Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1989, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989.
9
Utlönd
Sprengjutilræði í Mekka
Að minnsta kosti sextán pílagrím-
ar slösuðust þegar tvær sprengingar
urðu í hinni helgu borg Mekka í
gærkvöldi. Vitað er um að minnsta
kosti eitt dauðsfall og eru tveir hinna
slösuðu í lífshættu.
Yfirvöld í íran brugðust skjótt við
fréttunum og kváðu Saudi-Araba
eiga sökina á atvikinu. í fréttum
Irnu, hinnar opinberu fréttastofu í
íran, var haft eftir forsætisráðherra
írans, Hussein Mousavi, að yfirvöld
í Saudi-Arabíu hefðu staðið að baki
sprengjutilræðinu til að kúga múha-
meðstrúarmenn og koma í veg fyrir
að þeir gagnýndu ísrael.
„Atvik þetta sýnir glöggt að stjórn
Mekka og Medínu ætti að vera i
höndum múhameðstrúarmanna um
allan heim,“ var haft eftir forsætis-
ráðherranum. Samskiptin milh ír-
ans, þar sem shíta múhameðstrúar-
menn búa, og Saudi-Arabíu, en þar
eru sunni múhameðstrúarmenn í
meirihluta, hafa verið stirð um nokk-
urt skeið.
Sprengingarnar áttu sér stað þegar
pílagrímarnir voru að yfirgefa Mosk-
una miklu, helgasta bænastað múha-
meðstrúarmanna, að loknu bæna-
haldi. Öryggisverðir umkringdu þeg-
ar moskuna og skipuðu öllum á
hrott. Um ein og hálf milljón múha-
meðstrúarmanna frá meira en eitt
hundrað þjóðlöndum var í borginni
þegar atvikið átti sér stað. Telja yfir-
völd lítinn grun leika á að um
sprengjutilræði hafi verið að ræða.
Þetta er í þriðja sinn á þessum ára-
tug að blóðsúthellingar verða í
Mekka, en slíkt telja heittrúarmenn
vanhelgun, og í annað sinn í þremur
síðustu pílagrímaferðum til hinnar
helgu borgar. Árið 1979 náðu rúm-
lega tvö hundruð sunni múhameðs-
trúarmenn moskunni á sitt vald.
Tveggja vikna umsátur fylgdi og létu
rúmlega tvö hundruð lífið.
Samkvæmt dagatali múhameðs-
trúarmanna bera sprengingamar nú
upp á sama dag og lát rúmlega 400
fylgismanna hins látna trúarleiðtoga
írans, ayatollah Khomeini, fyrir
tveimur árum. Það ár brutust út
mikil uppþot í kjölfar mótmæla írana
gegn Vesturlöndum. Síðan hafa íran-
ar sniðgengið pílagrímafórina til
Mekka til að mótmæla banni við
mótmælum í hinni helgu borg. í síð-
ustu viku sneru írönsk yfirvöld síðan
við blaðinu og hvöttu múhameðstrú-
armenn til að fjölmenna í Mekka til
að efna til mótmæla.
í yfirlýsingu innanríkisráðuneytis
Saudi-Arabíu var sagt að tveir hinna
slösuðu væru illa slasaðir og í lífs-
hættu. Ekki er enn vitað hvers lensk-
ir þeir, eða hinn látni, eru. Segja yfir-
völd í Saudi-Arabíu að rannsókn
standi yfir.
Reuter
Tugir þúsunda múhameðstrúarmanna koma árlega til hinnar helgu borgar, Mekka.
Reftarholdunum i
Palme-málinu lokið
Réttarhöldunum yfir meintum í gær fjáði dómarinn fréttaraönn- látinn sæta geðrannsókn sem gæti framferði hennar ógnaði réttar-
morðingja Olofs Palme er nú lokið ura að kviðdómur gæti þurft allt tekið allt að sex vikur. Að henni öryggi.Lisbetneitaðifyrstaðraæta
en máhð getur samt haldið áfram að þijár vikur til að komast að nið- lokinni væri ekki utilokað að nýjar ákærða fyrir rétti, mætti ekki til
vikumsaman.Þaðveröurekkifyrr urstöðu. Dómarinn sagði að enn yfirheyrslur fyrir rétti þyrftu að fyrstu yftrheyrslna og fór fram á
en á ftmmtudag sem tilkynnt verö- hefðu hann og meðdómendur ekki fara fram, að því er lögfróðir menn að ekki væri tekið upp á segulband
ur hvenær dómur veröur kveðinn rætt um möguleika á sekt ákærða segja. Bæði verjandi og ákærði hafa það sem hún segði.
