Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1989, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989.
25
Sviðsljós
Um tvö hundruð manns, starfsmenn Frjálsrar fjölmiðlunar, makar þeirra og börn, undu sér vel í Galtalækjarskógi á laugardag sem var einn viðkomustaður
á daglangri vel heppnaðri fjölskylduferð sem fyrirtækið bauð til. DV-myndir Gunnar V. Andrésson
Vel heppnuð DV sumarferð
Það voru alsæl en þreytt böm sem
lögðust til svefns seint að kvöldi
laugardags eftir vel heppnaða DV-
ferð í Galtalækjarskóg, Hvolsvöll og
í Tívolíið í Hveragerði. Á hverju
sumri býður Fijáls fjölmiðlun starfs-
fólki sínu, mökum og börnum í dag-
langa ferð sem ævinlega er beöið með
mikilh tilhlökkun. Svo var einnig í
þetta skiptið og sannarlega urðu eng-
ir fyrir vonbrigðum.
Það vom um tvö hundruð manns
sem lögðu af staö í þremur stómm
rútum og tveimur minni á laugar-
dagsmorgun. Leiðin lá í Galtalækjar-
skóg þar sem nestið: samlokur, pyls-
ur og gosdrykkir, var innbyrt af mik-
illi lyst jafnt af smáum sem stómm.
Bmgðið var á leik með bömunum
og hreyfðu sumir starfsmanna sig
meira á þessum eina degi en venju-
lega yfir árið. Bolta var sparkað á
milli manna og reiptog fór fram af
miklum krafti milli kvenna- og karla-
hðs.
Eftir tæpra fjögurra stunda útiveru
í Galtalæk var ekið sem leið lá að
samkomuhúsinu Hvoli á Hvolsvelli
þar sem beiö fjöldans þríréttuð mál-
tíð á vegum Hótels Hvolsvallar.
Kvöldverðurinn tókst frábærlega vel
í alla staði.
Ekki var öll skemmtunin úti því á
heimleiðinni um kvöldið opnaði Tí-
volíið í Hveragerði sérstaklega fyrir
DV-menn. Bömin máttu reyna tækin
að vild í eina klukkustund og er ekki
ofsögum sagt að mikill spenningur
lá í loftinu. Á leið í bæinn á eUefta
tímanum á laugardagskvöldið voru
sum þau stuttu svo þreytt eftir dag-
inn að nammipokinn sem þau fengu
í lokin var ekki opnaður fyrr en dag-
inn eftir. Nú er spurt um næstu ferð...
-ELA
Pylsur, samlokur og gos var innbyrt af mikilli lyst jafnt af stórum sem smáum
og tóku margir rösklega til matarins.
Kvennalið keppti í reiptogi á móti karlaliðinu og var tekið á af miklu afli
hjá kvenkyns liðinu eins og sjá má.
Ferðin endaði í Tívoiiinu i Hvera-
gerði þar sem allir skemmtu sér
konunglega og prófuðu öll tækin
áður en haldið var heim.
t)V-myndir GVA
í samkomuhúsinu Hvoli á Hvolsvelli beið þríréttuð kvöldmáltíð fyrir þennan
stóra hóp DV-manna. Það fóru engir svangir heim.
í Galtalækjarskógi er mjög góð að-
staða fyrir börn. Leikvöllurinn, sem
bindindismenn hafa komið upp á
svæöinu, gerði stormandi lukku hjá
yngstu kynslóðinni.
Ólyginn
sagði...
Ara Onassis
langaði mest af öllu tU að ganga
að eiga EUsabeti Taylor en varð
að láta sér lynda Jackie Kennedy.
Beta var nefnilega svo hrifm af
Richard Burton að hún gat ekki
hugsað sér að fara frá honum,
jafnvel þótt skipamilljónirnar
kæmu í hennar hlut. Það var
dóttir skipakóngsins, Christina
Onassis, sem skýrði frá þessu
skömmu áður en hún lést seint á
síðasta ári. Christina sagði ævi-
söguritara Jackie að það sem Ari
hefði einkum kunnað meta hjá
Betu væri kímnigáfa hennar. Aft-
ur á móti bar dóttirin Jackie ekki
vel söguna, sagði aö hún hefði
aðeins verið á eftir auðæfum fjöl-
skyldunnar og kært sig koUótta
um allt sem tengdist fóðurlandi
Ara.
StevenSpielberg
er aftur kominn á biðUsbuxum-
ar, aðeins örfáum mánuðum eftir
skilnaðinn við Amy Irving. Kon-
an, sem hann gerir hosur sínar
grænar fyrir um þessar mundir,
heitir Kate Capshaw og lék í
mynd Spielbergs um Indiana Jo-
nes og dómsdagshofið fyrir
nokkrum árum. Kate er 35 ára
og á 11 ára dóttur sem fylgir með
í kaupunum. Leikkonan segir að
hún hafi aUtaf gert kærustunum
sínum það ljóst. Ástin ku
blómstra hjá hjúunum og þegar
þau voru í London fyrir nokkru
héldust þau í hendur eins og tán-
ingar og kysstu og knúsuðu hvort
annað í tíma og ótíma.
Goldie Hawn
er ekki par ánægð með hvemig
kærasti hennar, leikarinn Kurt
RusseU, kom fram við hana á
óskarskvöldi þeirra í HoUywood.
Hún hefur þvi komið með krók á
móti bragði og neitar að giftast
ástmanninum. Hann hefur meira
að segja fallið á kné hvað eftir
annað, en aUt kemur fyrir ekki.
HeimUdir herma að stúlkan elski
piltinn engu að síður og ætU sér
að giftast honum þótt síðar verði.
Fyrst skal hann þó taka út refs-
ingu sína. Vonandi verður biðin
þó ekki of löng. Hans vegna.