Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1989, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989.
SKOLASTJORA OG
KENNARA VANTAR
Staða skólastjóra og kennara við grunnskólann á
Borgarfirði eystra er laus til umsóknar. Uppl. veittar
hjá formanni skólanefndar, Sólbjörtu Hilmarsdóttur,
í síma 97-29987 eða Sólrúnu Valdimarsdóttur í síma
97-29986.
Skólanefnd
Utlönd
Leiguskipti
Gott einbýlishús á ísafirði í skiptum fyrir gott hús-
næði á Reykjavíkursvæðinu (4-5 herb.).
Æskilegur tími frá 1. september 1989 til 1. júní 1990
eða lengur eftir samkomulagi. Einnig kemur til greina
bein leiga á Reykjavíkursvæðinu. Góð leiga og allt
fyrirfram. Tilboð sendist DV fyrir 20. júlí næstkom-
andi, merkt „Leiguskipti 94".
44
FERÐAÞÓNUSTA BÆNDA
Athugasemd frá
Ferðaþjónustu bænda
Að gefnu tilefni vill Ferðaþjónusta bænda koma eftir-
farandi á framfæri:
Á undanförnum árum hefur ferðaþjónusta á vegum
bænda aukist verulega. Ferðabændur hafa með sér
samtök og reka þjónustuskrifstofu í Bændahöllinni
í Reykjavík.
Stefna samtakanna er að tryggja gæði þjónustunnar
eins og kostur er og gera merki sitt og nafn að gæða-
stimpli.
Skrifstofan hefur eftirlit með þeirri þjónustu sem í
boði er og kynnir einungis þá þjónustu sem talin er
standast tilteknar gæðakröfur undir merki Ferðaþjón-
ustu þænda.
Borið hefur á því að einstakir aðilar auglýsi á eigin
vegum undir merki Ferðaþjónustu bænda ýmsa þjón-
ustu sem samtökin hafa ekki viðurkennt og ekki er
talin fullnægja settum gæðakröfum. Þess vegna vilj-
um við vekja athygli á því að réttar upplýsingar um
þá þjónustuþætti, sem Ferðaþjónusta bænda sam-
þykkir, er að finna í bæklingi samtakanna, „Ferða-
þjónusta bænda 1989 - 1990".
Páll Richardson,
formaður Félags ferðaþjónstubænda
Bush Bandaríkjaforseti í Póllandi:
Eitt hundrað milljón
dollara efnahagsaðstoð
Lec Walesa, leiðtogi hinna óháðu
verkalýðssamtaka, Samstöðu, í
Póllandi, mun í dag ræða við Ge-
orge Bush Bandaríkjaforseta en sá
síðarnefndi er í opinberri heim*
sókn í Póllandi. Walesa lýsti í gær
yfir vonbrigðum með efnahagsað-
stoð þá er Bandaríkjastjórn hyggst
veita Póllandi en Bush kynnti hana
á pólska þinginu í gær er hann,
fyrstur Bandaríkjaforseta, ávarp-
aði pólska þingmenn.
Sagði Walesa að Pólland þyrfti á
frekaiiaðstoð að halda. „Við getum
ekki beöið lengur,“ sagði hann í
viðtali við bandarísku sjónvarps-
stöðina NBC í gær. „Ástandið er
mjög margslungið. Við óttumst æ
meir að umbótahreyfmgin muni
ekki bera árangur.“
Pólland skuldar 40 milljarða doll-
ara í erlend lán og á við síaukna
eíhahagsörðugleika að etja.
Walesa kvaðst munu nota tæki-
færið þegar hann ræðir við Bush í
dag og fara fram á aukna aðstoð.
Samkvæmt heimildarmönnum
Reuter-fréttastofunnar höfðu full-
Bush og Jaruzelski, hershöfðingi og leiðtogi pólskra kommúnista, rædd-
USt við í gær. Simamynd Reuler
Póiskir hafnaboltadrengir þyrptust
í kríngum Bandaríkjaforseta í Var-
sjá í gær áður en fiautað var til
leiks. Stutt er síðan farið var að
leika hafnabolta í Póllandi.
