Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1989, Blaðsíða 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989.
Andlát
Steinunn Ólafsdóttir, Droplaugar-
stööum, áður til heimilis á Grettis-
götu 29, er látin.
Ingimagn Eiríksson bifreiðarstjóri,
Meistaravöllum 7, lést í Borgarspítal-
anum 7. júlí.
Ólafur M. Ólafsson, Grundarlandi 8,
lést í Giessen, Þýskalandi, föstudag-
inn 7. júlí.
Jardarfarir
Fanney Eyjólfsdóttir lést 3. júli. Hún
fæddist að Brúsastöðum í Hafnar-
firði 9. júlí 1914, dóttir hjónanna Ing-
veldar Jónsdóttur og Eyjólfs Krist-
jánssonar. Eftirlifandi eiginmaður
hennar er Jón Sigurösson. Þau hjón-
in eignuðust þrjú börn. Útför Fann-
eyjar verður gerð frá Víðistaöakirkju
í dag kl. 13.30.
Elín H. Þorkelsson lést 1. júlí. Stella,
eins og hún var kölluð, fæddist í
Reykjavík 2. mars 1919, dóttir hjón-
anna Páls J. Ólafsson og Jóhönnu
K. Ólafsson. Stella var snyrtifræð-
ingur eftir nám í Kaupmannahöfn
og rak sína eigin snyrtistofu í
Reykjavík í nokkur ár. Hún giftist
Gísla Þorkelssyni en hann lést árið
1971. Þau hjónin eignuðust þrjár
dætur. Útför Stellu verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag kl. 13.30.
Sigrún Kristjánsdóttir frá Kristnesi
í Glerárhverfi, til heimihs í Lyng-
holti 9, sem lést á heimili sínu 6. júlí
verður jarðsungin frá Glerárkirkju
föstudaginn 14. júlí kl. 13.30.
Steinunn Gróa Sigurðardóttir frá
Seyðisíirði lést aö morgni 6. þessa
mánaðar. Útförin fer fram nk. föstu-
dag þann 14. júlí kl. 13.30 frá Foss-
vogskirkju.
Útför Sighvatar Andréssonar,
Skriðustekk 19, fer fram frá Foss-
vogskirkju i dag, þriðjudaginn 11.
júlí, kl. 15.
Útför Halldóru Guðmundu Þorvalds-
dóttur, Bjargarstíg 6, Reykjavík, áð-
ur frá Svalvogum, Dýrafirði, fer fram
frá Dómkirkjunni í Reykjavík miö-
vikudaginn 12. júlí kl. 10.30 fyrir há-
degi.
Bjarni Skagíjörð Svavarsson, Hring-
braut 79, Keflavík, er lést á heimili
sínu 4. júlí, verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 12.
júlí kl. 14.
Þorbjörn Jóhannesson kaupmaður,
Flókagötu 59, sem lést 4. júlí, verður
jarðsunginn frá Háteigskirkju mið-
vikudaginn 12. júh kl. 13.30.
Útför Halldórs Kristmundssonar
vörubifreiðastjóra, Vesturbergi 65,
fer fram frá Fella- og Hólakirkju
núðvikudaginn 12. júlí kl. 13.30.
Útför Gerhard Olsen flugvélstjóra,
Seiðakvísl 4, Reykjavík, sem lést 4.
júlí, fer fram frá Fossvogskirkju mið-
vikudaginn 12. júh kl. 13.30.
Tapað fundið
HJÓLBARÐAR
þurta aö vera með góðu mynstri allt árið.
Slitnir hjólbarðar hafa mun minna veggrip
og geta verið hættulegir - ekki síst
í hálku og bleytu.
DRÚGUM ÚR HRAÐA!
yUMFERÐAR
RÁÐ
Jóhanna Sesselja Friðriksdóttir,
Hörpulundi 5, Garðabæ, fyrrum hús-
freyja Hvahátrum, Breiðafirði, verð-
ur jarðsungin frá Garðakirkju í dag,
þriðjudaginn 11. júlí, kl. 15.
Jónas Sigurbjörnsson, Sunnuhhð 4,
Akureyri, lést á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri 7. júh sl. Jarðar-
förin fer fram frá Glerárkirkju
fimmtudaginn 13. júlí kl. 13.30.
Magnús Sveinbjörnsson fyrrverandi
skrifstofustjóri hjá Natan og Olsen
hf., Hjallavegi 62, Reykjavík, lést
þriðjudaginn 4. júlí. Útförin fer fram
fimmtudaginn 13. júlí frá Fossvogs-
kapellu kl. 15.
Tilkyimingar
Félag eldri borgara
Farin verður 8 daga ferð um Vestfirði 16.
og 21. júlí nk. Upplýsingar á skrifstofu
félagsins í síma 28812.
