Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1989, Side 7
ÞRIÖJUDÁGUÍR 11. JÚLl 1989.
7
Viðskipti
Rigningin leikur málningarverksmiðj ur grátt:
„Við verðum að fá sól“
Forráöamenn málningarverk-
smiðjanna segja aö greinilegur sam-
dráttur hafi orðið á sölu málningar
á höfuðbogarsvæðinu að undanfömu
vegna rigningar og leiðindaveðurs.
„Við verðum aö fá sól,“ voru orð
Stefáns Guðjohnsen, forstjóra Máln-
ingar hf., um ástandið.
Stefán sepr að síðasta sumar hafi
verið slæmt málningarár vegna tíð-
arfarsins. Hins vegar hafi sumarið
’87 verið mjög gott og eigi júnímánuð-
ur þess sumars metið í málningar-
sölu hjá Málningu hf. Mánuði síðar
varð stórbmni hjá Málningu og setti
hann að sjálfsögðu nokkurt strik í
reikninginn í framleiðslunni.
Mótvægi við regndans
indíánanna
„Við verðum að fá mótvægi við
regndans indíánanna. Það bíða mörg
verkefni víða og ljóst að fólk fer af
stað að mála um leið og veðrið skán-
ar.“
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 14-18 Úb
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 15-20 Vb.Úb
6mán. uppsögn 16-22 Vb
12mán. uppsögn 18-20 Úb
18mán. uppsögn 32 Ib
Tékkareikningar, alm. 3-9 Ab.Sp
Sértékkareikningar 4-17 Vb.Ab
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Vb
6 mán. uppsögn 2,5-3 Allir
Innlánmeð sérkjörum 27-35 nema Sp Ab
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalir 8-8,75 Ab
Sterlingspund 11,75-13 Lb.Bb,-
Vestur-þýskmörk 5,25-6 Ib.Vb,- Sb Sb.Ab
Danskar krónur 7,75-8,25 Lb.lb,-
ÚTLÁNSVEXTIR (%) Vb.Sp lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv.) 30,5-34,5 Sb
Viöskiptavlxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 33-37,25 Sb
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 34,5-39 Lb
Utlán verðtryggð
. Skuldabréf 7,25-8,75 Lb
Utlán til framleiðslu
Isl. krónur 27,5-37 Úb
SDR 10-10,5 Lb
Bandarikjadalir 11-11,25 Allir
Sterlingspund 15,75-16 nema Úb Allir
Vestur-þýsk mörk 8,25-8,5 nema Úb Úb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 42,8
MEÐALVEXTIR
överðtr. júlí 89 34,2
Verötr. júlí 89 7,9
VlSITÖLUR
Lánskjaravísitala júlí 2540 stig
Byggingavísitala júlí 461,5stig
Byggingavísitalajúli 144,3stig
Húsaleiguvísitala 5%hækkun 1. júlí
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,015
Einingabréf 2 2.227
Einingabréf 3 2,621
Skammtimabréf 1,383
Lífeyrisbréf 2,019
Gengisbréf 1,791
Kjarabréf 3,988
Markbréf 2.116
Tekjubréf 1,724
Skyndibréf 1.211
Fjölþjóðabréf 1,268
Sjóðsbréf 1 1,928
Sjóðsbréf 2 1,544
Sjóðsbréf 3 1,362
Sjóösbréf 4 1,135
Vaxtasjóösbréf 1,3555
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 300 kr.
Eimskip 360 kr.
Flugleiðir 175 kr.
Hampiðjan 164 kr.
Hlutabréfasjóður 128 kr.
Iðnaðarbankinn 157 kr.
Skagstrendingur hf. 212 kr.
Útvegsbankinn hf. 135 kr.
Verslunarbankinn 145 kr.
Tollvörugeymslan hf. 108 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum
og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af
þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lönaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Ob = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýslngar um penlngamarkað-
Inn birtast I DV A fimmtudögum.
