Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1989, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR.4. JÚLl 1989.
Úflönd
LHríkur ferill
stjórnmálamanns
Andrei Gromyko, fyrrum utanríkisráöherra Sovétrikjanna og forseti, lést á
sunnudag.
Símamynd Reuter
Andrei Andreevich Gromyko
gegndi embætti utanríkisráöherra í
28 ár, en aldrei hefur nokkur annar
stjómmálamaður samtímans gegnt
því embætti lengur. Hann starfaði
með öllum leiðtogum Sovétríkjanna,
aö Lenin undanskildum, og hitti að
máli alla forseta Bandaríkjanna frá
valdatíma Roosevelt að telja fram á
okkar daga. Hann átti mikinn þátt í
mótun utanríkisstefnu Sovétríkj-
anna síðari starfsár sín í embætti.
Árið 1985, þá 75 ára að aldri, var
hann settur í embætti forseta Sovét-
ríkjanna og var það lokapunktur
langrar og viðburðaríkrar starfsævi.
Gromyko lést á sunnudag, nær átt-
ræður. Dánarorsök er ekki kunn en
líkur benda til að hann hafi látist af
völdum hjartaáfalls.
Diplómat fyrst og fremst
| Andrei Gromyko var fyrst og
i fremst diplómat. Hann vék aldrei af
þeirri línu er sovésk stjómvöld settu
þegnum sínum og tryggði sér því
áframhaldandi setu á valdastóli á
meðan pólitískir keppinautar hans
féllu í valinn.
Hann var án efa meðál fremstu
sérfræðinga Sovétríkjanna í sam-
skiptum austurs og vesturs, á fyrstu
dögum kalda stríðsins, tímabili slök-
unar á áttunda áratugnum og á
fyrstu ámm níunda áratugarins þeg-
ar aukinnar spennu gætti í samskipt-
unum. Hann hafði á aö skipa mikilli
reynslu í samskiptum þjóða á milii
og hikaöi ekki við að ræða við starfs-
félaga sína eða fréttamenn á Vestur-
, löndum. Hann var talinn kjamyrtur
í máli og var um sig en jafhframt
. húmoristi og beitti gjaman beittu
háði þegar færi gafst.
Gromyko átti mikinn þátt í að móta
Evrópu eftirstriðsáranna og tók þátt
í öllum helstu ráðstefnum er lögðu
stefnu meginlandsins, í Potsdam,
' Yalta og Teheran.
Hann átti virkan þátt í að semja
stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og
var fyrsti fastafulltrúi Sovétríkjanna
hjá samtökunum á dögum kalda
stríðsins. Þar fékk hann viðumefnið
Mr. Nyet, eða Herra Nei, eftir að
hafa beitt neitunarvaldi 25 sinnum í
öryggisráöinu á sjötta áratugnum.
Það var ekki fyrr en Nikita Krústsjov
komst til valda í Sovétrikjunum aö
Gromyko tók við embætti utanríkis-
ráöherra. Hér sjást Gromyko og
Krústsjov á mynd frá árinu 1960.
Símamynd Reuter
Viöburðarik starfsævi
Gromyko fæddist í þorpinu Gro-
myki, skammt frá borginni Minsk,
18. júlí árið 1909. Hann gekk til liðs
við Kommúnistaflokkinn ungur að
árum, aðeins tuttugu og tveggja ára.
Fljótlega eftir nám í stjómmála- og
hagfræði lagði hann alla áherslu á
stjómmálin og átti eftir að eiga við-
burðaríka starfsvævi á þeim vett-
vangi.
Þegar Gromyko var þrítugur út-
nefndi Vyacheslev Molotov, þáver-
andi utanríkisráðherra og sá maður
er líklega setti hvað mestan svip á
afstöðu Gromykos til alþjóðasam-
skipta, hann til formannsembættis
Bandaríkjadeildar utanríkisráðu-
neytisins. Síðar starfaði Gromyko
sem sendiherra Sovétríkjanna í
Bandaríkjunum, Bretiandi og hjá
Sameinuðu þjóðunum.
Svo virðist sem Gromyko hafi fyrst
á síöari hluta ferils síns í embætti
utanríkisráðherra átt þátt í mótun
og uppbyggingu utanríkisstefnu
þjóðarinnar auk þess að hrinda
stefnu hennar í framkvæmd. Hann
var varautanríkisráðherra á valda-
tímabili Staiíns og það var ekki fyrr
en árið 1957, þegar Nikita Krústsjov
rak Molotov, að hann tók við emb-
ætti utanríkisráðherra.
Við valdatöku Leonids Brezhnevs
sat Gromyko sem fastast í embætti
utanríkisráðherra. Hann hóf þolin-
móður að byggja upp eigin valdaferil
sem áríð 1973 náði hápunkti er hann
var gerður að fullgfidum félaga í
stjómmálaráðinu.
Gromyko lagði rækt við kunnings-
skap sinn viö Dimitri Ustinov sem
tók við embætti vamarmálaráðherra
árið 1976. Vestrænir fréttaskýrendur
telja að þessi kunningsskapur hafi
átt þátt í að tryggja útnefningu Júrí
Andropovs í embætti formanns
Kommúnistaflokksins í kjölfar láts
Brezhnevs árið 1982. Þá er tahð að
vinátta Ustinovs og Gromykos hafi
einnig átt þátt í útnefningu Konstant-
íns Tsjemenkos sem arftaka An-
. dropovs er hann féll frá áriö 1984.
