Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1989, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989.
15
Að byggja þak yf ir höf uðið
á íslensku tónlistarlífi
Allt það auglýsingaflóð sem yfir
okkur dynur daglega er áreiðan-
lega merkilegt rannsóknarefni.
Lengi vel hélt ég að auglýsingar
bankanna væru þeirra fáránlegast-
ar en þó í harðri samkeppni við
snyrtivö'ruauglýsingar. Nú nýlega
heyrði ég reyndar eina sem mér
fannst mjög merkileg. í auglýsing-
unni var því sem sé lýst yfir að nú
ætti að fara að safna fé til þess að
byggja yfir höfuðuð á íslensku tón-
listarlífi. Ég get svo sem vel viður-
kennt að ég er heldur illa að mér
um íslenskt tónlistarlíf og aUt til
þess að ég heyrði þessa bráð-
smellnu auglýsingu hefði ég þorað
að sverja að það væri gersamlega
höfuðlaust.
Augiýsingar bankanna
Ég er svo gamaldags að mér
finnst bankar eiga að vera ekki
bara traustar stofnanir heldur líka
vandar að virðingu sinni og dálítiö
íhaldssamar. Til dæmis finnst mér
bankastjóraskrípið, sem sýnt er
sitjandi í stólnum sínum með
heymartól á eyrunum, dillandi sér
í takt við síbyljuna, að mér skUst
til að vera með á nótunum, ekki
sérlega traustvekjandi. Ég hef á til-
finningunni að haxm muni vera til
í að lýsa frati á viðskiptavinina og
raunar bankann sjálfan ef hann
bara fær eitthvað í eyrun sem hann
Kjallariim
Guðmundur Axelsson
framhaldsskólakennari
getur hrist sig eftir. Honum væri
reyndar trúandi tU að vera til í að
láta peninga í að byggja yfir höfuð-
uðið á íslensku tónhstarlífi.
Coca Cola
Nú um skeið hefur talsvert verið
rifist yfir auglýsingum sem eru á
útlensku. Þegar búið er að jagast
og fjargviðrast hæfilega lengi yfir
útlenskmmi býður auglýsandinn
þeim verðlaun sem getur búið til
íslenskt slagorð sem passar við
gripinn. Þetta virkar á okkur svona
svipað og dúsa á htið bam. Við
þögnum og allir virðast ánægðir.
Auglýsandinn búinn að fá heU-
mikla athygh í langan tíma út á
annars slappa auglýsingu og við
eigum möguleUía á verðlaunum.
Hvað ætii við séum svo sem að
fjargviðrast yfir smáútlensku ef
hún getur seinna orðið til þess að
við fáum eins konar happdrættis-
vinning út á hana. Þetta er orðið
næstum því eins gott og uppbyggi-
legt og að spUa í lottói eða skrapa
af skafmiða. Það er svo sem ekki
amalegt að fá tækifæri tU að vinna
til verðlauna fyrir að semja slagorð
fyrir hálfútlent ropvatn þegar
verkalýðsforingjamir hafa bannað
okkur að leggja okkur ahslenska
mjólk til munns.
Málamyndaauglýsingar
Mér skilst að hinu opinbera beri
skylda til að auglýsa stöður sem
losna þar á bæ. Mjög margar slíkar
auglýsingar em eingöngu til mála-
mynda. Sérstaklega þegar verið er
að auglýsa svokallaðar góðar stöð-
ur. Reyndar mun talsvert um að
þær stöður sem ekki teljast neitt
sérstakar séu afgreiddar með svip-
uöu móti. Það verður hins vegar
sjaldan sérlega áberandi vegna
þess að þeir sem em þar órétti
beittir hafa oftast ekki málsvara
sem eru til í að fara í einhvers kon-
ar fjölmiðlaslag og margir álíta að
betra sé að þegja. Það geti reynst
varasamt að reita þá sem málum
ráða til reiði þvi að það er aldrei
að vita hvenær eitthvað áhugavert
verður næst auglýst. Ef til vUl verð-
ur úthlutunin í höndum sama aðUa
og óvíst að honum væri runnin
reiðin.
Hvað er verið að auglýsa?