Kvöldganga um Gerðahrepp
Náttúruverndarfélag Suðvesturlands
stendur fyrir náttúruskoðunar- og sögu-
ferð í kvöld, þriðjudag, kl. 21. Farið verð-
ur frá Garðskagavita og gengið suður
með ströndinni og yfir á Skagagaröinn.
Síðan gengið eftir honum að Útskálum
og þaðan með ströndinni út á Garðskaga-
vita. Göngunni lýkur þar um kl. 23.
Þjóðháttamót
Dagana 14.-23. júlí nk. mun Þjóðdansafé-
lag Reykjavikur halda sitt þriðja þjóð-
háttamót sem gengur undir nafninu ís-
leik. Á mótið munu koma rúmlega 200
dansarar og spilarar frá öllum Norður-
löndunum nema Færeyjum. Mótið hefst
í Reykjavík með setningarathöfn á Kjar-
valsstöðum 15. júlí. Sunnudaginn 16. júlí
kl. 14.30 verður farið í skrúðgöngu frá
Hagatorgi niður í miðbæ þar sem hópar
frá öllum löndum munu dansa nokkra
dansa. Að þvi loknu verður farið á nokk-
ur vistheimili hér í bæ og sýnt þar. Að
kvöldi 15., 16. og 18. júli verður samkoma
í Hagaskóla þar sem dansinn mun duna
og verður þaö opið fyrir alla áhugasama
dansara meðn húsrúm leyfir. Mánudag-
inn 17. og þriðjudaginn 18. júlí verður
verða í gangi námskeið í þjóðdönsum og
þjóðlagaspili en miðvikudagmn 19. júlí
halda þátttakendur í Þórsmörk. Föstu-
daginn 21. júlí verður sýning og dansleik-
ur á Hótel Selfossi. Mótinu verður síðan
slitiö sunnudaginn 23. júli með lokahófi
á hótel Sögu.
Tíu þúsund áskrifendur
að Þjóðlífi
Fréttatimaritið Þjóðlif hefur nú um
tveggja ára skeið komiö út sem mánaðar-
legt fréttatímarit. Þjóðlíf hefur verið í
markvissri sókn á því tímabili og hefur
notið góðs af sérstöðu sipni meðal ís-
lenskra tjölmiðla. Áskrifendum Þjóðlifs
hefur fjölgað jafnt og þétt að undanfórnu
og á dögunum bættist áskrifandi nr. tíu
þúsund í hópinn. Af því tilefni var dregið
í áskrifendahappdrætti Þjóðlífs, þar sem
vinningurinn er sólarlandaferð með
Samvinnuferöum Landsýn. Áskrifand-
inn heppni heitir Helga Bergsdóttir frá
Hofi, Fagurhólsmýri. Jafnframt var tíu
þúsundasti áskrifandinn, Rut Rebekka
Sigurjónsdóttir frá Reykjavík gerð að
heiðursáskrifanda til æviloka. Þjóðlíf
kemur út reglulega í byrjun hvers mán-
aðar og hefur tekið mildum stakkaskipt-
um á tímabilinu. í tilefni af þessum
áfanga í sögu Þjóðlífs hefur útliti blaðsins
verið breytt og er 7. tbl. í júli þegar kom-
ið út i hinum nýja búningi. Enn stefnir
Þjóðlif til landvinninga og hefur markið
þegar verið sett á fimmtán þúsund áskrif-
endur.
Fráttir
Ný íslensk öltegund
Egils dökkur heitir nýjasta ís-
lenska öltegundin á markaönum.
Þetta öl er enn sem komið er einung- -
is selt á kútum til veitingahúsa.
Margir munu þekkja dökkan bjór
sem á langa hefö erlendis, sérstak-
lega í Þýskalandi. Egils dökkur er
bruggaður í samræmi viö þýsku lög-
in um bruggun - „Reinheitsgebot" -
sem munu vera þau ströngustu í
heimi og banna notkun allra auka-
efna við bruggunina. Er einungis
notast við vatn, ölger, humla og malt-
korn. Áfengismagn Egils dökka er
5,6 prósent af rúmmáli.
Þýski bruggmeistarinn Klaus
Schmieder hjá Agli Skallagrímssyni
hefur stjómað tilurð þessa dökka öls
sem kynnt var á Kringlukránni fyrir
skemmstu.
-hlh
Snúður týndur
Svartur og hvítur köttur týndist frá Sæv-
arlandi 8 í Fossvogi fyrir ca hálfum mán-
uði. Finnandi vinsamlegast hringi í síma
84709, 33941 eöa 25545.