Á meðan á valdatíma Andropovs
stóð hafði Gromyko töglin og hagld-
imar í mótun og framkvæmd utan-
ríkisstefnu Sovétstjómarinnar til
margra mála, s.s. afvopnunarvið-
rseðna við Bandaríkjastjóm.
í kjölfar hinnar stuttu starfsævi
Konstantíns Tsjemenkos sem for-
manns sovéska kommúnistaflokks-
ins léði Gromyko ungrnn stjóm-
máiamanni, Mikhaii Gorbatsjov,
stuöning sinn í baráttunni á topp
valdastigans innan flokksins. Gro-
myko lagöi til að Gorbatsjov, sem þá
var tiltöluiega óþekktur, tæki viö
stjómartaumum flokksins. Niður-
staðan er kunn, Gorbatsjov er nú
valdamesti maður Sovétríkjanna.
Gromyko víkur
Þegar Gorbatsjov afréð að axla
sjálfur ábyrgð forsetaembættisins
var Gromyko látinn víkja. Þá missti
hann einnig sæti sitt í stjómmálaráð-
inu og í apríl síðastiiðnum var hann
látinn víkja úr miðstjóm flokksins.
Ljóst er að Gromyko var látinn
draga sig í hlé í áfóngum. Þykir það
sýna þá virðingu er borin var fyrir
stjómmálaferli hans sem og þvi mik-
fivæga hlutverki er hann átti í valda-
töku Gorbatsjovs.
Gromyko verður borinn tfi grafar
á morgun, miðvikudag. Hann verður
grafinn í kirkjugarði fyrrum klaust-
urs í Moskvu, ekki Kremlarmúr eins
og margir bjuggust við. Gorbatsjov,
sem er í heimsókn í Frakklandi,
verður ekki viðstaddur útforina.
Gromyko lætur eftir sig eiginkonu
og tvö böm.
Reuter
KAUPMEm ATHUQIÐ!
HAFIÐ ÞIÐ OPIÐ
Á LAUGARDÖGUM
í SUMAR?
HELQARMARKAÐUR DV verður birtur á
fimmtudögum í sumar.
í HELQARMAKAÐI DV eru upplýsingar um
afgreiðslutima verslana á fimmtudögum,
föstudögum og laugardögum, sértilboð og
annað það sem kaupmenn þurfa að koma
á ffamfæri.
Þeir aðilar, sem áhuga hafa á að auglýsa
í HELGARMARKAÐI, vinsamlega hafi sam-
.band við auglýsingadeild DV fyrir kl. 16 á
þriðjudögum.
AUQLÝSIHQADEILD
Sími 27022
Grunaðir um
Gizur Helgaaosv DV. Reeisnæs:
Ákæmvaldiö í Múnchen hefur
nú hafið forrannsókn á meintum
fiárdrátti hjá Franz Schönhuber,
hinum mjög svo umtalaöa for-
manni flokks repúblikana, sem er
yzt á hægri væng v-þýskra stjóm-
mála.
Máliö snýst um 300 þúsund þýsk
mörk sem Schönhuber hefur sjálf-
ur haft umráð yfir en upphæð þessi
er hluti af 1,3 milljónum v-þýskra
marka sem flokkurinn fékk frá
hinu opinbera eftir þingkosning-
amar 1987. Þá fengu repúblikanar
1,3 prósent atkvæða. Það dugöi
þeim ekki til þess að þeir kæmu
manni á þing en varð þó nægjan-
legt til þess að hiö opinbera bætti
flokknum upp útgjöldin við kosn-
ingamar.
Ein milljón þýskra marka fór til
að greiöa skuldir fiokksins. Af-
gangurinn var settur í fbrsjá for-
mannsins án þess að hann þyrfti
síöar aö standa skil á upphæöinni.
MáMð er til komið vegna kæm frá
nafnlausum aðila til lögregluyfir-
valda. Hún var send inn síðastlið-
þar sem fjallað var um áðumefnd
atriði Schönhuber segir málið vera
stjómmálalegar ofsóknir.
Við kosningarnar til Evrópu-
þingsins i júni fékk flokkurinn 14,6
prósent af atkvæðunum í Bæjaral-
andi, aðallega frá CSU, systurflokki
kristilegra demókrata, en þeir hafa
farið með öll völd í Bæjaralandi
síðan í síöari heimsstyrjöldinni.
Schönhuber og fimm aörir
flokksbræöur hans vora valdir á
EvrópuþingiÖ. Innanríkisráðherra
Bæjaralands lýsti þvi yfir í hita
kosningabaráttunnar að hann
hefði beðið sljómmálalögregluna í
Stofnuninni til vemdar sambands-
sljómarskránni að athuga stjóm-
málaiegt réttmæti repúblikananna
með stjómarskrána í huga. Hér var
um beina hótun að ræða um bann
við flokknum. Það bar þó ekki til-
ætlaðan árangur.
CSU missti meirihlutann og fékk
aðeins 45,6 atkvæða í kosningunum
i júní og nú óttast kristilegir demó-
kratar frekara tap til repúblikana
við sveitar- og fýlkiskosningarnar
til sambandsþingsins í Bonn á
næsta ári.
inn miövikudag eftir sjónvarpsþátt