Simarnynd Reuter
trúar Samstöðu vonast til að
Bandaríkin myndu styðja við bakið
á tíu milljarða dollara efnahagsað-
gerðum.
í stuðningi Bandaríkjanna, sem
Bush lagði fram á pólska þinginu
i gær, felst rúmlega 100 milljóna
dollara efnahagsaðstoð til pólskra
einkafyrirtækja auk loforðs um að
hvetja aörar vestrænar þjóðir til
að leggja Pólverjum lið. Bandaríkin
munu fara fram á að erlendir lán-
ardrottnar Póllands veiti pólsku
þjóðinni frest á vaxtagreiðslum
upp á fimm milljarða dollara sem
og leita samþykkis Alþjóðabank-
ans á 325 milljóna dollara láni. Að
auki munu Bandaríkin leggja fram
um 15 miiijón dollara til sameigin-
legs verkefnis á sviði umhverfis-
verndar í Kraká.
Bush, sem í dag heldur til Ung-
verjalands, lofaði þær umbætur
sem átt hafa sér stað í Póllandi.
Sagði hann að þær myndu veröa
eitt helsta umræðuefnið á fundi sjö
helstu iönríkja heims sem hefst í
París síðar í vikunni. Sagði hann
að lýðræðislegar umbætur í Póll-
andi og Ungverjalandi gætu lagt
grunninn að stööugleika Evrópu,
öryggi meginlandsins og velmegun.
Bush mun koma við í Ungverja-
landi áður en hann heldur til París-
ar. Að sögn Gyula Horn, utanríkis-
ráðherra Ungverjalands, fara
stjórnvöld þar í landi ekki fram á
efnahagsaðstoö heldur auknar til-
slakanir í efnhagsviðskiptum.
Reuter
1
Ké
KAUPMEm ATHUQIÐ!
HAFIÐ ÞIÐ OPIÐ
Á LAUGARDÖGUM
í SUMAR?
HELQARHARKAÐUR DV verður birtur á
fimmtudögum í sumar.
í HELQARMAKAÐI DV eru upplýsingar um
afgreiðslutíma verslana á fimmtudögum,
föstudögum og laugardögum, sértilboð og
annaö það sem kaupmenn þurfa að koma
á framfæri.
Þeir aðilar, sem áhuga hafa á að auglýsa
í HELGARMARKAÐL vinsamiega hafi sam-
band við auglýsingadeild DV fýrir kl. 16 á
þriðjudögum.
AUQLÝSIHQADEILD
Sími 27022
Samstaða
býðst til stjórn
armyndunar
Samstaða, hin óháðu verkalýðs-
samtök í Póllandi, er tilbúin til
stjórnarmyndunar, að sögn eins tals-
manna samtakanna, ef samþykki
Sovétríkjanna liggur fyrir og ef vest-
ræn ríki eru reiðubúin að leggja til
marktæka efnahagsaðstoð.
Sagði talsmaöurinn að Adam Mic-
hnik, háttsettur fulltrúi Samstöðu og
einn helsti hugmyndafræðingur
samtakanna, væri á leið til Moskvu
til viðræðna við sovéska ráðamenn
um stuðning Moskvu við hugsanlega
stjóm Samstöðu.
Vadim Zagladin, einn aðstoðar-
manna Gorbatsjovs Sovétforseta,
sagði nýverið að Sovétstjórnin
myndi ekki vera mótfallin því að
Samstaða myndaði stjórn. En tals-
maðurinn sagði að Samstaða þyrfti á
samþykki hærra settra embættis-
manna en Zagladins að halda.
Lech Walesa mun ræða við Bush
Bandaríkjaforseta í dag.
Simamynd Reuter
Hagfræðingar Samstöðu segja að
Pólland þarfnist tíu milljarða dollara
í stuðning næstu þrjú ár til að koma
í veg fyrir efnahagslega óreiðu.
Reuter
Hraðakstur er orsök margra slysa. Miðum
hraða alltaf við aðstæður, m.a. við ástand
vega, færð og veður.
Tökum aldrei áhættul
||UMFERÐAR
'ráð