upp. né trúverðugleika vitnanna. gefið í skyn að þeir muni áfrýja. Krafðist verjandi þess að ákærði
Eftir að hafa hlýtt á ákærða halda Ef ákærði verður fundinn sekur í lokaræðu sinni í gær réðst verj- yrði dæmdur saklaus og tafarlaust
enn einu sinni fram sakleysi sínu veröur hann að öllum líkindum andinn á Lisbet Palme og sagði að látímtlaus. ReuterogTT
ULTRA
GLOSS
Ekkert venjulegt
bón, heldur glerhörð
brynja sem endist langt
umfram hefðbundnar
bóntegundir.
Utsölustaðln
ESSO
stöðvarnar.
Kinverskar konur biðjast fyrir i kirkju i Peking í morgun. Lifið i höfuðborg-
inni er nú smátt og smátt að verða eölilegt á ný. símamynd Reuter
Zhao sakaður um spillingu
Zhao Ziyang, fyrrum flokksleiðtogi
Kína, sem settur var af í síðasta
mánuði eftir að herinn bældi niður
uppreisn námsmanna, var í morgun
sakaður um að hafa látið spillingu
viðgangast. Talsmaður stjórnarinn-
ar útilokaði ekki að Zhao yrði leiddur
fyrir rétt. Zhao sást síðast opinber-
lega fyrir tveimur mánuðum þegar
hann ræddi við námsmenn á Torgi
hins himneska friðar.
Það var meðal annars hömlulaus
spilhng innan stjórnarinnar og
kommúnistaflokksins sem fékk
milljónir Kínverja til að safnast sam-
an á götum úti í maí og lýsa yfir
stuðningi við lýðræðiskröfur náms-
manna og heimta afsögn Li Pengs
forsætisráðherra.
Vestrænir stjórnarerindrekar í
Peking segja aö ólíklegt sé að Deng
Xiaoping leiötogi láti leiða Zhao fyrir
rétt eins og gert var með ekkju Maos
og fjögurra manna gengið. Segja
stjómarerindrekarnir að kínverskir
leiðtogar þurfi að halda við efnahags-
stefnu Zhaos og þar með sé ekki al-
gjörlega hægt aö hafna honum.
Telja stjórnarerindrekar aö Zhao
neiti að afneita sannfæringu sinni
og skrifa sjálfsgagnrýni eins og fyrir-
rennari hans, Hu Yaobang, geröi.
Honum var einnig steypt af stóh af
harðlínumönnum í kjölfar mótmælá-
aðgerða námsmanna árið 1986.
Kínversk yfirvöld tilkynntu í
morgun aö þau heföu vísað frá Kína
blaðamanninum Huang Debei frá
Taiwan sem verið hafði í haldi í átta
daga. Var honum gefið að sök að
hafa aðstoðað leiðtoga mótmælenda.
Huang var gripin af vopnuöum her-
mönnum í Peking eftir að hafa átt
fund með andófsmanninum Wang
Dan, einum af tuttugu og einum leið-
toga námsmanna sem yfirvöld hafa
lýst eftir. Síðustu fréttir herma að
Huang hafi skýrt frá því í rnorgun
að kínverska lögreglan hafi sagt hon-
um frá handtöku Wangs. Reuter
Heildampphæð vinn-
inga 8.7. var 3.978.222,-.
Enginn hafði 5 rétta sem
voru kr. 1.831.516,-.
Bónusvinninginn fengu
3 og fær hver kr.
106.161,-.
Fyrir 4 tölur réttar fær
hver kr.6.619,- og fyrir 3
réttar tölur fær hver um
sig kr.414,-.
Sölustööum er lokaö 15 mfnútum fyrir
útdrátt í Sjónvarpinu.
Sími685111.
Upplýsingasímsvari 681511.
Lukkulína 99 1002
ÖLVUNAB | AKSTUR
ER