Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1989, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 11. JtJLÍ 1989.
3
Fréttir
Jarðgöng undir Hvalijörðmn:
Rannsóknirnar virðast
ætia að taka 20 ar
.JVfálið virðist vera dautt eins og
er. Ráðherra viU láta þetta gerast
hægt og rólega og Alþingi hefur
veitt i þetta tveimur milljónum
króna á ári undanfarin tvöár. Mið-
að við það sem okkur sýnist þetta
kosta og þær rannsóknir sem við
ætluðum að leggja út í og með sama
áframhaldi myndu slíkar rann-
sóknir taka 20 ár með þessu hátta-
lagi. Þá er ég bara að ræða um
undirbúningmn" sagði Jón Sig-
urðsson, forstjóri Jámblendifé-
lagsins á Grundartanga, en tillögur
þeirra Grundartangamanna og for-
ráðamanna Sementsverksmiðju
ríkisins um rannsóknir fyrir jarð-
göng undir Hvalijörð virðast hafa
fengið lítinn hljómgrunn hjá sam-
gönguráðherra.
Jón sagðist telja að ekki væri
annað hægt en að hafa samþykki
ráðherra áður en ráðist væri i slík-
ar framkvæmdir. Það væri ekki
hægt að sefja mikla fjármuni í und-
irbúning án þess að fyrirtækin
heíðu sæmilega von um fá það fé
til baka. Hér væri um svo stórt
mannvirki að ræða að það væri
ekki hægt að standa að því án pól-
itískrar samstöðu.
Fyrirtækin höfðu ætlaö að veija
30 til 40 miiijónum króna í rann-
sóknimar í ár. Þær rannsóknir
sem vegagerðinn ætlar að gera fyr-
ir tvær milljónir króna í staðinn
eru annars eðlis en rannsóknimar
sem fyrirtækin ætluðu að ráöast í
Vegagerðin verður fyrst og fremst
í því aö gera umferðartalningu.
Jón sagöi aö nú væri líklega eitt
ár tapað því rannsóknir þeirra
vom bundnar viö sumarið en það
vora rannsóknir sem lutu beinlinis
að hinni tækniiegu gerð jarðgangn-
anna.
- En hvað er framundan eftir
þessi viöbrögð?
„Við stöndum náttúrlega ekki í
styijöld við stiómvöld út af þessu.
Almenningur á Vesturlandi verður
að hafa áhuga á að þetta mannvirki
komist í gagnið. Þessari samgöngu-
bót veröur ekki hrundið í fram-
kvæmd öðmvísi en að það sé al-
mennur stuðningur við hana á
Vesturlandi. Sá stuðningur hefur
til þessa ekki komið fram opin-
berlega nema frá bæjaryfirvöldum
á Akranesi og reyndar einnig í
gamalli samþykkt frá Samtökum
sveitarstjóma á Vesturlandi,“
sagði Jón Sigurðsson.
-SMJ
Humarvinnsla og veiðar 1 Eyjum:
Heilfrystingin
gefur 30 prósent
hærra verð
- segir Ásmundur Friðriksson hjá Frostveri
Asmundur og danskur fulltrúi kaupenda með heilfrystan humar á milli sin. Með heilfrystingunni hefur tekist að
auka verðmætið um 30%. DV-mynd BG
„Það vom tvö fyrirtæki sem byrj-
uðu að heilfrysta humar í fyrra.
Frostver var annað þeirra. Menn
héldu að þetta væri ekki hægt en það
hefur afsannast. Við lausfrystum
humarinn við 45 gráðu frost og það
gengur mjög vel. Við settum okkur í
samband við Dani sem kunnu þessa
tækni og þeir kaupa allan humarinn
af okkur. Ég held ég geti fullyrt að
þetta hafi gengið mjög vel,“ sagöi
Ásmundur Friðriksson hjá Frostveri
í Vestmannaeyjum.
Ásmundur sagði aö eigendur
Frostvers, sem væm fjórir, kvörtuðu
alls ekki yfir afkomu fyrirtækisins.
Hann sagði að fyrirtækið hefði verið
rekið í tvö og hálft ár.
„Við erum búnir að kaupa hús og
tæki og þetta gengur ágætlega. Það
er hins vegar léleg veiði á humrinum.
Það má segja að bátamir hafi nánast
ekkert fengið eftir sjómannadag.
Þetta hlýtur að fara að verða heims-
met. Vertíðinni lýkur um miðjan
ágúst og það stefnir í að fjöldi báta
nái ekki að klára kvótann. Humarinn
hefur verið mjög góður og þaö hafa
farið um 80 prósent í stæsta flokkinn.
Við höfum fryst um 50 tonn af heilum
humri og um 8 tonn af hölum. Með
heilfrystingunni hefur okkur tekist
að auka verðmætið um 30 prósent -
og það munar um minna.“
Hjá Frostveri, sem er minnsta
frystihúsið í Vestmannaeyjum, starf-
ar fjöldi unglinga. Ásmundur segir
unglingana vera góðan starfskraft.
„Stelpumar em betri, hæði sam-
viskusamari og duglegri. Þaö er
meiri leikur í strákunum. Þeir era
að klípa stelpurnar og smúla á þær
vatni. Við eram kannski með fleiri
krakka en við nauðsynlega þurfúm.
Það hefur þó tekist að finna vinnu
handa öUum.“
HEIMSMET SEM KEMUR ÞÉR TIL GÓÐA!
Á síðasta ári seldust hvorki meira né minna en 400 Chrysler bilar á Islandi og markaðshlutdeild Chrysler var sú hæsta í heimin-
um utan Bandarikjanna. Vegna þessa árangurs náðust sérsamníngar um verð á einni sendingu á Dodge Aries bilum sem nú eru
komnir til Iandsins.
DODGE ARIES - Qölsfeyldabíllinn sem slegið hefur í gegn á íslandi enda vel útbúinn rúmgóðnr bill á
frábærti verði, frá kr. 977.200,-
Búnaður m.a.:
Sjálfskipting * aflstýri * aflhemlar * 2,2L 4 cyl. vél með beinni ínnspýtingu * framhjóladrif * litað gler * stereo útvarp með 4 hátölurum og stöðvaminni
o.fl. o.fl.
VERÐ FRÁ KR. 977.200,-
JOFUR HF
Nýbýlavegi 2 • Sími 42600
JÖFUR-ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL