Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1989, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989. 11 Takmorkun fóstureyðinga Gloria Allred lögfræðingur og Norma McCorvey. Mál McCorvey, Roe gegn Wade, varð til þess að fóstureyðingar voru lögleiddar í Bandaríkjunum. Á myndinni rifa þær álitsgerð dómsmálaráðuneytisins þar sem farið var fram á að niðurstöðum hæstaréttar i málinu yrði breytt. Simamynd Reuter Birgir Þórissan, DV, New Yorlc Hæstiréttur Bandaríkjanna tryggði í gær að fóstureyðingar verða eitt helsta deilumál tíunda áratugarins þar í landi. Þótt rétturinn hafi ekki gert fóstureyðingar ólöglegar fól úr- skurður'hans í sér að einstök fylki geta sett fóstureyðingum takmörk. Hve mikil takmörk á rétturinn eftir að skera úr um. Á það reynir strax í haust þegar rétturinn tekur fleiri fylkislög til úrskurðar. Andstæðingar fóstureyðinga telja úrskurðinn mikinn áfangasigur og hyggjast beina kröftum sínum að því að fá lögbundin takmörk á fóstureyð- ingar í einstökum fylkjum. Stuðn- ingsmenn fóstureyðinga segja þetta hins vegar stórt skref aftur á bak. Úrskurðurinn leyfði Missourifylki að banna að fóstureyðingar væru framkvæmdar innan opinberu heil- brigðisþjónustunnar eða fólki ráð- lagðar fóstureyðingar. Stuðnings- menn fóstureyðinga segja þetta koma harðast niöur á fátæku fólki sem ekki hefur efni á annarri hjálp. Læknum var einrng gert skylt að athuga eftir tuttugu vikna meðgöngu hvort fóstrið gæti lifað utan legs. Hingað til hafa tuttugu og fimm vik- ur verið taldar lágmark. Fjórir dómarar eru taldir reiðu- búnir til að stíga skrefið til fulls og banna fóstureyðingar en fjórir eru því andvígir. Einn dómari, eina kon- an sem situr í hæstarétti, hefur ekki viljað taka af skarið. Andstæðingar og stuðningsmenn frjálsra fóstureyðinga í Bandaríkjun- um biðu með óþreyju um helgina eftir úrskurði hæstaréttar. Búist hafði verið við úrskurðinum á fimmtudag, sem átti að vera síðasti starfsdagur réttarins fyrir sumarhlé, en rétturinn frestaði málinu til mánudags. Fresturinn var talinn merki um að skoðanir væru mjög skiptar í níu manna réttinum. Löggjöf um fóstureyðingar í Bandaríkjunum byggist á úrskurði hæstaréttar frá 1973 um að bann við fóstureyöingum brjóti gegn ákvæð- um um friðhelgi einkalífs sem ríkið megi ekki skipta sér af. Síðan þá hafa átök um máhð snúist um hvort takmarkanir, sem sum fylkin hafa lögleitt, stangist á við stjórnarskrár- bundin réttindi. Eitt slíkt mál var fyrir réttinum. Fóstm-eyðingar eru eitthvert mesta tilfmningamál í landinu þar sem kvenréttindasamtök takast á við samtök andstæðinga fóstureyðinga sem mörg hver eiga rætur að rekja til trúfélaga. Andstæðingar fóstur- eyðinga hafa verið mjög herskáir og virkir í kosningabaráttu þar sem þeir beita sér af krafti gegn stuðn- ingsmönnum fóstureyðinga. Þá hafa hundruð þeirra verið handtekin und- anfama mánuði fyrir mótmælaað- gerðir fyrir framan heilsugæslu- stöðvar þar sem fóstureyðingar fara fram. Samkvæmt síðustu skoðanakönn- un vilja 44 af hundraði halda reglum um fóstureyðingar óbreyttum. 40 af hundraði vilja takmarka fóstureyð- ingar við þau tilvik þar sem um er að ræða nauðgun, sifjaspell eða þeg- ar heilsa móðurinnar er í hættu. 13 prósent vilja banna fóstureyðingar í öllum tilvikum. 