Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1989, Blaðsíða 32
FR ETTASKO
I Ð
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚU 1989.
Akranes:
Nauðgun kærð
Garöar Guöjónsson, DV, Akranesi:
Iönaðarráöherra:
Næsta stóriðju-
framkvæmd
utan suðvestur-
hornsins
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Bæjaryfirvöldum á Akureyri hefur
borist bréf frá iönaöarráöherra þar
^sem hann þakkar áhuga sem Akur-
eyrarbær hefur sýnt á atvinnuupp-
byggingu viö Eyjaflörð á grundvelli
orkulindanna.
í bréfi iönaöarráöherra kemur
fram aö hann telur eölilegt aö næsta
stóriðjuframkvæmd eftir aukningu
álframleiðslugetu í Straumsvík verði
utan suövesturhorns landsins og þar
komi Eyjafjarðarsvæöiö til greina.
Ráðherra hyggst kynna þessi mál
frekar á fundi í Eyjafirði í september-
mánuði.
Íslandsmeistaraeinvígiö:
Jafnt í 2.
skákinni
Önnur skákin í einvígi þeirra Jóns
L. Árnasonar og Margeirs Péturs-
sonar var tefld í gærkvöldi. Lauk
henni með jafntefli eftir 22 leiki en
þá voru flestir mennirnir horfnir af
borðinu. Jón L. er því meö vinnings-
forystu en þriöja skákin verður tefld
kl. 18 á miðvikudag. -SMJ
Reykjavlk:
Ölvun og erill
Erilsamt var hjá lögreglunni í
Reykjavík í nótt vegna mikillar ölv-
unar. Alls gistu um tuttugu manns í
kfangageymslum. Eitthvaö var um
minni háttar átök og eins var brotist
inn á nokkrum stöðum.
LOKI
Verða illu andarnir þá eftir
í Hamrahlíðinni?
Stúlka á Akranesi lagöi á fóstudag-
inn fram nauðgunarkæru til lögregl-
unnar hér á Akranesi. Atburðurinn
átti sér stað fyrir rúmri viku en
stúlkan átti í fyrstu erfitt meö aö
gera grein fyrir atburöinum og kærði
því ekki fyrr en nú fyrir helgi. Stúlk-
an mun hafa komist undan hinum
meinta nauðgara meö því að brjótast
inn í hús í nágrenninu.
Maður frá RLR, Rannsóknarlög-
reglu ríkisins, kom upp á Akranes
sl. laugardag og var viö yfirheyrslur
um helgina og var enn aö í gær.
Akureyringar í hrakningum á Sprengisandi:
Þyrla sótti tvennt
ocp flutti a sjukrahus
ekki vitað hvað olli erfiðleikunum
Hópur Akureyringa lenti í mikl-
um hrakningum við Birtingakvísl
á Sprengisandi í gærkvöldi og nótt.
Þyrla Landhelgisgæslunnar fór á
vettvang og sótti mann og konu og
flutti þau á Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri. Fólkiö mun ekki vera
alvarlega slasaö en var orðið tals-
vert kalt.
Ferðahópurinn, en í honum voru
sjö manns, fór frá Akureyri á
tveimur jeppum á laugardag. Áætl-
að var aö koma aftur til Akureyrar
seint á sunnudag. Ferðalangin-,
sem hafði hitt hópinn i skála sem
heitir Bergland, vissi aö ferð hans
myndi tefjast eitthvað. í gærkvöldi
var farið að óttast um fólkiö og flug-
vél fengin til aö leita þess. Leitar-
menn fundu hópinn við Birtinga-
kvisL Ferðalangarnir áttu greini-
lega í talsverðum erfiðleikum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í
loftið í nótt svo og björgunarsveit-
ir. Þyrlan lenti á Akureyri um
Krossinn sýnir þann stað sem fólk-
ið lenti í hrakningunum.
DV-kort JR
klukkan níu í morgun. Tvennt var
um borð og var farið með fólkið á
Fjórðungssjúkrahúsið. Björgunar-
sveitarmenn fi-á Akureyri eru
komnir aö jeppunum og munu að-
stoða þau fimm sem enn eru á há-
lendinu til byggða. Ekki er vitaö
hvenær leiðangursmenn koma til
Akureyrar.
