag þegar það átti að mæta Kuwait í síð-
asta leik undankeppninnar á opna Norðurlandamót-
inu. Kuwait mættí of seint til leiks og var íslending-
um því dæmdur sigur. Báru þeir þar af leiðandi sig-
ur úr býtum í sínum riðli með fullt hús stiga.
Auk íslendinga tryggði Danmörk, Svíþjóð, Noreg-
ur, Finnland og Tékkóslóvakía sér rétt tfl þess að
leika um sex efstu sætin. Liðunum er skipt í tvo
þriggja flða riðla og lenti ísland í riðfl með Svíþjóð
og Tékkóslóvakíu en í hinum riðflnum eru Dan-
mörk, Finnland og Noregur. Efstu lið hvors riðils
leika síðan til úrsflta um Norðurlandatitilinn.
Alsír, Kuwait, Eistland, Belgía, Pólland og Skotland
leika um sex neðstu sætin.
Að sögn Lárusar H. Lárussonar, fararstjóra is-
lenska liðsins, var leikur íslendinga gegn Noregi einn
sá besti sem hann hefði séð íslenskt ungflngalands-
lið leika og hefði sóknarleikur liðsins verið óað-
finnanlegur í fyrri hálfleik. Sagði hann að mikill
áhugi væri á keppninni og væri húsfyllir á flestum
leikjum hennar.
íslendingar mæta Svíþjóð og Tékkóslóvakíu í dag
og ræðst þá um hvaða sæti þeir leika í keppninni en
á fostudaginn fara úrsfltaleikirnir fram.
-HR/BS
• Gunnar Andr-
ésson, fyrirliði is-
lenska liðsins.
HSÞ-b vann
Þrír leikir voru í D-riðfl 4. deildar
í gærkvöldi. HSÞ-b vann Eflingu, 4-2,
og gerðu Þórarinn Jónsson og Svav-
ar Viðarsson mörk Efflngar en Stef-
án Guðmundsson skoraði tvö mörk
fyrir HSÞ-b og Viðar Sigurjónsson
og Hinrik Bóason eitt hvor.
Neistinn og TBA gerðu 2-2 jafntefji
á Hofsósi. Oddur Jónsson skoraði
bæði mörk heimamanna en þeir
Friðjón Jónsson og Sigurpáll Aðal-
steinsson gerðu mörk TBA.
Þá sigraði UMSE-b flð Æskunnar,
3-2.
-RR/KH
MANCHESTER UNITED FC
• Saga Manchester United er
saga frægasta knattspyrnuliös í
heiminum.
• „101 Great Goals“ er sneisafull • Saga Liverpool er saga sigra
af glæsimörkum í 65 mínútur. og aftur sigra. Sýningartimi er 90
mínútur.
• Bob Wilson segir Sögu Arsenal
1886-1986 á mjög skemmtilegu
myndbandi.
• John Garner, landsliðsþjálfari
íslands, er meðal kennara í
„Leiktu betra golf“.
Myndbönd fyrir íþróttafólk
- Út eru komin myndbönd um Arsenal, Manchester United, Liverpool, markasúpu og golf
Knattspyrnuunnendur geta glaðst
þessa dagana því að nú streyma
íþróttamyndbönd á markaðinn hér á
Islandi. Það er fyrirtækið Bergvík sem
gefur spólumar út en þær koma frá
BBC.
Fimm spólur eru þegar komnar á
markaðinn, eru fjórar þeirra með efni
úr ensku knattspyrnunni en að auki
er frábær kennslumynd í golfi.
• Saga Englandsmeistara Arsenal,
sem nú heldur upp á aldarafmæli sitt,
er mjög skemmtileg spóla sem allir
Arsenal-aðdáendur ættu aö geta
skemmt sér yfir. Það er hinn góðkunni
markvörður Arsenal, Bob Wilson, sem
er þulur í myndinni en hún er fram-
leidd af þeim Mark Scofield og John
Ravflnson. Sýningartími er 90 mínút-
ur.
• Önnur spólan er saga Liverpool,
liðsins sem notið hefur mestrar vel-
gengni í breskri knattspymu. Marga
eftirminnilegustu sigra Liverpool er
að finna í myndinni en handrit er skrif-
að af John Matson. íslenskt tal og texti
er í höndum Bjarna Felixsonar og sýn-
ingartími er 90 mínútur.
• Saga Manchester United er saga
frægasta knattspymuliðs í heiminum
í dag. Liðið á fjölda aðdáenda hér á
landi og í myndinni er á skemmtilegan
hátt rakin saga félagsins. Bjami Felix-
son sér um tal og texta.
• Fjórða knattspyrnuspólan sem
komin er út hjá Bergvík er „101 frá-
bært mark“ og er sannkölluð marka-
súpa. 65 mínútur af viðstöðulausri
spennu og sýnt er frá mörgum söguleg-
um leikjum úr ensku knattspymunni,
Evrópukeppninni og heimsmeistara-
keppninni. Þýðandi og þulur er Bjami
Felixson.
• Fimmta myndbandsspólan er
kennslumynd í gofli þar sem margir
þekktustu og bestu golfkennarar
heims taka lærlinga í kennslustund.
Myndin er 116 mínútur að lengd og
sneisafull af fróðleik fyrir kylfmga,
byijendur sem aðra.
• Golfmyndin kostar 2.980 krónur
en knattspymumyndimar 2.680 krón-
ur hver. Myndirnar er aðeins hægt að
kaupa hjá Bergvík í Reykjavík.
-SK
SPORTKORN
I.............1
Dómarinn með
lögguna á hæf unum
Kyndugt
atvik átti
sér stað á
Austur-
landi fyrir
skömmu
þegar
knatt-
spymu-
dómari á leiö milli staða þar eystra
til að dæma 4. deildar leik var
kominn með lögregluna á hælana
á miðri leið. Honum tókst að stinga
laganna verði af og þegar hann var
kominn í námunda við keppnis-
staðinn fékk dómarinn annan
línuvörðinn til að fara með bifreið-
ina að vallarsvæðinu og fela hana
þar. Þetta gekk vel og leikmenn
og áhorfendur uröu ekki varir við
neitt óeðlilegt.
Rautaði aff og
var handtekinn
Síðan
hófst leik-
urinn og fer
ekki sögum
af frammi-
stöðu dóm-
arans inn-
an vallar.
En menn
veittu því eftirtekt að lögreglan
sýndi leiknum óvenjumikinn
áhuga og var á staðnum með menn
og bíla þótt ekki væri sérstakt út-
Ut fyrir miklar óeiröir áhorfenda
eða slagsmál leikmanna. Loks
flautaði dómarinn til leiksloka og
gekk af velli en beint í flas lögregl-
unnar sem handtók hann á staðn-
um og gerði síðan bifreiðina upp-
tæka. Félögum hans þótti miður
að hann kæmist ekki akandi til
baka heim til sín, umtalsverða
vegalengd. Vinurinn hló þá bara
og sagði: „Það gerir nú ekki mikið
til, ég er hvort eð er próflaus!"
Verðunt að seffja
mann á hann
Það gerð-
ist í 4. deild-
ar leik í
knatt-
spyrnu á
gervigras-
inu í Laug-
ardal fyrir
skömmu að
einn leikmaður úr Augnabliki í
Kópavogi fékk slæma byltu og
skall á höfuöið. Hann vankaðist
nokkuð og var til að byija með
alls ekki viss um hvar hann væri
staddur. Vigni Baldurssyni, þeim
gamalkunna knattspymumanni,
sem nú leikur með Augnabliki,
varð ekki orða vant frekar en
venjulega og kallaði: „Strákar, við
verðum að setja mann á hann til
að byrja með svo hann fari ekki
að skora sjálfsmark!"
Marteinn í
hjólastólnum
Marteinn
Geirsson,
þjálfari 1.
deildar liðs
Fylkis, varð
fyrir því ó-
láni að
meiðast illa
á fæti fyrir
skömmu, rétt fyrir mikilvægan
leik gegn KA. Hann þurfti að fara
beint á skurðarborðið í aðgerð
daginn fyrir leik og hún tók eina
fjóra tíma. Venjulega þurfa menn
að hafa hægt um sig eftir slíkt en
Marteinn tók það ekki í mál. Hann
mætti til leiks í hjólastól og stjóm-
aði Fylkisliðinu úr honum og hafði
síðan bifreið til taks til að flytja sig
frá vellinum til búningsherbergja
í hálfleik og eftir leik. Fylkir vann
leikinn og nú er spurning hvort
hjólastóllinn góði verður ekki allt-
af hafður við höndina það sem eft-
ir er sumars.
Umsjón: Víðir Sigurðsson