4 af hundraði hafa ekki skoðun á málinu. Andstaða við fóstureyðingar hefur vaxið og fylgi við óbreytt lög minnkað undanfama mánuði. Óttast öldu hryðjuverka Bresk og írsk öryggisyflrvöld ótt- ast að lát bresks hermanns í bíl- sprengingu í V-Þýskalandi á suimu- dag og árásir á Belfast-flugvöll í gær gefi til kynna frekari sprengjutilræði Irska lýöveldishersins, IRA, á megin- landi Evrópu og á Bretlandi. Heim- ildarmenn í Belfast hafa og sagt frá því að leiðtogar IRA hafi komið sam- an til „stríðsfundar" og hyggist herða sóknina mjög utan Norður- írlands. Breskur hermaður lést og fjöl- skylda hans særðist í Hanover í V- Þýskalandi á sunnudag þegar sprengja, sem komið hafði verið í bíl, sprakk. i gær spmngu svo einnig spengjur á Belfast-flugvelli. Lát hermannsins á sunnudag er fyrsta dauðsfallið í baráttu BRA og yfirvalda í Evrópu síðan fyrir ári þegar flórir létu líflð og fjörutíu særðust í kjölfar öldu sprengjutil- ræða í Hollandi, Belgíu og V-Þýska- landi. í yflrlýsingu ERA segir að ef Bretar flytji herlið sitt á brott frá N-írlandi muni lát hermannsins verða hið síðasta. Lögregluyflrvöld telja að allt að tuttugu IRA-menn séu reiðubúnir til aðgerða í næsta mánuði þegar þess verður minnst að 20 ár em hðin frá því að breskir hermenn voru sendir til N-írlands. Lögregla hefur hert öryggisgæslu og eru vegatálmar á flestum helstu vegum inn í Belfast. Reuter Útlönd LATZ ÍSWEO Frank Físcher, sem hélt fjórtán manns í gíslingu i upp og hentí trá sér vopninu. Simamynd Reuter klukkustundir en maðurinn gafst upp án þess að hafa gripið til ofbeldis. Ekki er Ijóst hvað vakti fynr manninum þegar hann tók niu manns í gíslingu rétt fyrir fjögur í gærdag. Að sögn lögreglu fór hann fram á að sér yrði útveguð bifreið en fór aldrei fram á peninga i skiptum fyrir lausn gíslanna. Samkvæmt upplýsingura lögreglu gafst hann upp eftir að unn- usta hans ræddi við hann. Maðurinn, sem er rúmlega tvitugur aó aldri, kvaðst heita Frank Fisc- her. Hann hélt uppi samræðura við gíslana en beitti þá ekki valdi. Hann var vopnaður öflugri skammbyssu. Ræninginn sleppti níu gíslanna fljótlega, Því næst pantaði hann pitsu fyrir sjálfan sig og þá gísla sem eftir voru og gaf sig svo á vald lögreglu. Þrjátíu og þrjár húsmæður vom í gær handteknar í Rosario í Argentinu sakaðar um stuld úr matvömverslunum. Aðeins íjórar vikur em liðnar síðan miklar óeirðir brutust út í Argentínu vegna hás verös á matvælum, aukinnar verðbólgu og atvinnuleysis. Fimmtán létust í þessum róstum og fjöldi særðist. Norska geislavirknistofnunin tilkyimti i gær að orðið hefði vart örht- ihar geislavirkni í sýnum er tekin vora úr sjónum noröur af Noregi þar sem kjarnorkuknúinn sovéskur kafbátur lenti í hrakningum i síðustu viku. Kváöust embættismenn stofnunarinnar telja líklegt aö geislavirknin, sem mælst hefði, væri íilkomin vegna hrakninga kafbátsins. Segja þeir að htil geislavirkm hefði mælst og aö engin ástæða væri fyrir fólk að haía áhyggjur. Hættur við að hætta Rithöfundurinn Mario Vargas Llosa kvaðst i gær munu bjóða slg fram til forseta á næsta óri þrótl fyrir yTirlýsingar um að hann hefði dregið sig i hlé. Rithöfundurinn Mario Vargas Llosa hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til forseta í kosning- unum sem fram fara í Perú í febrú- ar á næsta ári. Llosa tilkynnti fyrir um hálfum mánuði að hann myndi ekki taka þátt í kosningunum vegna deilna er hefðu komið upp iiman Lýöræðisfylkingarinnar, sem er bandalag mið- og hægri flokka. Sagði þessi vinsælasti rit- höfundur Perú aö þras og óeirúng innan bandalagsins hefðu leitt til þess að hann hygðist draga sig í hlé frá sijómmálum. Llosa var tilnefndur forsetafram- bjóðandi bandalagsins 4. júní. Hann haföi nokkra yfirburði í skoðanakönnunum og bentu niö- urstöður þeirra til þess að hann myndi taka við af Alan Garcia for- Reuter Góðan daginn Montreal Pú leggur afstað. frá Kefiavík að morgni. ÍAmsterdam skiptir þú yfir í breið- þotu frá KLM. Hún lendir í Montreal kl. 15:00 að staðartíma. Kr. 59.620

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.