Rómantísk gamanmynd
Asdís B. Pálsdóttir og Ingi Þór Oddsson sigruðu hvort í sínum riðli og tryggðu sér þátttökurétt í úrslitakeppninni.
Hér eru þau ásamt ættingjum og vinum.
Seyöisflörður:
Asdís sigraði á
endasprettinum
Bryndís Jónsdóttir, DV, Ökuleikni 89:
Seyðisfjöröur neitaði að sýna á sér
bestu hliðarnar þegar Ökuleikni 89
fór fram þar sunnudaginn 25. júní.
Það rigndi eins og hellt væri úr fötu
og fremur kalt var í lofti. Það kom
þó ekki í veg fyrir að þeir Seyðfirð-
ingar, sem tóku þátt, næðu góðum
árangri.
Asdís B. Pálsdóttir sigraöi í
kvennariðli. Hún og Hrafnhildur
Jónsdóttir voru jafnar að stigum eft-
ir fyrstu umferð og þurftu því að
keppa aftur. Ásdís hafði betur á
endasprettinum og fékk alls 200 refsi-
stig sem er mjög góður árangur. í
karlariðli var Ingi Þór Oddsson með
fæst refsistig eða alls 165, næsti mað-
ur var með 203 stig.
Sjálfsagt hefur veðrið átt sinn þátt
í að frekar dræm þátttaka var í reið-
hjólakeppninni. Heimir Óskarsson
sigraði með yfirburðum í riðli 9-11
ára, hlaut 39 refsistig sem er með því
besta sem gerist. I eldri riðlinum
hiaut Gylfi Gíslason Blöndal 1. verö-
laun, hann var með 85 refsistig. Gef-
andi verðlauna var veitingahúsið
Karrinn.
í karlaleit (Crossing Delancey)
Aðalhlutverk: Amy Irving, Peter Riegert
Leikstjóri: Joan Micklin Silver
Handrit: Susan Sandler
Sýnd í Bióborginni
Þrátt fyrir að peningamennirnir
hafi ætlað að rífa gömlu bókabúð-
ina tókst eigandanum ásamt vinum
sínum að koma í veg fyrir það. í
tilefni sigursins heldur eigandinn
vinum sínu veislu og þar mætir
m.a. rithöfundurinn Anton Maes
(Jeroen Krabbe). Hann rennir hýru
auga til Izzy (Amy Irving) en hún
stjómar búðinni. Hann fer aðeins
á fjörur viö hana en ekkert alvar-
legt gerist. Izzy á ömmu niöri í bæ
sem hún heimsækir reglulega.
Amman (Reizl Bozyk) er alltaf aö
reyna að fá Izzy til að giftast en án
árangurs. Amman fær Hönnu (Syl-
via Miles) í hö með sér, en Hanna
er eins konar hjónabandsmiðlari
hverfisins að eigin áliti. Kvöld eitt
• er Izzy boðið í mat til ömmunnar.
Hún mætir en einnig Hanna og
Sam Posner (Peter Riegert), en
hann selur súrsaö grænmeti. Izzy
er ósátt viö ráðabruggið og vísar
Sam á bug, enda hefur hún meiri
áhuga á Maes. Izzy á nokkrar vin-
konur, og þeim gengur misvel aö
ná sér í eiginmenn. Izzy ákveður
að koma Sam á stefnumót við eina
af vinkonum sínum. Hún leggur á
ráðin og allt gengur upp, nema
hvað hún fær bakþanka, því Sam
hafi haft áhuga á henni í langan
tíma. Sam og vinkonan byrja sam-
an og Izzy finnur til svolítillar af-
brýðisemi. Amman reynir að koma
þeim saman en það gengur ekki.
Izzy er ekki sátt við að missa Sam
enáerfittmeðsig þegar Maes kem-
ur aftur inn í myndina. Í lokin lend-
ir Izzy i þeirri aðstöðu að þurfa að
velja á milli Sam eða Maes.
Amy Irving (Micki and Maude,
Yentl) er indæl sem Izzy og gerir
hlutverkinu virkilegá góð skil. Pet-
er Riegert (Local Hero, Animal
House) leynir á sér sem Sam og
skilar hlutverki sínu hnökralausu.
Aukaleikarar eru hver öörum betri
og erfitt að gera upp á milli þeirra.
Kvenleikstjórar hafa ekki átt upp
á pallborðið hjá framleiöendum í
Hollywood, en óhætt er að mæla
með Joan Micklin Silver eftir að
hafa séð þessa mynd. Hún heldur
þessari indælu mynd vel gangandi
enda er handritið fullt af áhuga-
veröum persónum og gamansöm-
um uppákomum. Manni líöur vel
eftir aö hafa séö „í karlaleit“.
Stjörnugjöf: ***
Hjalti Þór Kristjánsson