Hópurinn hafði fengið leyfi eða
undanþágu til ferðarinnar sem
mun hafa verið farin til að kanna
ásigkomulag hálendisins til feröa-
laga. Fólkið fór Vatnatjallaveg úr
Eyjaíirði og fyrsti viðkomustaöur
mun hafa verið við Laugafell. í
morgun var ekki vitaö nánar um
ferðir hópsins og ekki heldur hvað
olli þeim hrakningum sem þau
lentu í.
-sme
Hann gæti sem best verið að kveðja þá stuttu, hesturinn á myndinni, þvi innan skamms heldur hann til Danmerkur
þar sem hann tekur þátt í Evrópumóti íslenskra hesta. Þetta er enginn annar en skeiðhesturinn frægi, Glaumur,
sem ávann sér rétt til þátttöku i Evrópumótinu um síðustu helgi. DV-mynd EJ
Veðrið á morgun:
Sumar fyr-
ir austan
Ekkert lát ætlar að verða á
sumarveðrinu austan til á
landinu. Vestan eöa norðvestan-
átt verður á landinu á morgun. Á
Austur- og Suðausturlandi verð-
ur því víða léttskýjað og 16-18
stiga hiti. Á vestanverðu landinu
verður áfram skýjaö og smá
skúrir á víð og dreif. Hiti þar
veröur 10-13 stig.
Fangapresturinn:
hitta
fangann
Ríkissaksóknari sér ekki ástæðu til
að óska rannsóknar á samskiptum
Ólafs Jens Sigurðssonar fangaprests
og gæsluvarðhaldsfanga í kókaín-
málinu. Vegna þeirrar ákvörðunar
hefur Ólafur Jens Sigurðsson dregið
kæru sína, sem var í Hæstarétti, til
baka. Með þessari ákvörðun er prest-
inum heimilt að ræða við fangana -
en einn þeirra situr enn í gæsluvarð-
haldi.
Ólafur Jens Sigurðsson sagði viö
DV í morgun að hann teldi aö búið
væri að hreinsa sig af öllum áburði
í þessu máli. Hann sagði einnig að
það væri fjarri lagi að hann hafi bor-
ið upplýsingar á milh fanganna. Lög-
régla hafði borið hann þeim sökum
og sakadómur í ávana- og fikniefna-
málum hafði úrskurðað að prestin-
um væri óheimilt að hitta fangana.
Úrskurðurinn var bundinn ákvörð-
un ríkissaksóknara og er fallinn úr
gildi þar sem ríkissaksóknara þótti
ekki ástæða til rannsóknar.
Lögreglan hefur lýst þeirri skoðun
sinni að prestar ættu aöeins að fá að
hafa samskipti við einn fanga í
hverju máli. Lögregla telur að ef svo
væri kæmi ekki til efasemda eins og
var í máli Ólafs Jens Sigurðssonar.
„Þaö er óvenjulegt að það séu fleiri
en einn fangi í hverju máli. Ég er
ekki tilbúinn að ræða þetta á þessu
stigi. Þetta hefði átt að ræða betur
áður en málið fór af stað,“ sagði Ólaf-
ur Jensumóskirlögreglunnar. -sme
Steinullarverksmiðj an:
Alvarlegt
vinnuslys
Starfsmaður Steinullarverksmiðj-
unnar á Sauðárkróki slasaðist alvar-
lega er hann fór í pökkunarvél fyrir-
tækisins. Maðurinn skaddaðist á
hryggjarliðum og brjósthoh. Hann
var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri og þaðan á Borgarspítal-
ann í Reykjavík. Þar gekkst hann
undir aðgerð.
Lögreglan á Sauðárkróki segir
manninn vera mikið slasaðan.
Óhappið varð í gærmorgun. Ekki er
enn vitað hvað olli slysinu. -sme
Flugfreyj udeilan:
Enginn fundur
Enginn sáttafundur verður í kjara-
deilu flugfreyja og Flugleiða fyrr en
á fimmtudaginn. Flugfrcyjur boðuðu
í gær tveggja daga verkfall sem hefst
á miðnætti þriðjudagsins 18. júlí eða
eftir rétt tæpa viku.
-gse
OPI0 Öll KVÖID
SKftASKACinn
GÆÐI-
GLÆSILEIKI
t
i
í
í
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
w
i
i
i
i
i
é