Ýmsir hafa orðið til þess að gera
grín að fyrirbæri sem gengur undir
nafninu fimm þúsund konan. Mér
finnst reyndar konukindinni vor-
kunn en það sem hún er að burð-
Rifist er yfir útlensku.
ast við að auglýsa týnist, að ég held,
að mestu í fáránleika auglýsingar-
innar. ÆtU það sé ekki tímabært
að búa til aðra þar sem við verðum
upplýst um það hvað hin fjallar
um? Guðmundur Axelsson
„Hvaö ætli við séum svo sem aö fjarg-
viðrast yfir smáútlensku ef hún getur
seinna orðiö til þess að við fáum eins
konar happdrættisvinning út á hana.“
Ekki mitt borð
Fyrir stuttu kom ég heim eftir
ferð um Miðausturlönd. Með mér
var dönsk vinkona. Hún er rithöf-
undur og vinnur einnig fyrir út-
varpið. Við vorum ekki með ferða-
hóp og því neyddar að biðja oft um
upplýsingar. Kenndi vinkona mín
mér því klausuna „Ekki mitt borð“.
Efnið kom engum við. Ég vonaði
að slíkt væri ekki ástandið hér
heima. Því miður gæti það verið
jafnerfitt eða mun verra hér.
Nú á ég ekki lengur „Borð“ þótt
Carl Brand eigi „borð“. Til okkar
á borð hans og á nokkurs konar
„bretti“ hjá mér, koma mörg mál,
sérstaklega mál um aðgengi, öryggi
manna og slysahættu.
Drukknunarhætta
Núna er í athugun hætta á
drukknun barna. Fyrir fáum dög-
um var skrifað í blöðum um hvern-
ig smástelpu var bjargað frá dauða
á Akranesi. Bömin í sundlauginni
kölluðu á hjálp og sögðu að stelpa
lægi á botni laugarinnar. Til allrar
hamingju var lögreglumaður í
heita pottinum sem stakk sér til
sunds og gat blásið í hana lífi.
Upplýsingar hafa borist okkur
um tveggja ára bam sem náði að
komast í sundlaug annars staðar.
KjaHaiiim
Eiríka A. Friðriksdóttir
hagfræðingur
Barnið var ennþá lifandi en dó
seinna. Vaknaði því spurning hjá
okkur um öryggi innan Reykjavík-
urborgar. Var svarið óviðunandi:
Við Norræna húsið er óvarinn poll-
ur.
Samkvæmt upplýsingum, fengn-
um fyrir nokkrum árum, hafði
finnski arkitektinn Alvar Aalto alls
ekki gert ráð fyrir pollinum. Hann
vissi ekki að landið væri mýrlendi
og að pollurinn var náttúrlegur og
„Bókavörðurinn sagði mér fyrir
nokkrum árum að tveimur börnum
hefði verið bjargað frá dauða þar sem
þau voru fiskuð lifandi úr pollinum.“
fylltist alltaf.
TU að byrja með, ef ég man rétt,
voru blóm neðan við inngang Nor-
ræna hússins og runnar. En þau
vom fjarlægð seinna. Af hveiju
veit enginn. Enginn veit hver á lóð-
ina.
Handriðið horfið
Bókavörðurinn sagði mér fyrir
nokkrum árum aö tveimur börnum
hefði verið bjargað frá dauða þar
sem þau vom fiskuð lifandi úr poll-
inum.
Forstjórinn, dr. Erik Sönder-
holm, var beðinn að sjá um öryggi
enda eru tröppur frá innganginum
beint í vatnið og lét hann setja
handrið upp. Að vísu var það ljótt
en benti á hættu. Nú er það horfið
og ekkert komið í staðinn.
Hinn 23. júní sl. kl. 20 vora sam-
ankomnir norrænir menn til að
halda miðsumarsamkomu. Vora
þar einnig börn með foreldram sín-
um og mörg hlupu beint niður að
vatninu. Sem betur fór datt ekkert
barn þá.
Ákváðum við Carl að athuga hver
bæri ábyrgð á hættulega pollinum.
Svar var ekki hægt að fá. Forstjóri
Norræna hússins var erlendis en
símleiðis var lagt til að hringja í
nokkur símanúmer. Var hringt í
eftirfarandi númer án árangurs:
18000, borgarverkfræðing,
29921, gatnamálastjóra, skrifstofu,
84569, skrúðgarða í Laugardal,
84211, Fasteignamat ríkisins. Fast-
eignamat skýrði frá að eigandi lóð-
ar (og því ábyrgðarmaður) væri
ekki skrásettur hjá þeim.
í stuttu máli sögðu allir „ekki
mitt borð“. Nú spyrjum við: Verð-
um við að fá dauðaslys við Nor-
ræna húsið til að eitthvað verði
gert?
Eiríka A. Friðriksdóttir
Beint fyrir neðan tröppurnar á Norræna húsinu er óvarinn pollur.