Stefán segir ennfremur að salan í
maí, júní, júh og ágúst sé um 50 pró-
sent af árssölunni í venjulegu ári og
því skipti miklu fyrir alla málningar-
framleiðendur að fá gott málningar-
veður.“
Harpa
Magnús Helgason, forstjóri Hörpu,
segir að veðrið það sem af er sumri
hafi farið illa með málningarfram-
leiðendur.
„Það er greinilegur samdráttur í
sölunni í sumar miðað við venjulegt
sumar. Sumarið í fyrra var einnig
mjög slæmt málningarsumar þannig
að það bíða óvenjumörg hús þess að
verða máluð. Það þarf ekki annað en
aka um borgina tU að sjá það.“
Tíöin hlýtur að skána
Magnús segir jafnframt að það dugi
ekkert annað en að vera bjartsýnn
og trúa á að veðrið skáni á næst-
unnh „Menn verða að vera bjartsýn- •
ir. Tiðin hlýtur að skána og sóhn
fara að skína.“
Kolbeinn Sigurjónsson, sölustjóri
hjá Málningarverksmiðju Slippfé-
lagsins, segir að veðrið hafi leikið
marga húseigendur grátt í sumar
hvað málningu snertir. Víða bíði
menn þess að tíðin batni.
Sölusprengjur á Austfjörðum
En ekki hefur ahs staðar verið sam-
dráttur í sölu málningar. Fyrir aust-
an hefur verið gott málningarveður
Margir hafa ætlað að mála I sumar en minna hefur orðið úr verki en ætlað var enda ekki viðrað vel fyrir málning-
arvinnu. Allt að 50 prósent af sölu málningarverksmiðjanna á sér stað mánuðina maí, júní, júlí og ágúst. Það er
þvi mikið í húfi fyrir verksmiðjurnar að sólin fari að skina.
og segir Kolbeinn að sölusprengjur
hafi orðið á Austfjörðum í sumar.
Þar komi til gott veður og hlýindi,
auk þess sem haidið hafi verið upp á
afmæh í Neskaupstað og á Djúpivogi
með tilheyrandi tiltekt og málningu.
„Þegar rætt er um samdrátt í sölu
á markaðnum má heldur ekki horfa
fram hjá því að það er viss samdrátt-
ur í þjóöfélaginu þannig að það er
ekki hægt að kenna rigningunni ein-
göngu um. Þetta sést ekki síst á því
að málarameisturum gengur iha að
innheimta fyrir vinnu sína og það
hefur aftur keðjuverkandi áhrif.“
Svo er bara að sjá hvort málningar-
verksmiðjunum tekst að seipja við
veðurguðina á næstunni og stöðva
regndans indíánanna. Það bíða
margir penslar eftir dýfu.
-JGH
íslensku fiskmarkaðimlr tveggja ára:
Kaupendurnir fengu strax
næma markaðstilfinningu
- segir framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Hafnarflarðar
íslensku fiskmarkaðirnir eru
tveggja ára um þessar mundir. Á
þessum tveimur árum hafa verið seld
103 þúsund tonn af fiski fyrir um 3,5
mihjarða króna. Nokkur samráttur
varð á fiskmörkuðunum seinni hluta
síðasta árs og gætir þessa samdráttar
enn þrátt fyrir að salan hafi verið
rísa upp aftur síðustu mánuðina.
Fiskmarkaðimir eru þrír. Fiskmark-
aður Hafnarfjarðar, Fiskmarkaður
Suðumesja og Faxamarkaðurinn í
Reykjavík. Fiskmarkaður Norður-
lands komst í raun aldrei á legg og
Fiskmarkaðurinn í Vestmannaeyj-
um hefur verið lagður niður.
„Reynslan af fiskmörkuðunum
hefur verið góð. Þegar þeir voru að
hefja starfsemi sína var mikið um
hrakspár en niðurstaðan er sú að
meiri viðskipd hafa orðið á þessum
mörkuðum en menn almennt reikn-
uðu með,“ segir Einar Sveinsson,
framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar
Hafnarfjarðar.
