Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1989, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. wSiglF Frjálst,óháð dagblað Ritstjórn - Auglýsingar - ÁskriW - Dreifing: Sími 27022 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLl 1989. Tveir Belgar handteknir « á Kjalvegi Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug meö lögreglu frá Blönduósi upp að Hveravöllum í gær þar sem tveir Belgar á Qallabíl voru handteknir og síöan færðir til Blönduóss. Voru Belgamir handteknir þar sem þeir hundsuðu lokun vegarins yfir Kjöl í annað skipti á nokkrum dögum. Á fimmtudag ók lögregla í veg fyrir mennina þar sem þeir voru á leið á Kjöl að norðan. Var mönnunum snú- ið til Blönduóss og gert grein fyrir að vegurinn væri lokaður. Þeir héldu þá í suðurátt og til Kerl- ingarfjalla að sunnan. Frá Kerlingar- fjöllum héldu þeir síðan á hálendið. I eftirlitsflugi frá Blönduósi sást bíll mannanna við Hveradali og var þá beðið um aðstoð Landhelgisgæslunn- ar. Að sögn lögreglu verður að virða lokun vegarins yfir Kjöl en færðin getur spillst fljótt vegna aurbleytu. Mál mannanna verður tekið fyrir á Blönduósiídag. -hlh Fíkniefnadeildin: a Einn í gæslu grunaður um hassdreifingu Einn maður er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa staðið að dreifingu á hassi. Maðurinn var úr- skm-ðaður í viku gæsluvaröhald vegna rannsóknar málsins. Ekki er vitað hversu miklu magni maðurinn er grunaður um að hafa dreift og ekki er heldur að fullu ljóst hve mikið fannst í fórum hans. Maðurinn hefur áöur komið við sögu fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavik. -sme Mannslát eftir átök: Einn maður í gæsluvarðhald Einn maður hefur verið úrskurð- aður í 12 daga gæsluvarðhald vegna rannsóknar á láti manns sem lenti í átökum fyrir helgina. Hefur maður- inn játað að hafa lent í ryskingum við hinn látna en hefur kært gæslu- varðhaldsúrskurðinn. Rannsókn málsins heldur áfram en lögregla hefúr talað við nokkra sem staddir voru á Hlemmtorgi um sama ^ leyti og sá látni. Niðiu'stöður krufn- ingarliggjaekkifyrir. -hlh Jón Baldvin Hannibalsson utan- möguleika. Ég neita því ekkert aö „Ég vil ekki tala um sviösljós ríkisráöherra hefur lagt þaö ti.1 inn- þetta hefur verið rætt En upphaf heldur frekar starfsvettvang eins an Alþýðuflokksins að hann og Jón þessara frétta er utanrikisráöherr- og hann hefur sjálfur rætt,“ sagöi Sigurðsson viðskiptaráöherra annogformaöurflokksins. Égætla Jón Sigurösson. skipti um stóla þegar formannstíö ekkert aö segja meira um það,“ . Innan Alþýöuflokksins hefur Jóns Baldvins hjá Friverslunar- sagði Jón Sigurösson. verið töluverö óáuægja meö miklar samtökum Evrópu lýkur um ára- - Þessi stólaskipti munu þó ekki fjarvistir Jóns Baldvins sem utan- mót. faraframfyrreneftiráramótþegar rikisráðherra. Með formennsku í „Utanrikisráöherra hefur hugað Jón Baldvin lætur af foimennsku ráðherranefnd Fríverslunarsam- að þvi hvemig hann geti fengið í Friverslunarsamtökunum? takanna munu þær aukast enn. meiri tíma til aö velta fyrir sér „Nei, mérfmnst það ekki líklegt/' Það hefur því veriö þrýstingur á stjómmálum hér heima fýrir. Það - Er þessi ráögerð hugsuð til þess Jón Baldvin að taka meiri þátt í er ekkert leyndarmál að hann hef- að koma formanni Alþýðuflokks- flokksstarfmu og stjómmálaum- ur nefnt þetta sem hugsanlegan ins meira í sviðsljósið hér heima? ræöunni hér heima. -gse Salt jarðar tekur við ferðalöngunum þegar þeir stíga á land á Seyðisfirði eftir siglingu með Norrænu. Þessir ferða- menn hvíla beinin áður en þeir leggja í hann um landið og ná áttum í saltbingnum á Seyðisfirði. DV-mynd EJ Njarðvik: Mildi að enginn slasaðist í sprengingu Gaskútur sprakk í Njarðvík í gær- kvöldi meö þeim afleiðingum að tölu- verðar skemmdir urðu á vélsmiðju- húsnæöi. Sprungu rúður og hurðir og skemmdir urðu á þaki. Þykir mildi að enginn slasaðist í sprenging- unni. Sprengingin varð með þeim hætti að maður sem var að vinna viö suðu lagði brennarann frá sér á gólflð, nálægt gaskútnum. Meðan maður- inn brá sér frá eitt andartak hafði brennarinn byijað að gera gat á gas- kútinn. Var þá farið með kútinn rak- leiðis út í port við vélsmiðjuna og hann skilinn þar eftir. Um klukku- stund síðar kvað við ógurleg spreng- ing þar sem kúturinn hentist langt yflr húsið. Menn voru allir inni í húsi og að sögn lögreglu var mildi að enginn skyldi hafa komiö að vélsmiðjunni þegar kúturinn sprakk. Slökkviliös- menn sögðu að kæla þyrfti gaskúta í svona tilfellum í allt að tvær klukkustundir þar sem hiti leyndist íjáminu. -hlh Akranes: Vagn með 20 unglingum valt Tengivagn meö 20 ungmennum úr unglingavinnunni valt á hringtorg- inu í miðbæ Akraness í gærdag. Vagninn var aftan í dráttarvél frá bænum sem ók með hópinn. Einn piltur var fluttur á slysadeild eftir óhappið en hann lenti undir hópnum í veltunni. Að sögn lögreglu fór þetta munbeturenáhorfðist. -hlh Akureyri: Hjólaði fyrir bíl Ungur drengur á reiðhjóh varö fyr- ir bíl í Glerárhverfi í gærkvöldi. Hjól- aöi drengurinn af gangstétt og beint út á götu án þess að líta í kringum sig. Það varð drengnum til happs að lítil ferö var á bíliium og slapp hann þvímeðhandleggsbrot. -hlh Þrír grunaðir um ölvunarakstur Þrír ökumenn voru handteknir í Reykjavík í gærkvöldi, grunaðir um ölvun við akstur. Var einn mann- anna handtekinn eftir árekstur. Þar urðuekkislysáfólki. -hlh LOKI Og þar með eru vandamál ríkisstjórnarinnar leyst og ekki orð um það meir. Veðrið á morgun: Þurrt nyrðra - rigning syðra Á morgun veröur suðaustlæg átt um sunnanvert landið en suðvest- læg eða breytileg átt í öðrum lands- hlutum. Þá verður skýjaö sunnan- lands og austan og dálítil rigning. Norðanlands verður skýjað með köflum en þurrt. Hiti verður á bil- inu 8 til 13 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.