Hann segir jafnframt að mörgum
hafi þótt fiskmarkaðir fáránlegir hér
á landi og öfgakenndir og engan veg-
inn væri gnmdvöhur fyrir rekstri
þeirra.
Markaðirnir byrjuðu mjög vel
„En markaðimir byijuðu ahir
skemmtilega vel þótt um ný við-
skiptí væri að ræða hérlendis sem
ekltí höföu verið reynd áður. Nú ef-
ast enginn um fiskmarkaðina. Fyrir-
fram töldu menn þetta fáránlegt og
erfitt í verki, nú er þetta minnsta
mál í heimi. Kaupendur fengu strax
óvenjunæma markaðstilfinningu."
Að sögn Einars berst fiskur hvað-
anæva af landinu á fiskmarkaðina
þrjá á höfuðborgarsvæðinu. „Það er
mikið um vöruflutninga. Fiskur
berst hingað að norðan, frá Aust-
fjörðum og Snæfehsnesi. Menn hika
ekki við að nota markaðina."
Kaupendur njóta síður
lágs fiskverðs
„Ef hægt er að tala um einhvem
gaha við þessa markaði er það sú
staðreynd að kaupendur njóta þess
ekki næghega þegar verðið fer niður
fyrir verð Verðlagsráðs. Seljendur
hverfa þá frá mörkuðunum. Þeir
senda ekki fisk suður utan af landi
með nokkrum tílkostnaði ef þeir fá
lægra verð en verð Verðlagsráðs.
Þetta hefur það í för með sér að kaup-
endur á markaðnum geta sjaldan
notað sér lágt fiskverð."
Sérhæfingin hefur náðst
Einn helsta kostinn við fiskmark-
aðina segir Einar vera þá sérhæfingu
sem fram kemur með þeim. Hann
nefnir fyrirtækið Sjóla í Hafnarfirði
sem dæmi en það rekur bæði togara
og fiskvinnslu í landi. Ahur afli tog-
aranna er látinn fara í gegnum fisk-
markaðinn í Hafnarfirði og kaupir
fiskvinnsla Sjóla aflann á markaðn-
um. Með þessu losnar Sjólafyrirtæk-
ið við þann afla sem það ætlar sér
, ekki aö nýta og lætur þvi aðra um
að kaupa hann. Þess í stað geta þeir
lagt áherslu á eina fisktegund í
vinnslu.
Fyrstu fimm mánuði þessa árs
voru seld tæp 20 þúsund tonn á
mörkuðunum þremur en á sama
tíma í fyrra nam salan 24 þúsund
tonnum. Þetta er 18 prósent sam-
dráttur. Fiskmarkaður Suðurnesja
hefur misst mest af viðskiptum eða
37 prósent, Fiskmarkaðurinn í Hafn-
arfirði um 14 prósent en Faxamark-
aðurinn í Reykjavík bætti hins vegar
við sig 21 prósenti fyrstu fimm mán-
uöina.
-JGH
Miklar hrakspár voru um fiskmarkaðina fyrirfram og talið útilokað að reka
þá enda um nýjan viðskiptamáta aö ræða hérlendis. Nú tala hins vegar
allir um fiskmarkaðina sem sjálfsagða.
Lifandi humar til Spánar
- 20 prósent hærra verð
Fyrirtækið íslenskur skelfiskur
hf. í Sandgeröi selur lifandi humar
th veitingahúsa og hótela á Spáni.
Um 20 prósent hærra verö fæst fyr-
ir humarinn lifandi en ísaöan eða
frystan, að því er fram kemur f
blaðinu Fiskifréttum á dögunum.
íslenskur skelfiskur notar 2400
skoskar humarghdrur th veiðanna
sem hófUst í raaí. Humarinn er
aðahega veiddur á Eldeyjarsvæð-
inu, á svæði þar sem heföbundnir
humarbátar geta ekki veitt.
Huraarinn á þessum slóðum er
bæði eldri og stærri en gengur og
gerist og fara um 50 th 60 prósent
hans f stærri flokk.
Frá þvf veiðamar hófust hafa um
sjö tonn verið flutt út th Spánar.
-JGH